Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
Enn um fréttamenn
o g útvarpsráð
eftirMarkús A.
Einarsson
Hér á eftir mun ég fara nokkrum
orðum um tvær greinar sem birst
hafa í Morgunblaðinu sem svar við
grein minni „Furðuleg viðbrögð
fréttamanna", sem birtist í Morg-
unblaðinu 5. maí 1990. Þessar
tvær greinar eru grein Atla Rúnars
Halldórssonar varafréttastjóra út-
varps, „Valdið, mátturinn og dýrð-
in“ frá 10. maí og greinin „Um
rétt og rangt“ eftir Brodda
Broddason fréttamann útvarps
sem birtist 24. maí sl. Svo sem
kunnugt er, er hér um að ræða
umfjöllun um úrskurð útvarpsráðs
vegna fréttar fréttastofu útvarps
varðandi VT-teiknistofuna 31.
mars sl.
Einkenni greinanna
Áður en ég vík að einstökum
atriðum þykir mér rétt að vekja
athygli á því, að í hvorugri grein-
inni er reynt að svara á málefna-
legan hátt því sem ég hafði fram
að færa um ákvæði útvarpslaga
og reglur um fréttaflutning. Báðir
fréttamennirnir leiða hjá sér að
fjalla um þær grundvaliarreglur
sem um áratuga skeið hafa á far-
sælan hátt verið í gildi. Þess í stað
reyna þeir að gera sem minnst úr
útvarpsráði með vel þekktum slag-
orðum, sem m.a. má lesa úr fyrir-
sögn Atla Rúnars, og reyndar
bætir varafréttastjórinn ýmsum
sætindum við í texta sínum, svo
sem: „misbeiting valds“ — „dapur-
legur minnisvarði um mistök" —
„fulltrúar gamla ijórflokksins í
útvarpsráði“ — „órökstudda og
löglausa geðþóttaúrskurði gæslu-
manna stjórnmálaflokkanna".
Athyglisvert er að auk hnútu-
kasts vitna báðir fréttamennirnir
í bréf stjórnar Arkitektafélags ís-
lands, og virðist sem það sé þeirra
helsta röksemd í málinu. Vísað er
til atriða úr því bréfi um að kynn-
ing teikninga hafi gerst með frem-
ur villandi hætti og að stjóm telji
ekki ástæðu til að hafast frekar að
í þessu máli.
Kjarni málsins er að í bréfi þessu
er ekki um nein afgerandi efnisat-
riði að ræða sem varða mat út-
varpsráðs á því hvort umrædd frétt
var óhlutdræg eður ei. Reyndar
verður ekki séð að í bréfinu sé
ákveðin afstaða tekin til eins eða
neins.
Úrskurður útvarpsráðs byggðist
á fréttinni sjálfri, greinargerð frá
þeim aðila sem kærði og á greinar-
gerð frá Atla Rúnari Halldórssyni
varafréttastjóra. Takið eftir að
Atli Rúnar sendi útvarpsráði grein-
argerð, án efa í þeim tilgangi að
úrskurður yrði honum í hag. Felst
ekki í því óbein viðurkenning á því
að útvarpsráð skuli úrskurða í
slíkum málum?
Lagalegar skýringar í grein
Atla Rúnars
Atli Rúnar skýrir frá því að
Félag fréttamanna hafi leitað eftir
áliti hæstaréttarlögmanns sem
ekki er nefndur á nafn. Hefur út-
varpsráð reyndar ekki fengið að
sjá það álit. Vitnar hann í álit
þetta, og vekur það furðu að þar
er ijallað um málsgrein í 20. grein
útvarpslaga sem er máli þessu með
öllu óviðkomandi. Skal það skýrt
nánar.
í 20. grein laganna er ijallað
um hlutverk útvarpsráðs. Hljóðar
1. málsgrein svo: „Ötvarpsráð tek-
ur ákvarðanir um hversu útvarps-
efni skuli haga í höfuðdráttum inn-
an marka ijárhagsáætlunar.“
Þarna er fjallað um skipulagningu
og niðurröðun dagskrárefnis og
koma málefni fréttastofu Ríkisút-
varpsins þar við sögu að því leyti
einu að ákveða þarf fjölda og tíma-
setningu fréttatíma.
í tilvitnun Atla Rúnars er þessi
málsgrein, sem engu skiptir í máli
þessu, gerð að aðalatriði. Svo langt
er gengið að vitna til greinargerð-
ar þeirrar sem fylgdi útvarpslaga-
frumvarpinu á sínum tíma.
Hver er tilgangurinn með þess-
ari vitleysu? Sennilega sá að þurfa
ekki að nefna næstu málsgrein sem
Markús Á. Einarsson
„Hjá því verður ekki
komist, svo hugsanlegt
dæmi sé nefht, að með
reglum sé reynt að
koma í veg fyrir að
fréttamenn geti átölu-
laust lagt einstaklinga,
fyrirtæki eða stofnanir
í einelti í fréttatímum.“
einmitt varðar málið, en þar segir:
„Ráðið setur reglur, eins og þurfa
þykir til gæslu þess að fylgt sé
ákvæðum 15. gr. Ákvarðanir út-
varpsráðs um útvarpsefni eru end-
anlegar.“
Þarna er m.a. um reglur um
fréttaflutning að ræða í því skyni
að gæta ákvæða um fyllstu óhlut-
drægni í frásögn, túlkun og dag-
skrárgerð. í 8. grein reglugerðar
um Ríkisútvarpið segir svo í fram-
haldi af því sem að framan var
nefnt úr lögunum: „Leiki vafi á
hvernig skuli fara með mál er
snerta 15. gr. útvarpslaga skal
vísa þeim til útvarpsráðs.“
Við þetta má svo bæta að í þeim
kafla útvarpslaga sem fjallar um
einkastöðvar er ákvæði um að ein-
staklingar, félög eða stofnanir geti
kært til útvarpsréttarnefndar verði
þeir fyrir hlutdrægni eða mismun-
un. „Nefndin skal þá, eins fljótt
og við verður komið, felia úrskurð
um kæruefnið og er sá úrskurður
bindandi fyrir málsaðila.“
Dettur nokkrum lifandi manni i
hug að skyldur útvarpsráðs séu
minni að þessu leyti en þeirrar
nefndar sem fjallar um einkastöðv-
ar?
Traust almennings á
fréttastofum Ríkisútvarpsins
Það fer fyrir bijóstið á Atla
Rúnari að ég skuli skýra traust
almennings á fréttastofum
Ríkisútvarpsins með þeim lögum
og fréttareglum sem í gildi eru.
Sjálfsagt er að fram komi, að ég
hef fram til þessa álitið fréttamenn
mjög hæfa í starfi. Það breytir
hins vegar ekki þeirri skoðun minni
að vitneskja um fréttareglur eigi
ríkan þátt í jákvæðri afstöðu al-
mennings hvað varðar áreiðanleika
frétta Ríkisútvarpsins.
Staðreynd er að í þeim ná-
grannalöndum þar sem ríkisútvarp
er við lýði koma fréttastofur
ríkisútvarps oft vel út í skoðana-
könnunum. Ríkisútvarp er ijölmið-
ill viðkomandi þjóðar og almenn-
ingur gerir þær kröfur að í fréttum
felist ekki: „neins konar ádeilur
eða hlutdrægar umsagnir“ ... svo
vitnað sé í reglur um fréttaflutning
Ríkisútvarpsins.
Má útvarpsráðsmaður ekki
láta til sín heyra?
Áður en ég vík að ákveðnu efnis-
atriði úr grein Brodda Broddasonar
langar mig að nefna skemmtilega
málsgrein hans sem hljóðar svo:
„Hvers vegna varaformaður út-
varpsráðs heldur nokkurra vikna
gömium skollaleik úr útvarpsráði
áfram á síðum Morgunblaðsins,
verður hann væntanlega að skýra
fyrir ráðinu, því ekki trúi ég því
að aðrir ráðsmenn kunni að meta
þetta leiðrétta ljósrit sannleikans."
Í fyrsta lagi virðist Broddi gram-
ur yfir því að útvarpsráðsmaður
skuli láta til sín heyra. Má ég þá
minna hann á hvernig fréttamenn
notuðu þær nokkru vikur sem hann
nefnir. Ályktanir voru samdar,
fréttatímar óspart notaðir í eigin
máli, frægt viðtal við varafrétta-
stjórann í þættinum Dagskrá á rás
2, viðtöl í dagblöðum og fleira
mætti nefna. í einhveiju dagblað-
anna mátti sjá yfirlýsingu vara-
fréttastjórans um sigur. Hvers
konar sigur? Hvergi vantaði stóru
orðin um útvarpsráð fremur en í
þeim greinum sem hér er íjallað
um. Hugsa sér að útvarpsráðsmað-
ur skuli láta sér detta í hug að
vekja athygli á öðrum sjónarmiðum
eftir allan þennan hamagang! Það
er víst ekki til þess ætlast að blás-
ið sé á fréttamenn.
I öðru lagi bið ég lesendur að
líta á síðasta hluta setningar
Brodda. Efast nokkur um hvað
Broddi ætlast til að lesið verði úr
þessu? Varla. Undirritaður hlýtur
með skrifum sínum að vera að
gera eitthvað í andstöðu við aðra
ráðsmenn. Um stöðu mála í því
efni veit ég líklega betur en Broddi,
og raunar er ákvörðun útvaipsráðs
í málinu löngu tekin og málinu
lokið þar. Hér höfum við hins veg-
ar glæsilegt dæmi um það hvernig
orðalag getur ráðið því að frétt
verði hlutdræg ef ekki röng. Þá
kúnst kann Broddi greinilega í
þessu tilviki. Hér skal ítrekað að
það er engin tilviljun að hugtakið
óhlutdrægni er nefnt í útvarpslög-
um. Það virðast fréttamenn hins
vegar skyndilega ekki mega heyra.
En kærar þakkir fyrir ágætt dæmi
Broddi.
Umbeðin athugasemd
í grein minni frá 5. m aí sl.
nefndi ég að töluverðrar tregðu
hefði gætt hjá fréttastofu útvarps
að birta leiðréttingu. í grein sinni
nefnir Broddi Broddason umbeðna
athugasemd við fréttina, en það
orðalag var notað í ályktun út-
varpsráðs 20. apríl sl.
Þannig vill til að VT-teiknistof-
an mun í kjölfar hinnar frægu
fréttar 31. mars hafa sent frétta-
stofunni langa athugasemd. Nú
gerist það eftir ályktun útvarps-
ráðs 20. apríl að engin leiðrétting
birtist og var skýring fréttastjóra
sú, að hin umbeðha athugasemd
væri alltof löng. Þarna léku menn
sér að orðinu umbeðinn, en í álykt-
un útvarpsráðs var með orðalaginu
„umbeðna athugasemd“ átt við
athugasemd samkvæmt beiðni
VT-teiknistofunnar, en ekki ein-
hveija langa athugasemd sem bor-
ist hefði áður. Þennan skilning
útvarpsráðs fékk fréttastjóri vita-
skuld vitneskju um. Broddi
100
/
MeibaSerla
handfang
I féÉ íim
handfang
"V.
SERLA Soft, hvítur. 4 eða 8 rúllur í pakka.
SERLA Soft, gulur, bleikur og hvítur. 2 rúllur í pakka.
SERLA Toilet, gulur. 6 eða 12 rúllur í pakka.
% endurunninn pappír-SERLA Nature Friendly, náttúruhvítur. 9 rúllur í pakka.