Morgunblaðið - 06.06.1990, Side 58
58
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI 1990
I
!
AFGASRULLUR
fyrir bílaverkstæði
Olíufélagið hf
681100
Hvítasunnukappreiðar Fáks:
Spennandi gæðinga-
úrslit í hávaðaroki
Góður árangur Leists frá Keldudal á nýjum skeifiim í skeiðinu
mættu síðan í úrslit á annan í
hvítasunnu.
Úrslitin voru spennandi í báðum
flokkum þrátt fyrir leiðindaveður.
Ljóst var að hestarnir sýndu ekki
sínar bestu hliðar og má þar vafa-
laust um kenna veðrahamnum.
í B-flokki unnu ísak og Gunnar
Arnarsson sig upp úr þriðja sæti
í það fyrsta og er þetta í annað
sinn sem þeir félagar vinna B-
flokk hjá Fáki.
Kjarni og Sævar Haraldsson og
Kraki og Unn Kroghen urðu jöfn
í öðru til þriðja sæti en í stað þess
að' fara í svokallaðan bráðabana
gaf Unn Sævari eftir annað sætið.
Var það virðingarverð ákvörðun
af hennar hálfu því bráðabanar
eru leiðinda fyrirbæri og í raun
óþarfir. Fyrirfram var búist við
öruggum sigri hjá Kjarna en hann
hafði gott forskot í báðum for-
keppnunum og fékk 9,0 í aðalein-
kunn í seinni forkeppninni. Ekki
voru allir brekkudómarar sammála
niðurstöðum dómara en þeir réðu
að sjálfsögðu engu um úrslitin
frekar en fyrri daginn.
í A-flokki héldu Svartur og Sig-
urbjörn sæti sínu þó naumt væri
því Gýmir og Trausti Þór veittu
þeim harða keppni. Að loknu
brokki og tölti í úrslitunum virtist
allt stefna í öruggan sigur þeirra
síðarnefndu. Þegar kom að skeið-
inu fataðist Gými og Trausta flug-
ið og Svartur og Sigurbjörn héldu
fengnum hlut. Ekki voru dómarar
þó sammála hveijum bæri fyrsta
sætið því tveir dómarar af fimm
settu Gými og Trausta í fyrsta
sætið.
Að loknum úrslitum voru verð-
launaðir tíu efstu hestar í hvorum
flokki og mátti þar glöggt greina
að Fákur sendir sterka hesta á
landsmót nú sem fyrr.
I unglingaflokki sigraði Edda
Rún Ragnarsdóttir á Sörla frá
Norðtungu en hún hlaut einnig
viðurkenningu fyrir prúðmannlega
framkomu og snyrtilegan klæðn-
að. Var hún vel að þessari viður-
kenningu komin.
í barnaflokki sigraði Steinar
Sigurbjörnsson á Glæsi og sannað-
ist þar að sjaldan feilur eplið langt
frá eikinni því hann er sonur Sig-
urbjörns Bárðarsonar.
Sama má segja um þá tuttugu
krakka sem fara á landsmót fyrir
hönd Fáks og sagt var hér að ofan
um gæðingana því fullvíst má telja
að mörg þeirra komi til með að
beijast um efstu sætin á landsmót-
inu. Fara þar saman góðir hestar
og knapar með mikla kunnáttu
þótt ungir séu.
brýnið Börkur frá Kvíabekk á
14,7 sek. Veittur er bikar þeim
knapa 18 ára ogyngri sem bestum
tíma nær í 250 m skeiði og hlaut
hann Auðunn Kristjánsson sem sat
Arna-Brúnku sem skeiðaði vega-
lengdina á 25,2 sek.
Best er að hafa sem fæst orð
um aðrar greinar kappreiða nema
ef vera skyldi árangur Neista
Guðmundar Jónssonar í 300 m
brokki en hann var eini hesturinn
sem lá og náði prýðisgóðum tíma,
32,1 sek. í stökkgreinum virðist
ríkja undanhald samkvæmt áætl-
un því þátttakan er lítil og öll
spenna sem fylgdi þessum grein-
um hér áður fyrr virðist fyrir bí.
Með sama áframhaldi verður þess
ekki langt að bíða að hætt verði
keppni í stökkgreinum.
Úrslit í hvíta’sunnumótinu urðu
sem hér segir:
A-flokkur:
1. Svartur frá Högnastöðum, eig-
andi Magnús Torfason, knapi Sig-
urbjörn Bárðarson, 8,92.
2. Gýmir frá Vindheimum, eigandi
Jóhanna M Björnsdóttir, knapi
Trausti Þór Guðmundsson, 8,65.
3. Garpur frá Hóli, eigandi Vigfús
Lýðsson, knapi Hafliði Halldórs-
son, 8,62.
4. Kolur frá Stóra-Hofi, eigandi
Gunnar B. Dungal, knapi Atli
Guðmundsson, 8,54.
5. Dagfari frá Sogni, eigandi
Davíð Matthíasson, knapi Aðal-
steinn Aðalsteinsson, 8,59.
B-flokkur:
1. ísak frá Litla-Dal, eigandi Guð-
mundur Jóhannsson, knapi Gunn-
ar Arnarsson, 8,85.
2. Kjarni frá Egilsstöðum eigandi
og knapi Sævar Haraldsson, 9,00.
3. Kraki frá Helgastöðum I, eig-
andi Lára Jónsdóttir, knapi Unn
Kroghen, 8,77.
4. Vignir frá Hala, eigandi og
knapi Sigurbjörn Bárðarson, 8,73.
5. Gammur, eigendur Kristinn og
Ragnar Skúlasynir, knapi Unn
Kroghen, 8,56.
Tölt
1. Unn Kroghen á Kraka, 88,26.
2. Gunnar Arnarsson á Bessa,
85,33.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Það var fyrst og li-emst yfirferðartöltið sem lyfti Isak frá Litla-Dal
úr þriðja sæti í fyrsta sætið og þar með var sigurinn í höfn. Knapi
er Gunnar Arnarsson.
Góðir tímar náðust í skeiðgrein-
um kappreiða enda vindurinn í
bakið. Leistur frá Keldudal virðist
endurborinn því talið var að hann
væri búinn að vera sem keppnisve-
kringur vegna fótameins. Hann
sigraði í skeiðinu á 22,5 sek. sem
er aldeilis góður tími hjá fótalaus-
um hesti. Um ástæður þess hve
vel tókst til hjá Leisti sagðist Sig-
urbjörn eingöngu þakka það svo-
kölluðum Sleipnir Sport-skeifum
en þær draga verulega úr högg-
kraftinum sem leiðir upp fætur
hesta við niðurkomu. Leistur hefur
verið með kvíslbandabólgu og
fram til þessa hefur það yfirleitt
þýtt að hestar sem hana fá eru
ónothæfir til brúkunar. Má því
segja að eigendur he'sta með þenn-
an kvilla hafi þarna eignast nýja
von.
í 150 m skeiði sigraði gamla
Auk þess að sigra í unglingaílokki hlaut Edda Rún Ragnarsdóttir
viðurkenningu fyrir prúðmannlega framkomu og snyrtimennsku.
Hér situr hún hest sinn Sörla frá Norðtungu og hampar verðlauna-
gripnum sem gefinn var af Ragnari heitnum Thorvaldsen.
Eftir harða keppni stóð Svartur firá Högnastöðum uppi sem sigurveg-
ari í A-flokki. Knapi er Sigurbjörn Bárðarson.
Unn Kroghen sigraði tölkeppnina á Kraka frá Helgastöðum.
Hestar
Valdimar Kristinsson
LANGRI og strangri gæðinga-
keppni hjá hestamannafélaginu
Fáki lauk á annan í hvítasunnu.
Tuttugu og fjórir efstu hestar í
A- og B-flokki, sem dæmdir
voru fyrir hálfum mánuði, voru
endurdæmdir á fimmtudags- og
fostudagskvöld í síðustu viku.
Fimm efstu í hvorum flokki
'jlÆill'.'jíll
SWIíj
MEÐ SÉRSTÖKUM SAMNINGIVIÐ
GRAM-VERKSMIÐJURNAR, FENGUM VIÐ
EINA SENDINGU AF ÞESSUM FJÓRUM
GERÐUM Á ALVEG EINSTAKLEGA
HAGSTÆÐU VERÐI
GRAM KF265
200 Itr. kælir
L "Stó Ki- frystir
H 146,5 tm
B 55,0 cm
D 60,1 cm
áöur kr, 57.990,-
stgr. kr.51.960,-
GRAM KF250
173 llr. kælir
70 Itr. frystir
H 126,5 cm
135,0 cm
(stillonleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áöur kr. 57.990,-
a, 54.700.-
stgr. kr. 51.960.-
GRAM KF355
277 Itr. kælir
70 Itr. frystir
H 166,5 cm
175,0 cm
(stillanleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áður kr. 72.960,-
i kr. 68.900."
stgr. kr. 65.450.-
GRAM KF344
198 llr. kælir
146 llr. Irystir
H 166,5 cm
175,0 cm
(stillanleg)
B 59,5 cm
D 62,1 cm
áðurkr. 79,950,-
ster. kr.71.630,-
GRAM-KJELISKAPAR
hágæóa tæki í eldhúsii,
■ á tilboisverði
5% Staögreiösluafslóttur
m
Kaupir þú tvö heimilistæki í einu í verslun
okkar, gerum vii enn betur og bjáium 10%
aíslátt gegn staigreiislu
/ponix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420