Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 31

Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 31
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 / fltrcgiisttWiiWfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, .sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Að loknum leiðtogafundi Viðræður þeirra George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétfor- seta í Washington höfðu helst það gildi að þær gáfu leiðtogun- um tækifæri til að kynnast bet- ur. Ef marka má ummæli Gorb- atsjovs á blaðamannafundi á sunnudag, tókust góð kynni með þeim Bush. Notaði Gorbatsjov sömu ummæli um Bush og Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, á sínum tíma um Gorbatsjov, það er að unnt væri að vinna með honum að framgangi mála. Stefnir nú í reglulega fundi forseta Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Sú skipan markar þáttaskil og ætti jafnframt að draga úr þeirri spennu sem jafnan fylgir fund- um sem þessum. Viðræðurnar í Washington sýna, að fjölmiðla- lætin vegna þeirra eru að verða ástæðulaus. Forsetarnir rituðu ekki undir neina bindandi samninga í af- vopnunarmálum. Á hinn bóginn staðfestu þeir viljayfirlýsingar um það í fyrsta lagi, að fyrir áramót yrði gengið frá samningi um fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna um þriðjung; í öðru lagi yrði gengið frá samningi um mikinn niðurskurð á efna- vopnum; og í þriðja lagi yrði staðið þannig að viðræðunum í Vínarborg um fækkun hefð- bundins herafla í Evrópu, að unnt yrði að rita undir samning á fundi æðstu manna ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE), sem setlunin er að halda í haust. Á öllum sviðum er um merkar yfirlýsing- ar að ræða og vonandi tekst að hrinda þeim í framkvæmd með þeim hætti, að enginn telji ör- yggi og stöðugleika ógnað. Eftir að Gorbatsjov lagði af stað í ferðina til Bandaríkjanna bar það til tíðinda í Moskvu, að Boris Jeltsín, helsti andstæðing- ur Sovétforsetans á pólitískum heimavelli, var kjörinn forseti Rússlands, stærsta sovéska lýð- veldisins. Ástæðurnar fyrir vin- sældum Jeltsíns eru meðal ann- ars þær að hann hefur óhikað bent á veikleikann í efnahags- stjórn Gorbatsjovs og þá stað- reynd að hagur almennings hef- ur fremur versnað en batnað á þeim rúmu fimm árum sem Gorbatsjov hefur setið við völd. Það hefur löngum verið ráða- mönnum í Kreml mikið kapps- mál að vera taldir standa jafn- fætis forseta Bandaríkjanna á heimsvettvangi. Er ekki vafi á, að Gorbatsjov telur það styrkja stöðu sína heima fyrir að hafa átt fundinn með Bush á þessum örlagatímum. Hann getur einnig sagt við heimkomuna, að sér hafi tekist að gera viðskipta- samning við Bandaríkjastjórn og fylgdarmenn sínir hafi náð viðskiptasamböndum við bandarísk stórfyrirtæki á borð við Chevron og IBM. Hins vegar er þess að gæta, að Bush tengir gildistöku viðskiptasamningsins við rýmri heimildir fyrir Sovét- borgara til að flytja frá heima- landi sínu kjósi þeir það. Hefur hann þar í huga jafnt gyðinga sem aðra. Áður en til viðræðnanna í Washington var gengið létu fjöl- miðlar eins og þar yrðu teknar ákvarðanir um stöðu sameinaðs Þýskalands og stefnu í öryggis- málum. í lok fundanna sögðu forsetarnir einfaldlega að þá greindi á um stöðu Þýskalands og um málefni þess yrði rætt áfram í viðræðum Bandaríkja- manna, Breta, Frakka og Sovét- manna með þátttöku fulltrúa frá Austur- og Vestur-Þýskalandi, þ.e. 4+2 viðræðunum. Raunar var aldrei við annarri niðurstöðu að búast, því að hvorki Banda- ríkjamenn né Sovétmenn geta sagt Þjóðverjum fyrir verkum í þessu efni, þótt ráðamenn þeirra geti látið skoðanir sínar í ljós. Bush vill að Þýskaland verði aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en Gorbatsjov segir að nauðsynlegt sé að halda þannig á málum, að Þýskaland geti fall- ið eðlilega inn í nýja skipan ör- yggismála í Evrópu. Hvorugur vill neyða neinu upp á Þjóðveija en í samræmi við ákvæði Hels- inki-sáttmálans eiga þeir sjálfir að geta ákveðið framtíð sína. George Bush ítrekaði það sjónarmið stjórnar sinnar, að Eystrasaltsríkin ættu að öðlast sjálfstæði. Á hinn bóginn fylgdi hann þeirri skoðun ekki eftir af neinni festu. Kom það í sjálfu sér ekki á óvart miðað við þá hálfvelgju, sem einkennt hefur afstöðu Bush. Blaðamannafundur forset- anna einkenndist af vilja beggja til að gera sem minnst úr ágrein- ingsmálum. Gorbatsjov er hætt- ur að flytja áróðursræður um að öll kjarnorkuvopn verði þurrkuð út af yfirborði jarðar, svo að dæmi sé tekið. Samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru með öðrum orðum að færast í allt annað horf en áður. Fund- irnir í Washington staðfestu það, þótt ekki væru teknar sögu- legar ákvarðanir á þeim. í + % LISTAHATIÐ I REYKJAVIK Morgunblaðið/Einar Falur Forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, opnaði sýningu á verkum André Masson í Listasafni ís- lands. Stöðugur straumur gesta hefúr legið á sýninguna. Góð aðsókn að erlend- um atriðum Lista- hátíðar í Reykjavík MIÐAR á tvenna tónleika Vínar- drengjakórsins í Háskólabíói um liðna helgi seldust alveg upp og nærri lá að sama væri að segja um píanótónleika Andrei Gavr- ilovs. Þeir tónleikar voru einnig í Háskólabíói og seldust yfir 900 miðar. Þá var Gamla bíó þétt set- Á dagskrá Listahátíðar í dag, miðvikudag 6. júní, eru eftirtalin atriði: Kl. 17.17 Austurstræti Leiksmiðja Leikfélags Reykjavíkur Orgill Kl. 17.30 Háskóli íslands, Lög- bergi Samræður um náttúruváindi og listir. Kl. 21 Borgarleikhús Cricot 2 leikhópurinn frá Pól- andi sýnir „Ég kem aldrei aft- ur“ í leikstjórn höfundar, Tad- eusz Kantor. Kl. 21 íslenska óperan Tónleikar helgaðir Magnúsi Blöndal Jóhannssyni. Kl. 21 Hressó Félagar úr óperusmiðjunni, Hannes Guðrúnarson, Tríó Vigdísar Klöru og félaga VERK Magnúsar Blöndals Jó- hannssonar hljóma í Islensku óperunni í kvöld. Tónleikarnir eru Jduti af dagskrá Listahátíð- ar. Á þeim verða flutt fjölbreytt verk, gömul og ný, fyrir pianó, blásarakvintett, segulband, óbó og einleiksfiðlu svo nokkuð sé talið. Frumflutt verða tvö verk sem Magnús samdi á þessu ári og sýnd kvikmynd Osvaldar Knudsen „Surtur fer sunnan“ við tónlist Magnúsar. Magnús Blöndal Jóhannsson er einn af brautryðjendum nútímatón- listar á íslandi. Hann byijaði að fikta við tónsmíðar aðeins sex ára ið á sýningum Lilla teatern frá Helsinski og helst að finna auð sæti á svölunum. „Við erum geysi- lega ánægð með aðsókn að erlend- um atriðum hátíðarinnar, en hún mætti vera meiri að íslensku við- burðunum," segir Egill Helgason blaðafúlltrúi Listahátíðar, sem nú stendur yfir í Reykjavík. Auk þess sem þegar er talið var kirkjuóperan „Abraham og ísak“ eftir John Speight frumflutt á Hvíta- sunnunni. Operan var flutt _aftur í Háteigskirkju í gærkvöldi. Á sama tíma flutti tékkneski Kocian- strengjakvartettinn verk eftir Dvor- ak, Janacek og Schubert í íslensku óperunni. Mikil ásókn hefur að sögn Egils Helgasonar verið í miða á sýningar Cricot 2 leikhópsins frá Kraká. Hóp- urinn flutti „Ég kem aldrei aftur“ í leikstjórn höfundarins, Tadeus Kant- or í fyrsta sinn í gærkvöldi, en alls verða sýningar fjórar. Kantor kom til landsins ásamt föruneyti sínu á sunnudag. Myndlistarsýningar hófust víða í borginni um helgina og og segir Egill Helgason að margir hafi tekið myndlistarrúnt á nokkrar sýningar. Hann segir að flestir hafi þó skoðað verk Frakkans André Masson. Sýn- gamall, gekk í Tónlistarskólann í Reykjavík og lærði tónsmíðar, hljómsveitarstjórn og píanóleik við Juillard-tónlistarháskólann í New York. Eftir heimkomu 1954 starfaði hann við Útvarpið og Þjóðleikhúsið og afkastaði miklu í tónsmíðum. Þar fór hann oft nýjar leiðir og fékkst fyrstur manna hér við elektr- ónískar tónsmíðar. Magnús sinnti tónsmíðum ekki á áttunda áratugn- um en tók upp þráðinn fyrir níu árum, þá búsettur í New York. Á tónleikunum sem hefjast klukkan 21 í kvöld flytja sex hljóð- færaleikarar verk Magnúsar. Á efn- isskránni er rafverkið Samstirni, ing á þeim opnaði í Listasafni Is- lands á laugardagskvöld að viðstödd- um fjölda gesta. Þá segir Egill að rnjög margir hafi komið á Kjarvals- staði síðan á laugardaginn og skoðað yfirlitssýningu um íslenska högg- myndalist fram til 1950. Nýlist ýmiskonar prýðir garða í Þingholtunum meðan á Listahátíð stendur og gjörningar eru öðru hvoru hafðir frammi í Nýlistasafninu að Vatnsstíg 3b. Að sögn Egils Helga- sonar hefur mikið verið spurt um þessa sýningu, „Fyrir ofan garð og neðan". Kort yfir sýninguna liggi frammi á miðasölu Listahátíðar, Listasafninu, Kjarvalsstöðum, Borg- arbókasafninu og víðar. Myndlist undir berum himni þrífst víðar en í Þingholtunum þessa dag- ana, því landslagsverk Bandaríkja- mannsins Richards Serra var vígt í Viðey í gærkvöldi. Verkið „Áfangar" stendur Listahátíð af sér, enda myndað úr átján stuðlabergssúlum. sem sóttar voru í Hrunamannahrepp. „Austurstræti 17.17“ heita uppá- komur sem verða daglega fram til loka Listahátíðar 16. júní á þeim stað og tíma sem nafnið bendir til. Leikurinn berst stundum á Lækjar- torg eða inn á Hressó, eins og gerist síðdegis í dag. Tónleikar helgaðir Magnúsi Blöndal Jóhannssyni verða í ís- lcnsku óperunni í kvöld og hefj- ast klukkan 21. Minigrams fyrir píanó og blásara- kvintett (frumflutt), Dúett fyrir klarinett og óbó, Sonorities III fyrir píanó og segulband, Sonorities VI fyrir einleiksfiðlu (frumflutt) og kvikmyndin „Surtur fer sunnan" við tónlist Magnúsar. Tónlist Magnúsar Bl. Jóhannssonar: Ný verk og gömul í Islensku óperunni i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 31 Morgunblaðið/Þorkell Sovéski píanóleikarinn Andrei Gavrilov ásamt pólska hljómsveitarstjóranum Jacek Kaspszyk að loknum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í Háskólabíói á laugardag. Dansinn dunar í Austurstræti 17.17. Morgunblaðið/Einar Falur Sigurbjörn Einarsson biskup: Listin er leikur en trúin alvara í þessari viku fara fram sam- ræður um list í Lögbergi í Há- skóla íslands á vegum Listahá- tíðar. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup talaði fyrstur á annan í hvítasunnu um vensl trúar og list- ar. I erindi sínu skiigreindi Sigurbjörn list svo að hún væri leikur en trúin alvara. Leikur og alvara væru and- hverfur en samt sem áður samstæð- ur í eðlilegu lífi mannsins sem þyrfti hæfilegan skammt af hvorutveggja. Leikur er skrúð eða viðhöfn, sagði Sigurbjörn. I leiknum er fólgin feg- urð. Að maðurinn skuli leita fegurð- arinnar hennar sjálfrar vegna greinir hann frá dýrunum. En trúin markar manninum einnig sérstöðu. Sigur- björn vitnaði í Einar Benediktsson: „Mannapinn horfði svo lengi til him- ins að hárin hættu að vaxa á enni hans.“ Maðurinn hefur ekki eignast þá gersemi að henni hafi ekki verið fórnað á altari trúarinnar, sagði Sig- urbjörn. Saga mannsins er að megin- hluta trúarsaga og spUrning hvort hún sé nokkuð annað í innstu rót. Leikþörfin hefur hvergi fremur látið til sín taka en þegar maðurinn tjáir trú sína, sagði herra Sigurbjörn ennfremur. Listin hefur fæðst af al- vörunni og dafnað í reifum trúarinn- ar eins og allt æðra andlegt líf. Heimstrúarbrögðin fæða af sér listir og þar er kristnin í fararbroddi. Ótví- Morgunblaðið/ Einar Falur Herra Sigurbjörn Einarsson ræðast er þetta á sviði tónlistarinnar. Sigurbjörn vék að stöðu nútíma- mannsins. „Hann svimar því hann hefur rokið svo hátt á galdrapriki tækninnar." Sigurbjörn sagði nútímamanninn reikulan í trú sinni og list sinni en þó hefði hann aldrei verið þyrstari í hvort tveggja. Það hefði verið aðalsmerki mannsins að hann yndi því ekki að vera mark- laus. Tómhyggjan afneitar þessu, sagði Sigurbjörn, og sviptir manninn þarmeð því aðalsmerki senuhann hefur borið og borið hefur hann. Maðurinn hefur engar staðreyndir og það er hin hliðin á aðalsmerkinu að hann leitar og spyr. „Nútímamað- urinn virðist í vaxandi mæli lifa án þess að spyija í alvöru, leita í al- vöru.“ Sigurbjörn sagði það trúar- brögðum sameiginlegt að þau væru leit en Kristur væri markmiðið. „Að finna hann er ekki að verða góður, fagur eða fullkominn heldur öðlast fótfestu og viðmiðun og óbuganlega von í leit sinni að sjálfum sér, að merkingu lífsins." En listin er líka leit og sú list sem stendur undir nafni rýfur mæri. Hún túlkar það sem er fyrir handan. Skapandi lista- maður heyrir og sér það sem aðrir sjá ekki. Hér snertast trú og list. „En hvorki skyldi gera leik að trú né trú að leik,“ sagði herra Sigurbjörn. í dag miðvikudag kl. 17.30 ræða Sigurður Steinþórsson jarðfræðing- ur, Þorsteinn Gylfason heimspeking- ur og Jóhann .Áxelsson lífeðlisfræð- ingur um „Náttúruvísindi og listir" í Lögbergi. Á föstudag á sama tíma og sama stað ræða Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntæknistofnunar íslands, Melkorka Ólafsdóttir háskólanemi, Hrafnkell A. Jónsson verkamaður, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Guðmundur Magnússon prófessor spurninguna: „Hversu lífvæn er menning fámennra þjóða?“ PÞ Þorsteinn I. Sigfússon Bragi Árnason Nýir valkostir í orkumálum eftir Braga Árnason og Þorsteinn I. Sigfússon 'Vetni er frumefni og dregur nafn sitt af vatni. Þegar vetni brennur í andrúmsloftinu myndast vatn. Þann- ig er vetnisbruninn mjög hreinn. Við brana vetnis myndast mikil orka. I hverri massaeiningu vetnis er fólgin um þrisvar sinnum meiri orka en í sambærilegri massaeiningu olíuefna. Orkuna má nýta til upphitunar og til þess að knýja vélar á mjög svipað- an hátt og með olíu. Munurinn er sá, að vetnisbruni veldur ekki um- hverfismengun. Út úr skorsteinum og púströrum vetnisvélar kemur hrein vatnsgufa. Vetni er álitið eitt álitlegasta framtíðareldsneyti mannkyns. Því fylgja ekki gróðurhúsaáhrif né önnur mengun sem hlýst af bruna olíu og kola. Hætta á stórfelldri sjávarmeng- un, eins og nú er þegar olía er flutt um heimshöfin, verður engin þegar um er að ræða flutninga á'vetni. Vetni er unnið úr vatni, sem mynd- ast aftur í sama magni við branann, og þess vegna er hráefnið óþijótandi. Vetni er venjulega unnið með þremur meginaðferðum. Með raf- greiningu á vatni, þar sem raf- straumur klýfur vatn; með því að leiða vatnsgufu yfir glóandi kol; eða með því að láta jarðgas hvarfast við vatnsgufu. Nýtni raforku við raf- greiningu vatns er um 80%. Tilraun- ir hafa verið gerðar á framleiðslu vetnis með því að hvarfa vatnsgufu við bráðið hraun. Orkuauðlindir Islands Heildar vatnsorka íslands, sem talið er hagkvæmt að virkja, er um 30TWh á ári (TWh er orkueining sem jafngildir þúsund milljónum kílówattstunda). Þar af eru nú um 4 TWh nýttar eða rúmur tíundi hluti. Nýtanleg varmaorka er mun meiri eða ekki undir 80TWh á ári, og er aðeins um einn tuttugasti hluti hennar nýttur í dag. Orku- notkun íslendinga er í dag um lOTWh á ári og skiptist þannig, að rúmur þriðjungur kemur sem raf- orka frá vatnsafli, tæpur þriðjungur er jarðhiti til húsahitunar og tæpur þriðjungur innflutt olía og bensín. Fyrirsjáanlegt er því, að innlend orkuframleiðsla getur orðið mun meiri en not eru fyrir til notkunar innanlands. Evrópskt ft'umkvæði Greinarhöfundar fóru sl. vor til viðræðna við evrópska aðila í efna- iðnaði. Ferðin var kostuð af ís- lenska Járnblendifélaginu hf. og Háskóla íslands. Háskólinn hefur undanfarin ár eflt starfsemi sína tengda orkuiðnaði t.d. með sam- vinnu við Járnblendifélagið og stofnun Samstarfshóps um orku- frekan iðnað, SAMOF. Hlutverk SAMOF er m.a. að miðla þekkingu á sviði orkunýtingar. Eftir viðræður við evrópska aðila tengda Dechema, sambandi þýskra efnaframleiðenda, var ljóst að til- raunir með notkun vetnis eru langt komnar innan vébanda Evrópu- bandalagsins að frumkvæði Dech- ema. í ráði er að framleiða vetni í rafgreiningarverksmiðju á austur- strönd Kanada með 100 MW afli. Vetnið verður síðan flutt með tankskipum til Wilhelmshafen nærri Hamborg í Þýskalandi. Hægt er að flytja það sem fljótandi vetni, eða í efnasamböndum. Á megin- landi Evrópu verður vetninu komið fyrir í geymum og miðlað til íblönd- unar í jarðgaskerfi Hamborgar, til raforkuframleiðslu, til verksmiðju- reksturs og síðast en ekki síst er í ráði að um níu hundruð strætis- vagnar í Hamborg verði knúnir^ vetni. Vetni er mjög gott eldsneyti' fyrir sprengihreyfla sams konar og nú ganga fyrir bensíni, ef gerðar eru breytingar á aðfærslukerfi elds- neytisins. Verkefnið er kallað „Hydrogen Pilot Project-Canada“ og er í þrem- ur þáttum. Fyrsta þætti lauk 1987 og öðrum þætti lýkur á þessu ári. Kanadamenn hyggjast selja orku frá orkuverum sínum á um 18 mills í upphafi en verðið hækkar í um 36 mills um 1995. (Einingin „mill“, sem er einn þúsundasti úr Banda '* ríkjadal, er oft notuð þegar rætt er um orkuverð til stóriðju.) Verk- efnið er stutt af Eureka þróunar- samstarfi Evrópubandalagsins og er að stórum hluta kostað af fyrir- tækjum, sem taka þátt í því. Þáttur íslands Möguleikar okkar íslendinga á þátttöku í þessu samstarfi hafa ekki verið kannaðir nógu ítarlega. Ljóst er að þarna er á ferðinni upp- haf nýrrar orkualdar í Evrópu, þar sem nú á fyrir alvöru að hefja nýt- ingu vetnis sem orkugjafa fyrir al- menning. Við höfum í greinargerð- um og viðtölum við þá aðila hér sem fjalla um orkumál kynnt þetta mál^ og hvatt til þess að ísiendingar fylg- ist með þróuninni og freisti þess að taka þátt í henni. Það myndi falla vel að ímynd íslands sem hreins lands þar sem gnótt náttúru- legrar orku býr í vötnum og iðrum landsins, að Island yrði útflytjandi hins hreina nýja eldsneytis, vetnis. Eldsneytis sem framleitt yrði með náttúrulegri, hreinni orku, í iðnaði sem sjálfur væri í fararbroddi í umhverfísmálum, og að þessi orka yrði notuð til þess að minnka meng- un í stórborgum Evrópu. Frekari þátttaka Islendinga í þessum málum bíður ákvörðunar stjórnvalda. Þar kemur margt til. og ekki augljóst hvort hægt er að*. koma til samstarfs við einmitt það verkefni sem hér er lýst. Raforku- verð Kanadamanna virðist sam- keppnisfært við það verð sem ís- lendingar bjóða til stóriðju. Hins vegar er flutningaleiðin frá Kanada til Evrópu þrisvar sinnum lengri en frá austurströnd íslands. Hér heima gæti þetta orðið álitlegur valkostur í orkunotkun. Áhugavert er að geta þess að áburðarframleiðsla gæti fléttast slíkri verksmiðju sem eins konar aukabúgrein, þar sem fram- leiðslutæknin er að hluta til sú sama. Við viljum með greinarkorni þessu hvetja stjórnvöld og fyrirtæki til þess að gefa þessu máli frekari gaum. Hér er ef til vill í augsýn tækifæri sem skipt gæti sköpum í orkubeislun og iðnþróun hér á landi. Höfundar eru prófessorar í cfiiafrædi' og cðlisfræði við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.