Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JULI 1990 Þróunarsamvinnustofhun: Trilla send til Grænhöfðaeyja TRILLA úr trefjaplasti, sem Þróunarsamvinnustofnun íslands (ÞSSÍ) hefur látið smíða, verður ferjuð í ágúst til Grænhöfðaeyja. Þetta er nýjasti áfangi í verkefni ÞSSI á eyjunum, sem staðið hefur um árabil. Markmiðið með smíði trillunar er að leita leiða til að styrkja uppbygg- ingu á smábátaflota eyjanna. Stofnunin gerði út fjölnotaskipið Feng á Grænhöfðaeyjum, en hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum. Smábátar á eyjunum eru taldir vera .1100 talsins. Megnið af þeim físki sem eyjarskeggjar leggja sér til munns er veitt með þessum bátum. Flotinn er afkastalítill, bátarnir smá- ir og orðnir úreltir. Stefna stjórn- vaida er að endurnýja bátana og búa þá betur. ÞSSÍ hefur því ákveðið að ráðast í tilraunir með bát og búnað af nýrri gerð. Trillan verður gerð út frá þorpinu Salamanza. Trillan er 5,9 brúttólestir, átta metra löng og 2,7 metrar á breidd. YANMAR Lofíkældar dieselrafstöðvar fyrir verktaka, bændur, sumarhúsaeigendur og útgerðarmenn. Eigum á lager margar stærðir frá 2000 w til 5500 w. Sala - Ráðgjöf - Þjónusta. ,A SKUTUVOGUR 12A-124 REYKJAVÍK S: 82530 Ganghraði er um 14 sjómílur á klukkustund. Hún var smíðuð hjá Trefjum hf. í Hafnarfirði og hönnuð af íslenskum bátasmið. í bátnum er vél og búnaður sem þekkist á Græn- höfðaeyjum, þannig að innlendir aðil- ar geta veitt viðgerðar- og varahluta- þjónustu. Báturinn átti upphaflega að vera stærri, en vegna niðurskurðar á fé til þróunarsamvinnu á þessu ári var smíðuð minni trilla. Nylega hefur verið gefíð vilyrði fyrir aukafjárveit- ingu til ÞSSÍ og er stefnt að því að byggja bát samkvæmt upprunalegri áætlun. Fengur er eitt af nöfnum Óðins og eftir nokkrar bollaleggingar var trillunni valið nafnið Ullur. Hann var einn af sonum Þórs og þar með son- arsonur Óðins. Þessa dagana er Ull- ur stöðugum í reynslusiglingum. Að þeim loknum verður hann sendur með skipi til Grænhöfðaeyja. Morgunblaðið/Sverrir Trillan Ullur í Reykjavíkurhöm. í næsta mánuði yerður hún send til Grænhöfðaeyja, sem liður í þróunarsamvinnu íslands og eyjar- skeggja. Kennarasamtökin: Gengið verði frá lóðaleigusamningi vegna Kennaraskólans við Laufasveg RIKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að fela menntamálaráðherra, heil- brigðisráðherra og fjármálaráðherra að ganga frá lóðaleigusamningi til langs tíma vegna Kennaraskólans við Laufásveg. Fyrir um hálfu öðru ári kynnti menntamálaráðherra þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gefa kennarasamtökunum skólann, sem siðan hafa undirbúið endur- byggingu hússins. Hafa samtökin síðan þá lagt mikla áherslu á að gengið verði frá formsatriðum vegna gjafarinnar, svo hefja megi fram- kvæmdir. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, segist vona að ákvörðun ríkisstjórnarinnar verði til þess að málið sé i höfn. „Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær verður gengið frá lóðaleigu- samningnum en ég veit að mennta- málaráðherra hefur fullan vilja á því að málið fái sem skjótasta úrlausn," segir Svanhildur. Frá því í nóvember 1989 hafa fulltrúar KI og HIK unn- ið að því að fá úr því skorið hver lóðarréttindi fylgi Kennaraskólanum við Laufásveg, svo hægt verði að ganga frá afsali og hefja fram- kvæmdir við húsið, sem er í lélegu ástandi. I fréttatilkynningu frá kennara- samtökunum segir að húsfriðunar- nefnd hafi samþykkt breytingar á ytra útliti hússins, teikningar af ytra og innra skipulagi séu fyrir all löngu tilbúnar til að leggja fyrir Byggingar- nefnd Reykjavíkur og útboðsgögn séu tilbúin. Ljóst sé að HÍK og KÍ hafi lagt í verulegan kostnað vegna þessa. Það sé einlægósk samtakanna að málið fái farsæla lausn svo að þau fái tækifæri ti að standa að endurbyggingu Kennaraskólans við Laufásveg. BYKO I B R E I D D SÓLARFAGNAÐUR í BYKO Hvernig getum við annað en haldið veislu þegar sólin hef ur skinið á hverjum degi í þrjár vikur? Sunnlenska sólinhefurskiniðíyfir200tímafrá 15. júní. Enhvernig hefur það verið fyrir norðan? Pylsugrillveislan verður fyrirframan BYKO verslunina íBreiddinni ídag frákl. 15.00-19.00. Verðlækkun á grillum, sláttuvélum, kæliboxum og að sjálfsögðu regnfötum. SJÁUMST MEÐ SÓLSKINSBROS Á VÖR. mér ^Ml BYKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.