Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 28
mmimmmummmmnnmHnmmmímtmmmmmtimmimmmummummmirfit*itumn*wmu 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 w$isttÞI*feife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjömJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst lngi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kremlverjar bíða eftir ályktun NATO Þótt sovéska stjórnkerfið sé opnara en áður og auðveld- ara að fá upplýsingar um það sem er að gerast innan Kremlar- múra er samt ekki unnt að slá neinu föstu enn um niðurstöðu þings sovéska kommúnista- flokksins sem hófst á mánudag. Flokkurinn hefur augljóslega horflð frá þeirri kenningu Leníns að rætt skuli um ágreining á lokuðum fundum en talað með einni röddu út á vjð. Þessi kenn- ing gat meðal annars af sér persónudýrkunina í kringum Stalín og vélræn fagnaðarlæti þingfulltrúa á opnum flokks- þingum við öllu því sem leiðtog- arnir höfðu að segja. Fréttirnar af flokksþinginu sýna að Mikhaíl Gorbatsjov og hans menn eiga í vök að verj- ast. Þeir verða jafnt fyrir árás- um frá þeim sem vilja hraða umbótum- og hinum sem vilja halda í gamla kerfið. Gorbatsjov hefur þannig skipað sér eða honum hefur verið skipað í miðj- una í flokknum. Kröfurnar um að hann segi af sér eru ekki eins háværar innan dyra á þing- inu eins og utan þeirra. Svo kann að fara að í kosningum á flokksþinginu verði Gorbatsjov sviptur stuðningsmönnum sínum í flokksstofnunum en hljóti sjálfur stuðning til að sitja áfram. Hann hefur þó hvað eft- ir annað gefið til kynna að sjálf- ur hafi hann fengið nóg af flokksstarfinu og vilji losna und- an þunga þess til að geta helgað sig betur störfum sem forseti með töluvert framkvæmdavald. Vegna hörmulegs ástands í Sovétríkjunum, matarskorts og almennrar upplausnar í efna- hags- og atvinnumálum, treysta flokkshollir andstæðingar Gor- batsjovs sér ekki til að hampa sósíalískum lausnum heldur ein- kennist málflutningur af hefð- bundinni valdastreitu í flokki sem hefur haft alræðisvald. Talsmenn breytinga vita að þeir fá þær ekki samþykktar í mið- stjórn flokksins nema með því að höfða til valds hans og þings- ins. Til þess má rekja þá þver- stæðu, að Leoníd Abalkín, vara- forsætisráðherra og helsti efna- hagssérfræðingur Sovétstjórn- arinnar, varaði við því að flokk- urinn myndi missa völdin, ef hann legðist gegn því að komið yrði á markaðshagkerfi í íandinu. Abalkín sagði meðal annars: „Ef þið viljið að verslan- ir fyllist af vörum, endi verði bundinn á þessar skammarlegu biðraðir og framtak einstakl- ingsins aukið er ekki um neitt annað að velja en markaðskerfi. Flokkur sem reynir að stöðva slíka þróun leggst um leið gegn félagslegum framförum og verð- ur óhjákvæmilega sviptur völd- um." Sú spurning hlýtur að vakna þegar þetta er lesið, hvaða hlut- verki sovéski kommúnistaflokk- urinn ætli að gegna eftir að markaðskerfið hefur verið valið. Á meðan helstu ráðgjafar Gor- batsjovs tala á þann veg, að markaðskerfi og valdakerfi er byggist á kommúnistaflokki fari saman, er ekki að undra, þótt ýmsir á Vesturlöndum efist um ' að staðið sé skynsamlega að úrlausn efnahagsvandans í Sov- étríkjunum. Meðal ráðamanna helstu iðnríkja heims er ágrein- ingur um, hvort veitá eigi Sovét- mönnum efnahagsaðstoð. Ge- orge Bush, forseti Banda- ríkjanna, og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, hallast að því að Sovétmenn eigi að breyta efnahagsstjórn sinni meira en orðið er, áður en þeim verði veitt vestræn aðstoð. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, og Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, vilja á hinn bóginn að nú þegar verði tekið til við slíka aðstoð. Leiðtogar helstu iðnríkjanna hittast í næstu viku til að ræða efnahagssamstarf sitt og aðstoð við Sovétríkin. I dag lýkur hins vegar í London fundi 16 leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATOj um stefnu þess við nýjar aðstæður. Er ekki að efa, að niðurstaða þess fundar kann að hafa áhrif á afstöðu manna á flokksþinginu í Moskvu. Gorbatsjov á undir högg að sækja gagnvart yfir- mönnum í Rauða hernum sem telja að hann hafi gefið ríkin í Austur-Evrópu eftir án þess að huga nægilega vel að hve nei- kvæð áhrif það hefði á öryggis- hagsmuni Sovétríkjanna. Telji þeir að samþykktir leiðtoga NATO-ríkjanna séu enn frekari ögrun við þessa hagsmuni kunna þeir að hefna þess á flokksþinginu. Þegar þannig er komið að ályktanir leiðtogafundar NATO-ríkja geta ráðið miklu um, hvort leiðtoginn í Kreml hafi starfsfrið fyrir eigin herfor- ingjum, hefur fengist enn ein staðfestingin á gjörbreytingunni sem orðið hefur á þróun heims- stjórnmála á fáeinum mánuðum. Viðbrögð við dómi sakadóms í Hafskips- og Útvegsbankari MORGUNBL AÐIÐ leitaði viðbragða þeirra manna sem ákærðir voru í Haf- skips- og Útvegsbankamáli við dómi sakadóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær og fara svör þeirra sem til náðist hér á eftir. Tilraunir til að ná tali af Jónatan Þórmundssyni sérstökum ríkissaksóknara í málinu, báru ekki árangur. Hann var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu. Blaðið sneri sér einnig til Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara og Markúsar Sigur- björnssonar, skiptaráðanda í þrotabúi Hafskips, en þeir vildu ekki tjá sig umdóminn. Ragnar Kjartansson: Mannvitið komst loks að „Þessi gassagangur allur er bú- inn að taka tæpa 2.000 daga og auðvitað er manni létt að fá þessa niðurstöðu, þótt ég hefði aldrei ef- ast um hver hún yrði, kæmist mannvit að málinu. A því var til- finnanlegur skortur í upphafi þegar menn voru haldnir sterkum hughrif- um umfjöllunar í gulri pressu og hjá Gróu á Leiti. En mannvitið hef- ur komist að í ímynd þessara þriggja dómara, sem éru menn dagsins," sagði Ragnar Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips sem var sýknaður af öllum ákær- umliðum, tugum talsins. „Það er einnig athyglisvert ef maður skoðar ákæruna, sem er samansett úr um það bil 255 atriðum, að ákæruvald- ið nær fram áfelli í þremur eða fjór- um atriðum, eða um það bil 1 /2%. Ef maður hefur í huga að einn ákærukaflinn laut að áætlunargerð Hafskips þar sem frávikið var 8-9%, þá er frávik í þessari áætlunargerð, sem við getum kallað ákæru, 98,5% og þætti ekki gott í rekstri. Akæruvaldinu var vissulega vandi á höndum og mér er næst að halda að þarna hafi menn verið undir einhverjum sterkum álögum, því það er ekki hægt að skýra öðruvísi hvernig það henti alla þá ágætu menn sem komið hafa að málinu og fallið hafa nánast fyrir björg fram hver um annan þveran. Að hluta til eiga þeir nú huga minn í dag, þessir menn sem.eiga nú um sárt að binda og ef ég mætti óska mér einhvers í dag, þá væri það að þessi bók yrði nú lögð aftur, henni lokað og menn reyndu frekar að sameinast um að læra af þeim mistökum sem hafa átt sér stað í þessu máli. Það ættum við allir að geta gert því enginn er mistaka- laus. Það er hægt að draga margar ályktanir af málinu, sem gætu orð- ið til styrktar íslenskum rannsókn- arrétti og íslensku ákæruvaldi en menn verða þá að sameinast um það í góðvild að slíðra sverðin og hætta þessum ljóta leik." Ragnar sagði ekki ákveðið hvort hann myndi krefja ríkissjóð bóta. „En mér finnst það liggja beinast við. Ég er búinn að fást við þetta mál nær einvörðungu í á fimmta ár og hef haft af þessu mikinn kostnað, sem mér finnst eðlilegt að verði greiddur af þeim aðilum sem hófu leikinn." Það er búið að setja í þetta mál gegn okkur tugi millj- óna, níða af okkur skóinn og við skulum hafa í huga að það eru sautján fjölskyldufeður ákærðir og bak við þá standa fjölskyldur og ástvinir. Þetta er búið að vera mikill skóli, sem ég óska engum að ganga í gegnum, en engu að síður mjög nothæfur, því að þetta er eins og hraðnámskeið í lífinu sjálfu," sagði Ragnar Kjartansson. Lárus Jónsson: Alltaf sannfærð- ur um þessa niðurstöðu „Ég var alltaf sannfærður um að þetta yrði niðurstaðan í meðferð Ragnar Kjartansson. dómstóla, að ég yrði sýknaður af þessum ákærum og óneitanlega er mér mjög mikill léttir að fá það staðfest. Ég er því mjög ánægður," sagði Lárus Jonsson fyrrum banka- stjóri Útvegsbankans, sem var, eins ag aðrir bankastjórar, sýknaður af ákærum um vanrækslu og hirðu- leysi í opinberu starfi. Páll Bragi Kristjónsson: Er í raun sýknaður „Ég er sýknaður eins og aðrir íkærðir af öllu því sem varðar iafskipsmál og þessi smávægilegi iómur sem ég fæ varðar atriði sem jru fyrst og fremst sprottin af smásálarlegum hugsunarhætti íkæruvaldsins og eru nánast hlægi- eg," sagði Páll Bragi Kristjónsson yrrum framkvæmdastjóri fjár- •nála- og rekstrarsviðs Hafskips, ;em sýknaður var af fjölda ákæru- itriða í tengslum við reikningsskila- jerð Hafskips og fleira en sakfelld- ur og dæmdur til tveggja mánaða fangelsisvistar skilorðsbundið í tvö ár fyrir skjalafals með því að hafa á árinu 1983 notað til gjaldfærslu í • bókhaldi Hafskips, 6 efnislega ranga reikninga, samtals að fjár- hæð rúmar 133 þúsund krónur. „í rauninni er ég dæmdur fyrir ávirð- ingar annarra; fyrir greiðasemi í viðskiptum við fólk sem vildi ekki telja greiðslur upp til skatts," sagði Páll Bragi. „Ég lít á þennan dóm sem sigur og held að það sé ástæða til að óska fólkinu í landinu til ham- ingju með það að það sé hægt að stöðva geðveiki eins og þá sem fór í gang í kringum Hafskip á sínum tíma." Þórður H. Hilmarsson: Fyrst og fremst sigur fyrir réttarkerfið „Þessi niðurstaða er mér mikill léttir, en fyrst og fremst er það sigur fyrir íslenska réttarkerfið að hafa tekið svona á málum," segir Þórður Hafsteinn Hilmarsson fyrr- verandi deildarstjóri skipulags- og hagdeilar Hafskips hf. „Niðurstaða dómsins byggðist á mati stað- reynda, en fór ekki eftir því fjöl- Björgólfur Guðmundsson. miðlafári sem geysaði um málið framan af." Sakadómur sýknaði Þórð af ákæru um rangfærslu skjala og brot á hlutafélagalögum. Dómurinn taldi minnisblöð sem hann lét end- urskoðanda Hafskips í té vera efnis- lega rétt. Þórður segist enga afstöðu hafa tekið til þess ennþá hvort hann höfði skaðabótarnál í kjölfar Haf- skipsmálsins. „Ég veit að sýknan var afdráttarlaus, en hef hvorki haft tækifæri til að lesa dómsorðið né ræða við lögfræðing minn." Þá segist Þórður vera þakklátur því fólki sem studdi sakborninga í málinu. „Það var mikils virði að fólkið sem aðstöðu hafði til að sjá þetta mál í réttu ljósi trúði á okkur alla og studdi. En mest braut á fjöl- skyldum okkar sem í þessu áttum. Þær stóðu með okkur eins og klett- ur í hafinu. Auðvitað erum við öll fegin að málinu sé lokið og glöð yfir því að það sé með þessum hætti." Garðar Sigurðsson: Réttlát og sjálf- sögð niðurstaða „Niðurstaðan er bæði réttlát og sjálfsögð, eins og ég átti von á," sagði Garðar Sigurðsson, fyrrver- andi bankaráðsmaður, sem var eins og aðrir bankaráðsmenn sýknaður af ákærum um að hafa sýnt sak- næma vanrækslu við yfirstjórn bankans og við eftirlit með starf- semi hans og þannig látið hjá líða að fylgjast með skuldbindingum og tryggingum vegna viðskipta bank- ans við Hafskip hf. Björgólfur Guðmundsson: Dæmdur fyrir tvö af tugnm ákæruatriða „Ég lít á þetta sem sýknudóm, miðað við þau ákæruatriði sem voru borin á okkur, annað er ekki hægt," sagði Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri Haskips, sem sak- felldur var fyrir tvö ákæruatriði og dæmdur til fimm mánaða skilorðs- bundinnar fangelsisvistar en sýkn- aður af fjölda ákæruliða. „Við höf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.