Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 55
%««>«(! MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. JULI 1990' 55 Þrjú mörk síðustu fjórar mínúturnar Ótrúleg spenna er Selfyssingar sigruðu ÍR eftir víta- spyrnukeppni — staðan 3:3 eftir venjulegan leiktíma JÖFNUNARMARK á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma tryggði Selfyssingum framlengingu íviðureigninni við IR í 16-liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ á Selfossi í gærkvöldi. Staðan var þá 3:3 eftir fjörugan leik. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti þvívítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Selfyss- ingar nýttu allar sínar, en markvörður Selfyssinga varði eina spyrnu ÍR-inga, og því eru það Selfyssingar sem fara áfram í átta liða úrslit. Reykvíkingarnir byrjuðu vel og skoruðu tvö mörk á upp- hafsmínútunum. Fyrra markið var reyndar sjálfsmark þarsem boltinn ¦BBHBHB hrökk í varnarmann Sigurður Selfoss eftir horn-. Jónsson spyrnu og þaðan í sknfar markið. Annað markið gerði Tryggvi Gunnarsson með skoti af stuttu færi eftir varnarmistök Sel- fyssinga. Á 20. mínútu minnkaði Izudin Dervic muninn fyrir Selfoss þegar hann lék í gegnum vörn ÍR og skoraði með hnitmiðuðu skoti í markhornið án þess að Þorsteinn Magnússon markvörður kæmi vörn- um við. Sókn Selfyssinga þyngdist nokk- uð í síðari hálfleik, en þeim tókst þó ekki að skora fyrr en aðeins fjór- ar mínútur voru til leiksloka. Þá jafnaði Ingóifur Jónsson fyrir Sel- foss með þrumuskoti utan vítateigs neðst í markhornið. ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir, hófu sókn og úr henni gerði Jón G. Bjarnason þriðja mark ÍR. Nú héldu flestir að Selfyssingar væru á leið útúr bikar- keppninni og sigur ÍR-inga tryggð- ur. Svo var þó ekki, á síðustu sek- úndu leiksins jafnaði Björn Axels- son fyrir heimamenn með skoti af stuttu færi. Svo naumt var það að ÍR gafst ekki tími til þess að hefja ieikinn aftur eftir markið. Ótrúlegur endir á fjörugri 90 mínútna baráttu. Spennandi vítaspyrnukeppni Það þurftj því að grípa til fram- lengingar, en þrátt fyrir fjörugan leik og ágæt marktækifæri beggja liða var hún markalaus. Víta- spyrnukeppni var því örþrifaráðið til þess að knýja fram úrslit. Hlynur Eiríksson skoraði úr fyrstu víta- spyrnunni fyrir ÍR. Sveinn Jónsson jafnaði fyrir heimamenn, 1:1. Bragi Björnsson tók síðan næstu spyrnu fyrir ÍR en Anton Hartmannsson markvörður Selfyssinga gerði sér lítið fyrir og varði. Júgóslavinn Dervic kom heimamönnum yfir, 2:1. Njáll Eiðsson jafnaði fyrir gestina, 2:2. Hinn Júgóslavinn í liði Selfoss, Saleh, kom heimamönnum aftur yfír, 3:2. Kristján Halldórsson jafn- aði, 3:3. Páll Guðmundsson kom Selfyssingum aftur yfir, 4:3 og Jón Þór Eyjólfsson skoraði úr síðustu spyrnu ÍR-inga og jafnaði, 4:4. Þá áttu heimamenn eina spyrnu eftir og hana tók Björn Axelsson. Hann var öryggið uppmálað og sendi knöttinn í netið og ÍR út úr bikar- keppninni, 5:4. YOni/HZJS\ KÁ Björn Axelsson kom mikið við sögu; jafnaði 3:3 á síðustu mínútu og skoraði svo úr síðasta víti Selfyssinga. Bikarkeppni KSI 16-liða úrslit: UBK - Þór............................................1:0 Willum Þór Þórsson (15.) Selfoss - ÍR...........................................3:3 Izudin Deivic (20.), Ingólfur Jónsson (86.), Bjöni Axelsson (90.) — sjálfsmark (4.), Tryggvi Gunnarsson (8.), Jón G. Bjamason (88.) ¦ Selfoss sigrði eftir vítaspyrnukeppni, 8:7. Fyrir Selfoss skoruðu: Sveinn Jónsson, Dervio, Saleh, Páll Guðmundsson og Björn Axelsson. Fyrir ÍR: Hlynur Elísson, Njáll Eiðsson, Kristján Halldórsson, Jón Þór Ey- jólfsson. ÍBK - ÍBV.............................................1:1 Ingvar Guðmundsson (63.) - Tómas Ingi Tómasson (40.) ¦ Keflavík sigraði eftir vítaspyrnukeppni, 5:3. Fyrir ÍBK skoruðu: Óli Þór Magnús- son, Ingvar Guðmundsson, Marco Tanasie og- Sigurjón Sveinsson. Fyrir ÍBV: Sindri Grétarsson og Hlynur Stefánsson. Sindri - KR...........................................0:2 Bjöm Rafnsson (70.), Pétur Pétursson (72. vsp.) í A - KA.................................................2:0 Sigursteinn Gíslason (5.), Alexander Högnason (78.) Víkingur - KS.............................;.........4:1 Gunnar Gylfason (27.), Trausti Ómarsson (50. og 52.), Björn Bjartmarz (89.) - Haf- þór Kolbeinsson (79.) ÞRJÚ lið úr 2. deild, Breiðafolik, Selfoss og ÍBK, tryggðu sér í gær sæti i 8 liða úrslitum mjólkurbikarkeppninnar eins og sjá má hér á síðunum og fimm líð úr 1. deild fylgja þeim þangað. KR, ÍA og Víkingur eru örugg og í kvöld fæst úr þvískorið hver bætast í hópinn. í Hafnar- firði mætast FH og Stjarnan og á Vals- veili Valur og Fram. Báðir ieikirnir hefj- ast kl. 20. Tvö lið úr 1. deild bætast því i kvöld í hóp þeirra þriggja sem slegin voru út f gær. u „Besti leikur okkar í sumar - sagði Garðar Jónsson, þjálfari 4. deildarliðs Sindra, eftir 2:0 tap gegn KR á Höfn Steinþór Guðbjansson skrifar „ÉG ER stoltur af mínum mönn- um," sagði Garðar Jónsson, þjalfari Sindra, eftir 2:0 tap gegn KR á Heppuvelli á Höfn í Hornafirði ígærkvöldi. „Þetta er besti leikur okkar í sumar, sem gefur okkur meðbyr og ýtir unrlir fólkið á staðnum." Lúðraveitin Svanur gaf tóninn með góðri upphitun fyrir leik, trommuleikarar heimamanna héldu taktinum gangandi utan vallar, þar sem áhorfendamet var sett, méðan á viðureigninni stóð og leikmenn Sindra sýndu að oft er erf- itt að greina hvort lið leika í 1. deild eða þeirri fjórðu. KR-ingar réðu gangi leiksins og voru mun meira með boltann, en þrátt fyrir ágætis færi var þeim fyrirmunað að skora í 70 mínútur Þá fyrst braut Björn Rafnsson ísinn skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Hilmari Björnssyni. Tveimur mínútum síðar fór boltinn í hönd Haraldar „snarpa" Jónssonar innan teigs eftir skot Péturs Péturssonar og dæmd vítaspyrna, sem Pétur skoraði örugglega úr. „Mínir menn gerðu það sem fyrir þá var lagt — að sigra," sagði Ian Ross, þjálfari KR. „Þeir léku fag- mannlega og hefðu auðveldlega getað gert fleiri mörk, en lið Sindra barðist vel og féll úr keppni með sæmd." Heimamenn báru enga virðingu fyrir gestunum, voru sterkir og . ákveðnir í vörninni og beittu skyndi- sóknum, sem sumar hverjar voru hættulegar. Gunnar þjálfari var ógnandi frammi, miðjumennirnir gáfu mótherjunum aldrei frið, Gunnar Ingi Valgeirsson og Harald- ur „snarpi" sinntu varnarhlutverk- inu með sóma og Sævar Þór Gylfa- -Son yar öruggur í markinu. . Morgunblaðið/KGA Garðar Jonsson, þjálfari og leikmaður með Sindra, þrumar að marki KR. Atli Eðvaldsson og Þormóður Egilsson eru til varnar - knötturinn sést á leiðinni framhjá Þormóði. En Ólafur Gottskálksson KR-markvörður var á réttum stað. I baksýn er Rúnar Kristinsson og einnig má greina hluta þess mikla fjólda áhorfenda sem lágði leið sína á völlinn, en 500 manns fylgdust með leiknum — þriðjungur íbúa staðarins — og er það aðsóknarmet á Höfn. „Vonum ÍFramar" „Þetta gekk vonum framar og ég er mjög ánægður," sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Sindra, við Morgunblaðið eftir viðureignina við KR í gær- kvöldi. „Það hefði verið gaman að skora, en við vorum nálægt því að sleppa 1:0 — vítið kom á versta tíma."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.