Morgunblaðið - 06.06.1990, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
51
Guðný S.
Oskars-
dóttír —
Minning
Hjartfólgin vina mín er horfin,
flutt til æðri tilverustigs. Og við
sem þekktum hana að verðleikum
er huggun harmi gegn að vita að
heimkoma hennar verður með því
móti er hun sáði hér á jarðríki,
með sinni hjartahlýju og lítillæti.
Þvi trúum við og vitum að sam-
kvæmt því mun hún uppskera.
Guðný Sesselja, Sissa, eins og
hún var kölluð af vinum sínum,
var vinkona Pöllu systur minnar,
allt frá þvi er þær slitu barnskón-
um, á Kirkjutorgi 6. Ég dáðist
alltaf að því að sjá fölskvalausa
vináttu þeirra á milli og þar brá
aldrei skugga á. Að Pöllu systur
er þvi mikill harmur kveðinn er
vinkona hennar er burtkölluð svo
allt of fljótt.
Sissa var glæsileg kona, vel
gefin og skemmtileg, þau voru
samrýnd hjón sem voru höfðingleg
heim að sækja á fallega hlýlega
heimilið þeirra á Egilsgötu 12, þau
unnu bæði mjög tónlist og voru
fagurkerar á góðar bókmenntir og
myndlist.
Nú er skarð fyrir skildi, er ekki
nýtur lengur við glaðværs hláturs
hennar Sissu minnar, en þau hjón
deildu ávallt með fjölskyldu minni
bæði sorg og gleði, og tómlegt
verður í heimboðunum ef engin
Sissa er, það var kátt á hjalla
þegar Sissa tók í píanóið á slíkum
stundum og fékk heimakórinn til
að taka lagið og syngja með þótt
raddirnar væru ekki allar í dúr og
moli.
Ég ætla mér ekki að tíunda hér
manngæsku og kosti elsku Sissu
minnar, það hefði ekki verið henni
að skapi, enda veit ég vel að það
mun skrifað á æðri slóðum.
En ég vildi að Guð hefði gefíð
mér ritsnilld bónda hennar, að ég
hefði getað skrifað fögur minning-
arljóð um hana, en Baldur samdi
að bróður sínum látnum, Þorleifi,
ein þau fegurstu minningarljóð er
ég hefi lesið.
Blessuð veri minning elsku
Sissu og þakka ég samfylgdina.
Það er hver maður rikari eftir að
hafa átt að vin slíka konu.
Dáin - horfín - harmafregn.
Hvílíkt orð mig dynur yfir
en ég veit að látinn lifir,
það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið hljóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson)
Stína Þorleifsdóttir
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
BJARNI B. ÓSKARSSON
silfursmiður,
Álandi 11,
andaðist í Borgarspítalanum mánudaginn 4. júní.
Þorgerður Hjálmarsdóttir,
Björgvin Óskar Bjarnason, Inga Lára Bragadóttir,
Guðjón Bjarnason, Margaret Anderson,
Halldór Bjarnason, Jensína K Jensdóttir,
Hjálmar Bjarnason, Þórey Þ. Þórarinsdóttir,
Gerður Björk Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og jarðarför hjart-
kærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU DAGBJARTAR
ÞÓRARINSDÓTTUR,
Hátúni 47,
Reykjavík.
Andrew Þorvaldsson,_
Sigrún Andrewsdóttir, Grétar Áss Sigurðsson,
Kristín Andrewsdóttir, Kristján Jóhannsson,
Hulda Hjálmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vináttu og veittu okkur hjálp við fráfall og útför frænda okkar,
PÉTURS ALBERTSSONAR
bónda,
Kárastöðum.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11 -E Landspfa-
lanum og allra þeirra sem heimsóttu hann í veikindum hans.
Ættingjar.
+
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur
vináttu og hlýhug með blómum, kortum og skeytum við andlát
og útför eiginmanns míns, föður okkar,' tengdaföður og afa,
GUÐBJÖRNS BENEDIKTSSONAR,
Dalbraut 27.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Björnsdóttir.
dætur, tengdasynir og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður minnar, ömmu og
langömmu,
GÍSLÍNU MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Baldurshaga,
Vestmannaeyjum.
Sesselja Andrésdóttir,
Arndís Friðriksdóttir, Ingimundur Helgason,
Andrés Haukur Friðriksson, Helga Pétursdóttir
og barnabarnabörn.
+
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vin-
áttu og hlýhug og vottuðu okkur samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
SIGURBJÖRNS A. HARALDSSONAR,
Garðabraut 24,
Akranesi,
Lilja Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR
frá Blönduósi.
Blessuð sé minning hennar.
Björn Arason, Guðrún Jósafatsdóttir,
Ingibjörg Aradóttir, Sigurður Þ. Guðmundsson,
börn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og bróður,
MAGNÚSAR E. GUÐJÓNSSONAR
framkvæmdastjóra
Sambands islenskra sveitarfélaga.
Sérstakar þakkir viljum við færa stjórn og starfsfólki Sambands
íslenskra sveitarfélaga.
Alda Bjarnadóttir,
Kolfinna S. Magnúsdóttir, Tómas Jónsson,
Alda S. Magnúsdóttir,
Hauður Helga Stefánsdóttir
Edda M. Vignisdóttir,
Þórunn K. Tómasdóttir,
Alda K. Tómasdóttir,
og systkini hins látna.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, barnabarns,
bróður og ástvinar,
HJÁLMARS RÖGNVALDSSONAR,
Tunguseli 8,
Reykjavík.
Guðmunda Hjálmarsdóttir, Birgir Jónsson,
Rögnvaldur Ólafsson, Ólafur Eiríksson,
Hjálmar Sigurðsson, Ásta Birgisdóttir,
Ármann Birgisson, Svava Birgisdóttir,
Dagrún Hlöðversdóttir.
+
Okkar ástkæra dóttir, systir, sonardóttir, dótturdóttir og frænka,
BRYNDÍS ÓLÖF LIUA BJÖRGVINSDÓTTIR,
fædd27. 6. 1966,
andaðist 27. 5. 1990,
jarðsungin 2. 6.1990.
Okkur er sár harmur í hjarta og þökkum alla hluttekningu og hjálp.
Björgvin Óskarsson, Þórhildur Jónasdóttir,
Kolbeinn Óskarsson, Ólöf J. Jónsdóttir,
Lilja Gunnlaugsdóttir, •
frænkur og frændur.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur vináttu og hlýhug og
vottuðu okkur samúð við andlát og út-
för eiginkonu minnar, dóttur, móður,
tengdamóður og ömmu,
KRISTJÖNU RAGNARSDÓTTUR,
Klyfjaseli 5.
Stefán Guðmundsson,
Anna M. Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS ANGANTÝSSONAR,
Skarðshlíð 18G,
Akureyri.
Gunnar Jóhannsson,
Benný Jóhannsdóttir,
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Númi Jóhannsson,
Páll Jóhannsson,
Hilmar Jóhannsson,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Heiðar Jóhannsson,
Helga Alice Jóhanns,
Edle Jóhannsson,
Haratdur Hannesson,
Gary Salow,
Ásgerður Gústafsdóttir,
Svanhildur Árnadóttir,
Árni Sigurðsson,
Bergrós Ananiasdóttir,
Haraldur Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar og
systur okkar,
INGUNNAR RUNÓLFSDÓTTUR ^
frá Kornsá,
Sunnubraut 48,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki sjúkrahúss
Keflavíkur.
Kristján Oddsson,
Ásgerður Runólfsdóttir,
ísleifur Runólfsson.