Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 23 verið í raun og veru? SAS hóf að nýju flug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur 1988 og flaug til að byija með eina ferð í viku en nú tvær. Lufthansa hefur undanfarin tvö ár flogið á milli Þýskalands og Islands. En sameiginleg markaðs- hlutdeild þessara félaga í flugi milii íslands og Evrópu er á bilinu 2-3%. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að erlend flugfélög eiga erfitt upp- dráttar á markaði hérlendis. Þegar flug er annarsvegar eru íslendingar afskaplega þjóðhollir. Erlendu flug- félögunum er þetta vel ljóst enda eru þau ekki að sækja markað sinn til Islands heldur þjóna eigin heima- markaði. Þeir farþegar sem þau flytja hingað eru að mestu leyti hrein viðbót við það sem íslensku flugfélögin flytja og því ekkert nema gott um það að segja. Erlend flugfélög sem hingað fijúga hafa því aldrei lækkað fargjöld héðan. Og fátt bendir til að það verði í framtíðinni. Telja menn t.d. miklar líkur á að Flugleiðir og SAS fari í verðstríð á flugleiðinni til Kaup- mannahafnar eftir að SAS hefur keypt 25% í Flugleiðum? Hvað varðar framtíðina er því enn mikilvægara að Arnarflug starfi áfram, en það er í dag. Einn liðurinn í gríðarlega aukinni sam- einingu og samvinnu Evrópuþjóða sem tekur gildi árið 1922 á að vera stóraukið frelsi í flugmálum. Til- gangurinn er auðvitað að bæta þjónustu og lækka verð, en eins og staðan er í dag bendir fátt til að svo verði. Stóru ervópsku flugfélög- in eru nefnilega önnum kafi við að búa sig undir þetta aukna frelsi. Risarnir sameinast Sem dæmi má nefna að Air France hefur yfirtekið franska flug- félagið UTA og þarmeð líka Air Inter, sem bæði fyrrnefndu félögin áttu hlut í. Air France hefur einnig gert samning við Lufthansa sem meðal annars felur í sér „samræm- ingu á flugtímum og flugleiðum“. KLM og British Airways hafa hvort um sig keypt 20% í belgíska flugfé- laginu SABENA. British Airways hefur líka yfirtekið British Caledon- ian. SAS hefur keypt 25% í British Midland og er nú að forma það sem þeir kalla „Gæðasamsteypu" með Swissair, Austrian Airlines, og Finnair. Unnið er að því að Flugleið- ir komi inn í þessa samsteypu og í gegnum þá Luxair. Svona mætti lengi telja. Stóru flugfélögin í Evr- ópu eru að reisa sér víggirðingar EYKUR UTHALD 0G ANDLEGT ÞREK G115 veitir fólki aukinn þrótt til að standast líkamlegt og andlegt álag. Þaö eflir einbeitingu og vinnur gegn streitu. ÉK Póstsendum eilsuhúsið Kringlan S 689266 Skóiavörðustig S 22966 Ármann Örn Ármannsson t.v. og Kolbeinn Bjarnason. gegn því aukna frelsi í flugmálum sem á að koma 1992. Ef fram held- ur sem horfir verður því samkeppni í flugi nánast engin, það verður svotil allt í höndum fárra gríðarlega stórra samsteypa sem koma til með að ráða lögum og lofum á markað- inum. Og sagan sýnir okkur hvað gríðarstórar allsráðandi samsteypur eru mikið fyrir að lækka verð eða bæta þjónustu. Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem ferðast að það séu líka til einhverjir litlir naggar eins og Arn- arflug, sem geta nartað í hælana á risunum og veitt þeim einhveija örlitla samkeppni. Rétt er að taka fram að í þess- ari grein koma fram mínar persónu- legu skoðanir og hún er alfarið á mína ábyrgð. Höfundur er markaðsfiilltrúi hjá Arnarflugi. ■ KOLBEINN Bjarnason, for- maður Félags íslenskra tónlistar- manna, afhenti Ármanni Erni Ár- mannssyni, formanni Samtaka um byggingu tónlistarhúss, ágóðann af tónleikum félagsins sem haldnir voru í íslensku óperunni 17. mars sl. .í tilefni af því að 50 ár voru liðin frá stofnun þess. Margir af fremstu tón- listarmönnum landsins komu þar fram og gafu þeir allir vinnu sína. Ármann Órn þakkaði fyrir gjöfina og sagði að slíkur -stuðningur og áhugi á því að koma þaki yfir tónlist- ina væri samtökunum mikil hvatn- ing. GLÆSIBÆ-SÍMI82966 Stærðir 37-42 Teg.3010 Kr. 4.403,- Póstsendum 5% samdægurs stgr.afsiáttur MINOLTA UT- LJÓSRrTUIMAR- VÉLIIM'' sú fyrsta sem Ijósritar tvo liti í einni umferö Loksins! meö tilkomu MINOLTA EP 490Z er tveggja lita Ijósritun orðin eins hraövirk og einföld og venjuleg (jósritun. í einni umferð er afritaö í tvílit, syörtum og einum aukalit, rauðum, bláum, brúnum eða grænum - án þess að skipta þurfi um lithylki. En þetta er ekki eina nýjungin sem MINOLTA jjósritunarvélarnar hafa boðað til þessa. Með hinu sérstaka framköllunarkerfi, MICRO-TONING SYSTEM, voru gæði Ijósritunar stóraukin og stiglaus stækkun og minnkun, ZOOM, var fyrst kynnt heiminum í MINOLTA [jósritunar- vélum. Nú er hægt með 0,001 nákvæmni að stækka allt að fjórfalt í einum áfanga og sama gildir um minnkun. Á MINOLTA EP 490Z er jjósritun á báðar hliðar algjörlega sjálfvirk og með sjálfvirkri yfir- og hliðartöku er hægt að taka í einu skrefi jjósrit af tveimur frum- ritum yfir á eitt. El P4 co 0 iZ m > SIMUL-COLOR KJARAN SfÐUMÚLA14 SlMI 8 30 22.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.