Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
29
Ar liðið frá göldamorðunum í Peking:
Námsmenn mótmæla til að
minnast fórnarlambanna
Reuter
Um 1.000 stúdentar við Peking-háskóla á mótmælafiindi að morgni
4. júní sl. Þeir sögðu að mótmælin hefðu staðið alla nóttina og væru
„stórkostlegur sigur.“ Fyrir réttu ári siguðu sljórnvöld herliði á stúd-
enta og aðra andófsmenn á Torgi hins himneska friðar og féllu
hundruð eða þúsundir vopnlausra borgara.
Peking. Reuter.
ÞESS var minnst víða um heim
á sunnudag og mánudag að ár
var liðið fi'á því hersveitir voru
sendar á Torg hins himneska
fi-iðar í Peking til að kveða nið-
ur friðsamleg mótmæli lýðræð-
issinna. Námsmenn í Peking-
háskóla efhdu til mótmæla á
háskólasvæðinu og erlendir
fréttamenn í kínversku höfuð-
borginnr' sættu barsmíðum lög-
reglu.
Lögreglan var með mikinn við-
búnað í Peking um helgina og lok-
aði meðal annars Torgi hins him-
neska friðar. Námsmenn í Pek-
ing-háskóla sýndu þó hug sinn til
stjórnvalda með því að kasta flösk-
um út úr heimavistum sínum á
mánudag. Þannig vildu þeir sýna
andstöðu sína við hinn aldna leið-
toga Deng Xiaoping, en nafn hans
rímar við „litlar flöskur“ á
kínversku. Almennt er talið að
Deng hafi fyrirskipað innrás hers-
ins á Torg hins himneska friðar,
sem kostaði hundruð eða jafnvel
þúsundir manna lífið.
Kvöldið áður höfðu um þúsund
námsmenn efnt til mótmæla við
Peking-háskóla. Einn þeirra, Li
Minggi, flutti ávarp þar sem hann
fordæmdi spillingu embættis-
manna og krafðist lýðræðisum-
bóta. Stjórnendur háskólans og
embættismenn kommúnista-
flokksins héldu fund, þar sem
skipuleggjendur mótmælanna
voru fordæmdir sem „gagnbylt-
ingarsinnar" og „óvinir alþýðunn-
ar“.
Erlendir blaðamenn í Peking
kvörtuðu undan því við kínversk
stjórnvöld að nokkrir þeirra hefðu
sætt barsmíðum lögreglu. Mál-
gagn kínverska hersins svaraði
þessu með ásökunum um að er-
lendar þjóðir hefðu ekki látið af
„árásum sínum og arðráni“ í Kína
og líkti stefnu Vesturlanda í mál-
efnum landsins við ópíumstríðið
fyrir 150 árum.
Um 100.000 manns gengu í
sorgarklæðum um götur Hong
Kong á sunnudag til að minnast
fórnarlambanna á Torgi hins him-
neska friðar.
Það eru 25 ór
siðan, krakkar!
Hittumst öll eftir 25 ár á Dansbarnum, Grensásvegi 7, föstu-
daginn 8. júní frá kl. 19.30-23.00.
Útskrift: Landspróf 1965 úr Vogaskóla.
Útskrift: Gagnfræðadeild Í966 úr Vogaskóla.
SNYRTISTOFAN
NN
býður velkomnar til starfa og
kynnir í leiðinni júnísumartilboð sitt:
10% AFSLÁTTUR AF ALLRI
. ÞJÓNUSTU
WKL UG VÖRUM
María Lárusdóttir Hjördís Kristinsdóttir
Við höldum áfram sömu góðu þjónustunni og bjóðum meðal annars
uppá andlitsböð, fótsnyrtingar, litanir, Make-up húðhreinsanir og alla
almenna snyrtingu. Einnig bjóðum við nú aftur uppá hinar sívinsælu
gervineglur ásamt handsnyrtingu.
AÐ LOKUM BJÓÐUM VIÐ NÚ UPPÁ PARTA-
NUDD SEM ER NÝJUNG HÉR HJÁ OKKUR Á NN
Tímapantanir í síma 19660 alla virka daga á milli kl. 10 og 18.
KOMIÐ OG NJÓTIÐ BETRA SUMARS MEÐ
OKKUR.
Suiiiir bílar
eru
betri en aírir
Hondu Accord EX 2,0 1990
kostar aðeins frá
kr. 1.290.000,00.
Þessi bíll er ríkulega útbúinn
og m.a. með aukabúnað eins
og rafdrifnar rúður, rafstýrða
spegla, hita í sætum,
vökvastýri/veltistýri,
samlæsingar, samlita stuðara,
útvarp/segulband og margt
fleira. Honda Accord er
margfaldur verðlaunabíll og
hlaut Gullna stýrið í
Þýskalandi. í ár var Honda
Accord kosinn bíll ársins í
sínum flokki í Bandaríkjunum
og þar var hann einnig mest
seldi bíllinn á síðasta ári.
Yið bjóðum sérlega hagstæð
greiðslukjör þar sem aðeins
þarf að greiða 25% út og
afganginn á allt að 30 mánuð-
um.
Komið, sjáið og sannfærist að
hér er á ferðinni frábær bíll.
(H) HONDA
HONDA Á ISLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900
(H
.. ■ 'tí'i :í f; :