Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1990
BANDARÍKJAHEIMSÓKN GORBATSJOVS
Mikhaíl Gorbatsjov;
Sovéska þjóðarskútan
sem „festalaust rekald“
Forsetinn segir ráðamenn hafa komist að raun um að
varpa verði öllu gamla ráðstjórnarkerfinu fyrir róða
Washington. Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, lýsti yfir því á fundi
með bandarískum þingmönnum í sovéska sendiráðinu hér í Was-
hington fyrir helgina, að sovéska þjóðarskútan væri „festalaust
rekald“. Sagði hann, að gamla efhahagskerfið hefði komið í veg
fyrir að perestrojkan leiddi til þeirra umbóta í efinahags- og at-
vinnulífi, sem við hana væru almennt kenndar.
Sovéski forsetinn sagði, að með-
al sovésku þjóðarinnar hefði ekki
verið nein vinnugleði. Fólk hefði
einungis farið að fyrirmælum en
ekki látið stjórnast af eigin áhuga
eða framtakssemi. Þess vegna
hefði verið nauðsynlegt að gjör-
breyta um stefnu.
Rakti Gorbatsjov síðan til hvaða
ráða hefði verið gripið í því skyni
að bjarga þjóðarskútunni og sagði:
„Fyrst reyndum við að breyta
skipan efnahagsstjórnarinnar með
því að taka upp leigu- og sam-
vinnurekstur, en það dugði ekki,
nei, dugði ekki? Hvers vegna ekki?
Af því að stjómarhættir héldust í
höfuðdráttum óbreyttir. Loks rann
upp.fyrir okkur, hvílíkir einfeldn-
ingar við værum. Gamla kerfið,
sem hafði verið við lýði í tugi ára
var eins og haft eða áþján á öllu
efnahagslífinu. Undir því nutu ein-
staklingar sín ekki og innan
ramma þess var ekki unnt að taka
skynsamlegar ákvarðanir. Þess
vegna yrði að breyta stjómskipan-
inni — afnema ráðstjómarskipu-
lagið.“
Þá sagði Gorbatsjov, að þrátt
fyrir þær breytingar serr\ þegar
hefðu verið gerðar væri ekki nóg
að gert. Hin nýja skipan væri enn
í deiglunni. Þjóðarskútan hefði
leyst festar og hún hefði ekkert
akkeri, þess vegna væri stefna
Sovétmanna nokkuð á reiki.
Gorbatsjov bætti við að þessar
breytingar of langan tíma væri
hætta á, að það kynni að skapast
ringulreið innan þjóðfélagsins.
Þess vegna hefði verið ákveðið að
flýta efnahagsbreytingum sem
mest.
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan við upphaf morgunverðarfúnd-
ar þeirra í bústað sovéska ræðismannsins í San Francisco i fyrradag.
Leiðtogamir segja grunn
lag’ðan að betri samskiptum
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
gangast við því að mörg vandamál í sambúð risaveldanna séu enn
óleyst en Bush segir jaínframt að lagður hafi verið traustur grunnur
að auknu samstarfi á fjögurra daga fúndi þeirra í Bandaríkjunum, sem
lauk í Washington á sunnudag. Sovétleiðtoginn sagði í viðtali við sov-
éska sjónvarpið að fúndurinn væri jaftimikilvægur sáttmála sem Sovét-
menn og Vesturveldin gerðu með sér 1942 um baráttu gegn Hitlers-
Þýskalandi „er lönd okkar ýttu til hliðar hugmyndafræðilegum ágrein-
ingi og hófu samvinnu." Stjórnmálaskýrendur eru þó flestir sammála
um að fúndurinn marki tæpast nokkur timamót og benda á að ekkert
virðist hafa þokast í viðkvæmustu deilumálunum; stöðu sameinaðs
Þýskalands með tilliti til öryggis- og varnarmála í Evrópu og sjálfstæð-
isbaráttu Eystrasaltsríkjanna.
Sovétmenn benda á ægilega landi, innrás heija Hitlers kostaði
reynslu sína af sameinuðu Þýska- . yfir 26 milljónir Sovétborgara lífið,
Reuter
Forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna ásamt konum sínum og helstu samstarfsmönnum á sveitar-
setri Bandaríkjaforseta í Camp David. Þar funduðu leiðtogarnir sl. laugardag.
Fundur Gorbatsjovs og forseta Suður-Kóreu:
Stj ómmálasamband í augsýn
Seoul. San Francisco. Reuter.
ROH Tae-woo Suður-Kóreuforseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovétfor-
seti ákváðu á fúndi sínum í San Francisco í fyrradag að taka upp
náið samstarf ríkja sinna á sviði eftiahagsmála og auka viðskipti.
Verður skipuð sameiginleg ráðherranefnd síðar á þessu ári til
þess að undirbúa þau mál.
Fundur Roh og Gorbatsjovs,
sem haldinn var á hótelherbergi í
San Francisco síðdegis á mánu-
dag, var sögulegur þar sem þetta
var í fyrsta sinn að leiðtogar
Suður-Kóreu og Sovétríkjanna
hittast. Eftir fundinn sagði Roh
að þeir hefðu samþykkt í aðalatrið-
um að taka upp eðlilegt stjórn-
málasamband og sögðu embættis-
menn að hugsanlega yrði það að
veruleika síðar á árinu.
Þá sagði Roh að þeir Gorbatsjov
hefðu orðið sammála um að nú
væri orðið aðkallandi að slökun
ætti sér stað á Kóreuskaganum.
Vonuðust Suður-Kóreumenn til
þess að fundurinn markaði tíma-
mót í sambúðinni við Norður-
Kóreu en stríðsástand hefur ríkt
milii þeirra frá lokum Kóreustríðs-
íns fyrir nær 40 árum.
Sovétmenn hafa stutt við bakið
á kommúnistastjórn Norður-
Kóreu.
í gær fór Roh til fundar við
George Bush Bandaríkjaforseta
og skýrði honum frá viðræðunum
við Gorbatsjov.
og vilja að sameinað Þýskaland verði
hlutlaust.-Vesturveldin vilja tryggja
stöðugleika með því að landið verði
í Atlantshafsbandalaginu (NATO);
leiðtogar beggja þýsku ríkjanna taka
undir sjónarmið Vesturveldanna.
Bush sagði á blaðamannafundi leið-
toganna í Hvíta húsinu á sunnudag
að þótt ekki hefði fundist lausn á
málinu hefðu forsetarnir verið sam-
mála um að Þjóðverjar ættu sjálfir
að fá að ráða framtíð sinni í þessum
efnum. Bandaríkjaforseti sagði leið-
togana hafa ákveðið að eiga fram-
vegis reglulega fundi, e.t.v. árlega.
„Við höfum ekki hliðrað okkur við
að ræða mál þar sem okkur greinir
á,“ sagði forsetinn. Hann sagðist
ekki viss um að ágreiningur hefði
minnkað í Þýskalandsmálunum.
Gorbatsjov taldi viðræðurnar hafa
einkennst af góðu andrúmslofti og
sagðist hafa boðið Bush í opinbera
heimsókn til Sovétríkjanna. Sovét-
leiðtoginn var varkár er hann ræddi
afstöðu Vesturveldanna til Þýska-
lands en fulltrúi sovéska utanríkis-
ráðuneytisins, Vítalíj Tsjúrkín, sagði
um helgina að ljóst væri að NATO-
ríkin væru enn að leita að óvini og
hefðu valið Sovétríkin.
Sjálfstæði Litliáens
Bush hefur sætt gagnrýni fyrir
að gera samning við Sovétmenn um
aukin viðskipti þótt Moskvustjórnin
haldi áfram að þjarma að Litháum
með efnahagslegum og pólitískum
þvingunum. A blaðamannafundinum
ítrekaði forsetinn m.a. að viðskipta-
samningurinn væri háður því skil-
yrði að sovéskum gyðingum og öðr-
um verði gert auðveldara að flytjast
úr landi. „Vilji einhver deila á mig
þá er það í lagi, ég mun svara þeim.
Ég gerði það sem ég tel bandarískum
hagsmunum fyrir bestu,“ sagði Bush
og bætti því við að lausn Litháens-
málsins væri ekki skilyrði fyrir við-
skiptasamningnum.
Rædd voru ýmis staðbundin deilu-
mál, þ. á m. Kashmír, Kambódía,
Afganistan og Miðausturlönd en
ljóst virðist að engar meiri háttar
ákvarðanir hafa verið teknar í þess-
um málum. Nokkra athygli vöktu
þau ummæli Gorbatsjovs að Yassir
Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Pal-
estínumanna væri maður sem hægt
væri að ná samkomulagi við. Sovét-
leiðtoginn sagði að til greina kæmi
að setja hömlur á brottflutning sov-
éskra gyðinga úr landi nema Israel-
ar tryggðu að fólkið tæki sér ekki
bólfestu á hemumdu svæðunum.
Einræður Gorbatsjovs
Persónuleg tengsl forsetanna
tveggja eru með besta móti og sama
er að segja um samskipti eigin-
kvennanna, Raísu Gorbatsjovu og
Barböru Bush. Bandarískur almenn-
ingur tók Sovétleiðtoganum með
kostum og kynjum og er ljóst að
hann nýtur enn mikillar hylli þar í
landi. A hinn bóginn virðist hrifning-
in heldur farin að minnka á öðrum
vígstöðvum; fjölmiðlar eru ekki jafn
hástemmdir og fyrr og 90 mínútna
langur fundur Gorbatsjovs með
nokkrum þingleiðtogum varð honum
ekki ótvírætt til framdráttar. Þing-
mennimir héldu að á fundinum, sem
fór fram í sovéska sendiráðinu og
var sjónvarpað beint án vitundar
þeirra, ættu að fara fram skoðana-
skipti. Reyndin varð sú að Sovétleið-
toginn talaði sjálfur þindarlaust nær
allan tímann. Er hann varði stefnu
sína í sjálfstæðismálum Litháa líkti
hann málinu við innrás Bandaríkja-
manna í Panama og gaf í skyn að
þingleiðtogarnir væru sekir um tvö-
falt siðgæði; væru frelsisunnendur
fyrir hönd Litháa en tröðkuðu á
frelsi Panamabúa. Sem kunnugt er
veltu Bandaríkjamenn einræðisherr-
anum Manuel Noriega úr sessi í
Panama og létu réttkjörinn forseta
taka við vöidum. Ummælum Sovét-
leiðtogans var í skeytum Reuters-
fréttastofunnar líkt við „löðrung í
andlit þingmannanna."
Niðurstöðurnar
Samþykkt voru drög að samningi
um allt að 35% niðurskurð á birgðum
langdrægra kjarnavopna og er þess
vænst að fullgerður samningur verði
tilbúinn til undirritunar fyrir árslok.
Viðskiptasamningur var gerður
og kveður hann á um fjárfestingar,
eignarrétt og einkaleyfi. Samningur-
inn er sagður undanfari þess að
Bandaríkin veiti Sovétmönnum
bestu viðskiptakjör, sem m.a. merkir
brottfall innflutningstolla. Ýmsir
stjórnmálaskýrendur telja mögulegt
að Bandaríkjaþing neiti að staðfesta
viðskiptasamninginn vegna deilunn-
ar um sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna.
Ákveðið var að hætta framleiðslu
efnavopna og minnka núverandi
birgðir um 80% fyrir árið 2002.
Endurbættar voru reglur eldri
samninga um eftirlit með kjarna-
vopnatiiraunum.
Leiðtogarnir hétu því að lokið yrði
samningum um fækkun í hefð-
bundnum herafla í Evrópu fyrir árs-
lok.
Nýr loftferðasamningur mun ljór-
falda flugumferð milli ríkjanna.
Samið var um samstarf varðandi
flutninga á sjó og afnumdar ýmsar
hömlur í þeim efnum.