Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 fclk í fréttum SKEMMTANIR Nadia Banine tælir Stefán Jónsson. Cjöimaliui claiisarnir í A.rtóni í kvöld f rá kl. 21.30 - 03.00 ^s Hin landsþekkta hljómsveit Finns Eydals leikur í kvöld og annað kvöld f rá kl. 21.30-03.00. Dansstuðið er íÁrtúni Vagnhöfða 11, Reykjavik, sími 685090. Kynþokkafullur Miðnætur- blús á Hótel íslandi Um síðustu helgi bryddaði Hótel íslandi upp á nýj- um lið í næturlífi borgarinn- ar. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum gefst fólki kostur á að snæða kvöldverð, sjá kabarett sem nefnist Mið- næturblús og taka svo þátt í almennum dansleik. Fólk í fréttum brá undir sig betri fætinum um síðustu helgi til að kynnast því hvað felst í tilboði Hótels íslands. Mál- tíðin var þríréttuð; rjómalög- uð kalkúnsúpa, glóðarsteikt lambafillet með kóngasvepp- asósu og vanilluís með ávaxt- asósu. Reyndar var maturinn nokkuð seint fram borinn vegna heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem ekki lauk fyrr en undir níu. En þegar hann var kominn á borðið bragðaðist hann mjög ljúflega og var til þess tekið hversu snögglega gekk að reiða hann fram. Þegar kvöldi tók að halla birtust vösk ungmenni á svið- inu og fluttu atriði sem þau nefna Miðnæturblús. Gerðist leikurinn á veitingastað, greinilega fyrir stríð. Leikin var angurvær tónlist og söng Valgeir Skagfjörð í gervi veitingamannsins og lék á píanó og skilaði því með mikl- um sóma. Honum til halds og trausts var Bryndís Ein- arsdóttir í hlutverki gengil- beinu. Gestirnir voru þau Baltasar Kormákur, Ástrós Gunnarsdóttir sem jafnframt er leikstjóri og danshöfund- ur, Nadia Banine og Stefán Jónsson. Atriðið er með því kynþokkafyllra sem sést hef- ur á íslensku sviði þar sem Ástrós og Nadia gerðu sér leik að því að draga karl- mennina á tálar með æsileg- um tilburðum. Baltasar reyndist ekki heldur allur þar sem hann er séður auk þess sem hann sýndi að hann er efnilegur dansari. Að öllu samanlögðu býður Hótel ísland nú upp á skemmtilegan kost fyrir þá sem vilja njóta kvöldverðar, kabaretts og dansleiks fyrir 2.900 krónur. PÞ Valgeir Skagfjörð í hlutverki veitingamannsins. Ástrós og Baltasar í innilegum dansi. V Stúikurnar í sýningunni. Frá vinstri: Nadia Banine, Ástrós Gunnarsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. Gestaplötusnúóurinn Georgio Schillaci, náfrændi Salvatore Schillaci, kemur frá Sikiley. SÖNGLIST Pavarotti í næstefsta sæti a vinsældalistum M I ?-, -. r-. | Lag úr óperunni Turandot eflir Puccini sungið af ítalska tenórnum Pavarotti var um síðustu helgi í næ- stefsta sæti á brezka vin- sældalistanum yfir mest seldu plötur aðra vikuna í röð. Þegar heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu hófst ákvað BBC-sjónvarpið að nota lagið Nessun Dorma í túlkun Pavarottis í kynningu allra útsendinga frá keppn- inni á Italíu. Lagið var talið minna áhorfendur á, að keppnin væri á ítalíu. Valið heppnaðist svo vel, að tugir þúsunda sjónvarpsáhorf- enda, sem aldrei höfðu sýnt óperutónlist áhuga, fóru í hljómplötuverzlanir og spurðu um heimsmeistara- lagið. í síðustu viku hafði platan selzt í 400 þúsund eintökum og 30 þúsund eintök hurfu úr hljómplötuverzlunum dag- lega. Síðasta sunnudag var lagið í næstefsta sæti brezka hljómplötulistans aðra vik- una í röð. Puccini samdi lagið árið 1924, það er í síðustu óperu hans, Turandot. Það er mikið meistarastykki og er án efa bezta lag, sem hefur. jafn- framt náð því að verða í hópi vinsælustu laga. Brezki knattspyrnumaður- inn, Bobby Charlton afhenti Pavaroty í síðustu viku platínuskífu sem viðurkenn- ingu fyrir að plata hans hefði Pavarotti með Sofiu Loren, leikkonunni frægu. selzt í 400-þúsund eintökum. Pavarotti sagði það vera sér- stakan heiður að fá viður- kenningu frá öðrum eins knattspyrnumanni og Bobby Charlton. Pavarotti sagðist vona, að ítalía og England mættust í úrslitaleiknum og hann vonaði, að England ynni. Svo bætti hann við: „Og nú lýg ég, eins og ég er lang- ur til." • •; ¦ v ; . *^i7.'v^^.«'-*.^.--r it.>«-'.A^^ Jii7.r,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.