Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 Noregur: Olíuverkfalli að Ijúka Osló. Frá Heige Serenseti, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÁTTTAKA í ólöglegu verkfalli norskra verkamanna á nokkrum olíuborpöllum í Norðursjó fer nú minnkandi. Verkfallsmenn á þrem- ur pöllum ákváðu að snúa aftur til vinnu í gær. Nokkur hundruð verkamenn halda uppteknum hætti, koma í veg fyrir að þyrlur geti lent með menn og vistir á borpöllunum og lama þannig starfsemina á nokkrum borpöllum. Olíuframleiðsla fór upp fyrir helming venjulegra afkasta þegar framleiðsla hófst aftur á borpöllunum þremur en gasfram- leiðsla nær enn ekki hálfum meðal- afköstum. Sex verkamenn hafa verið reknir fyrir að neita að hlýða skipunum og til stóð að segja upp á þriðja hundrað starfsmönnum um stund- arsakir vegna þess að ekki var hægt að fljúga með þá út á pall- ana. Hætt var við brottreksturinn þegar framleiðsla hófst aftur á pöll- unum þremur. Pisa: Björgun skakka turns- ins dregst á langinn Pisa. Reuter. SKAKKA turninum í Pisa var lokað í janúar og átti þá að hefja löngu tímabæra endurbyggingu og viðgerð hans og reyna að koma í veg fyrir að hann hallaðist meira en orðið var. Viðgerðin hefur enn ekki hafist og er skrifræði og deilum í ráðuneytum kennt um. stjórnin lofaði til viðgerðarinnar, um sex og hálfan milljarð íslenskra króna. Achille Lenge, starfandi borgar- stjóri í Pisa, segist hafa undirritað tilskipun um að hafa turninn lokaðan fyrir ferðamönnum í þrjá mánuði til viðbótar. Borgarstjórnin muni krefj- ast þess af menningarmálaráðuneyt- inu og ráðuneyti um opinberar fram- kvæmdir að sett verði tímamörk á upphaf viðgerðanna. Embættismenn í Pisa segja deilur milli ráðuneytanna tveggja valda því að dregist hefur að leggja til fjármagnið sem ríkis- Marmaraklukkuturninn hvíti byrj- aði að halla aðeins 10 árum eftir að fyrsti steinninn var lagður árið 1173 og hallar nú tæpa 5 metra frá lóðlínu. Sérfræðingar telja að haldi turninn áfram að halla um einn millimetra á ári og jörðin gefi ekki undan þá falli hann að 150 árum liðnum. ¦ STOKKHÓLMI - Flugræn- ingi neyddi sovéska farþegavél með 178 manns innanborðs til að lenda í Svíþjóð í gær. Hann gaf sig sænskum lögreglumönnum á vald strax er vélin var lent á Arlanda- flugvelli í Stokkhólmi. Alls hefur sex öðrum farþegavélum í innan- landsflugi verið rænt í Sovétríkjun- um frá 18. júní. ¦ MONRÓVÍU - Samuel Doe, forseti Líberíu, verst enn í forsetahöllinni í Monrovíu en upp- reisnarmenn ráða lögum og lofum í nokkrum úthverfum borgarinnar. Hermenn uppreisnarmanna rændu og rupluðu í verslunum og skutu á fiskimenn, sögðu þá ferja lið stjórn- arhermanna til höfuðborgarinnar. Doe átti fund með bandarískum embættismönnum en vísaði á bug boði þeirra um aðstoð til að flýja land. ¦ MOSKVV - Forsetaráð Sov- étríkjanna hefur fyrirskipað að and- ófsmennirnir Alexander Zinovjev, Vladimír Maxímov og Zhores Medvedev skuli endurheimta ríkis- borgararétt sinn, sem þeir voru sviptir á áttunda áratugnum. Kem- ur þetta fram í fréttaskeyti frá fréttaþjónustunni APNí Reykjavík. Zinovjev var áður deildarstjóri rök- fræðideildar Moskvuháskóla og í ritstjórn sovésks heimspekitímarits. Maxímov var sviptur ríkisborgara- rétti árið 1975 meðan hann dvaldist erlendis. Hann er aðalritstjóri tíma- ritsins Kontinent í París, eins þekkt- asta tímarits brottfluttra Sovét- manna. Medvedev líffræðingur var lokaður inni um hríð á geðsjúkra- húsi vegna þátttöku sinnar í hreyf- ingu sovéskra andófsmanna og skrifa um mannréttindamál. Hann var síðar sviptur ríkisborgararétti meðan hann dvaldist í opinberum erindagjörðum í Bretlandi. ¦ PEKING - Bréf bónda nokkurs til forsætisráðherra Kína, Li Peng, um stolið svín leiddi til mánaðarlangrar herferðar gegn lögbrjótum og þess að svíninu var skilað heilu og höldnu. Mikið er fjallað um lög og reglu í kínverskum dagblöðum en í þeim frásögnum koma leiðtogar Kína þó afar sjaldan við sögu. Að sögn blaðsins bað bóndinn, sem er. frá. austurhluta Húnan-héraðs, kennara að skrifa til Li eftir þjófnaðinn í apríl. Bónd- inn sagði að bylgja þjófnaða hefði riðið yfír þorp sitt, en þar var 51 dýri stolið á aðeins einum mánuði. Viðbrögð Lis við bréfinu voru þau að skipa landstjóra Húnan-héraðs að rannsaka málið. Hann setti af stað herferð gegn glæpum og þegar hún hafði staðið í mánuð kom svínið í leitirnar. Reuter Enskar knattspyrnubullur ganga berserksgang Enskar og vestur-þýskar knattspyrnubullur tjá hug sinn með hefðbundnúm hætti í Torino á Italíu á miðvikudag, skömmu áður en leikur landsliða þjóð- anna hófst en honum lauk með sigri V-Þjóðverja. Hópar drukkinna ungmenna fóru um borgir Eng- lands í gærkvöldi og fram á nótt, brutu rúður og stálu úr verslunum auk þess sem þeir veltu bílum með erlendum númeraspjöldum og börðu á fólki. Maður á fertugsaldri iést af völdum barsmíða eftir að hann hafði reynt að hindra skemmdarverk bull- anna í borginni Totton í Suður-Englandi. Tugir manna slösuðust, þ. á m. lögreglumenn, og um 600 manns voru handtekin eftir átök víðs vegar um landið. Lögregla varð að loka um 300 þýska og franska stúdenta inni í næturklúbbi í Brighton til að forða þeim undan óaldarlýðnum. Flokksþingið í Moskvu: Verður Gorbatsjov sjálf- kjörinn flokksleiðtogi? Moskvu. Reuter. FLEST bendir til þess að Míkhaíl Gorbatsjov fái ekki mótframboð er kosinn verður leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins á flokks- þinginu í Moskvu. „Við höfum aðeins rætt um einn frambjóð- anda í æðstu stöðu flokksins, og það er Míkhaíl Gorbatsjov," sagði Alfreds Rubiks, sem er talinn harðlínukommúnisti og er frá Lettlandi, á fréttamannafundi. Rubiks á sæti í forsætisnefnd þingsins. Talið er að margir harðlínu- kommúnistar muni styðja Gorbatsj- ov þar sem þeir óttist um völd og áhrif flokksins ef forsetanum verði skákað til hliðar. Um síðustu helgi leystu stjórnvöld í Moldavíu upp sellur kommúnistaflokksins á vinnustöðum, á stjórnarskrifstof- um, þ. á m. í innanríkisráðuneytinu, og hjá ríkisfjölmiðlum. Þingfulltrúar störfuðu í lokuðum nefndum í gær en umræðum verður haldið áfram í dag. Ljóst er að harðlínumenn reyna sem ákafast að sporna við hröðum breytingum á valdaaðstöðu flokksbroddanna. „Við erum vitni að upplausn flokks- ins eins og við þekktum hann," sagði Roy Medvedev, áður harður gagnrýnandi stjórnvalda en nú þingfulltrúi. „Þetta eru endalok valdanets þar sem leiðtogar, hver á sínu sviði, voru konungar, lögreglu- menn og dómarar allt í senn... Áður gat flokksleiðtoginn í Moskvu ráðið öllu. Nú er ekki nóg með að borgarstjórinn láti sem hann viti ekki af honum heldur gerir sak- sóknari slíkt hið sama. Flokksleið- toginn skilur ekki hvað hefur gerst, hvað hefur orðið um völd hans. En hann veit hver hann álítur að beri sökina og er fokvondur út í hann. Um allt landið eru tugþúsundir manna af þessu tagi." KGB: Innanbúðarmaður sviptur titlum og forréttindum Bretland: Ólæsi skólabarna eykst St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I NYRRI könnun á lestrarkunn- áttu skólabarna í Englandi kemur fram, að ólæsi hefur aukizt meira á síðustu fjórum árum en nokkru sinni síðustu fjörutíu árin. Sálfræðingar í níu skólaum- dæmum birtu niðurstöður könn- unar á læsi meðal 347 þúsund sjö ára skólabarna í Englandi. Niður- stöðurnar voru þær, að frammi- staða 7 ára barna hafði versnað almennt miðað við sambærilega könnun fyrir fjórum árum. Sá hluti sjö ára barna, sem skildi ekki einföld orð og setning- ar, hafði aukizt um helming frá því fyrir fjórum árum. Frammi- stöðu sjö ára barna í prófun á læsi hefur aldrei hrakað svo mik- ið sem nú frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar. Þessi niðurstaða hefur á ný ýtt undir deilur um aðferðir í lestrar- kennslu. I meginatriðum er beitt tveimur aðferðum. Annars vegar er börnum kennt að stafa fyrst og síðan að lesa heil orð. Hins vegar er nýrri aðferð beitt, sem byggist á, að börn læra að bera kennsl á heil orð, áður en þau geta stafað þau. Þessar nýju aðferðir hafa verið innleiddar i lestrarkennslu án þess að nokkur rannsóknargögn liggi fyrir um, að þær séu betri, svo að óyggjandi sé, en gamla aðferð- in. Þær hafa verið umdeildar frá upphafi. Andstæðingar þessara nýju aðferða telja nýju niðurstöð- urnar styrkja allar þær grunsemd- ir, sem þeir hafa haft. I könnunum hefur komið fram, að Breti horfir venjulega á sjón- varp í 27 klukkustundir á viku, en les bók í átta stundir. Hann eyðir sex sinnum meira fé í mynd- bönd en í bækur. Það hefur einn- ig komið fram, að foreldrar sinna börnum sínum lítið. Lesi þeir með þeim fimm mínútur á dag eykst lestrarþroski barnanna þrefalt hraðar en ella. OLEG Kalúgín, fyrrverandi for- ingi í sovésku öryggislögregl- unni KGB, hefur verið sviptur öllum titlum og forréttindum. Ástæðan er sú, að sögn APN- fréttastofunnar sovésku, að Kal- úgín hafi látið niðrandi ummæli falla um öryggislögregluna. Re- uíers-fréttastofan segir að borg- arráð Moskvu, þar sem rótttækir umbótasinnar eru í meirihluta, hafi mótmælt aðgerðunum gegn Kalúgín og krafist afsagnar Vladímírs Krjútsjkovs, yfir- manns KGB. Ráðið hvatti einnig Míkhaíl S. Gorbatsjov forseta til að kanna málið frekar en hann undirritaði ákvörðunina um refsingu Kalúgíns. Vikuritið Moskvufréttir sagði að aðferðir KGB væru af nákvæmlega sama tagi og þær sem áður hefði verið beitt gegn pólitískum andófs- mönnum. KGB hefur undanfarið reynt að bæta ímynd sína með ýmsum hætti. Til dæmis hefur verið lögð niður hin alræmda deild fimm sem fylgst hefur með andófsmönnum. Kalúgín, sem eitt sinn var yfir- Reuter Oleg Kalúgín. maður njósna KGB í Bandaríkjun- um, segir að þessi viðleitni sé yfirskinið eitt, í reynd sé flest óbreytt frá Stalínstímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.