Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 31.05.1990, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1990 55 ,ldvagninn Getur maður skrifað sannleikann um Lúter? - síðari grein. Til Velvakanda. En til að skilja, hvernig Lúther varð umbótamaður, þarf einnig fleira til hliðsjónar, eins og ég benti á í grein minni, og það breytir dómi okkar um Lúther. Ég á hér ekki við þá misbresti í kaþólsku kirkj- unni, sem Úrban páfi VI viður- kenndi sjálfur og kirkjuþingið í Trent réð bót á. Því miður er hér ekki pláss til að vitna til þess, sem Lexikon fíir Theologie und Kirche (VI, 723-36) segir um uppruna guðfræði Lúthers. Að mati LTK er Lúther eins og „persóna úr sorgar- leik“. Já, það má líkja honum við gríska kappa, því að ókostur þeirra var alltaf „hybris", þ.e. hroki. ILTK segir (723): „Úr kenningum Ágústínusar um erfðasynd, hold- lega fysn, náð, verðleika verka og útvalningu til himins og heljar, úr leyndardómsfullum hugleiðingum um algert gildisleysi mannsins frammi fyrir Guði og ennfremur úr sinni eigin sálarreynslu smíðaði Lúther fræðikerfi, þar sem haldið var fram, að Guð einn verkaði alla hluti, í stað þess, sem Biblían held- ur fram, að hann sé virkur í öllu (einnig því sem maðurinn gerir). Próf. Einar getur ekki bjargað skinni Lúthers með því að segja að „menn séu ábyrgir gagnvart Guði“. Samkvæmt kenningu Lúthers, sem er kenning um „trúna eina, náðina eitra, Biblíuna eina, aðeins Krist “ (hér vantar „aðeins Lúther"), er sáluhjálp mannsins alfarið undir Guði einum komin. í lútherska játn- ingaritinu Form. Conc., Sol. decl., II, 20, segir: „í sálarlegum og guð- legum hlutum, sem hafa eitthvað með sáluhjálp mannsins að gera, er maðurinn eins og saltbingur, já, eins og tijástofn eða lífvana mynda- stytta, sem hefur hvorki augu né munn né skilningarvit né hjarta.“ En eigum vér þá samt að reyna að halda boðorðin? Já. Hvers vegna? Jú, boðorðin eiga, að mati þessara Lúthersmanna að sanna oss, að það sé ómögulegt að halda þau (þvert á móti kenningu Biblíunnar), þau eiga að fá oss til að örvænta um sáluhjálp vora. Svo kenndi Lúther, en lausnina fann hann í „trúnni einni“. „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ En Jakob postuli varar oss við: „Trúin án verka er dauð“ (2.26). Það er andstætt sálar- reynslu Lúthers. Þess vegna segir hann um Jakobsbréf: „Það er aðeins hálmbréf, ekki verðugt postula." Getur hroki Lúthers, sem hélt þó fram grundvallarsannleiksgildi Biblíunnar, orðið skýrari en í þess- ari fyrirlitningu hans á þeim post- ula, þ.e. biskupi Jerúsalemborgar, sem Páll átti fund með ásamt Pétri og sem álitinn var „máttarstólpi kirkjunnar"? Hvaða skynsamur kristinn maður má tala svona? Páf- inn í Róm? Nei. Aðeins Lúther virð- ist hafa umboð til að dæma biskup Jerúsalem sem ónýtan ritara, af því að bréf hans var ekki samkvæmt sálarreynslu þess fyrrnefnda. Ját- um einfaldlega, að Lúther setur sig yfir Biblíuna. Þarf enn að ræða það, sem ég skrifaði: „í útskýringu á Róm. 9,18 nn segir Lúther: „Guð vill hið illa, annars væri það ekki til, en Guð elskar það ekki“.“ Þessi orð hef ég eftir J. Lortz (Die Reformation in Deutschland, 186). Lortz er kannski frægasti Lútherssérfræðingur á Þýzkalandi. Auðvitað trúi ég frekar Lortz en Einari. Einar neitar, að Lúther (ég tala hér ekki um lúth- ersku kirkjuna, það væri ekki rétt) hafí sagt það. Það er þó auðvelt að trúa því, ef vér höfum í huga, að Lúther var undir áhrifum nómínalista, sem kenndu algert al- mætti Guðs, sem maðurinn mætti ekki takmarka með frjálsum vilja. Hið lútherska „Lexikon der Re- formation" segir (128): „Lúther ætlast til þess af kristnum manni, að hann meðtaki dóm eilífrar refs- ingar Guðs, ef trúin krefst þess. Geri maðurinn það, mun Guð ekki yfirgefa hann.“ Við sjáum, að frelsi viljans hefur hér ekkert að segja. í útskýringu á Rómv.bréfinu talar Lúther um útvalningu manna og ræðst á hugmyndina um ftjálsan vilja mannsins. Samkvæmt Lúther er maðurinn svo spilltur, að hann getur einungis syndgað, því að girnd hans sé þegar synd. Jakob postuli leiðréttir það aftur í bréfi sínu: „Þegar girndin síðan er þung- uð, fæðir hún synd,“ þ.e. aðeins ef vér látum hana þroskast með fijáls- um vilja. En bréf postulans telur Lúther einskisvert. Textann: „Guð hefur ofurselt þá fysnum hjartn- anna til saurlifnaðar," álítur Lúther ekki aðeins leyfi, heldur skipun og boðorð" (J. Ficker í DTC II, 12, 14). Guð vill, að „syndaranum verði það ósjálfrátt að vera syndari og halda áfram í synd“ (Richter, DTC II, 213, 217). Fleiri textar um út- valningu mannsins eru í DTC 1283-87. Að lokum nokkur orð um meðal- gangarann. Að Jesús sé eini meðal- gangari endurlausnar vorrar er stöðug kenning kaþólsku kirkjunn- ar, og hún þarf ekki að læra það hjá próf. Einari (sbr. trúarkenn- ingasafn Denzingers, nr. 143, 251, 253, 333, 711, 790). En er það þá ekki óvirðing við Guð, ef vér biðjum heilaga og aðra menn og konur, t.d. foreldra vora í himnum? Vér gerum það, því að þau standa oss nær, ekki af því að vér elskum þau meira en Guð. í hugum vor kaþól- •ikka eru heilagir menn ekki ein- hveijar myndastyttur, sem Guð hefur skreytt, en sjálfar hafa ekk- ert gert fyrir heilagleik sinn („að- eins náð“). — Er þá ekkert gott að segja um Lúther? Jú, það gerði ég áður í ýtarlegum greinum í Lesbók Mbl., eins og ég sagði. Eins vona ég, að Einar taki ekki ágreining okkar sem eitthvað pereónulegt og að mér leyfist áfram að vera vinur hans. Sr. J. Habets Kæru viðskiptavinir! í sumar höfum við lokað á laugardögum. Höfum mikið úrval af margskonar sumarvörum. Eigum t.d. 2 stærðir af ferðarúmum m/dýnu. 55x110cmkr. 9.900,- 60 x 120 cm kr. 10.900,- ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27, sími 19910. VtlSV-R I örfáa daga bjóðum við öll stök teppiog mottur með 20% afslætti. Missið ekki af einstöku tækifæri. TEPMVERSLUK FRIÐMKS BERTEISEN FÁKAFENI 9 - SÍMI 686266 CAMP-IET '90 TJALDVAGNARNIR ERU KOMNIR! r sér- ,doger fcfcjwm rj'al(*»agn’íea?aVél Ktalmr- Það er næsta fullvíst að Camp-let hefur fallið íslendingum best allra tjaldvagna, enda er frágangur þeirra rómaður og telja eigendur þeirra þá best fallna fyrir íslenskar aðstæður. í ár kynnum við nýja Royal tjaldvagninn sem er örugglega glæsilegastur allra tjaldvagna! Kynntu þér kosti keppinautanna og þá sérðu að það er ekki um aðra kosti að ræða en Camp-let. * » 'y°t* 79 O * o n ~ '9*o.zy» ^JíEvrm’ Sundaborg 11 Sími 91-686644

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.