Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
Listahátíð
Garðbæinga
María Gísladóttir
Tónlist
JónÁsgeirsson
Oft hefur því verið haldið fram
að einstaklingshyggjan sé eitt af
meginskapgerðareinkennum Is-
lendinga og víst er það rétt, að í
fámenni er hver einstaklingur
verðmeiri en meðal milljónaþjóð-
anna. Séu hæfileikar og geta ein-
staklingsins langt umfram það
sem fámennið þarf, getur það
ýmist heft viðkomandi eða hann
ofbýður þolinmæði meðborgara
sinna. Sjálfur snýst hann oft gegn
þessum vanköntum lítils samfé-
lags, fer utan og ásakar heima-
menn um skilningsleysi, smá-
smugulegheit og skort á aga.
Mörgum sést yfir þá staðreynd að
ýmislegt sem mótast hefur meðal
stórþjóðanna er ekki til staðar í
fámennissamfélögum. Þessi mis-
munur er ástæðan fyrir sífelldum
samanburði, þar sem heimsmæli-
kvarðinn verður mikilvæg viðmið-
un og gleymist þá mörgum að það
grasrótarstarf sem er unnið heima
í fámenninu er ekki síður mikil-
vægt en „heimsfrægðin".
A meðan Listahátíðin í
Reykjavík 1990 leggur meginá-
herslu á að horfa út fyrir land-
steinana er haldin lítil listahátíð
þar sem litið er til þeirra sem erj-
að hafa garðinn heima fyrir. Það
grasrótarstarf, sem ungir lista-
menn úr Garðabæ vilja sýna, á sér
nokkuð langa sögu. Sú saga hefst
með starfi Ingólfs Guðbrandssonar
í Laugarnesskólanum en tveir
lærisveinar hans, Guðmundur
Nordahl og Guðfinna Dóra Ólafs-
dóttir, gerast brautryðjendur í tón-
listaruppeldi við Flataskóla í
Garðabæ. Þar með hefst samspil
tónlistarskólans og grunnskólans
og nú getur Garðabær státað af
tónmenntakennslu sem í mörgum
greinum er til fyrirmyndar, jafnvel
þó leitað sé að samanburði erlend-
is. En sagan er ekki öll sögð með
því að tilgreina nöfn kennaranna,
því skóli er annað og meira en það
sem góður kennari getur verið,
því aðstæður þurfa að vera já-
kvæðar og þar naut Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir samstarfs við
skólastjórann, Vilberg Júlíusson,
sem vakinn og sofinn hlúði að
þessari starfsemi og það er ein-
mitt hann sem stendur að baki
þessari sérkennilegu listahátíð.
En áður en ijallað er um þá sem
komu fram á Listahátíð í Garðabæ
1990, er rétt að víkja aftur að
einstaklingshyggju okkar íslend-
inga. Hún á sér eina dökka hlið
og það er þegar sá einkennilegi
einstaklingur, sem með einhverj-
um hætti hefur skarað fram úr,
hættir starfi, er oftar að enginn
kemur í staðinn fyrir hann og það
sem hann byggði upp koðnar nið-
ur. Það er sagan um Laugames-
skólann og ef það er rétt sem frést
hefur, er líklegt að svo muni verða
með Flataskóla er Guðfínna Dóra
Ólafsdóttir hættir þar störfum og
munar þá einnig um að Vilbergur
Júlíusson er ekki lengur skóla-
stjóri. Það hlýtur að vera ríkur
skóli, sem ekki hefur þörf fyrir
starfskrafta Guðfinnu, þó líklega
sé það ástæðan, að íslensk skóla-
yfirvöld hafa ekki mótað neina
stefnu um listuppeldi i grunnskól-
um landsins, nema af hundshætti
skert þar til ætlaðan vinnutíma
og auk þess lagt það í hendur
hvers einstaks skólastjóra að ráð-
stafa þessum tímum.
Þrátt fyrir að undirrituðum hafi
verið tíðrætt um tónmenntina í
Flataskóla til að leggja áherslu á
mikilvægi undirstöðu menntunar í
grannskólanum, er ljóst, að hver
einstaklingur velur sér viðfangs-
efni eftir hæfíleikum og getu og
leitar sér menntunar víða, bæði
hér heima og erlendis. Listahátíð
Garðbæinga, sem haldin var í ís-
lensku óperanni sl. laugardag,
hófst á glæsilegum dansi Maríu
Gísladóttur og Malcolms Burns,
sama atriði og á opnun Listahát-
íðar í Reykjavík. Þrátt fyrir að
sviðið í íslensku óperunni sé mun
minna en í Borgarleikhúsinu bjó
dans Maríu yfir seiðmagnaðri feg-
urð og dönsuðu bæði af öryggi,
rétt eins og rýmið væri nóg. Ann-
ar dansari kom fram á listahátíð
Garðbæinga og það var Helena
M. Jóhannsdóttir í skemmtilega
útfærðu atriði, sem kallast dýra-
dans og stendur nær því að vera
„akróbatik“ en eiginlegur dans.
Það yrði of langt mál að fjalla
um alla þá sem komu fram en þar
sem margir hveijir eru enn í námi
verður aðeins tæpt á því helsta.
Hæst bar Ieik Bryndísar Höllu
Gylfadóttur sellóleikara í Fant-
asiestúcke eftir Schumann. Sam-
leikari hennar var Helga Bryndís
Magnúsdóttir .og var flutningur
þeirra yfirvegaður en helst til var-
færnislega útfærður. Pétur Jónas-
son gítarleikari flutti tvö verk, það
fyrra, Zambra granadina eftir Al-
béniz, flutti Pétur mjög vel og af
öryggi. Seinna verkið nefnist Serie
(1969), eftir Gúnter Braun og er
það samið fyrir gítar og slagverk,
sem Pétur Grétarsson slagverks-
maður aðstoðaði nafna sinn við
að flytja.
Hildigunnur Halldórsdóttir
fiðluleikari flutti það erfiða verk
Romanza Andalusa, eftir Saras-
ate, býsna vel og er hún þegar
orðin slyngur fiðlari. Bróðir henn-
ar, Sigurður Halldórsson sellóleik-
ari, lék Adagio og Allegro eftir
Boccerini og var sékennileg ró
yfír fallega útfærðum leik hans.
Samleikari systkinanna var Jónas
Ingimundarson píanóleikari. Gréta
Guðnadóttir lék Inngang og Rondo
capriccioso eftir Saint-Saens.
Gréta er kraftmikill fiðlari og þó
hún ætti einstaka erfið augnablik,
var leikur hennar í heild góður og
töluvert tilþrifamikill. Samleikari
hennar var Helga Bryndís Magn-
úsdóttir.
Af söngvurum sem komu fram
á hátíðinni skal helst geta Sigríðar
Elliðadóttur mezzosópran, er söng
tvær aríur, Connais-tu-lee Pays,
eftir Ambroise og Per lui che Ad-
oro eftir Rossini. Sigríður er efni-
leg söngkona og söng af öryggi
en hún stundar framhaldsnám á
ítah'u. Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópran er langt komin með að
ljúka MS-prófi í söng. Hún söng
tvær aríur, Donde lieta eftir Puc-
cini og Gimsteinaaríuna úr Faust
eftir Gounod. Ingibjörg er mjög
efnileg söngkona og ræður yfír
töluverðri tækni þó ung sé og
flutti hún þessar erfíðu aríur mjög
vel. Samleikari hennar var David
Knowles.
Þeir Gárðbæingar eiga sitt tón-
skáld og vaf frumflutt skemmti-
lega gert verk. Það nefnist Duo
santo og er höfundurinn Hildi-
gunnur Rúnarsdóttir. Hún byggir
verkið á stefí úr Grallaranum og
er þessi „Helgitvísöngurí' saminn
fyrir fiðlu og selló og var leikinn
og sunginn af Hildigunni Halldórs-
dóttur og Sigurði Halldórssyni.
Verkið hefst á grallarastefinu, sem
flutt er einraddað í formi
víxlsöngs. Eftir skemmtilegar út-
færslur á víxlaðri hiynskipan, end-
aði verkið á því að flytjendur
sungu og léku grallarastefíð „uni-
sono“.
Allir listamennimir sem komu
fram á tónleikunum í Islensku
óperunni stóðu sig með prýði og
geta Garðbæingar verið stoltir af
listfengi unga fólksins.
Ljódabók eftir Berg-
lindi Gunnarsdóttur
Út er komin hjá Örlaginu í Reykjavík Ijóðabókin Ljósbrot í skugg-
ann eftir Berglindi Gunnarsdóttur. Þetta er þriðja ljóðabók höfund-
ar en fyrsta bók hennar, Ljóð fyrir Iífi, kom út árið 1983. Önnur
bók Berglindar, Ljóðsótt, var gefin út af Blekbyttunni fyrir fjórum
arum.
í Ljósbroti í skuggann er 21
frumsamið ljóð ásamt ljóðabálkin-
um Úr sálumessu. Einnig eru í bók-
inni þýðingar á ljóðum nokkurra
skálda, þar á meðal Gabrielu Mistr-
al, Césars Vallejo, Rafaels Alberti
og Frederieos García Lorca.
Fyrir tveimur árum kom út hjá
Máli og menningu þýðing Berglind-
ar á skáldsögunni Ást og skuggum
eftir Isabel Allende.
Ljósbrot í skuggann er 65 blað-
síður að stærð. Kápu hannaði Helga
Pálína Brynjólfsdóttir. Bókin er
unnin hjá G.Ben. prentstofu hf. í
Kópavogi.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Tvær áttir í senn
eftir Njörð P.
Njarðvík
Við lifum á einkennilegum
tímum þegar vilji manna og þjóða
virðist stefna í tvær áttir í senn.
Samtímann er að sönnu jafnan
erfítt að meta. í hringiðu atburða
er óljóst hvert muni stefna. En
margt bendir til þess að nú séu
mikilsverð tímamót í sögu manns-
ins, þótt þau gerist ekki með
augljósum hætti eins og stundum
áður. Nú þegar leiðtogar stórveld-
anna (eins og við höfum vanist
að líta á Bandaríkin og Sovétrík-
in) hittast, skyldi þeim þá vera
ljóst að ríki þeirra era ekki lengur
stórveldi í raun? í lok heimsstyij-
aldarinnar 1945 skiptu þessi ríki
heiminum á milli sín og um leið
ríkjum heims í andstæðar fylking-
ar. Hveiju skipta þau nú 45 áram
síðar? Menn eru sammála um að
kalda stríðið sé á enda. Því stríði
hafa þessi ríki bæði tapað. Þau
tvö ríki sem töpuðu heimsstyijöld-
inni, Þýskaland og Japan, era
öflugustu efnahagsríki veraldar.
Þau hafa unnið kalda stríðið án
beinnar þátttöku, báðum bannað
að ráða öflugum her. Þannig er
kaldhæðni sögunnar. Bandaríkja-
menn era með skuldugustu þjóð-
um heims þótt þess gæti ckki enn
að ráði í daglegu lífí fólks heima
fyrir. Og Sovétríkin riða til falls
í bókstaflegum skilningi, bæði
efnahagslega og pólitískt, rúin
öllum áhrifum í öðram löndum
Austur-Evrópu. Hvernig getur
slíkt gerst á ekki lengri tíma?
Hervald og sóun
Tvennt sýnist blasa við: her-
vald og almenn sóun. Sagan
kennir okkur að öll stórveldi líði
undir lok. Þetta er stórkostleg
þversögn: í sjálfum stórveldis-
draumnum býr tortímingin. Eins
og Steinn sagði: „í draumi sér-
hvers manns er fall hans falið."
Stórveldi þenst út og getur ekki
hætt útþenslu fyrr en hún er orð-
in svo mikil að ríkið í heild liðast
í sundur. Hvorki Bandaríkin né
Sovétríkin hafa ráð á vígbúnaði
sínum. Auk þess sýnir sjálf nátt-
úran, sjálf tilveran, okkur tak-
markanir okkar með áþfeifanleg-
um hætti. Atómsprengjan kennir
okkur í ofurleiftri sínu hvert hem-
aður leiðir: til endanlegrar tortím-
ingar. Leið hervalds er ekki leng-
ur fær. Tii þess er máttur her-
valdsins einfaldlega orðinn of
mikill og heimurinn um leið of
lítill. Menn geta ekki keppt eftir
auðæfum með því að tortíma
sjálfum sér. En þetta er ný hugs-
un sem enginn skildi, fýrr en
Hiroshima var lögð í rúst á einu
andartaki með einni sprengju sem
ein flugvél flutti með sér.
í öðru lagi ætti öllum að vera
orðið skiljanlegt, að efnahagur
sem byggist á sóun stenst ekki.
Við getum ekki leyft okkur að
veiða meiri físk en endumýjun
fískistofnanna leyfir. Þetta skilja
allir, þótt menn deili um það hvar
mörkin skuli vera. Og af hveiju
deila menn um það? Vegna per-
sónulegra hagsmuna. En þetta
er líka ný hugsun. Um það leyti
sem kjamorkusprengjan sýndi
okkur ógnarásýnd okkar eigin
tortímingar, þá datt engum hér
í hug, að fiskurinn í sjónum væri
takmörkuð auðlind. Þegar sfldin
hvarf, skildi enginn af hveiju.
En við skiljum það nú, og þess
vegna eigum við okkur ekki leng-
ur afsökun vanþekkingar.
Hið sama gildir um þá veröld
sem við byggjum. Við vinnum úr
hreinleika náttúrannar lífsþæg-
'indi sem við skilum aftur sem
óþverra sem drepur náttúrana. í
Tékkóslóvakíu segja menn að
þetta sé nú þegar orðin spurning
um lif og dauða. Skógar eyddir
og loft svo mengað að það drepi
böm. Hvers virði eru þá lífsþæg-
indi tækninnar?
Önnur þversögn felst einnig í
undram tækninnar. Aukin tækni
krefst aukinnar þekkingar en
leiðir til almennrar fáfræði. Opin-
berar skýrslur í Bandaríkjunum
sýna að ólæsi og almenn van-
þekking eykst sífellt. Newsweek
skýrði frá því nýlega að banda-
rískir unglingar hefðu staðið sig
lakast í samanburði skólabarna
frá tíu löndum. Og þó er almenn
velmegun mest í Bandaríkjunum
og tækniþekking lengst komin.
Og hvers virði er þá tæknin? Þetta
tvennt: hervaldið og sóuhin ætti
að vera búið að kenna okkur að
líf byggist ekki á algerri tortím-
ingu. Ef maðurinn á að halda
áfram að lifa, verður hann að
læra að lifa með sjálfum sér og
náttúrunni sem nærir hann.
Sjálfsákvörðun og
heildarlöggjöf
Við lifum á einkennilegum
tímum þegar vilji manna og þjóða
virðist stefna í tvær áttir í senn.
Við sjáum þörf smárra þjóða fyr-
ir sjálfstæði og eigin forráð, og
við sjáum þörfína fyrir allsheijar
samkomulag um heildartilveru
mannsins. í slíkri veröld er hvorki
rúm fyrir stórveldi hemaðar né
efnahags, sem í skjóli máttar síns
geta beitt aðra ofríki. Forsenda
slíkrar veraldar er þvert á móti
gagnkvæm virðing fyrir menn-
ingarlegum sérkennum þjóða. Við
sjáum í sjálfstæðisbaráttu Litháa
hversu mikla þörf þjóðir hafa fyr-
ir eigin verðmæti. Eigið tungumál
jafngildir frelsi til eigin hugsunar
og tjáningar. Það er hins vegar
eðli stórveldis að þurrka út ein-
kenni smáþjóða. Þetta kemur
skýrt fram i þjóðernisólgu víða í
Sovétríkjunum, af því að þar vilja
menn ekki una menningarlegum
og efnahagslegum yfírráðum
Rússa. Þessar þjóðir vilja einfald-
lega vera þær sjálfar. Til þess
hafa þær að sjálfsögðu fullan
rétt. Hver þjóð á að fá að ráða
sér sjálf. Þetta verða Bandaríkja-
menn líka að skilja og hætta að
leika Iögregluhlutverk sitt í Mið-
Ameríku, þar sem þjóðir era að
vísu sjálfstæðar í orði kveðnu, en
lúta í raun vilja stórveldisins í
norðri.
En jafnframt er svo komið að
athafnafrelsi hverrar þjóðar verð-
ur að takmarkast við tillitsemi
við aðrar þjóðir. Þegar heimurinn
minnkar í raun, aukast gagn-
kvæm áhrif. Tsjernobyl-slysið
sýndi okkur það áþreifanlega. Við
íslendingar viljum ekki kjarn-
orkuúrgang í Skotlandi. Mann-
kynið í heild óttast fall regnskóg-
anna í Amasón og viðurkennir
ekki að þeir séu séreign Brasilíu-
manna þótt þeir séu í landi þeirra.
Þessar staðreyndir kalla á heild-
arlöggjöf um náttúruvernd og
nýtingu auðlinda, mengun og úr-
gang. En sú löggjöf verður um
leið að byggjast á þekkingu og
virðingu fyrir sjálfsákvörðunar-
rétti þjóða. Þetta er vandasam-
asta framtíðarverkefni fjölskyldu
þjóðanna. En tími eiginhags-
munastefnu stórvelda er liðinn.
Höfundur er rithöfiindur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.