Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 37

Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990 37 Sóknin á Islands- miðum I Fjöldi stórþorska á Islandsmiðum efiir Einar Júlíusson Kristinn Pétursson telur í nýlegri Morgunblaðsgrein (17. maí) að það sé ekki einu sinni pínulítið að marka línurit og fræðimennsku þeirra sem fjallað jiafa um það að sóknarþung- inn á íslandsmiðum sé allt of mik- ill og krefjast auðlindaskatts. Gögn um sóknarþunga á íslandsmiðum eru nefnilega ekki til segir Kristinn sigri hrósandi með tveimur upp- hrópunarmerkjum. Eru til gögn yfir sóknarþungann? Þetta er því miður rétt hjá Kristni, gögn yfir sóknarþunga liggja ekki á lausu. Sóknarþunginn er forsenda auðlindaskattsins, segir Kristinn, sem er líka rétt svo langt sem það nær. Að vita eitthvað um sóknina er forsenda allrar fiskveiði- stjórnunar, hvort sem rætt er um auðlindaskatt, kvótakerfi eða skrapdaga. Þær forsendur vantar, en að þess vegna eigi ekkert að stjórna útgerðinni væri þó fráleit niðurstaða. Ef ekkert er vitað um sóknina, eða hvað veiðarnar eru að gera fiskistofnunum, þá á ekki að leyfa neinar fiskveiðar. Mundi t.d. laxveiðiáreigandi hleypa veiðifélagi í á sína sem neitaði að gefa upp hvað það ætlaði að vera með marg- ar stangir eða nennti ekkert að telja saman heildarveiðistundirnar. Er líklegt að hann mundi segja: Ykkur er fijálst að stunda veiðar í ánni minni alveg eins og þið viljið næsta ár, bara ekki fara heim með meira en 1 lax á dag? Fiskifi*æðingar mæla sóknina Vissulega er þekkingarleysi fræðimannanna samt ekki algjört. Þótt vitað væri nákvæmlega hver sóknarþunginn hefði verið á síðasta ári, segjum t.d. tuttugu þúsund og tvö krókár þá mundi sú vitneskja samt ekki koma að neinu gagni ef ekki væri vitað hvaða áhrif sá sókn- arþungi hefur á dánartíðni fisksins, þ.e. fiskveiðidánarstuðulinn. Sem mælikvarða fyrir sóknina verður því að mæla í fyrsta lagi fiskveiðidánar- stuðul og í öðru lagi skipaijölda, úthaldsdaga, togtíma o.s.fi-v., þ.e. það sem hér verður kallað sóknar- þunginn. Það er sjálfsagt erfiðara að mæla fiskveiðidánarstuðlana en fiskifræðingar skila því verki með sóma og fylgjast með ástandi fisk- stofnsins. Þetta er líka mikilvæg- asti sóknarmælikvarðinn. Ef fiski- fræðingar sjá að stofn er á niður- leið og dánarstuðull hans of hár þá er sóknin of mikil og það verður að að draga úr henni ef menn vilja ekki að illa fari. Skiptir þá engu minnsta máli þótt útgerðin geti sýnt fram á það að sóknarþunginn sé ekkert meiri en áður. Þorskarnir finna fyrir sókninni Á mynd 1 sést hvernig stofn stór- þorska (10 ára og eldri en 9 ára þorskar taldir með að einum þriðja), hefur breyst á íslandsmiðum. Hann er mjög næmur fyrir sókninni. Hann er líka mikilvægur í vistkerfinu. Hann hrygnir fyrstur og virðist hafa talsverð áhrif á klakstærðina. Stærstu klökin hafa komið þegar stórþorskar voru algengir. Þeir eru nú að hverfa, og það tel ég eina meginástæðuna fyrir því að klak hefur heppnast illa síðan 1985 og að það muni misheppnast á næstu árum. Hver getur svo haldið því fram að kvótakerfið hafi dregið úr sókninni og að verið sé að byggja upp þorskstofninn? En útgerðin fylgist ekkert með sínum sóknar- þunga, gögnin eru ekki til. Þess vegna er engin forsenda fyrir auð- lindaskatti, segir Kristinn. Skyldu útgerðarmenn skrá betur sína sókn ef þeim væru gefin öll fiskimiðin í eitt skipti fyrir öll? Ætli þeir færu þá að telja sína togtíma, eða reyna frekar að varast að skapa nokkrar forsendur fyrir fiskveiðistjórnun? Það má reyndar ljóst vera að það er enn meiri ástæða til að fylgjast vel með sókninni undir kvótakerfi en auðlindaskatti. Kristinn bætir síðan við að aðferðir fiskifræðinga til að mæla sóknina séu ekki mark- tækar. Útgerðarmenn hafa aldrei tekið mark á vísindum. En stjórn- málamennirnir sem greiða atkvæði um það í þinginu hvernig eigi að stjórna fiskveiðunum, þeir taka sem ságt heldur ekki mark á mælingum fiskifræðinga og eru hættir að taka það pínulitla mark á línuritum og fræðimennsku sem þeir gerðu áður í einfeldni sinni. Umhugsunarvert. Mun kvótakerfíð hafa áhrif á sóknina? Hver veit? Hvað þýðir þetta, skiptir það ein- hveiju máli að þekkja sóknina? Vissulega skiptir það miklu máli. Sem dæmi mætti taka tvær aðrar greinar í þessu sama Morgunblaði (17. maí). í þeirri fyrri fullyrðir Halldór Ásgrímsson að viðbúið sé Einar Júlíusson „ Að eyða orku í að semja löggjöf um fisk- veiðistjórnun og fylgj- ast svo ekki einu sinni með sókn útgerðar á Islandsmiðum, það eru ómarkviss vinnubrögð sem fremur væri ástæða til að vera orð- laus yfír.“ að afkastageta flotans minnki á næstu árum um 20—30% í kjölfar nýrra kvótalaga. Kvótakerfið hefur aukið sóknina, en ekki aflann því stofninn hefur minnkað og það er hvort eð er bannað að koma með meiri afla að landi. Samt er sóknin ekki orðin eins mikil nú og afkasta- geta flotans. Annars væru menn ekki að biðja um stærri kvóta (sbr. einnig línurit í seinni grein yfir meðalúthaldsdaga togaraflotans). Fundurinn með Snigl- imuni var gagnlegur - segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn LÖGREGLAN í Reykjavík, Umferðarráð og Sniglarnir, biflijólasam- tök lýðveldisins, funduðu á miðvikudagskvöld í síðustu viku um umferð og umferðaröryggi. Fundur þessara aðila er haldinn árlega og sagði Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, að fundurinn hefði verið gagnlegur og tekist eins og best varð á kosið. Um sjötíu manns sóttu fundinn, að draga úr slysum á bifhjólamönn- Sniglar og aðrir bifhjólaáhuga- menn. Ómar Smári sagði að meðal annars hefði verið rætt um kennslu á biflvjól, ákvæði um hámarkshraða, slysatíðni á síðasta ári og það sem af er þessu ári og um möguleika á um. „Mestu slysamánuðir ársins eru fram undan og fundarmenn voru allir sammála um að gera sitt besta til að draga úr slysatíðninni,“ sagði Ómar Smári. „Þá kom skýrt fram, að bifhjólamenn verða að sæta sömu hraðatakmörkunum og aðrir, en það hefur viljað brenna við að þeir telji sig hafa rétt á að aka hraðar. Það er þó ljóst, að alvarleg- ustu slysin verða vegna hraðakst- urs. Sniglarnir hafa að markmiði að berjast fyrir bættri umferðar- menningu og auknu öryggi í um- ferðinni, svo markmið þeirra, lög- reglunnar og Umferðarráðs fara Sóknarþunginn þarf því ekkert að minnka þótt afkastagetan minnki eða a.m.k. ekki eins mikið. Hver fylgist svo með því hvort sókn út- gerðarminnar minnkar í nýja kvóta- kerfinu eða ekki? Gögnin eru ekki til. Er grálúðustoftiinn að hrynja eða bara sóknin í hann? Dæmi númer tvö í sama blaði: . Grálúðuaflinn er nú 46% minni en í fyrra. Fiskifræðingar töldu hættu á hruni stofnsins og vildu minnka kvótann um helming. Skipstjórinn á aflaskipi flotans, Gubjörgu, og formaður LÍU, fullyrtu að alveg væri óhætt að veiða 60.000 tonn í ár (Fiskifréttir 25. ágúst). Salóm- onsdómur ráðherra var að taka jafn mikið mark á kröfum sjómanna og útgerðarmanna og ráðleggingum fiskifræðinga og miða við 45.0Q0 tonna afla. Fyrstu 4 mánuði ársins hafa aðeins veiðst tæplega 6 þús. tonn. Hvað er að? Er spádómur fiskifræðinga í síðustu skýrslu þeirra að áframhaldandi sókn í grá- lúðuna með þeim sóknarþunga sem verið hefur muni valda stofnhruni á 2—3 árum strax að koma fram eða hafa útgerðarmenn einfaldlega tekið tillit til þess spádóms og minnkað sóknarþungann um 46%? Slík sóknarminnkun finnst mér heldur ólíkleg, núna meðan menn eiga enn næga kvóta. Fiskifræðing- ar munu komast að því hvort stofn- inn hafi minnkað um 46%, en þær mælingar taka sinn tíma. Það mun koma í ljós t.d. með mælingum á aldursdreifingu gráiúðuaflans á næstu árum hvernig ástand stofns- ins er en það getur orðið nokkuð seint. Einfaldara væri að athuga hvort skýringin er ekki sú að út- gerðin hafi minnkað sóknina í grá- lúðuna 46% og því sé engin ástæða til að hafa áhyggjur yfir stofninum. Kannski hefur afli á úthaldsdag eða togtíma ekkert breyst. Ef ég vissi hvað útgerðin hefur minnkað sína sókn mikið þá gæti ég reiknað strax hvernig stofnstærðin hefur breyst. En gögnin eru ekki til. Hver á að mæla sóknina? Kristinn er eiginlega orðiaus yfir því að prófessorar og fræðimenn við Háskóla íslands skuli ekki sjálf- ir hafa reiknað út raunverulegan sóknarþunga á einstaka fiskistofna. Almenn reikna menn ekki út gögn heldur eitthvað annað út frá gögn- um og prófessorar geta ekki reikn- að út þá togtíma sem útgerðin telur ekki saman. Betur væri að rétt væri hjá Kristni að einhver frum- gögn séu þrátt fyrir allt til. Fræði- menn gætu þá unnið eitthvað úr þeim og gert viðamikið líkan af sóknargetu flotans og reiknað út sóknarstuðul fýrir hvert skip. Eg er hræddur um að vandamálið sé fremur það að frumgögn vanti en að t.d. hagdeild .Fiskifélagsins skrá- setji og vinni ekki ágætlega úr öll- um þeim upplýsingum sem þeir^ komast yfir. Mér finnst líka al- mennt að þeir sem taka að sér að stjórna fiskveiðunum eins og hags- munaaðilarnir (útvegsmennirnir) óska með aðferðum sem ganga þvert á ráðleggingar fræðimanna við Háskóla íslands og Seðlabank- ann ættu sjálfir að fylgjast með sóknarþunganum. Þeir gætu a.m.k. séð um að gögnum um hann sé safnað, að unnið sé úr þeim og þau vandlega rannsökuð. Að eyða orku í að semja löggjöf um fiskveiðf-" stjórnun og fylgjast svo ekki einu sinni með sókn útgerðar á ísland- smiðum, það eru ómarkviss vinnu- brögð sem fremur væri ástæða til að vera orðlaus yfir. Um árabil hefur fiskveiðistjórnunin byggst á afiamarki og sóknarmarki. Upplýs- ingum um afla er haldið til baga en gögn um sóknarþungann eru ekki til. Hveijir fylgjast með fiskveiðunum? Ástandið hér er þó allavega betra en hjá Evrópubandalaginu þar sem réttar aflaskýrslur eru ekki einu sinni til. Ekk( getur EB því krafist yfirráða yfir íslandsmiðum í krafþ. þess að íslendingar kunni ekkert með þau að fara. Þakka ber það sem vel er gert en það breytir ekk- ert minni lífsskoðun að sé ástandið gott þá á samt að bæta það. Þótt ástand fiskistofnanna við Ísland sé e.t.v. betra en á mörgum öðrum stöðum, er það eins og t.d. myndir sýnir, vísíjarri því að vera viðun- andi. Hér vita þeir sem stjórna ekk- ert um sóknarþungann og taka ekkert mark á mælingum fiskifræð- inga eða línuritum og fræði- mennsku. Erlendu lánsfé er ausið úr margvíslegum sjóðum í óarðbæra útgerð en fiskifræðingar hafa ekki lengur efni á að gera út sín rann- sóknarskip. Þetta mætti kalla að» stinga höfðinu ofan í sjóinn. Á meðan hrynur þorskstofninn í Bar- entshafi og líkur eru á því að úr- kast smáfisks sé ein megin ástæðan fyrir því hundrað milljarða króna tjóni útgerðar. Rannsóknir eru stundaðar af áhugamönnum í mik- illi óþökk útgerðar sem vill helst ekkert vita. Kristinn ætti að vita þetta best sjálfur. Hafa útgerðar- menn eða þeir sem vilja stjórna fisk- veiðunum beðið um einhveija at- hugun á því hve miklum fiski sé hent til að spara kvótana fyrir verð- meiri afla? Eg hugsa að við Kristinn séum nú almennt ekkert mjög ósammála um þau ófaglegu vinnu- brögð sem ríkja við stjórnun fisk- veiða þótt hann kenni röngum aðil- um um þau og sjái í þeim ástæðu til árása á „auðlindaskattskjaftæð- ið“ og til að vantreysta vísindunum.. Ilöfundur er eðlisfræðinffur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.