Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 35

Morgunblaðið - 05.07.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 1990 35 Minning: SigurðurR. Halldórs son frá Hraungerði Fæddur 9. febrúar 1909 Dáinn 26. júní 1990 Mig langar að minnast Rögn- valds móðurbróðui' míns nokkrum orðum. Eg átti því láni að fagna að kynn- ast honum nokkuð vel og ætla að reyna að lýsa hvernig hann kom mér fyrir sjónir. Hann.var, eins og presturinn sagði við kistulagning- una „engum öðrum líkur.“ Það á nú víst vel við um marga, en átti sérstaklega vel við Rögnvald, svo einstakur og sérstakur var hann. Hann var sérstaklega glettinn og í raun léttlyndúr. Það var gaman að grínast með Rögnvaldi, því að glettni hans var svo fínleg og snið- ug, og stundum í hálfkveðnum vísum sem við skildum, sem vel þekktum til. Ég kom oft til þeirra systkinanna í Stigahlíðinni fyrir nokkrum árum er ég var að læra í Reykjavík og reyndar oft síðan. Þá var margt spjallað og spaugað yfir góðgjörðum og kaffibolla. Rögnvaldur var þá oft einn heima er frænku bar að garði. Þá var sko lagað gott kaffi og ýmislegt týnt til. Þarna sá ég nýja hlið á Rögn- valdi, sem gaman var að kynnast. Það var eins og að koma í aðra veröld þarna hjá þeim, enginn að flýta sér, alltaf nógur tími að spjalla og rifja upp gamla daga og spurt frétta úr sveitinni af mönnum og málleysingjum. Það var gaman að hlusta á þá bræðurna, Rögnvald og Sigmund, tala saman. Sá sem var að segja frá fékk ávallt að ljúka máli sínu án þess að hinn gripi fram í og var sama hver átti í hlut, einstaka orði eða athugasemd skotið inn í til áréttingar, en alltaf eins og báðir væru jafnir og hvorugur þóttist hin- um fremri. Margt mátti af því læra. Það var skrýtið með Rögnvald, að honum fannst allt fólk vera gott fólk _og fann öllum eitthvað til ágæt- is. Ég heyrði hann aldrei öfunda neinn, en honum fannst ánægjulegt ef öðrum farnaðist vel og hefðu góða heilsu, því að hann varð fyrir þeirri bitru reynslu að missa heils- una rúmlega tvítugur, sem varð til þess að hann gat ekki tekið þátt í atvinnulífinu sem áður. Sú reynsla tekur á alla, og þá ekki síst fólk eins og Rögnvald, svo samvisku- samur og kappsfullur sem hann var. í vöggugjöf hefur Rögnvaldur fengið góðar gáfur. Hann var svo fróður og minnugur á það, sem hann hafði heyrt og lesið um, að lærðustu menn gátu varla skákað honum á ýmsum sviðum. T.d. var furðulegt, hvað hann var vel að sér í sögu lands og þjóðar og reyndar annarra þjóða líka. Það var sama hvort talað var um litla ársprænu á Norðurlandi, fjall á Austurlandi, íbúaijölda stórborgar úti í heimi, alls staðar virtist hann vera með allt á hreinu og vissi nærri upp á hár hvernig háttaði til á staðnum, þótt hann hefði aldrei verið þar. Rögnvaldur ferðaðist ákaflega lítið um ævina, en það var víst gaman að vera í bíl með honum og hlusta á hann segja frá því, sem fyrir augu bar. Rúnar, systursonur Rögnvalds, sem alinn var upp hjá syskinunum í Stigahlíð, var heppinn að fá að Leiðrétting Síðastliðinn föstudag birtust f blaðinu minningarorð um Valdimar Thorarensen, Gjögri. Nafn greinar- höfundar, Auðuns Hafnfjörð Jóns- sonar, misritaðist og stóð Hrafn- fjörð. Beðist er velvirðingar á mis- rituninni. Blaðið hefur verið beðið að geta þess að sambýliskona Valdi- mars, Hildur Pálsdóttir sem er lát- in, hafi verið frá Kálfshamarsvík, en ekki Skagaströnd. geta safnað slíkum fróðleik í sjóð. Þeir frændur nutu samvistanna og virtu hvorn annan mikils. Sigmundur, þinn söknuður verð- ur mikill sem nærri má geta, besti vinur og herbergisfélagi í marga áratugi horfinn. Elskulegu systkini og Rúnar, við hér í Ráðagerði biðj- um Guð að blessa ykkur og minn- ingu Rögnvalds. Dúna í dag kveðjum við móðurbróður minn, Sigurð Rögnvald Halldórs- son. Foreldrar hans voru Halldór Guðmundsson (f. 26.09.1872), bóndi í Hraungerði í Álftaveri og kona hans, Sigrún Þorleifsdóttir (f. 18.08.1879), og var hann þriðji í röðinni af sjö systkinum. Eitt þeirra, Guðbjörg eldri, lést fyrir sjö árum, en eftir lifa Sigmundur, Hallgrím- ur, Guðbjörg yngri (Stella), Sigríður og Rannveig. Rögnvaldur vann við búskapinn með foreldrum sínum og fór ungur með bræðrum sínum til vertíða í Vestmannaeyjum, eins og títt var með unga menn í þá daga. Aðeins 22 ára gamall varð hann fyrir þeirri sáru reynslu að missa heilsuna og gat lítið unnið eftir það, en var þó stundum í kaupamennsku, m.a. fjögur sumur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Rögnvaldur bjó í Hraungerði með foreldlum sínum og systkinum til 1939 þegar afi hætti búskap, en amma dó tveimur árum áður. Hraungerðissystkinin voru ákaf- lega samhent, enda fór það svo, að nokkur þeirra stofnuðu fljótlega heimili saman í Reykjavík, og hafa búið saman síðan. Á því heimili fæddist ég 1947 og hef verið með þeim síðan, reyndar í annarri íbúð síðustu fimmtán árin, en þó í sama húsi. Þegar ég man fyrst eftir mér voru á heimili þessu Rannveig móð- ir mín, Guðbjörg eldri, Rögnvaldur og Halldór afi. Skömmu síðar flutti Sigmundur inn á heimilið og var hópurinn óbreyttur uns afi andaðist 1964. Guðbjörg andaðist svo 1982 og nú er Rögnvaldur látinn. Við Rögnvaldur vorum ákaflega góðir vinir. Þegar ég var barn pass- aði hann mjög oft. Ekki man ég eftir því, að hann hafi leikið sér mikið við mig, en las því meira fyr- ir mig, sagði mér sögur og sýndi mér myndir. Hann þyrsti í fróðleik, einkum um land og sögu, jafnt um ísland sem önnur lönd. Einnig hafði hann mikinn áhuga á alls konar mannvirkjagerð, allt frá Babels- turni og píramítum fortíðar til sam- tímans. Hann var stálminnugur og miðlaði bæði mér og öðrum vel af fróðleik sínum og vakti snemma froðleiksfýsn barnsins. Hann var barngóður og börn báru virðingu fyrir honum, enda talaði hann yfir- leitt við þau eins og þau væru full- orðið fólk. Það var ákaaflega gaman að ferðast með Rögnvaldi, en hann virtist þekkja landið og nöfn á kennileitum og bæjum, þó hann hefði aldrei komið þar áður. Var þá ótrúlegt, hve miklum fróðleik hann gat ausið úr sagnabrunni sínum, bæði þjóðsögur og sögu landsins í nútíð og fortíð. Líklega hefur Kötlugosið, sem hófst 12. október 1918 verið stærsti atburðurinn í lífi Rögnvalds, enda vai'ð fólkið að flýja frá Hraungerði og.fleiri bæjum í fjárhús, sem stóðu hærra í svonefndu Virkio.' Vatns- flaumur og jakaburður fórú um hlaðið í Hraungerði og öskufallið var svo þétt að stundum var myrk- ut- um hábjartan dag. Þá var hann aðeins níu ára gatnall, en minning- arnar um þennan atburð voru ætíð ferskar og ég held að á hvetju ári þann 12. október hafi hann tekið fram Eldritin eða annan fróðleik um Kötlu og lesið, ýmist upphátt eða í hljóði. Sigmundur og Rögnvaldur hafa nú verið herbergisfélagar samfellt í nálega fjörutíu ár. Þeir voru góðir félagar og vinir, töluðu mikið sam- an, lásu fyrir hvor annan og mið- luðu hvor öðrum af fróðleik sínum. Ég kveð Rögnvald með þakklæti og virðingu og bið Guð að styrkja stystkini hans og ættingja í sorg- inni. Halldór Rúnar Guðmundsson HAMBORGARI, FRANSKAR OG PEPSI aieins 299, Bónusbitinn Ármúla 42, s. 82990. Súkkulaði Sælkerans Heildsölubirgðir íslensk Dreifing ■ Sími 91-68 73 74 Hinar þekktu ítölsku Guzzini búsáhalda og gjafavörur fást nú í miklu úrvali og fallegum sumarlitum. HAGKAGP — Kringlunni og Skeifunni. RÓMGÐ ÍTÖLSK HÖNNUN ©guzzini SIEMENS SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 SIEMENS Eigendur sumarbústaðall Við eigum til sólarrafhlöður frá Siemens ásamt nauðsynlegum fylgihlutum til uppsetn- ingar og viðhaldslausrar notkunar. Hagstætt verð. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.