Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 25

Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 25
Norrænt umhverfisár MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990 25 Almenningur vakinn til umhugsunar Morgunblaðið/KGA Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, opnaði Norrænt umhverfisár við athöfii í Norræna húsinu í gær. Við athöfnina söng 5. bekkur AK í Varmárskóla í Mosfellsbæ og sést Vigdís hér ræða við nokkra krakka úr bekknum. Drykkurinn, sem gestir gæddu sér á að athöfn lokinni, var ómengað íslenskt vatn. Merki Norræns umhverfisárs. munu gera það. Sem dæmi um slíkt nefndi Sigurður afmælisátak Skóg- ræktarfélags íslands um land- græðsluskóga, könnun og skráningu á ástandi fjörunnar á vegum Sam- bands íslenskra náttúruverndarfé- laga, útgáfu- og fræðslustarfsemi, kynningarstarf á vinnustöðum, kynningu Náttúruvemdarráðs á náttúm íslands fyrir erlendum ferða- mönnum sem mun verða efld, skipu- lagningu funda og ráðstefur um umhverfismál. Þá eru Rokkskógar að fara af stað, röð tónleika um allt land en afrakstri verður varið til að taka lendur undir skógrækt í nafni rokktónlistar. Bætt umhverfi í fyrirtækjum, af- leiðingar mannvirkjagerðar og ann- arra athafna á umhverfi, umhverfis- fræðsla í skólum, umhverfi á vinnu- stöðum, strendur landanna og nán- asta umhverfi þeirra, varnir gegn mengun sjávar, líftækni og ráðstöfun á náttúruauðlindum og nýting þeirra eru þeir málaflokkar sem norræna yfirnefndin hefur ákveðið að sérstak- lega verði sinnt á norrænu umhverf- isári. Að sögn Sigurðar mun á ís- landi einna mest áhersla verða lögð á fræðslu og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Norræn umhverfisverðlaun verða veitt að árinu loknu fyrir framúrskar- andi hugmyndir eða framtak í bar- áttu fyrir betra umhverfi og má hver þjóð tilnefna tvo aðila. Einnig hefur verið rætt um að veita sérstaka íslenska viðurkenningu fyrir störf að umhverfismálum. Sigurður Sagðist í lokaorðum sínum vona að við gætum að árinu loknu litið til baka og sagt að okkur hafi miðað fram á veg í því að gera okkar þjóð, Islendinga, ennþá með- vitaðri um umhverfi sitt en þeir hafa áður verið. í lok athafnarinnar færði Lars Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins í Reykjavík, Sigurði Blöndal ávísun fyrir hönd hússins að upphæð 150.000 krónur sem nota á til að halda norræna umhverfisráðstefnu í Norræna húsinu meðan á umhverfis- árinu stendur. Verkefnisstjóri norræns umhverf- isárs á íslandi var ráðinn Björn G. Jónsson umhverfisfræðingur og hef- ur hann starfað síðan um miðjan apríl. NORRÆNT umhverfisár hófst í gær, á umhverfisverndardegi Sameinuðu þjóðanna, með athöfn í Norræna húsinu. Að Norrænu umhverfisári standa Norðurlanda- ráð, Norræna ráðherraskrifstofan og norrænu félögin og er haldið á ölium Norðurlöndunum samtím- is. Markmið þess er að vekja at- hygli á umhverfismálum og vekja almenning til umhugsunar um úrbætur í þeim efiium. Framkvæmd norræns umhverfis- árs er í höndum norrænu félaganna í hveiju landi en norræn yfirnefnd hefur umsjón með því. Formaður hennar_ er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. Hún sagði m.a. í setn- ingarræðu sinni að markmiðið með Norræna umhverfisárinu væri að fá eins marga og kostur væri til liðs við brýnt málefni; einstaklinga, nátt- úruvemdarsamtök, félög, stofnanir, sérfræðinga og atvinnulífið allt og skapa þannig hreyfingu sem með sanni mætti nefna norræna grasrót- arhreyfingu í margvíslegri merkingu. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri og formaður Is- landsnefndar Norræna umhverfis- ársins, sagði Norrænt umhverfisár vera einskonar sameiningartákn og sameiningartæki sem komið hefði verið á fót til þess að samræma og hvetja til átaka í því að skapa bætt umhverfi og auka vitund um um- hverfi á Norðurlöndum. Þannig verði unnið í samráði við þá aðila sem nú þegar starfa að umverfismálum eða Rannsóknastöðin að Mógilsá: Forstöðumaðurinn látinn hætta störfiim Skógræktarstjóra falin stjórn stöðvarinnar til bráðabirgða STEINGRÍMUR J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, hefur tekið til greina uppsögn Jóns Gunnars Ottóssonar, forstöðumanns rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá, en hann sagði upp störfum frá 1. október næstkom- andi. Ráðherra hefúr tilkynnt Jóni Gunnari að hann þurfi ekki að mæta til frekari starfa að Mógilsá, og hefúr Jóni Loftssyni, skógrækt- arsljóra, verið falin stjórn stöðvar- innar þar til nýr forstöðumaður hefúr verið ráðinn. Jón Gunnar Ottósson sagði upp störfum 15. maí síðastliðinn, og í kjölfarið sögðu allir starfsmenn rann- sóknastöðvarinnar nema einn upp störfum. Jón Gunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði borist tilkynning ráðherra síðastliðinn föstudag um að það væri síðasti vinnudagur hans að Mógilsá, og eina skýringin sem hann hefði fengið á því væri sú að það væri óþægilegt fyrir yfirmenn rannsóknastöðvarinn- ar að hann væri þar áfram við störf. Hann sagðist hafa fengið staðfest að þarna væri um brot á lögum um opinbera starfsmenn að ræða, og því myndi hann leita réttar síns. „Ég hef fengið staðfestingu hjá ráðherra að ég hafi ekki á nokkum hátt gerst brotlegur í starfi, og mun ég því leita allra leiða til að fá mann- orð mitt hreinsað, en verstu saka- menn hafa ekki fengið svona með- ferð hjá ríkinu. Ég mun ekki koma meira nálægt rekstri rannsókna- stöðvarinnar, en ég ætla að taka mér þann rétt að ganga frá bókhaldi og skila því af mér í lok vikunnar, því annars er maður gjörsamlega óvarinn fyrir því að vera kennt um hlutina ef eitthað kemur upp á síðar á árinu,“ sagði Jón Gunnar. Jón Loftsson, skógræktarstjóri, sagði að Jón Gunnar hefði sagt upp störfum síðastliðið haust, en síðan dregið þá uppsögn til baka að beiðni ráðherra. Þegar annað uppsagnar- bréf barst frá honum fyrirvaralaust, þar sem hann tilkynnti að hann treysti sér ekki til að vinna eftir því skipulagi sem ráðherra hefði ákveðið varðandi rannsóknastöðina, þá hefði verið ákveðið að hann skyldi ekki gegna störfum þar áfram. „Sem næsti yfirmaður stöðvarinnar mun ég því reka hana tímabundið en mjög fljótlega verður auglýst eftir nýjum forstöðumanni. Ég mun reyna að koma hlutunum þannig fyrir að starf- semin geti haldið áfram, en eins og; þetta er komið núna þá tel ég að það sé farið að skaða bæði starfsemi stöðvarinnar og Skógræktarinnar almennt. Ég mun því ræða við starfs- fólkið um framhald starfseminnar, en þarna eru vissulega margir hæfír sfarfsmenn AV AXIS Fataskápar islenskir Axis Húsgögn hf., Smiðjuvegi 9, sími 43500. N ú fást vagnar með nýrri vindu þar sem moppan er undin með einu handtaki án pess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldtega undir húsgögn. Einnig erhún tilvalin i veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðvektara, fljótiegraog kagtcvSB1112 taí IBESTAI Nýbýlavegi 18 Sími 641988 HÆTTIÐ AÐ BOGRA VIÐ ÞRIFIN! Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða berjast gulltrygg, unnt cr að mála með honum við gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn Steinvara 2000 frá Málningu hf. eftir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefur steininum mögulcika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein cr MMr. !má/ningh/f - það segir sig sjdlft -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.