Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í Skagafírði: Muni lrá Ketilsstöðum, knapi Trausti Þór Guðmundsson. Svartur og Muni fengu langt yfir níu í einkunn HREINT ótrúlegir hlutir gerðust hér á Vindheimamelum þegar Svartur frá Högnastöðum, og Muni frá Ketilsstöðum hlutu vel yfir níu í einkunn í A-flokki gæðinga. Muni sem var 57. hestur í dóm fékk 9,26 í einkunn og var almennt talið að hér væri kominn yfir- burðasigurvegari í A-flokki gæðinga. En Adam var ekki lengi í paradís því Svartur sem var 81. og næst síðastur í dóm bætti um betur og fékk 0,01 stig hærra og stendur því efstur að lokinni for- keppni. Knapi á Svarti var Sigurbjörn Bárðarson en Trausti Þór Guðmundsson sat Muna. Ljóst er að nú stefnir í hörku upp- gjör í úrslitum A-flokks milli þess- ara tveggja yfirburðahesta á sunnu- dag en þar mæta þeir ásamt átta hestum sem næstir koma. Dómarar voru ósparir á háu tölurnar því þriðji hestur, Gímir frá Vindheimum sem Trausti Þór sat einnig, var með 8,99 í einkunn. Hestar í níunda til tíunda sæti, Fjölvi frá Hvamms- tanga sem Hinrik Bragason sat og Dagfari frá Sogni sem Aðalsteinn Aðalsteinsson sat, voru með 8,64 í einkunn og hefði það einhvern- tímann dugað í fyrsta sætið. Aðrir hestar sem tryggðu sér sæti í úrslit- um eru Fengur frá Lýsudal með 8,89, knapi Sigurbjöm Bárðarson, Þorri frá Höskuldsstöðum með 8,74, knapi Jóhann G Jóhannsson, Hugmynd 5820 frá Ketilsstöðum 8,70, knapi Bergur Jónsson, Sörli frá Skjólbrekku með 8,70, knapi Olil Amble og Mímir frá Selfossi Gautland. 2ja herb. íb. á jarð- hæð. Sérgarður. Sérhiti. Verö 4,9 millj. Vesturberg. snyrtii. íb. a 3. hæð í lyftuh. Gott útsýni. Suð- vestursv. Laus strax. Ekkert áhv. Verð 4,2 millj. S: 685009-685988 ÁRMÚLA 21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI. Asparfell. ib. á 4. hæð. Rúmg. eldhús. Ljós teppi. Þvottah. á hæðinni. Áhv. 1,5 millj. Verð 5,3 millj. Stóragerði - bflskúr. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Þvottaaöst. í íb. Suðursvalir. Bílsk. Verð 7,3 millj. Kóngsbakki. Mjög góð ib. áJL með 8,68, lenapi Einar Oder Magn- ússon. Eftir forkeppni í eldri flokki ungl- inga er Edda Rún Ragnarsdóttir, Fáki, efst á Sörla frá Norðtungu með 9,04. Næstur er Reynir Aðal- steinsson, Dreyra, á Dreyra frá Sig- mundarstöðum með 8,72. í þriðja sæti er Gísli Geir Gylfason, Fáki, á Ófeigi frá Grófargili með 8,71. Jöfn í 4.-5. sæti eru Daníel Jónsson, Fáki, á Geisla frá Kirkjubóli og Gríma Sóley Grímsdóttir, Gusti, á Sikli frá Stóra-Hofi með 8,68. Sjötta er Theódóra Mathiesen, Herði, á Faxa frá Hnjúki með 8,67, í sjöunda sæti er Sigurður Vignir Matthíasson, Fáki, á Bróður frá Kirkjubæ með 8,59, 8. er Edda Sólveig Gísladóttir, Fáki, á Janúar frá Keldnaholti með 8,57, 9. er íris Sveinbjörnsdóttir, Sleipni, á Þokka frá Kaðlastöðum með 8,50 og 10. varð Elín Rós Sveinsdóttir, Fáki, á Rispu 6504 með 8,48. Síðdegis í gær voru um 6.000 manns á Vindheimamelum sem er nokkru fleira en forráðamenn höfðu reiknað með á þriðja degi mótsins. Veðurguðirnir voru heldur blíðari í gær, buðu upp á bæði hlýrra og lygnara veður en á þriðjudag. Fór vel um fjölmarga áhorfendur sem fylgdust með kynbótadómum, keppni gæðinga og unglinga. Lokið var við að dæma kynbóta- hrossin í gær og verða þau sýnd frá níu til fjögur á morgun. Keppni í yngri flokki unglinga hefst einnig klukkan níu og mun sú keppni standa fram eftir degi. I gær drógu keppendur í alþjóð- lega íþróttamótinu um keppnishesta og fengu þeir hestana afhenta að loknum drætti. Keppt verður í fjór- og fimmgangi og er einn keppandi frá hveiju landi í hvorri grein. Keppnin hefst klukkan hálf sjö. Stóðhesturinn Blakkur 977 þríbrotinn á hné EKIÐ var á stóðhestinn Blakk 977 frá Reykjum aðfaranótt 1. júlí sl. eflir að hann hafði sloppið úr girðingu við Fellsöxl skammt frá Akranesi. Að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar dýralæknis á Hvanneyri þríbrotnaði hesturinn á hægra hné og auk þess flísaðist upp úr leggjum. Þá hefur líklega slitnað liðband. Hesturiun var sendur til Reykjavíkur í röntgenmyndatöku og komu þá meiðslin í ljós. Að höfðu samráði við stjórn Hrossa- ræktarsambands Vesturlands, sem á hestinn ásamt Hrossaræktarsam- bandi Suðurlands, var ákveðið að flytja hann að Hvanneyri þar sem allur hægri fóturinn var settur í gifs. Þar verður hesturinn hafður í stíu og verður hann undir eftirliti Gunnars Arnar og samstarfsmanns hans. Gifsið verði tekið af eftir 8 vikur og þá kemur í Ijós hvort hann nær bata. Gunnar sagði að nú væri vonast til að beinin nái að brisa saman, en hnéð verður stíft að meira eða minna leyti. Þrátt fyrir það ætti ekkert að vera því til fyrir- stöðu að nota hestinn áfram sem kynbótahest. Misnotkun veikinda- réttar í kiarabaráttu Skógarás. Rúmg. íb. á 1. hæð. Vandaðar innr. Suðvesturverönd. Fal- legt útsýni. Nýtt veðdlán. V. 5,5 millj. Ástún - Kóp. Glæsil. 3ja herb. íb. á 1. hæð. Parket á gólf- um. Beikiinnr. Fallegur garður. Verð 6,7 míllj. Gnoðavogur. fc. a 3. hæð í góðu ástandi ca 70 fm. Vestursvalir. Verð 5,7 millj. Baldursgata með bflskýli. Nýl., vönduö endaíb. I á 2. hæð (miðhæð) í 3ja hæða húsi. Suðursvalir. Laus eftir samk- lagi. Bílskýli. Verð 7,5 millj. Reynimelur. Glæsil. íb. á 2. hæð í fjölbhúsi. Innr. og gólfefni endurn. Suðvsvalir. Verð 6,2 millj. Framnesvegur. 3ja herb. íb. í sex-íb. húsi. Eign í mjög góðu ástandi. Bílskýli. Laus strax. Verð 6,5 millj. Dvergabakki. íb. a 2. hæð. Tvennar svalir. Lítið áhv. Laus fljótl. Verð 5,3 millj. hæð. Sérþvottah. innaf eldh. Suður- svalir. Laus strax. Verð 6,3 millj. Stelkshólar - m/bflskúr. Mjög falleg, rúmg. endaíb. á 2. hæð í lítilli blokk ca 120 fm. Suðvestursvalir. Gott útsýni. Innb., upphitaður bílsk. Áhv. 1,7 millj. góð lán. Útb. 50%. Verð 7,3 millj. Bergstaðastræti. Mikið end- urn. íb.á 3. hæð. Flsar og parket á gólfum. Fallegt útsýni. íb. er laus strax. Verð 7,2 millj. Fiskakvísl. Giæsil. endaib. á tveimur hæðum (hæð og ris). Stærð ib. ca 200 fm. Nýtt parket. Arinn i stofu. Glæsil. útsýni. Þvottaherb. í ib. Gott geymsiu- rými á jarðhæð. Rúmg., innb. bilsk. Áhv. veðdsk. samkomuleg. Ymislegt Höfum traustan kaup- anda að 3ja-4ra herb. íb. eða rað- húsi í Mosfellsbæ. Vinsaml. hafið sam- band við skrifst. Ármúli 23, Rvík. 2. hæð ca 230 fm. Fullb. Sérinng. Til afh. strax. Allar nánari uppl. á skrifst. eftir Grím Sæmundsen Það vakti athygli er Páll Hall- dórsson, formaður BHMR, til- kynnti í fjölmiðlum að BHMR- menn mundu margir hveijir ekki hafa heilsu til að mæta til vinnu mánudaginn 2. júlí sl. Ljóst er að BHMR-félagar telja sig órétti beitta af atvinnurekanda sínum. Það réttlætir ekki jafn sið- lausa aðgerð og misbeitingu veik- indaréttar. Það þurfti mikla baráttu verka- lýðshreyfingar til að tryggja fé- lagsmönnum sínum rétt til að haida vinnu í veikindum. Það tók verkalýðshreyfinguna langan tíma að fá viðurkenndan rétt félags- manna sinna til launa í veikindum eftir ákveðnum reglum. Réttur launþega til veikinda án atvinnumissis og tekjumissis er sem betur fer óumdeildur. Því miður verður aldrei komist „Það hlýtur að vera eðlileg krafa, að menn misnoti ekki sjálfsögð mannréttindi, þótt þeim hlaupi kapp í kinn í kjarabaráttu.“ hjá því að sá réttur sé misnotaður af einhverjum einstaklingum. En það skýtur skökku við, þeg- ar forystumaður eins stærsta stéttarfélags landsins hvetur til slíkrar misnotkunar. Frægt er að endemum, þegar hópur flugmanna varð skyndilega veikur á vordögum 1984, en þá stoð kjaradeila þeirra við atvinnu- rekanda sinn. Atvinnurekandinn stóð að sjálfsögðu berskjaldaður gagnvart þessari makalausu að- gerð. Það hlýtur að vera eðlileg krafa, að menn misnoti ekki sjálfsögð Grímur Sæmundsen mannréttindi, þótt þeim hlaupi kapp í kinn í kjarabaráttu. Höfundtif er læknir í Reykja vik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.