Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JULI 1990 35 verið, að sá hluti kostnaðarins skyldi færður til eignar og gjaldfærður á lengra tímabili. Var ákærða sagt, að hann skyldi útbúa bréf með umræddum tölum og afhenda ákærða Helga það. Akærði sagði að heildar ferða- og risnu- kostnaður fyrirtækisins hafi á árinu 1984 verið um kr. 11 milljónir, ef hann myndi rétt, og ættu tölurnar í bréfi hans til ákærða Helga þar stoð. 4. í skýrslunni er tekið undir þá skoðun Endurskoðunarmiðstöðvarinnar h.f., að sölu- og stjórnunarkostnaður Hafskips h.f. hafi verið vantalinn um kostnað þann, sem þessi liður fjallar um, en hér var um að ræða reikn- ing frá Cosmos Shipping fyrir ýmis konar aðstoð, og var hann tekjufærður hjá því fyrir- tæki á árinu 1984. Sé þvf á engan hátt unnt að rökstyðja frestun á þessum kostnaði til ársins 1985. Eina skýringin, sem ákærði Björgólfur gaf á því, að greiðslan samkvæmt þessum lið var færð til gjalda hjá Hafskipi h.f. í desember 1984 og síðan frestað fram yfir áramót, var sú, að deilur hafi orðið um skiptingu á milli félaganna Bandaríkjunum. Ef samkomulag hefði náðst milli deiluaðilanna, hafi átt að færa þetta fyrir áramót, en hvort svo hafi verið, vissi ákærði ekki. Ákærði Ragnar taldi að reikningur sá, sem þessi liður fjallar um, væri í bókum félags- ins. Snemma árs 1985 fékk hann með hefð- bundnum hætti tölvúkeyrt rekstraryfírlit, sem sýndi rekstrarstærðir á skrifstofu og sá, að sérfræðikostnaðurinn á skrifstofunni gat ekki staðist. Hafði hann hækkað um einhverj- ar milljónir og var orðinn stærð, sem ákærði þekkti ekki. Minntist hann á þetta við ákærða Sigurþór Charles og sagði hann, að um væri að ræða umrædda $ 120.000, sem áttu að færast af Cosmos Shipping yfir á Hafskip USA, en hafði verið fært á skrifstofu- kostnað. Benti hann ákærða Sigurþóri Char- les á að þetta væri rangfærsla og óskaði eftir leiðréttingu. Hann vissi svo ekki á þeim tírna meira um málið. Ákærði Sigurþór Charles staðfesti, að ákærði Ragnar hafi sagt honum að bakfæra umrædda fjárhæð og hafi hann gert það og komið boðum um það til ákærða Helga, þann- ig að efnisleg afstaða myndi verða tekin um það hvernig ætti að meðhöndla þennan reikn- ing, hvort hann ætti að liggja hjá Hafskipi USA eða hjá Hafskip Holding. Var ákærða ekki kunnugt um þetta. Minnti ákærða að það, sem lá að baki þessum reikningi hafi verið það álit forráðamannanna, að Cosmos Shipping hafí orðið fyrir kostnaði í tengslum við Hafskip USA og af þeirri ástæðu hafí þótt réttlætanlegt að Cosmos gerði reikning á hendur Hafskip USA, sem þessari tölu næmi. Akærði Helgi kunni enga skýringu á því hvers vegna umrædd fjárhæð í þessum lið var fyrst færð til gjalda í bókhaldi Hafskips h.f. árið 1984 en síðan frestað fram yfir áramót. 5. Hér er um það að ræða, að við útfærslu reikningsjafnaðar voru verðbætur á skuldabréf að fjárhæð kr. 412.603 ranglega teknar upp sem kredittala, en átti að vera hið gagnstæða. Þetta leiddi til þess, að próf- jöfnuðurinn stemmdi ekki, en jöfnuði var komið á með því að hækka eignaliðinn úti- standandi skuldir, flutningsgjöld o.fl. um tvö- falda umrædda upphæð. Sé sá liður því oftal- inn um þá fjárhæð, sem hér kemur fram og eigið fé að sama skapi. Ákærði Björgólfur kvaðst ekkert vita um oftaldar eignir vegna mismunar á reikning- sjöfnuði og ákærði Ragnar kvaðst trúlega ekki hafa haft fræðilegan möguleika á að vita um þennan lið. Ákærði Helgi taldi að það, sem haldið er fram um þennan lið, fái engan veginn stað- ist. Taldi hann, að það hlyti að vera eðlileg skýring á þessari tölu og mótmælti staðhæf ingunni í skýrslunni, að" jöfnuði hafi verið komið á með því að hækka eignaliðinn úti- standandi skuldir, flutningsgjöld o.fl. um tvö- falda upphæðina. Taldi ákærði útilokað, aö hann hafi látið fjárhæð af þessu tagi standa óleiðrétta. 6. Fram kemur hér, að samkvæmt ársupp- gjöri félagsins fyrir árið 1984 hafi innstæður á svonefndum jaðarreikningum verið kr. 2.979.803 lægri en tilgreint er í ársreikningn- um og eignir félagsins oftaldar um þá fjár- hæð. Talið er að færa hafi átt ógreidda skuld vegna ágóðaþóknunarinnar í bækur fyrirtækisins. Hafa endurskoðendurnir reikn- að útkomuna upp á nýtt frá útreikningum ákærða Helga. Taka þeir þó ekki með ágóða- þóknun árið 1984 vegna hækkaðs taps frá útreikningum ákærða Helga. Þá reikna þeir með úttekt á árinu og vöxtum. Þannig breytt telja endurskoðendurnir neikvætt eigið fé fyrirtækisins hafa verið vantalið um þá fjárhæð sem fram kemur i þessum lið. Ákærðu Björgólfur og Ragnar vísuðu um þennan lið í það, sem þeir höfðu borið um tilsvarandi liði í I. kafla ákæru. Ákærði Ragn- ar fylgdist ekki með því, hvernig endurskoð- andinn færði þetta nákvæmlega undir ein- staka liði í ársreikningnum, en sér hafi verið ljóst að biðreikningar voru frá einum tíma til annars og sér hafi einnig verið'ljóst, að það væri litið á þetta sem eftirlaunaskuld- bindingu og þar af leiðandi ekki fært upp í heild sinni. Ákærði Helgi vísaði um þennan lið í það, sem hann sagði um tilsvarandi liði varðandi milliuppgjörið. 7. Það er mat endurskoðendanna, að ekki hafi verið nægilegar forsendur til þess að víkja frá bókfærðu verði skipa félagsins, nema í tilviki m.s. Rangár. Telja þeir, að við hæfi hafi verið að lækka bókfært verð skips- ins niður í u.þ.b. meðaltal af bókfærðu verði systurskipanna, Selár og Skaftár og er niður- staðan sú, að lækka hafi átt verðið um u.þ.b. $ 1.000.000, sem samsvaraði kr. 40,6 milljónum. Akærði Björgólfur sagði, að m.s. Rangá hafi ásamt systurskipunum, sem áður höfðu verið keypt, verið mjög sérhæfð fjölhæfnis- skip. Þetta hafí verið sérstaklega hönnuð brettaflutningaskip, og þess vegna félaginu meira virði en mörg önnur skip, sem voru á markaðnum. Var ákærða fullkunnugt um, að skipin höfðu lækkað á heimsmarkaði, en hann vonaði, að þau hækkuðu á ný. Staðið hafi verið eins vel að kaupum skipsins og unnt var og hann sá ekki, að skipið myndi lækka í verði. Félagið þorði ekki að sleppa kaupunum á Rangánni, enda hafi skipið ver- ið því mikilvægt, þar sem önnur samsvarandi skip voru ekki til á markaðnum og hefði þurft að breyta allri skipulagningu innan félagsins, ef ekki hefði orðið af kaupunum. Markaðurinn hafi verið svo óviss á þessum tíma, að menn hafí ekkert vitað um verð skipanna. Þá var félagið að koma sér upp ákveðinni tegund skipa til flutninga. Nefndi ákærði, að miklar sveiflur hafi verið á verði skipa á þessum tíma. Vissi ákærði í desem- ber 1983, að skipaverð var á niðurleið og var orðið mjög lágt. Hann vissi hins vegar ekki, hvað fengist fyrir skipin, fyrr en þau seldust. Ákærði sá ekkert athugavert við þau rök endurskoðanda félagsins að bókfæra verð m.s. Rangár á $ 2.256.000 í ársreikningnum 1984, þrátt fyrir að samkvæmt mati tiltekins skipamiðlara væri skipið metið á sama verði og systurskipin, eða á $ 1,8 milljónir. Stjórn- in var alveg sammála þessu. Voru menn að bíða eftir að flotinn kæmist aftur í eðlilegt verð. Var talið, að um mjög skammvinnt ástand væri að ræða. Ákærði vissi ekki, hvert raunverð skipanna var, enda stóð ekki til að selja þau. Hvorki var rætt um það í stjórhinni né meðal stjórnenda félagsins að víkja frá bókfærðu verði, enda stóðu menn í þeirri trú, að verðið væri að nálgast botninn og færi að hækka á ný. Lifðu allir í þeirrí trú og enginn reiknaði með öðru. Var bank anum alveg ljóst, hvað var að .gerast á skipamarkaðinum. Akærði Ragnar sagði, að þegar fyrirtækið keypti m.s. Rangá um mitt ár 1983 hafi engar vísbendingar verið um það, að verð á þeirri tegund skipa færi lækkandi. Nokkru fyrr voru vísbendingar um lækkandi verð á risaskipum. Lækkandi verð á almennum "small tons" skipum fór að koma í ljós að einhverju leyti á árinu 1984. Hér varð að hafa í huga, að bandaríkjadollar snarhækk- aði frá árinu 1982 fram til fyrra misseris 1985, en það hafði áhrif á skip, sem metin voru í þeim gjaldmiðli. Þegar ákærði talaði um hrun á skipaverði á árinu 1984 hafi hann verið að tala um markaðinn almennt. Ákærði Helgi fylgdist með verði skipastóls- ins einu sinni á ári við gerð ársreikningsins. Bað hann þá um möt frá erlendum skipa- miðlurum. Taldi ákærði eðlilegt, rétt og skylt við gerð ársreiknings að kanna þessar tölur. Ákærði mihntist þess ekki að hafa rætt skipaverð sérstaklega við starfsmenn- ina. Ákærða var fullljóst, að m.s. Rangá var keypt hærra verði en systurskip hennar, enda fullkomnari og ári yngri. Ákærði fékk mötin og bar þau saman við verð skipanna við árs- uppgjör hverju sinni. Að öðru leyti velti hann ekki fyrir sér þróun verðsins. Hið eina sem hann vissi var, að verð á skipum og ýmsum öðrum fjármunum fór upp og niður. Akærða var ekki gerð grein fyrir þeim upplýsingum, sem voru til staðar innan félagsins um ára- mótin 1983/1984, að verðfall hafi qrðið á skipum sambærilegum m.s. Rangá. Ákærðí taldi ekki, að færa hafi átt verð skipanna niður samkvæmt 97. gr. hlutafélagalaganna og vissi engin dæmi þess, að slíkt hafi verið gert á þessum tíma. Taldi ákærði, að það hefði verið glapræði að færa verð skipanna niður og hafi engar forsendur verið til þess. Leit ákærði á skipin sem eina heild og gerði grein fyrir því þannig í skýringum. 8. Samningurinn við Consafe um gáma er túlkaður sem rekstrarleigusamningur og að það sé ekki viðurkennd bókhaldsvenja að eignfæra greiðslur vegna slíkra samninga, en það muni hafa verið gert hjá félaginu. Með hliðsjón af þessu er talið að færa þurfi niður eignir fyrirtækisins um tilgreinda fjár- hæð í þessum lið. Um afstöðu ákærða Björgólfs vísast til 9. liðs_ í I. kafla hér að framan. Ákærði Ragnar gat ekki tjáð sig um þá tölu, sem kemur fram í þessum lið sem eign- færsla, fram yfir það, sem búið yar að greiða samkvæmt gámasamningum. Áður er gerð grein fyrir viðhorfi hans til samninganna. Um viðhorf ákærða Helga varðandi þennan lið vísast til framburðar hans vegna 9. liðs í I. kafla ákærunnar. 9. Talið er, að ekki séu rök til þess að eignfæra bretti hjá félaginu og sé endingar- tími slíkra eigna væntanlega ekki mjög lang- ur, svo að skynsamlegast virðist að gjald- færa brettakaup hveiju sinni í stað þess að eignfæra og afskrifa á nokkrum árum. Þó komi til greina, hafí fyrirtæki fjárfest óvenju mikið í brettum á einu ári, að eign færa þau og afskrifa á nokkrum árum, en varla sé stætt á því að afskrifa slikar eignir á lengri tíma en þremur árum og fráleitt sé, að slíkar eignir dugi að meðaltali í átta ár, en það var afskriftartími bretta hjá félaginu. Telja end- urskoðendurnir því að bókfært eigið fé sé oftalið um bókfærða verðið á brettunum. Ákærði Björgólfur sagði, að þar sem flutn- ingar félagsins byggðu á brettaflutningaskip- um, hafi félagið fjárfest meira í brettum en allir aðrir. Því hafí brettaeignin skipt miklu máli og endingartími brettanna að sumra mati verið allt að 10 ár. Sérstök deild hjá félaginu sá um brettin og gerði hún fjárfest- ingaráætlanir á hverju ári. Þar sem brettin voru stór og mikill útgjaldaliður, var fljótlega talið rétt að eignfæra þau. Ákærði Ragnar fullyrti, að bretti hafi ver- ið eignfærð hjá félaginu athugasemdalaust a.m.k. allt frá því, að hann kom þangað. Taldi hann, að í árslok 1984 hafi félagið átt u.þ.b. 15.000 Hansabretti. Ákærði Helgi sagði, að bretti hafi verið eignfærð hjá félaginu um nokkurra ára skeið, en í kringum 1980 stórjókst notkun þeirra. Voru brettin smíðuð hjá félaginu og efnis kostnaður eignfærður en ekki laun þeirra, sem unnu við smíðina. Var þetta gert til einföldunar. Þá voru efniskaupin afskrif- uð. Taldi ákærði brettin miklu meira virði en kom fram í ársreikningnum. 10. Kaupverð hlutabréfa í Cosmos Shipp- ing, sem Hafskip Holdings Inc. keypti síðla árs 1983 var nokkru hærra en bókfært eigið fé og mismunurinn skýrður sem viðskipta- vild. Við reikningsgerðina fyrir árið 1983 var ákveðið að afskrifa viðskiptavildina á þrem árum, en þetta var ekki gert á árinu 1984 og er það mat endurskoðendanna, að það samrýmist ekki góðri reikningsskilavenju. Er því bókfært verð umrædds eignarliðar lækkað um þá fjárhæð, sem frá greinir í þessum lið. Ákærði Björgólfur taldi, að honum hafi verið ljóst að ákveðið var að afskrifa við- skiptavildina hjá Hafskip Holdings Inc. á 3 árum, en hann kunni ekki skýringu á því, hvers vegna það var ekki gert 1984. Ákærði Ragnar kvaðst ekki muna, hvort honum hafí verið kunnugt, þegar ársreikning- urinn 1984 var lagður fram á stjórnarfundi, að ákærði Helgi hafi fallið frá því að taka inn sérstaka afskrift vegna kaupanna á Cosmos. Það kynni að vera að hann hafí vit- að af þessu. Snemma árs 1985 var ákveðið að selja Cosmos og þá myndu allar tölur varðandi það félag hverfa. Það vafðist einnig fyrir ákærða Helga við hvaða afskriftarpró- sentu hanh ætti að miða. Upphaflega var ákveðið að gera þetta á 3 árum, en svo breytt- ust viðhorfin vegna fyrirhugaðrar sölu á fyrirtækinu. Ákærði Helgi vakti athygli á því í sam- bandi við þennan lið, að oft væri breytt um afskriftareglur og væri það ekkert einsdæmi hér. Þegar gengið var frá uppgjörinu í maí 1985 þótti ástæðulaust að afskrifa þetta á árinu 1984, þar sem fyrir lá, að stjórn félags- ins ætlaði að selja Cosmos og það gerðist fyrir árslok. Fannst ákærða því óeðlilegt að afskrifa 1/3 hluta af viðskiptavildinni, þegar þetta var á leiðinni út úr bókum fyrirtækis- ins og allt benti til þess, að fyrirtækið færi skaðlaust frá þessu, enda gekk það eftir. 11. Eiginfjárstaða Hafskips Hamborg var vantalin um kr. 554.532 samkvæmt þessum lið, en það skýrðist af áætlun um neikvæða tiltekna eiginfjárstóðu fyrirtækisins, fremur en rauntölum. Ákærði Björgólfur taldi að hér hafi verið um að ræða mistök í bókhaldi. Ákærði Ragn- ar kvaðst lítið geta tjáð sig um þennan lið og ákærði Helgi kom þessu ekki fyrir sig. 12. Þessi liður fjallar um tvær vantaldar skuldir félagsins, reikning frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur að fjárhæð kr. 3.000.000 og dráttarvaxtareikning frá Olís að fjárhæð kr. 1.948.000. Ákærði Björgólfur vissi ekki hvers vegna rafmagnsreikningurinn var ekki færður til skuldar í ársreikningnum. Þá mundi hann ekki, hver viðskiptastaðan var við Olíuversl- unipa á þessum tíma. Ákærði Ragnar vissi ekkert um fyrrnefnda reikninginn, en að því er varðar hinn kvaðst ákærði eiginlega ekkert vita. Tvisvar eða þrisvar á árinu 1985 hafi hann þó átt viðræð^ ur við forstjóra Olís. Hann hafi ekki vitað; að félagið hafi fengið dráttarvaxtareikning frá Olís og efaðist um, að hann hefði sam- þykkt greiðslu slíks reiknings, því að féiagið hafi átt í önnur hús að venda með olíukaup, ef Olís hefði gengið hart að félaginu. Ákærði Helgi taldi það hafa verið mistök að færa ekki reikninginn frá Rafmagnsvei- tunni og hafi hann átt að færast til gjalda á árinu 1984. Að því er snerti dráttarvaxta reikninginn var ákærði viss um, að sá reikn- ingur yrði ekki samþykktur. Þess vegna taldi hann, að ekki væri hægt að líta svo á, að það ætti að færa töluna til lækkunar á eiginfj- árstöðu félagsins._ '*— Vitnið Þórður Ásgeirsson, fyrrverandi for- stjóri Olís sagði, að það hafi ekki verið venja hjá Olís að reikna dráttarvexti á skuldir Hafskip h.f., enda þótt það væri yfirleitt gert hjá öðmm, vegna þess að skuldin hafi að miklu leyti verið vegna viðskipta erlendis og í dollurum. Þar kom þó, líklega á árinu 1985, að dráttarvextir voru reiknaðir á skuld- ir Hafskips h.f. við félagið, en ákærði Ragn- ar vildi ekki samþykkja það, þegar um það var rætt á sérstökum fundi. I framhaldi af þessu var samþykkt, að olíuúttektir Hafskips h.f. skyldu staðgreiddar með sérstöku álagi, sem átti að koma í stað dráttarvaxtanna. Vitnið mundi ekki nákvæmlega hvernig þetta sérstaka álag var útfært, en Hafskip h.f. var eini aðilinn í viðskiptum með þessum hætti. Vitnið minnti, að hvorki dráttarvaxtaútreikíP ingurinn né niðurfelling á dráttarvöxtum hafl verið með formlegum hætti, en krafan um dráttarvexti var felld niður, þegar hið nýja fyrirkomulag tók gildi. 13. Þessi liður fjallar um þrjá liði.sem sam- tals gera þá fjárhæð, sem hér er fjallað um, en um er að ræða kostnaðarliði, sem hefðu átt að færast til gjalda, en höfðu verið bið- reikningsfærðir. Þurfi því að lækka bókfært eigið fé um kr. 5.675.965, sem nánar eru tilgreindar í skýrslunni. Ákærði Björgólfur kannaðist ekki við að hafa beðið um frestun á gjaldfærslu þeirfa"^ fimm reikninga, sem mynda 1. liðinn og er samtals að fjárhæð kr. 3.725.965, en þeir voru biðreikningsfærðir. Um hina liðina tvo vissi hann ekkert. Ákærði Ragnar kvaðst aldrei hafa haldið heildstætt yfirlit yfir biðreikninga. Taldi hann, að aldrei hafi fengist endanlegur botn í þátttöku félagsins vegna taps Suðurnesja- umboðs félagsins og hann hafi aldrei séð bréf frá lögfræðingum félagsins um tapaðar skuldir að fjárhæð kr. 750.000. Bréfið hafí órugglega verið sent innheimtudeild félagsins á sínum tíma og ekki hafi verið eðlilegt að bera það undir hann. Að því er snertir biðreikningana sam- kvæmt þessum lið taldi ákærði Helgi ekkert óeðlilegt, að til væru biðreikningar hjá fyrir- tækjum og væri algengt, að svo væri varSB- andi smærri fjárhæðir í stórum rekstri. Hér hafi verið um reikninga að ra?ða, sem tengd- ust erlendum skrifstofum og voru ekki komn- ir á hreint af einhverjum tækniástæðum. Hafi ekki verið sjálfgefið, að þetta ætti að færa hjá Hafskipi h.f. og ekkert óeðlilegt við að þetta biði. Sá ákærði engin efni til þess, að þessir reikningar væru strikaðir út til að gera eiginfjárstöðu fyrirtækisins verri. Mót- mælti ákærði því, að hér hafi í reynd verið um að ræða frestun á gjaldfærslu ýmiss kostnaðar, sem tengdist erlendum dótturfé- lögum. Það hafi verið spurning um, hvar þessi stofnkostnaður viðkomandi fyrirtækja ætti að færast og hafi verið óeðlilegt að gjald- færa þetta. Þetta hafí verið kostnaður, sem miðað við rekstur fyrirtækisins og áform, hafi átt að skiptast á einhver ár. Ákæi-ði"" staðfesti, að honum hafi verið kunnugt um þessa reikninga á umræddum tíma. Ákærði kannaðist ekki við að hafa séð skjal um þátttöku í tapi Suðurnesjaumboðs, en vissi að þar var ágreiningur um skiptingu kostnaðar. Samkvæmt því, sem ákærði best vissi við frágang uppgjörsins lá þetta ekki fyrir við gerð ársreikningsins. Ákærði taldi, að bréf um tapaðar skuldir hafi ekki legið fyrir, þegar gengið var frá ársreikningnum. Ef svo hefði verið hefði hann tekið tillit til þeirra ábendinga, og látið færa tapaðar kröfur. í lok skýrslu endurskoðendanna kemur- fram, að það sé órannsakað mál, hvort rekstr- arreikningurinn fyrir árið 1984 hafi gefið villandi mynd af afkomu félagsins á því ári. Hafi þurft í því skyni að taka tillit til þeirra leiðréttinga, sem kynnu að hafa verið nauð- synlegar á ársreíkningi félagsins fyrir árið 1983. Verður nú gerð grein fyrir afstöðu dóms-^ ins til þeirra þrettán liða, sem ákært er fyrir, að séu rangfærðir í ársreikningnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.