Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 56
Kringlan 5 Sími 692500 SJOVADrTALMENNAR *tgmtMafeife ! EINKAREIKNINGUR Þ/NN íLANDSBANKANUM m ___________________Mk FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Alþjóða hvalveiðiráðið: ___ + Tillögu Islendinga um hrefiiukvóta var vísað frá Leggjum aukna áherslu á að koma öðrum samtökum á fót segir sjávarútvegsráðherra Nordwijk. Frá GuðmutuH Hermaimssyni, bladamanni Morgutiblaðsins. ALÞJÓÐA hvalveiðiráðið vísaði frá í gær tillögu Islendinga um veiði- kvóta á hrefiiu fyrir næsta ár. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra segir Islendinga nú hljóta að leggja enn meiri áherslu á að koma saman öðrum samtökum sem geti fjallað um hvalveiðar. Aðallega er rætt um samtök sem ifnuð yrðu í samræmi við sam- komulag íslendinga, Norðmanna, Grænlendinga og Færeyinga, sem undirritað var í Tromsö í. Noregi í vor. Þar var lýst yfir vilja til sam- vinnu um rannsóknir, verndun og nýtingu sjávarspendýra á þessu svæði. Kanada og Sovétríkjunum hefur einnig verið boðið að skrifa undir samkomulagið. Óformleg nefnd þessara landa hefur komið saman og fengið jákvætt svar frá Alþjóða hafrannsóknaráðinu um ¦•-^imstarf. Halldór sagði að þótt formleg samtök af þessu tagi yrðu stofnuð þýddi það ekki um leið að viðkom- andi lönd segðu sig úr Alþjóða hval- veiðiráðinu. Hins vegar væri ljóst að hvalveiðiráðið sýndi af sér ótrú- lega sjálfseyðingarhvöt með ákvörðunum sínum þessa dagana. Innan íslensku sendinefndarinn- ar er sú skoðun ríkjandi að það sé andstætt lögum og reglum ráðsins að fjalla ekki um veiðikvóta á hvala- stofnum sem teljist nýtanlegir og vísindanefnd ráðsins hafi gert út- tekt á. Guðmundur Eiríksson, vara- formaður íslensku nefndarinnar, sagði í umræðum, að þetta hefði jj^rafíð undan lagalegum grundvelli allra ákvarðana-ráðsins og íslenska ríkisstjórnin mundi taka sínar ákvarðanir í ljósi þess. Fyrir hvalveiðibannið var litið svo á, að ef hvalveiðiráðið úthlutaði ekki kvótum, væri viðkomandi þjóð- um frjálst að gefa út eigin kvóta. Þegar Halldór Ásgrímsson var spurður hvort ríkisstjórnin gæti gefið út eigin veiðikvóta á þeim forsendum, sagði hann að sennilega mætti finna lagastoðir fyrir því. Aðspurður hvort líklegt væri að ný samtök um nýtingu sjávarspen- dýra fengju viðurkenningu sem hvalveiðistjórnunarráð, sagði Hall- dór að auðvitað yrði að skilgreina hvaða áhætta yrði tekin í því sam- bandi. Þannig væri ekki ólíklegt að Bandaríkjamenn mundu líta á slíkt sem brot gegn Alþjóð i hvalveiðiráð- inu og beita lögum sínum til við- skiptaþvingana. Sjá fréttir á bls. 4 Morgunblaðið/BAR Ragnar Kjartansson fýrrum stjórnarformaður Hafskips gengur úr Sakadómi Reykjavíkur eftir að dómar í Hafskipsmálinu höfðu verið kveðnir upp og hann ásamt þrettán öðrum sakborningum sýknaður af öllum ákæruatriðum. Dómur sakadóms í Hafskips- og Utvegsbankasmálum: Fjórtán af sautján ákærðu sýknaðir af öllum ákærum Tveir dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og einn til sektargreiðslu FJÓRTÁN af sautján sakborningum í Hafskips- og Útvegsbanka- málinu voru sýknaðir af ölliim kröfum ákæruvaldsins með dómi sakadóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Þrír hinna ákærðu í Hafskipshluta málsins, Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Helgi Magnússon, voru sakfelldir fyrir hluta ákæruliða og dæmdir til refsingar: Björgólfur til fimm mánaða fangelsisvistar, sem er skilorðsbundin til tveggja ára; Páll Bragi til tveggja mánaða fangelsisvistar, einnig skilorðsbundið í tvö ár og Helgi til greiðslu 100 þúsund króna sektar, sem hann telst þegar hafá staðið skil á með afplánun 20 daga gæsluvarðhalds. Allir hinna sakfelldu voru jafn- framt sýknaðir af fjölda ákæruliða og greiðast 95% af málsvarnar- launum verjanda Björgólfs úr ríkissjóði en 97,5% málsvarnar- launa verjenda Páls Braga og Helga. Þá skulu málsvarnarlaun þeirra fjórtán sem sýknaðir voru greiðast að fullu úr ríkissjóði, alls rúmar 17 milljónir króna. Ekki náðist í gær tal af Jónatan Þór- mundssyni, sérstökum ríkissak- sóknara, til að inna hann eftir hvort dómi sakadóms yrði áfrýjað Virkjanaframkvæmdir vegna álvers: Undirbúningsvinna háð samþykki ríkisstjórnar — segir Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar HALLDÓR Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að lögum jAamkvæmt geti undirbúningur virkjanaframkvæmda vegna raforku- sölu til nýs álvers ekki hafisl fyrr en ríkisstjórnin hafi veitt sam- þykki sitt fyrir því. Stjórn Landsvirkjunar fjallaði um virkjanafram- kvæmdirnar á stjórnarfundi í gærmorgun og ráðgert var að skýra iðnaðarráðherra frá þeim viðræðum bréfleiðis. Halldór sagði að undirbúningsvinna yrði að hefjast sem allra fyrst. „Alþingi heimilaði Landsvirkjun að verja allt að 300 milljónum kr. "tii undirbúnings vírkjanafram- kvæmda að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar. Þetta er því mál sem stjórn Landsvirkjunar« - og ríkis- stjórnin verða sammælast um og verið er að fjalla um þá hlið málsins í framhaldi af stjórnarfundinum," sagði Halldór. Framkvæmdirnar eru einkum vegagerð á Fljótsdalsheiði, stækkun Búrfellsvirkjunar og útboðsgagna- gerð fyrir einstaka verkhluta. Að sögn Halldórs verður að vera hægt að bjóða út byggingavinnu, jarð- göng, vélar og rafbúnað snemma á næsta ári svo unnt verði að gera verksamninga og hefja fram- kvæmdir næsta vor. Þessu fylgi töluverður kostnaður vegna hönn- unar og útboðsgagnagerðar. „Undirbúningurinn þarf að hefj- ast sem allra fyrst. Þetta fer að verða spurning um vikur og daga," sagði Halldór. af hálfu ákæruvaldsins til Hæsta- réttar. Eftirtaldir fjórtán menn voru sýknaðir af öllum ákærum: Ragn- ar Kjartansson, fyrrum stjórnar- formaður Hafskips, Þórður H. Hilmarsson, fyrrum deildarstjóri skipulags- og hagdeildar Haf- skips,Árni Árnason, fyrrum deild- arstjóri fjárreiðudeildar Hafskips og Sigurþór Ch. Guðmundsson, fyrrum aðalbókari Hafskips; fyrr- um bankastjórnarnir Halldór Á. Guðbjarnason, Ólafur Helgason, Lárus Jónsson; Axel Kristjánsson fyrrum aðstoðarbankastjóri; Ingi R. Jóhannsson, fyrrum kjörinn og löggiltur endurskoðandi Útvegs- bankans og fimm fyrrum banka- ráðsmenn: Valdimar Indriðason, Garðar Sigurðsson, Jóhann S. Ein- varðsson, Arnbjörn Kristinsson og Kristmann Karlsson. Með dómi sakadóms er öllum ákærum á hendur Útvegsbanka- mönnum hafnað, svo og þeim köfl- um ákærunnar sem snúa að reikn- ingsskilum og áætlanagerð Haf- skipsmanna og meintum blekking- um í tengslum við gerð þeirra gagnvart hluthöfum og stjórn fé- lagsins og Útvegsbanka íslands. Einnig er vísað á bug ákærum á hendur Ragnari og Björgólfi, Páli Braga og Helga vegna fjárdráttar af sérstökum tékkareikningun umfram ágóðaþóknun og ráðstöf- unarheimilda 'samkvæmt starfs- kjarasamningi við stjórn félagsins, hylmingar og bókhaldsóreglu, svo og ákæru vegna ætlaðra skilasvika í viðskiptum Hafskips við Reyk- víska endurtryggingu, þar sem Ragnar og Björgólfur voru meðal hluthafa og stjórnarmanna. Björgólfur Guðmundsson var talinn sekur um þá háttsemi sem lýst var í tveimur af sex liðum þess kafla ákærunnar sem fjallaði um ýmis meint fjárdráttarbrot. Páll Bragi var talinn sekur um skjalafals í þremur tilvikum, sam- kvæmt sérstökum kafla ákærunn- ar. Helgi Magnússon var sakfelld- ur fyrir að hafa ekki getið þess í áritun milliuppgjörs átta mánaða ársins 1984 að það hefði ekki ver- ið endurskoðað óg fyrir að geta þess ekki í áritun á samstæðu- reikning ársins 1984 að reiknings- hald dótturfélaga hefði ekki verið endurskoðað. Sjá viðbrögð við dóminum í miðopnu, niðurstöður saka- dóms í heild á bls. 31-41 og annál Hafskipsmála á bls. 41. Vegurinn í Landmanna- laugar opnaður ÞJÓÐVEGURINN Land- mannaleið F-22 inn í Land- mannalaugar hefur verið opn- aður og er hluti friðlands að Fjallabaki þannig opinn fyrir ferðamönnum. Vegurinn um Dómadal verð- ur þó lokaður enn um sinn vegna snjóa og bleytu og sama gildir um veginn yfir í Eldgjá. Tjaldsvæðið í Landmannalaug- um er að koma undan snjó og gróðurvinin mjög blaut. Sama gildir um meginhluta friðlands- ins og biður Náttúruverndarráð ferðamenn að taka tillit til þess. Sjá kort á bls. 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.