Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1990, Blaðsíða 16
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 Grimmdín hljóð o ________Leiklist__________ Jóhanna Kristjónsdóttir Lilla Teatern sýndi í íslensku óperunni Leikhús Nikítas gæslumanns — leikgerð eftir Kama Ginkas, byggt á sögu Antons Tsjek- hovs, Deild 6 Leikmynd og búningar: David Borovski Tónlist: Jakov Jakulov Búningasaumari: Merja Thil Tæknimaður: Aslak Christians- son Leikstjórn: Kamas Ginkas Saga Tsjekhovs Deild 6 sem Kamas Ginka gerir síðan leikgerð eftir kom út árið 1892. í henni felst einhver grimmilegasta spá- sögn sem eftir Tsjekhov liggur, þar sem varpað er fram efasemd- um um hefðbundna skilgreiningu milli bijálsemi og heilbrigði, og undir býr sú skoðun að þegar ekkert er aðhafst og horft í' hina áttina sé það í sjálfu sér jafn sak- næmt. Og þó Stalín sé ekki hér og menn séu kannski ekki lokaðir inni á geðveikrahælum fyrir það eitt að hugsa á skjön — eða kannski bara hugsa — er efnið nær okkur í tímanum en árið 1892. Tsjekhov vann lengi að Deild 6 og í bréfasafni hans frá þeim árum sem hann skrifaði sög- una vék hann einatt að yinnu sinni við hana og efnið leitaði mjög á hann. Vinir hans lofuðu verkið þá þegar en hann var ekki dús við ummæli þeirra og sagði sjálf- ur: „Þið viljið eitthvað krassandi frá mér og ég ber ykkur sætt límonaði." Ekki hvarflaði nú að mér góm- sætur ávaxtadrykkur meðan ég horfði á sýningu Lilla Teatern á Leikhúsi Nikíta gæslumanns. Þar var grimmdin og andstyggðin allsráðandi í persónum og ef þær sýndu lit á að efast eins og læknir- inn Ragin — sem átti reyndar eftir að birtast oftar en nokkuð breyttur í fleiri verkum Tsjekhovs — þá er óhugsandi annað en hann sé vitskertur og ef ekki vitskertur þá að minnsta kosti hættulegur. Ragin hefur lengi gert einmitt það sem Tsjekhov taldi jafn glæp- Ragin læknir, Asko Sarkola og Gromov sjúklingur, Marcus Groth. samlegt og afskiptaleysið — hann hafði horft í hina áttina. En þegar að því kemur að Ivan Dimitrivitsj Gromov mælir við hann orð sem bera kannski vott um sama heim- spekilega þankagang og hann sjálfur verður hann nauðugur vilj- ugur að taka afstöðu. Mér þótti sýning Lilla Teatern vera vönduð og leikstjórnin er unnin af ögun og þó hugkvæmni. Ohijálegt umhverfið á geðsjúkra- húsinu mátti varla óhijálegra vera og mikill sigur Davids Borovskis sem hefur séð um leikgerð og búninga. Hlutverk geðsjúkling- anna eru öll mikilvæg og þau eru afar vel unnin þó tilsvör séu ekki ýkja fyrirferðarmikil nema hjá Marcusi Groth sem skilar unga manninum af næmi og fínleik. Ragin læknir er í höndum Asko Sarkola sem mér þótti eiga blæ- brigðaríkan leik með miklu inni- haldi. Borgar Garðarsson hefur piýðilegt gervi og mjög afgerandi nánd á sviðinu. Menn hafa einatt deilt um það hvernig túlka beri verk Tsjekhovs, hér í þessu tilviki hef ég að sönnu ekki lesið leikgerðina og vísast fór ýmislegt forgörðum þegar aðeins einu sinni er horft og hlustað þeg- ar leikið er á öðru tungumáli, allt um það fannst mér eins og skorti þá hljóðlátu grimmu íróníu sem er aðalsmerki þeirra verka Tsjek- hovs sem ég hef kynnt mér. Ahorfendur tóku sýningunni sem var hin fyrri af tveim af mikl- um fögnuði. Mér fannst verulegur galli á því að sitji ínaður framar- lega og til hægri í íslensku ópe- runni fer margt alveg óboðlega framhjá áhorfendum. Handa lifendum og dauðum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Tomas Tranströmcr: TRÉ OG HIMINN. Njörður P. Njarðvík íslenskaði. Urta 1990. Sænska skáldið Tomas Tranströmer fékk Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1990 fyrir ljóðabók sína För levande och döda (1989). Nýlega hlaut hann önnur verðlaun, Neustadt-verð- launin, sem eru veitt í Banda- ríkjunum og eru alþjóðleg, eins konar minni Nóbelsverðlaun. Verðlaunabók Norðurlandar- áðs, Handa lifendum og dauðum, er þýdd í heild sinni í Tré og him- inn, úrvali ljóða Tranströmers sem Njörður P. Njarðvík hefur gert. Það er ekki vandalaust að koma þessum ljóðum til skila í þýðingu, en Njörður P. Njarðvík hefur þor og metnað til að glíma við erfíð verkefni. Handa lifendum og dauðum er myrkari bók en aðrar bækur Tranströmers. Fyrri bækurnar lýsa meiri sáttfýsi og í þeim eru náttúran og undur lífsins áleitnari yrkisefni. En það væri að einfalda hlutina um of að halda því fram að Handa lifendum og dauðum gerist eingöngu í þeim djúpum myrkursins þar sem vonleysi og örvænting hafast við. í bókinni eru ljóð sem benda til þess að unnt sé að sætta sig við lífið. Tomas Tranströmer hefur ekki ort mörg löng ljóð. Agað ljóðmál hans, hnitmiðun og myndvísi hafa valdið því að flest ljóða hans eru stutt eða að minnsta kosti í styttra lagi. í Handa lifendum og dauðum eru aftur á móti nokkur löng ljóð: Götur í Shanghai, Innanhúsið er óendanlegt, Vermeer og Guliin- vængja. Ég veit ekki hvort þaþ er rétt að kalla þessi ljóð mælsk, en þau eru óvenju orðmörg þegar Tranströmer á í hlut, opin og lok- uð í senn. Öll fjalla þau með afger- andi hætti um umhverfi okkar, samfélag. Þau vitna um viðleitni skáldsins til að taka af skarið, segja hug sinn um það sem við blasir. Ljóðin hafa alþjóðlegt svip- mót, víða yfirsýn. í Götum í Shanghai „stígur manngrúinn þögula plánetu okkar í gang“. Götunni er líkt við þilfar feiju. Það er troðningur og þeir sem komast „um borð í þessa götu“ geta hrósað happi. „Við sýnumst næstum hamingjusöm í sólskininu á meðan/ okkur blæðir til ólífis úr sári sem við vitum ekki af“. Þetta eru lokaorð Ijóðsins og geta í senn vísað til þess ástands sem mergðin, fólksfjölg- unin hefur í för með sér og þess sem fyrr í ljóðinu er kallað „það sem ekki má nefna“ og „birtist á þreyttum stundum rammt eins og munnfylli/ af höggormsbrennivíni með löngum hreistrugum eftir- keimi“. Það er vandi hvers ein- staklings sem bergmálar í þessum línum. Innanhúsið er óendanlegt sveifl- ast milli fyrri hluta nítjándu aldar og samtímans, sviðið ýmist Stokk- hólmur eða Washington. Þegar Tranströmer var hér í febrúar sl. til að taka við Norðuriandaráðs- verðlaunum skýrði hann frá til- drögum ljóðsins á dagskrá um hann og verk hans í Norræna húsinu. Eiríkur sem ljóðið fjallar um var ættingi skáldsins, þorpsbúi sem hélt til Stokkhólms á vit ævin- týra, en varð fyrir því óláni að hitta fyrir ofbeldismann. Sá ,fund- ur gerði Eirík að örkumlamanni. Nú riQast saga hans upp á göngu skáldsins um höfuðborg Banda- ríkjanna þar sem hann sér „hvítar byggingar í líkbrennslustíl/ þar sem draumar fátækra breytast í ösku“. Þetta er aðsókn hinna dauðu eins og svo víða í Handa lifendum og dauðum. Frásögn, löngun til að segja sögu, mótar þetta ljóð, skáldið þræðir einstigi milli ljóðs og prósa. , í ljóðinu um hollenska málarann Vermeer er brugðið upp mynd af óverndaðri veröld hans, handan veggjarins tekur við skarkali götu- lífs og veitingahúsa og stríð ekki langt undan. En í vinnustofunni er það_ skapað sem lifa mun um aldir. Óróleiki lífsins, kyrrð mynd- flatarins. Þetta vegur salt í ljóðinu og birtir eftirfarandi boðskap reynslunnar: Það er sárt að fara gegnum veggi, maður verður veikur af því en það er nauðsynlegt. Veröldin er ein. En veggir... Og veggurinn er hluti af þér sjálfum - það vita menn eða vita ekki, en þannig er það með alla nema lítil böm. Þau hafa engan vegg. Gullinvængja, lokaijóð bókar- innar, hefur skírskotanir til Bibl- íunnar, enda kemur sjónvarpsp- redikari fyrir í ljóðinu og í því er varað við trúarofstæki. „Mesti of- stækismaðurinn er mesti efa- semdamaðurinn. Hann/ veit það ekki“, stendur þar. Það er ekki heiglum hent að flytja ákveðinn boðskap í ljóði, því meira sem er af slíkum varningi því hættara er Ijóðrænunni. Tomas Tranströmer er meðal þeirra fáu sem kann hina vandmeðförnu list. Gullinvængja hefur eftirfarandi að miðla: Tomas Tranströmer Þeir sem aldrei geta verið annars staðar en á framhlið sinni þeir sem aldrei eru annars hugar þeir sem aldrei opna rangar dyr og sjá Hin- um óskilgreinanlega bregða fyrir - Snúðu við þeim baki! Þetta ljóð og fleiri í Handa lif- endum og dauðum minnir á Um söguna sem birtist í Hljómum og sporum (1966). Þar er ort um rót- tækan og íhaldsmann sem búa saman líkt og í óhamingjusömu hjónabandi og börn þeirra sem verða að bijóta af sér hlekkina. Ur fyrri bókum Tranströmers þýðir _ Njörður P. Njarðvík mörg Ijóð. í þeim gefst lesanda kostur að kynnast því óvenjulega sam- blandi af hversdagsmyndum og dui sem ásamt myndvísinni ein- kenna skáldið. Glöggur lesandi mun greina í sumum þessara Ijóða það sem átti eftir að verða meira áberandi og nær hámarki í Handa lifendum og dauðum. Ég nefni Höllina og Dreifðan söfnuð. Hið síðarnefnda hefst á þessumlínum: „Við brugðumst vel við og sýndum heimili okkar./ Gesturinn WordPerfect 5.0 (Ný útgáfa) BYRJENDANAMSKEIÐ 11.-14. júní kl. 9-13 Námskeið fyrir byrjendur (ný útgáfa). Grundvallaratriði MS-DOS stýrikerfisíns. Farið í allar helstu skipanir í WordPerfect. Æfingar með áherslu á uppsetningu og útlit texta, leiðréttingar með notkun íslenska orðasafnsins, breytingar og afritun. A TH: VR og fleiri stéttarfélög styrkja félaga sina til þátttöku Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Ásrúnu Matthíasdóttur I Einari J. Skúlasyni hf. Grensásvegi 10, sími 686933. I Tölvuskóli Einars J. Skúlasonar hf. hugsaði: Þið búið vel./ Fátækra- hverfin eru innra með yður.“ Tré og himinn er góð kynning skáldskapar Tomasar Tranströ- mers þótt árangur viðleitninnar sé ekki alltaf sem skyldi. Hvað það varðar gildir hið sama um aðra íslenska þýðendur Tranströmers, meðal þeirra Hannes Sigfússon og undirritaðan. Víða tekst Nirði vel. Sumt sætti ég mig ekki við, -til dæmis „bíðandi þröng“ í Ijóðinu Þau og orðalag sem stundum er stirt, en má réttlæta með því að reynt er að fylgja hrynjandi frum- textans. Mýkt er eitt helsta ein- kenni Ijóða Tranströmers. Handa lifendum og dauðum er „erfið“ bók og það ber að hafa í huga að Njörður hefur haft nau- man tíma til að ganga frá þýðing- unni. Hann hefur hins vegar notið þess að geta borið vandasama staði í bókinni undir skáldið sjálft þegar það var hér á ferð. Um ljóðaþýðingar má segja eins og manneskjuna í Rómönskum hvelfingum í Handa lifendum og dauðum, þessu afar sérkennilega og skemmtilega ljóði: „Þú ert aldri fullgerður, og þannig á það að vera.“ Flestir ljóðaþýðendur kannast við tilfinninguna að vera ánægðir með verk sitt um leið og þeim er ljóst að hægt er að gera enn betur. Lágfóta sást á sprangi á Suðumesjum Garði. TÓFA hljóp fyrir bíl tíðinda- manns blaðsins sl. föstu- dagsmorgun er hann var á Ieið fi'á Keflavík til Reykjavíkur. Skepnan var á ferð miðja vegu milli af- leggjarans inn í Voga og Kúagerðis, kom neðan frá sjó og hélt til fjalla. Ekki tókst að mynda dýrið sem var með brúnan feld og .alhvítt skott. I vetur er leið kom fyrir sama atvik á sama stað á sama tíma dagsins og er trúlegt að tófan sé í ætis- leit. Á Vatnsleysúströnd eru bæði svínabú, kjúklingabú og fiskverkunarstöðvar. Arnór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.