Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 8 29 amáli Páll Bragi Kristjónsson. Helgi Magnússon. Þórður H. Hilmarsson. Árni Árnason. Lárus Jónsson. Axel Kris^jánsson. Jóhann S. Einvarðsson. um setið undir dómi almennings í rúm fjögur ár. Við höfum verið sakaðir um stórfelld bókhaldsbrot og auðgunarbrot. Hvað kemur út úr því núna? Ég fæ dóm fyrir eina ávísun frá 1983, uppá 122 þúsund krónur, sem ég get ekki gert grein fyrir, það stendur staðhæfing gegn staðhæfingu, og dóm í sambandi við innistæðu hjá fyrirtækinu sem ég hafði ætlað að lækka með víxlum. Þá færslu lét ég ganga til baka að fullu, nokkrum dögum síðar, um leið og endurskoðandi benti mér á að þetta gæti orkað tvímælis, skömmu fyrir greiðslu- stöðvun. Fyrir þessi tvö atriði er Ölafiir Helgason. Ingi R. Jóhannsson. Kristmann Karlsson. ég dæmdur af tugum atriða, sem varða tugi eða hundruði milljóna. Ég get ekki séð hvernig ég get lit- ið á þetta öðruvísi en sem sýknu og er einnig mjög ánægður fyrir hönd félaga minna sem voru algjör- lega sýknaður, sem og fyrir hönd þeirra fjölskyldna sem eru búnar að þjást undir þessu allan þennan tíma. Maður skilur hvílíkur léttir þetta er fyrir þær að þetta eitt skuli standa eftir þá aðför sem að Haf- skip var gerð," sagði Björgólfur. „Fyrirtækið var tætt og limað í sundur, gerð saumnálaleit sem á sér enga hliðstæðu. Menn skyldu minnast þess að á þessum tíma var - -:VV ~;_ *; /a^ i .-¦ n^ 1 1 • jfe. éÉ> *4 ¦ .;¦¦.--:¦ : _^g% Garðar Sigurðsson. Hafskip orðið stærra en Eimskipa- félagið en hvaða fyrirtæki hefði þolað þessar nornaveiðar?" Björgólfur kvaðst ekki farinn að hugsa um áfrýjun. „Ég er ekki banginn við að halda áfram en mun taka afstöðu eftir því sem fjölskylda mín vill gera, ég veit ekki hvort ég get eða vil halda mínu fólki í spennu yfir þessu lengur." Hann kvaðst ánægður með með- ferð málsins fyrir sakadómi. „Mér finnst dómskerfið hafa unnið tölu- verðan sigur í þessu máli miðað við þá aðila sem hafa unnið að því á undan. Þetta var í fyrsta skipti sem við fengum að koma því að sem við vildum og það bar þennan árangur." Helgi Magnússon: Sigur fyrir mig eins og aðra „Það er mikill léttir að þessu fjög- urra ára umsátri sé nú lokið. Eg fagna niðurstöðu dómsins, hún er nánast eins og ég bjóst við. Þetta er mikill sigur fyrir mig og aðra sem bornir hafa verið þungum sök- um og ákærðir fyrir vísvitandi blekkingar og margháttað sviksam- legt athæfi," sagði Helgi Magnús- son fyrrum löggiltur endurskoðandi Hafskips, sem sýknaður var af fjölda refsikrafna og kröfu um að hann yrði sviptur réttindum löggilts endurskoðanda en sakfelldur fyrir að geta ekki í áritun á milliuppgjör að það hefði ekki verið endurskoðað og að geta þess ekki í áritun sam- stæðureiknings ársins 1984 að reikningshald dótturfélaga hefði ekki verið endurskoðað. „Niður- staðan er sú sama og ég hef haldið fram öll þessi ár, sú að Hafskips- málið hafi ekki verið neitt svikamál og nú hef ég fengið staðfest frá sakadómi Reykjavíkur að allt sem ég og - aðrir sakborningar þessa máls hafa sagt átti við rök að styðj- ast. Hafskipsmálið er hrunið og eftir stendur ekkert annað en löng runa af mistökum kerfísins, sem auðvitað er mjög hart að hafa þurft að horfast í augu við sem þolandi. Þessi niðurstaða er auðvitað áfellis- dómur yfir mistakamönnum máls- ins, skiptaráðendum, rannsóknar- lögreglu, endurskoðendum og ákæruvaldi en á hinn bóginn sigur fyrir mig og aðra sem bornir hafa verið sökum vegna Hafskipsmáls- ins, sem og fyrir réttarfarið í landinu. Eftir að málið komst til meðferðar í sakadómi Reykjavíkur fékk það loks a?singalausa og fag- lega meðferð en fram til þess tíma virtist mönnum gjörsamlega fyrir- munað að fjalla um þetta mál af yfirvegun. Það er auðvitað mjög ánægjulegt að réttarkerfið skuli hafa komist frá þessu erfiða máli á málefnaiegan hátt." Ingi R. Jóhannsson: Nú er Hæsti- réttur eftir „Ég er ekkert farinn að gleðjast, þessu er ekki lokið. Nú er Hæsti- réttur eftir, annars væri þetta alit saman tómt bull," segir Ingi R. Jóhannsson, fyrrverandi endur- skoðandi Útvegsbankans að niður- stöðu sakadóms í Hafskipsmálinu fenginni. Sakadómur taldi að Ingi hefði hvorki vanrækt eftirlitsskyldu vegna viðskipta Utvegsbankans við Hafskip né upplýsingaskyldu gagn- vart stjórnendum bankans. Hann var því sýknaður. Ingi kveðst lítið hafa um málið að segja á þessu stigi. „Ég er sátt- ur við þessa niðurstöðu, en bíð bara og sé til hvað saksóknari gerir, hann hefur nú þrjá mánuði til að taka ákvörðun um áfrýjun máls- ins," segir Ingi. Hann kveðst ekk- ert hafa velt því fyrir sér að fara í skaðabótamál, „er nokkur grund- völlur fyrir því í þessu þjóðfélagi?" Axel Kristjánsson: Ber virðingu fyrir dóminum „Ég er feginn að þetta er búið og þakklátur fyrir að það skuli létt af mér og sérstaklega af fjölskyldu minni og vinum þeim áhyggjum sem það fólk, sem í kringum mig stend- ur, hefur haft af þessu leiðinlega máli í öll þessi ár," sagði Axel Kristjánsson fyrrum aðstoðar- bankastjóri Utvegsbanka íslands sem sýknaður var af öllum ákærum um vanrækslu og hirðuleysi í opin- beru starfi. „Ég ber virðingu fyrir því fólki sem sat í sakadómi við meðferð þessa máls og uppkvaðn- ingu dómsins fyrir hvað það hefur getað fjallað um málið án þess að virðast vera undir minnstu áhrifum af þeim Ragnarökum, fjölmiðla- og stjórnmálamannafári sem búið er að geisa í þessu máli í öll þessi ár, einkum í upphafi. Mér finnst þetta vera góður dómur og það sem ég hef kynnt mér hann er ég sannfærð- ur um að hann stendur hvar sem hann fer. Enda voru sakargiftirnar fáránlegar fyrir þá sem þekktu málið ofan í kjölinn. Hvað sjálfum mér viðvíkur þótti mér alltaf svo fáránlegt að taka mann sem í 30 ár hefur reynt að gera skyldu sína í þessari stofnun og fara að ákæra hann fyri ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi, að ég tók þetta aldrei alvarlega en því miður lagðist þetta oft þungt á það fólk sem þykir vænt um mig. Ég ber hins vegar ekki kala til eins eða neins vegna þessa máls nema stjórnmálamannanna sem blésu það upp á Alþingi með óábyrgu hugarfari. Það eru menn- irnir sem bera ábyrgð á þessu og það er svolítið kaldhæðnislegt að málskostnaðarreikningurinn skuli koma inn á borð hjá Olafí Ragnari Grímssyni fjármálaráðherra, mann- inum sem blés þetta upp á sínum tíma, með galdrabrennuhugsunar- hætti. Hans er höfuðábyrgðin," sagði Axel Kristjánsson. Árni Arnason: Ákæran byggð á misskilningi „Ég átti von á þessari niðurstöðu hvað sjálfan mig varðar og get í raun aðeins tjáð mig að því leyti," segir Árni Árnason, fyrrverandi deildarstjóri fjárreiðudeildar Haf- skips hf. Hann var sýknaður í saka- dómi af ákæru um skiiasvik. Árni segir niðurstöðu dómsins ekki hafa komið sér á óvart. „Enda var ákæran að mínu mati röng og byggð á misskilningi eða óathuguðu máli. Ég hef ekkert að gera með mitt mál í Hæstarétt og fæ ekki séð að saksóknari hafi ástæðu tii áfrýjunar. Skaðabótamál er mögu- leiki sem hver okkar sem ákærum sættum verður að athuga fyrir sig. rMér finnst ekki óeðlilegt að hug- leiða þennan möguleika." Jóhann S. Einvarðsson: Dómskerfið brást ekki „Ég sagðist, þegar þetta mál kom upp, treysta íslenska dómskerfinu og nú kemur í ljós að það hefur ekki brugðist," sagði Jóhann S. Einvarðsson, fyrrum bankaráðs- maður, sem sýknaður var af ákær- um um vanrækslu í opinberu starfi bankaráðsmanns. Morgunblaðið færði honum fréttir af dómi saka- dóms þar sem hann var staddur í Lundúnum. „Þetta eru gleðifréttir. Óneitanlega hefur maður verið und- ir vissri pressu vegna þessa, ekki síst maður í starfi eins og ég, sem varð vegna þessa fyrsti íslenski þingmaðurinn til að verða sviptur þinghelgi. Nú er komið í ljós að það upphlaup var óþarft. Þrátt fyrir að ég hafi reiknað með þessum dómi er þungu fargi af mér létt," sagði Jóhann Einvarðsson. Kristmann Karlsson: Vona að málinu sé lokið „Viðbrögð mín geta ekki verið önnur en góð," sagði Kristmann Karlsson, fyrrverandi bankaráðs- maður. Hann sagði að þrátt fyrir að hann hefði átt von á þessari nið- urstöðu, væri nú þungu fargi af sér iétt enda vonaðist hann til að málið væri nú til lykta leitt. Kristmann sagðist ekki hafa kynnt sér niður- stöðu dómsins nánar og vildi því ekki tjá sig um hana að öðru leyti. Ólafur Helgason, fyrrum banka- stjóri Útvegsbankans, var sýknaður af ákæru um brot í opinberu starfi. Hann segist vitaskuld vera ánægð- ur með niðurstöðu sakadóms, en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið í fjölmiðlum. Ekki náðist í Halldór Á. Guð- bjarnason, fyrrverandi bankastjóra, Valdimar Indriðason, fv. formann bankaráðs, og Arnbjörn Kristins- son, fv. bankaráðsmann. Sigurþór Ch. Guðmundsson, fyrrum aðalbók- ari Hafskips, vildi ekki tjá sig um dóminn. Sjá niðurstöður sakadóms í heild á bls. 31-41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.