Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 4
Níu manna hópur úr unglingavinnunni í kaffihléi. VEÐUR /DAG kl. 12.00 Hflímlk): VeSuretoIa í$tand$ (Byggt fl vaOotaoá kl 16.151 gær) VEÐURHORFUR í DAG, 5. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Um 600 km austur af Dalatanga er hægfara 990 mb lægð, en hæðarhryggur á vestanverðu Grænlandshafi þokast austur. Skammt norður af írlandi er 985 mb lægð á leiö austur og síðar norðaustur. SPÁ: Norðlæg átt, gola eða kaldi. Léttskýjað á Suður- og Vestur- landi en skýjað á Norður- og Austurlandi. Fremur kalt norðanlands en sæmilega hlýtt syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Hæg breytileg átt og léttskýjað vlöast hvar. Dagshiti 11 til 18 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Hægviðri og léttskýjað á Norður- og Austurlandi, en suðaustangola og skýjað á Suðvestur- og Vestur- landi. Hiti 12 til 20 stig. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r t Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hrtastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl, 12:00 í gær að ísl. tíma h«i veður Akureyri 7 skýjaó Reykjavtk 14 léttskýjað Bergen 111! skýjað Helslnki 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 4 þokaigrennd Osló 18 skýjað Stokkhólmur 19 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Algarve 24 heiðskirt Amsterdam 17 alskýjað Barcelona 25 léttskýjað Berlln 19 léttskýjað Chicago 27 helðskirt Feneyjar 26 téttekýjað Frankfurt 20 léttskýjað Qlaegow 12 rigníng Hamborg 17 skýjað Les Palmas 24 skýjað London 12 rigningogsúld Los Angeles 17 helðskirt Lúxemborg 17 skýjað Madnd 28 heiðskírt Malaga 27 þokumóða Maflorca 26 léttskýjað Montreal 23 alskýjað New York 25 hállskýjað Orlando 23 skýjað Paris vantar Róm 27 reykur Vin 16 rigning Washington 23 alskýjað Winnipeg 14 skýjað Veður til að dytta að... Veðurblíðan heldur áfram að leika við íbúa Suður- og Vestur- Iands. Þeir sem tækifæri hafa á að bregða sér út fyrir hússins dyr, ýmist til að njóta veðursins eða dytta að. Morgunblaðsmenn brugðu sér upp í Kjós og á Akranes í sólskini en dálítið napurri norðang- jólu og hittu fyrir nokkra ánægða sólskinsunnendur. Meðalfellsvatn skartaði sínu feg- ursta í sólinni og nokkuð var af fólki í bústöðum við vatnið og við veiðar. „Það er ekkert að hafa í vatninu svei mér þá, ég held að hér hafí einungis veiðst tveir laxar það sem af er,“ sagði Ásmundur Jo- hannsson, sem naut veðursins og brúsakaffis við eigið bátaskýli. Hann kvaðst vera við annan mann, sem væri að gera úrslitatilraun til að veiða eitthvað. Ásmundur á bú- stað við vatnið og hefur verið þar yfir sumartímann frá 1973 en sagð- ist sjaldan hafa vitað eins litla veiði. „Hér áður var mikil veiði í vatninu og þá átti ég fleytuna „Heppinn", en ég sé varla nokkra ástæðu tií að nefna nýja bátinn sama nafni,“ sagði Ásmundur. I sama streng tók Kristinn Morthens, sem hefur búið allt árið við Meðalfellsvatn undanfarin átta ár. „Ég var með trilluna „Drottn- ingarrassgatið“ hér áður fyrr en nú er lítið að hafa úr því,“ sagði Kristinn, sem býr í Fjallkofanum. Nafnið segist hann hafa dregið af Fjallræðunni. Bústaðinn byggði hann 1956, og hefur gróðursett mikið af trjám í kring. Þó að það Savako Fujiwara frá Japan og Armin Lindemann frá Þýska- landi kappklædd á Ieið frá Akra- nesi. gustaði við vatnið, bærðist ekki hár á höfði við Fjallkofann. „í svona veðri er hér Paradís á jörð og ég er þá í hlutverki gestamóttöku- stjóra. En það er verst þegar tengdadæturnar koma og taka til, þá fínnst ekki neitt,“ sagði Kristinn og glotti um leið og hann svipaðist um eftir kaffibollum. „En í verra veðri og á veturna koma fáir hingað og ég væri ekki hér ef ég ætti ekki svona góða nágranna." Kristinn segist lítið hafast að á sumrin nema slaka á, en á veturna málar hann. „Það er ekki fyrr en í ágúst sem náttúran skartar litum sem mér finnst varið í að mála.“ Á afleggjaranum til Akraness keyrðu Morgunblaðsmenn fram á kappklætt göngufólk sem var á leið út á þjóðveg til að ná rútunni til Borgarness. Þar voru á ferð Savako Fujiwara frá Japan og Armin Linde- mann frá Þýskalandi. Þau sögðu að þrátt fyrir sólskinið væri golan svo köld að ekki væri vogandi ann- að en að klæða sig vel. „Við erum einungis að hita upp fyrir lengri göngur, því við ætlum okkur að ganga um Snæfellsnes og þá er Ijómandi að bytja á stuttri göngu.“ Ásmundur Jóhannsson fær sér kaffisopa á meðan hann bíður eftir félaga sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.