Morgunblaðið - 06.06.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNI 1990
27
Gorbatsjov boðar háskólastúd-
entum nýtt skeið í alþjóðamálum
San Francisco. 'Reuter. Camp David.
LOKAÁFANGI Bandaríkjaferðar sovésku forsetahjónanna var í Kali-
forníu. Þar ávarpaði Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti stúdenta og
hvatti til þess að þjóðir heims tækju höndum saman nú þegar kalda
striðinu væri lokið og hafist yrði handa við að skrúfa hernaðarvélar
þess í sundur. Sovésku forsetahjónin buðu fyrrum Bandaríkjaforseta,
Ronald Reagan, og konu hans Nancy til morgunverðar á mánudag í
hinum rammgirta bústað sovéska ræðismannsins í San Francisco.
Að loknum fundunum með George
Bush forseta í Washington hélt Gorb-
atsjov á sunnudag til Minneapolis í
Minnesotaríki. Þar ávarpaði hann
forráðamenn í bandarísku viðskipta-
lífi og var vel fagnað af almenningi.
Þaðan lá leiðin til Kaliforníu.
Reagan og Gorbatsjov ræddust við
í 55 mínútur eða stundarfjórðungi
lengur en ráðgert hafði verið. Fór
vel á með þeim og afhenti Sovétfor-
setinn Reagan heiðurspening sem
þakklætisvott sovésku þjóðarinnar
fyrir aðstoð sem Bandaríkjamenn
veittu á jarðskjálftasvæðunum í
Armeníu árið 1988. Bauð Gorbatsjov
bandarísku forsetahjónunum fyrr-
verandi til Sovétríkjanna í september
nk. og þáðu þau boðið.
Athygli blaðamanna beindist öðru
fremur að eiginkonum forsetanna en
fáleikar hafa þótt vera með þeim
hingað til. Fór betur á með þeim að
þessu sinni en áður og héldust þær
m.a. í hendur er þær gengu út á
svalir ræðismannsbústaðarins og
horfðu yfir San Francisco-flóann.
Að fundi loknum sagðist Nancy Rea-
gan hafa átt góða stund með Raísu
Gorbatsjovu og með þeim væru kær-
leikar.
„Þetta var'ánægjuleg stund og það
fór vel á með okkur,“ sagði Nancy.
Sakaði hún fjölmiðla um að hafa
brugðið upp rangri mynd af sam-
skiptum þeirra hingað til.
I Stanford-háskóla í Kaliforníu
flutti Gorbatsjov ræðu og féll hún í
góðan jarðveg meðal stúdenta.
Klöppuðu þeir hvað eftir annað og
ætlaði allt um k’oll að keyra þegar
Gorbatsjov sagði að kalda stríðinu
væri lokið, enginn hefði unnið það
og tími væri kominn til að leysa upp
bandalögin tvö sem háð hefðu það
og skrúfa hernaðarvél þeirra í sund-
ur. Framtíðarsýn hans um nýja skip-
an heimsmála þar sem gömlu haturs-
bandalögin vikju fyrir nýjum sem
byggðu á gagnkvæmu trausti og ejn-
settu sér að beijast. gegn hungri,
sjúkdómum, fátækt og fíkniefna-
notkun vakti einnig hrifningu.
Að ræðu lokinni var Gorbatsjov
klappaður upp. George Shultz, fyrr-
um utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, er kennir við háskólann,
gaf Sovétleiðtoganum sovéskt.vegg-
spjald frá árinu 1921. Á spjaldinu
er vitnað í sovéska skáldið Alexander
Púshkín er sagði: „Lengi lifi sólin -
megi hún sigra myrkrið." Gorbatsjov
virtist vikna er hann tók við gjöfinni
og stijúka tár af hvörmum sér.
15-20 %
AFMÆLISAFSLÁTTUR
MOTTUR
TEPPABÚDIN H/F. SUDURLANDSBRAUT 26
S-91-68 19 50.
VINKLAR Á TRÉ
Þ.ÞORGRÍMSSON&CO
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
Komdu með fjölskylduna
og reynsluaktu þessum
frábœrabíl!
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300
ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN!
Árlega koma fulltrúar framleiðenda hingað til lands og skoða bílana,
eigendum að kostnaðarlausu.
ÞR/GGJA ÁRA ÁBYRGÐ!
Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum.
Greiðslukjör eru við allra hœfi.
Öll verð eru staðgreiðsluverð. Bílarnir eru ryðvarðir, skráðir, titbúnir á götuna
með útvarpi og segulbandi.
■ ■ ■ Isuzu Gemini. LT þriggja dyra hlaðbakur kostar
aðeins þúsund og LT fjögurra dYraJQ§ þúsund krónur.
Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis
sem í honum er. í Gemini sameinast frábœr stjórnsvörun, sparneytni,
viðbraðgssnerpa og þœgindi.
Vélin er 1300cc. 72 hö„ hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með afistýri,
aflhemlum, PCV-lœsingavara á hemlum og upphitaðri afturrúðu.