Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 13

Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 13 lítið heim arabanna og hið raun- verulega ástand þar, áður en þeir hefja að nýju upp dýrðaróðinn um Arafat og málstað hans? Hvernig væri það til dæmis að rifja upp fyrir sér þá staðreynd, að aðeins eitt af ríkjum araba, Egyptaland, hefir viðurkennt tilverurétt ísraels? Myndi ekki viðurkenning þessara ríkja á ísrael ein sér ná langt til þess að skapa frið fyrir botni Mið- jarðarhafsins? Væri viti Steingríms ekki vel varið með því, að hann talaði um fyrir þeim sem ráða ríkjum arabanna, og fengi þá til þess að viðurkenna tilverurétt ísra- elsríkis? Þá myndi það og efla skilninginn að hugleiða kveðjuorð Arafats við Saddam Hússein, forseta Iraks, í lok hinnar nýafstöðnu ráðstefnu forystumanna arabaþjóðanna í Baghdad: „Sigursælir munum við halda inn í Jerúsalem og reisa fána okkar á veggjum borgarinnar. Þú heldur innreið með mér á þínum hvíta fáki.“ Tónninn í þessum orðum Arafats bendir ekki til þess áð hann hugsi sér í alvöru friðsamlega samninga- leið, enda lætur hann drepa hvern Varnarliðið sótti norsk- an sjómann ÞYRLA björgunarsveitar varn- arliðsins á Keflavikurflugvelli sótti sjómann af norska togaran- um Korallen á þriðjudag. Hann hafði fengið hjartaáfall. Landhelgisgæslunni barst beiðni um kl. 7 um morguninn í gegnum Vestmannaeyjaradíó um að sjómað- urinn yrði sóttur um borð. Land- helgisgæslan sneri sér til varnar- liðsins þar sem skipið'var statt um 340 mílur sauðvestur af Reykja- nesi. Töf varð á því að varnarliðs- þyrlan kæmist á loft þar sem tank- vél sem fylgja átti þyrlunni bilaði. Komið var með sjúklinginn til til Reykjavíkur laust fyrir kl. 16 í og var hann lagður inn á Borgarspítal- ann. Sviptur rétt- indum vegua hraðaaksturs LÖGREGLAN á Höfii stöðvaði ungan ökumann á vélhjóli á 147 kílómetra hraða í fyrradag og svipti . hann ökuréttindum á staðnum. Pilturinn, sem er tvítugur, hafði haft ökuréttindi í flmm daga. Þá varð harður árekstur tveggja bíla á Dalsbraut í fyrradag slösuð- ust tvær stúlkur sem voru farþegar í öðrum bílnum lítillega. Hvorug þeirra var í öryggisbeltum. Áreksturinn varð með þeim hætti að ökumaður reyndi að aka fram úr bíl sem skyndilega beygði af Dalbraut inn í Sunnubraut án þess að sýna stefnuljós. Ökumaður bílsins sem reyndi framúraksturinn ók inn í hlið þess er ætlaði að beygja og skemmdust báðir bílarnir mikið. XJöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Drottning aðlar sendiherra Breta þann palestínumann sem vill aðra leið en hans í viðskiptunum við ísra- el. Hinir drepnu eru nú á þriðja hundraðinu. Árafat er því enn að veifa byssunni sem hann tók með sér upp í ræðustólinn hjá Samein- uðu þjóðunum. Bókun Guðs í máli Jerúsalems er þann á veg að orð Arafats munu aldrei rætast. Höfiindur er hagfræðingur, fyrrum efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar og bankastjóri Framkvæmdabankans. SENDIHERRA Breta á íslandi, Richard R. Best, veitti viðtöku riddaranafnbót úr hendi Elísa- betar II. drottningar, meðan á opinberri heimsókn hennar til Islands stóð. Jafiilramt hlutu æðstu starfsmenn sendiráðsins orðu fyrir þátt þeirra í skipulagn- ingu heimsóknarinnar. Bretadrottning veitti viðurkenn- ingarnar um borð í snekkju sinni Britanníu, sem Tá í Reykjavíkur- höfn. Kallaði hún sendiherrann fyr- ir sig og sló hann til riddara með sverði. Riddaratign veitir engin sér- stök réttindi, önnur en þau að Ric- hard R. Best sendiherra getur nú titlað sig „sir“ og eiginkona hans Mary E. Best getur skeitt ávarpinu „lady“ við nafn sitt. Á ensku heitir nafnbótin: „Knight commander of the Victorian order.“ Aðrir starfsmenn sem hlutu við- urkenningar voru Alp Mehmet sendifulltrúi, Phillip Leadbetter liðsforingi, fulltrúi breska flughers- ins á Keflavíkurflugvelli, Caroline Gibbson sendifulltrúi og Caroline Mitchell ritari. Sæmdi Bretadrottn- ing þau orðum sem einnig eru kenndar við Viktoríu drottningu. aö fjárfesta að hluta til í traustum veröbréfum, sem innleysa má með skömmum fyrirvara. Dæmi: Sjötíu og fimm ára gamall maður hefur reglulegar tekjur að eign sinni í Fjórðungsbréfum. Hann hefur einnig komið sér upp vara- sjóði í ísiandsbréfum og Öndveg- isbréfum. Öndvegisbréf eru mjög traust fjárfesting, enda grund- völluð á ríkistryggðum verðbréf- um, og ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af skattinum, innlausn- ardögum, endurfjárfestingum og þess háttar umstangi. Sérfræöingar Landsbréfa h.f. sjá um alla umsýslu, svo að eigendur Öndvegisbréfa geta notið áhyggju- iausrar ávöxtunar. Leitið ráða hjá Landsbréfum h.f. Komið og fáið nánari upplýsing- ar, bæklinga og aðstoð hjá ráð- gjöfum okkar og umboðsaðilum í útibúum Landsbanka íslands og Samvinnubankans um land allt. w LANDSBRÉF H.F. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24,108 Reykjavík, simi 606080 Löggilt veröbréfafyrirtæki. AM að Veröbréfaþingi íslands. íslendingar hafa varðveitt þjóðar- arf sinn af kostgæfni. Fátt eitt setjum við í öndvegi, en handritin og sögurnar eru tvímælalaust eitt af því sem borið hefur hróður okkar út um heim allan. Öndvegisbréf eru fjárfesting sem hægt er að vera stoltur af. Þau eru eignarhluti í verðbréfasjóði, þar sem fjárfest er í ríkistryggðum skuldabréfum og víxlum, hús- bréfum og öðrum skuldabréfum með ríkisábyrgð, sem njóta sömu skattfríðinda og spariskírteini ríkis- sjóðs. Öndvegisbréf eru skattfrjáls á sama hátt og spariskírteini ríkis- sjóðs. Þau eru eins og nafnið bendir til úrvals fjárfesting, sem einkum hentar þeim sem setja skattfríðindi og öryggi í fyrirrúm. á eftirlaunaaldri er tækifæri til að njóta ávaxta langrar starfsævi. Þá byrjar fólk að ganga á sparnað sinn og öryggi fjárfestinga er mikil- vægara en nokkru sinni. Á þessu æviskeiði hentar flestum að hafa reglulegar tekjur af fjárfest- ingum sínum og einnig er heppilegt Islensku handritin, þjóðarsál Islendinga. Ráðsettir Islendingar eiga traust og arðbær ÖNDVEGISBRÉF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.