Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Vörumst hroka kynhreinna eftir Björn Sigfússon Lokun íslands er ekki frarn- kvæmanleg né bætir þjóðina. Veitt er eftirtekt skilningi, sem ríkisstjórn sýnir þessu. Til marks þessa daga er haft að 1990-91 tekur ísland við 60 Víetflóttamönnum og kom fyrri helmingur þeirra til landsins 28. júní sl. í þeim hóp var meira en þriðjungurinn börn og er þess vænst um síðari flóttamannahópa hihgað, að það hlutfall verði ógjarna lækk- að, m.a. vegna íslenskunáms þeirra fjölskyldna, sem hlut eiga að máli (og þær voru í þetta sinn 8). Ein- beitt skólanám til aðlögunar bíður nú hópsins. „Þeir verða okkar sgm tunguna tala“ mælti Einar Bene- diktsson um það mál, einhver víðsýnasti þjóðvarnarmaður fyrsta þriðjungs þessarar aldar, og fylgdi þar forskrift Jóns forseta, sem frá upphafi Nýrra félagsrita fyrir hálfri annarri öld kvaðst bjóða til íslands velkominn hvern dugandi mann, hvaðan sem kæmi, en íslensku yrðu þá þeir menn að læra fyrr en þeim megi fela opinber störf (þá mundi fjöldinn takmarkast, taldi Jón). Uppreisn gegn þessu skynsemd- armati á kynþáttum og íslensku- vörn var sjaldheyrð í Reykjavík fyrr IHVAÐA VEÐRISEMER Meö Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. Ö Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SlMI 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ó SOMMUfUHO en stutt var eftir til hátíðarhalds 1930. Útlendur kynþáttahroki (Ort- egay Gasset, af rómanskri hálfu, kennifeður hitlerismans af þýskri hálfu, o.s.frv.) varð þá um stund að neysluvöru í áróðusbrölti hér; ég hélt að lok hefðu fengist á því. Við höfðum aldrei verið því mót- fallnir að eiga að forfeðrum svar- teygan Egil á Borg, Óttar skáld svarta, Sighvat stallara samlitan Óttari og langar ættkvíslir bland- aðra litbrigða, a ógleymdum lit, sem dökkur er kominn frá lausaleiks- börnum hraktra sjómanna í fáeinum strandbyggðum, og blöndun við „asíska“ liti framvegis breytir jafn- lítið þjóðinni. Undantekningarlaust sverja allir fyrir kynþáttahatur, þeir sem hræð- ast að hér fjölgi litbrigðum fólks. Þeir bara vilja að þjóðflokki sé hald- ið hveijum í eigin landi, oft þá í fangavinnubúðum eins og land- flótta Víetnamar eiga kost á heima fyrir. Grein mín á ónóg rúm til að beijast gegn þeirri afneitun flótta- staðreynda. Rétt er að hlutfalls- skerfur, sem niðuijafnað verður áfram á ísland, fólkinu til bjargar, verður að fá sín takmörk, sem kynnu um 1999 að verða umdeild á EB-vettvangi. Það bíður. í vænt- ingu eftir Víetnömum, viku fyrir komuþeirra nú í júní, lét'hrl. Magn- ús Öskarsson, borgarlögmaður Reykjavíkur, Mbl. birta fyrir sig gi-einina Varnaðarorð, sem ég gríp nú upp fáein minnisstæð atriði úr. Grein sú hófst á hálfsögðum meðmælum með því að gefa 3. heims þjóðum traktora, leysa sig með því undan að bjarga flótta- mönnum, því „líklega mundu fáein- ir traktorar á réttum stöðum gera meira gagn“. „Dapurlegt tilgangs- leysi þessarar fórnar (og traktors, sem Islendingar gáfu til Rússlands fyrir vel hálfri öld) kemur í hugann þegar“ þessi eða önnur hjálp „skilur sjálft vandamálið eftir. Er þá að því að hyggja hver hagur er að því að leysa svo lítinn hluta vandans ef við það_ skapast önnur og ný vandamál. íslendingar geta sparað sér þau ósannindi að þeir séu öðru- vísi og betri en aðrar þjóðir og verði lausir við vandamál í náinni sambúð við fólk af framandi kynstofnum," sagði M.Ó. Öbragð úr kaldastríði, sem skipti pólitískt þjóðernum í hópa maklegr- ar eða ómaklegrar miskunnar, er að orðavali hans „á réttum stöðum“ en ekki dugi að hjálpa þeim sem skilji pólitíska „vandamálið eftir". Vilji lögmaðurinn skýra slíka af- stöðu betur ætti hann fyrst að læra af Bush forseta, Helmut Kohl kansl- ara og fleiri framsýnum íhaldsleið- togum, sem fátt spara nú í sáttaleit- un við Moskvu og jafnvel við smá- stalína eins og Gaddafi Líbýu. Frétt 1. júlí um hið síðastnefnda átti þá forsögu að með leyfi góðs Allahs hafði flugnahöfðinginn Kölski sent Líbýu slátraraeldflugur suðuramer- ískar, sem ollu þjóðarpest, mest til að fækka börnum og það drægi aftur úr flóttaþörf úr Norður- Afríku. En þar hitti Kölski ömmu sína, sem er honum klókari, vill SAT/l TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! annað og á nógar flugur. Frelsis- gyðjan úr New York-höfn gefur sem sé Gaddafi 100 þúsund graðar slátraraeldflugur, sem sleppt verður ófijóum úr flugvélum og þeim treyst til að kokkála allan innlendan karlpening sinnar tegundar í Líbýu svo flugnahöfðinginn, mótleikari Gaddafis, fari flugnalaus og svo að segja geltur út úr þessu sem öðrum velmeintum tilraunum sínum til að leyfa ekki 3. heims þjóðum fjölgun. Gæti nú aðrir Ijölgunarstöðvendur sín að þeir fái ekki hlálega útreið í sögu 21. aldar. Víkjum inn fyrir landsteina og til þjóðblendings, sem hefur borg- ararétt eða er handviss um að fá réttinn þegar áratala og íslensku- nám dugir fólkinu. Það á sér lang- feðgatölu úr öllum hornum heims, oftast mikið til gleymda og þýðing- arlitla en nóga til þess að aldrei vex út úr því hérlendur „tribe“ eða sam- þættar „Asean roots“ eða hvað það mundi nú heita í amerískri sérhátta- félagsfræði. Aðeins „lePen- afstaða“ hinna kynhreinu til að- fluttra gæti þjappað saman svo hálfíslenskum hópum til varnar og hún þekkist tæplega á Norðurlönd- um. Meðan svo er laga þessir verð- andi kjósendur vorir sig vel að íslenskri hefð, spilla hvorki tungu né uppeldi yfirleitt. Tíðkað er að vísa til þess þegar sérlegir hópar Svía gerist ögn drukknir, þá fari þeir að jafna um útlendinga, oft í sérlegum hverfum, og til að hefna einhvers sem saka má einstaklinga um, enda seu út- lendingarnir margir hefnigjarnir. Áfengi og stundum fíknilyf fléttast þessu mjög, síður hörundslitur. Heimilisofbeldi í blönduðum hjóna- böndum kemur oftar fyrir en í óblönduðum, þáttur áfengis í því er einhver. Nefna má að til Kvenna- athvarfs í Reykjavík höfðu á næst- liðnum missirum 13 innfluttar kon- ur leitað gistingar og stuðnings gegn meintum brotum manna sinna, oftast íslenskra. Ekki er upp- lýst hver af þeim tilfellurti gætu skýrst vegna mismunandi trúar- bragða og litar en ekki er þar nema partur tildraganna og í 100 þús- unda borg er slík óhappatala langt fyrir neðan það að vera tölfræðilega marktæk. Hún er það ekkert betur en háðglósa lögmannsins, sem býst ekki við að „mannúð og hamingja hafi ráðið komu allra eiginkvenn- anna frá Asíu hingað". Tvítugar og gjafvaxta eru nú flestar þeirra 20-30 Kóreustúlkna, sem íslensk hjón ættleidddu barn- ungar frá munaðarleysingjahæli í Seoul og hafa frá þeirri stundu alist upp sem fullgerir Islendingar, enda jafnokar þeirra á skólabekk, jafnt og til erfiðis. Kjörbarnahópar lengra að sunnan sóttir eru að mestum hluta yngri, sum keypt til landsins, segir lögmaður hneykslaður, því „Sama sagan hefur gerst í nær öll- um löndum í kringum okkur. Of seint hafa menn vaknað upp við þann vonda draum að hjá þeim væri komið upp alvarlegt kynþátta- vandamál.“ Hjá þeirri ályktun verður tæplega komist að greinin Varnaðarorð frá 21. júní sjái kynslóðirnar næstu á íslandi þannig fyrir sér að sá minni- hluti þeirra, sem ber með sér lit eða augnsvip úr Austurlöndum nær og fjær eða langt að sunnan, vei'ði þrátt fyrir þegnrétt settur í paría- stétt svo kynhreinir geti glaðst yfir ímynduðum yfirburðum sínum. Þessu mótmæli ég / þjóðarnafni, það væri verra en glæpur, það er heimska, svo frægt franskt sann- yrði sé notað. Hitt sýndi greind að Varnaðarorð nefndu ekki beint nýj- asta tilefni sitt, Víetnamana, því fólk það hefur gott orð og verð- skuldað, fólk sem Rauði krossinn hefur hingað kosið af þeim, von- laust að reyna að æsa gegn því. Sú blaðagrein (laus við hatur) efar fastlega að skynsamlegt sé að skipuleggja, eins og núna var gert, „flutning á þessu vandænáli til ís- lands“. Rétt ^ins og M.Ó. telji lokun Islands framkvæmanlega og brýna. Björii Sigfússon „Þeir verða okkar sem tunguna tala“ mælti Einar Benediktsson um það mál, einhver víðsýnasti þjóðvarnar- maður fyrsta þriðjungs þessarar aldar.“ Ég er sammála honum að ekki veit- um við hæli piltungum, sem ófriðar- karlai’ á borð við Gaddafi og Khom- eini hafa kennt lífsreglur. Vissulega þarf mæragæslu og skipulag, sem á sínum tíma verður að innlima í EFTA-EB-samninga fyrir vora hönd. Hver aukning þá verði er ekki komið á dagskrá. En samnor- rænn rétturvinnuafls, sem leitar fyrir sér landa milli, spyr ekki að hvort þegnar þeir kunni að vera þjóðblendingar eða innfluttir. Og skipulag, sem á að banda vand- ræðafólki frá, má fyrir alla muni ekki styðjast við kynþáttaeinkenni. Berum saman tvo ólíka samn- inga, sem skerða lokun íslands og ég hlýt að taka fram yfir vilja ein- strengingsmanna. Sem þjóðvarnar- maðut' hef ég séð í 40 vetur að varnarsamningur, sem við náðum 1951, er stórum betri kostur en að láta hann ógerðan. Það að veita einstaklingum úr hundrað mismun- andi kynþáttum smám saman borg- ararétt á Norðurlöndum, ekki síst hinn íslenska, með hinum kunnu skilyrðum, það er afar smávaxin hætta, hjá öðru, fyrir heimasprottna eða borgvædda menning vora. En sú dýrmæta veiting er annað meira. Hún er varnarsanmingur um að nasjónin, blönduð eftir atvikum hvers nýs mannsaldurs, standi þó saman í vörn fyrir mennt sína, mannan og auðlindir. Það eitt er þjóðvörn. Hitt að gleypa nasískar eða ísraelskar hreinkynskreddur leiðir ávallt í ógæfu og þaðan í for- herðing. Höfumlur er menntamaður í lnndafræði og íslenskum fræðum og fyrrv. Iiáskólnbókavörður. Árétting Tvö skýringarlínurit féllu niður við birtingu greinar Einars Júlíus- sonar í blaðinu 29. júní sl. Eru þau birt héi' til glöggvunai' fyrir ])á, sem lásu greinina. - Blaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.