Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.07.1990, Blaðsíða 48
fe'3 mmmD FIMMTUDAGUR 5. JULI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Landeyjar: Flugvöllur byggður á Bakka Þriðja samg’öngu- leiðin milli lands ogEjja FLUGRÁÐ hefur samþykkt upp- byggingu á flugvelli fyrir tveggja hreyfla vélar á Bakka í Landeyj- um og verður hafíst handa við if verkið á næstu vikum, en með uppbyggingu Bakkavallar má segja að þriðja samgönguleiðin opnist milli lands og Eyja. Flugtími á litlum vélum milli Bakkavallar og Eyja er aðeins 5 mínútur og enn styttri með tvegf?ja hreyfla vélum. Sam- kvæmt samþykkt. Flugráðs verður 600 metra austur-vestur braut sem fyrir er lengd í 1100 metra og gerð verður 700 metra löng norður-suður braut. Farþegaskýli verður byggt í haust á Bakkavelli. Bakkavöllur er að mestu í landi Bakka í Austur-Landeyjum. Á milli lands og Eyja eru 10 km fyrir neðan Bakka, en flugvöllurinn er steinsnar frá ströndinni. í mörgum tilvikum er fært milli Bakka og Eyja nógu lengi til þess að fljúga þar á milli þótt veður kunni að vera ótryggt til flugs á lengri leiðum, svo sem til Reykjavíkur. Ráðgert er að koma upp vörslu fyrir bíla við Bakkaflug- völl og jafnvel byggja bílskýli, m.a. fyrir fjölda Eyjamanna sem eiga sumarbústaði á Suðurlandi. Þá skap- ast nýr möguleiki með uppbyggingu Bakkaflugvallar fyrir fastaiands- menn að aka til Bakka og skjótast síðan flugleiðis út í Eyjar. Ráðgert er að setja lýsingu á Bakkaflugvöil á næsta ári, en ljúka við brautir og flugskýli á þessu ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir á Bakka á þessu ári er 7 milljónir króna. UndirJöktí Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Litadýrðin t.il sjós og lands í sólskininu siðustu daga hefur glatt augu gesta og gangandi víða um land. Kvöldbirtan hefúr ekki síst verið þrungin stemmningu og fegurð eins og þessi mynd Ragnars Axelssonar sýnir, þar sem Snæfellsjökull virðist sigla inn í nóttina ásamt flutningaskipinu til vinstri og varðskipinu til hægri. Samtök fískvinnslustöðva: Fiskvinnslan rekin með 1% tapi þrátt fyrir 12% hækkun afurðaverðs FISKVINNSLAN er nú rekin með 1% tapi, þrátt fyrir að af- urðaverð hafí hækkað að meðal- tali um 12% á þessu ári, sam- kvæmt útreikningum að sögn Arnar Sigurmundssonar for- manns Samtaka fískvinnslu- stöðva. Arnar sagði í samtali við Unnið að stækkun Hótel Borgar og breytingum á miðbænum: Spáð í teikningar eft- ir Guðjón Samúelsson BORGARYFIRVOLD skoða nú teikningar Guðjóns Samúels- sonar fyrrum húsameistara ríkisins af húsi við Póstliús- stræti, allt frá horni Kirkju- strætis að Austursf ræti. „Menn ræða þann möguleika að rífa húsið þar sem skrifstofur borg- aryfirvalda og Gallerí Borg er nú, milli Reykjavíkurapóteks og Hótel Borgar. Ef byggt yrði í skarðið eftir teikningum Guð- jóns fengist miklu fallegri heild- armynd,“ segir Hjörleifur Kvaran, deildarstjóri stjórn- sýslu- og lögfræðideildar borg- arinnar. Reykjavíkurborg fær Hótel [i n sjmi i ffljSH ;I I IMI II® WWWWT'% Svona lítur Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Austurstrætis út á teikningu Guðjóns Samúelssonar, en miðhluti hússins var aldr- ei byggður samkvæmt henni. i i Borg afhenta í haust. Hjörleifur segir að fyrirhugað sé að stækka hótelið, herbergin séu nú aðeins 45 talsins og það þyki óhentugt í rekstri. Mun fallegra væri að hans sögn að hafa heildarmynd á húsalengjunni allri. Ymsar ráðgerðir aðrar eru nú um nýbyggingar í miðbænum samkvæmt upplýsingum úr Borg- arskipulagi. Rætt er um að setja glerþak yfir inngarð Hafnarhúss- ins og hafa undir því einhverskon- ar markaðstorg sem tengdist höfninni. Þá liggur^fyrir tillaga að byggingu ofan á Miðbæjar- markaðinn, fyrir skrifstofur og íbúðir. Ennfremur er nú unnið að teikningum að torgi sem sameina myndi Hallærisplan og Steindórs- plan. Hugmyndin er að byggja yfir þetta torg að hluta og setja þar á stofn félags- og menningar- miðstöð. Morgunblaðið að miðað við 8% ávöxtun stofnfjár væri nú 2% tap á söltun og 0,4% tap á frýstingu en frá síðustu áramótum hefði verð á saltfiski hækkað um 18-19% og frystum fiski um 9%. „Þetta er öllu lakari útkoma en við áttum von á en aðalskýringin á henni er sú að hráefnisverðið hefúr hækkað mikið í ár.“ Arnar Sigurmundsson sagði að Samtök fiskvinnslustöðva áætluðu að hráefnisverð hefði hækkað um 12% síðastliðna fjóra mánuði vegna heimalöndunarálags, sem samið hefði verið um f vetur, svo og auk- innar sölu á fiskmörkuðunum. „Verð á fiskmörkuðunum hefur hækkað meira en almennt fiskverð. Þá hefur Bandaríkjadollar sigið og það hefur neikvæð áhrif á bæði fr-ystingu og söltun, enda þótt með- algengið sé óbreytt. Venjulegir víxilvextir eru hins vegar komnir niður í 14%, greiðslutími afurðalána hefur styst og launabreytingar hafa ekki verið miklar að undanförnu, þannig að afkoma fiskvinnslunnar er nú heldur betri en um síðustu áramót," sagði Arnar. Samkvæmt útreikningum Sam- taka fiskvinnslustöðva hefur verð á frystum fiski hækkað um 8% frá 1. mars en saltfiski um 4%. Arnar sagði að líkur væru á að fiskvinnsl- an þyrfti að greiða í Verðjöfnunar- sjóð í næsta mánuði. Hins vegar hefðu Samtök fiskvinnslustöðva ályktað gegn þessum sjóði og skyn- samlegast hefði verið að nota þessa peninga til að greiða niður skuldir fiskvinnslunnar. Morgunblaðið/Einar Falur Akureyringur gáir til veðurs. * Afram blíða SÓLSKINIÐ sem gælt hefúr við landsmenn sunnan- og vestan- lands helst áfram næstu daga og nær að líkindum yfir allt landið á föstudag, að sögn Veðurstofúnn- ar. Á laugardag er aftur á móti spáð veðrabrigðum og skúrum um mest allt landið á sunnudag. Hæð á Grænlandshafi hefur stuðl- að að heiðríkjunni. Um helgina hörf- ar hæðin væntanlega undan lægð vestan af hafi. Lengra nær veð- urspáin ekki, en fátt bendir til þess að vætutíðin verði varanleg, að sögn veðurfræðings. Ný hola bor- uð við Kröflu „VIÐ BYRJUÐUM að bora nýja holu við Kröflu í síðustu viku til að kanna hvort upphaflega vinnslusvæðið fyrir Kröfluvirkj- un er orðið vinnsluhæft á ný eft- ir eldsumbrotin þar,“ sagði Ás- grímur Guðmundsson jarðfræð- ingur hjá Orkustofnun. Einungis önnur túrbínan í Kröfluvirkjun er í gangi en hún framleiðir 30 megawött. „Hin túr- bínan hefur ekki verið sett niður ennþá en það hefur mjög mikil áhrif hvernig til tekst með þessa nýju holu hvort farið vei'ður út í það en þetta er einn hagkværnasti virkjun- , arkosturinn," sagði Ásgnmur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.