Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 12
12« MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 Ungir vímuefiraneytendur: Aætlað er að starf- semi meðferðarheimilis geti hafist í haust STEFNT er að því að meðferðarheiraili ríkisins fyrir unga vímuema- neytendur taki til starfa á Móura á Kjalarnesi í haust. Meðferðarheimil- ið verður ætlað 12-14 unglingum á aldrinum 13-18 ára sem misst hafa stjórn á lífi sínu, en.áætlað er að árlega verði hægt að taka 50-60 unglinga til meðferðar á heimilinu. Stjórnarnefnd Unglinga,heimilis ríkisins var á sínum tíma falin undir- búningur að stofnun meðferðarheim- ilisins í samráði við samstarfsnefnd sex ráðuneyta. Fjögurra manna starfshópur var ráðinn að Unglinga- heimilinu í febrúar síðastliðnum til að vinna að undirbúningi rekstrar meðferðarheimilisins, en í þeim hópi eru þau Sigrún Magnúsdóttir fé- lagsráðgjafi, sem verður deildarstjóri heimilisins, Páll Biering hjúkrunar- fræðingur, Magnea Jónsdóttir sál- fræðingur og Atli Bergmann áfeng- isráðgjafi. Fyrsta verkefni starfs- hópsins var 12 vikna náms- og kynn- isferð til Minnesota í Bandaríkjunum á meðferðarstofnunina Fairview De- aconess, en sú stofnun hefur í 15 ár sérhæft sig í meðferð unglinga í vímuefnavanda, og er ein sú virtasta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Ungl- ingaheimili ríkisins mun reka með- ferðarheimilið eftir fyrirmynd Fairvi- ew Deaconess, sem hefur að leiðar- ljósi 12 spora kerfi AA-samtakanna, en lögð verður mikil áhersla á sam- starf við stofnanir og félagasamtök sem þessi mál varðar. Meðferðin á meðferðarheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda kemur til með að skiptast í fjögur stig. Hún hefst á því að meðferðarþörf ungl- ingsins er metin, og síðan er unnið að því að gera hann móttækilegan fyrir meðferð. Þetta undirbúnings- starf getur tekið 1-2 vikur. Að því loknu hefst hin eiginlega meðferð þar sem unglingnum er hjálpað að skilja og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart vímuefnum og að líf hans sé orðið óviðráðanlegt vegna vímu- efnaneyslunnar. Lögð er meginá- Kóklaust á Siglufirði SÖLUMENN frá Agli Skalla- grímssyni hf. ætla vera með kynningu á gosdrykkum á Torg- inu á Siglufirði í dag. Kaupmenn á Siglufirði tóku höndm saman og neituðu að kaupa gosdrykki frá Vífilfelli hf. í mót- mælaskyni við þá ákvörðun fyrir- tækisins að flytja umboð sitt frá Siglufirði til Sauðárkréks. Áð sögn Matthíasar Jóhannsson- ar kaupmaiins eru allir gosdrykkir frá Vífilfelli uppseldir og hyggjast kaupmenn ekki endurnýja birgðim- ar. 110-115 tonn af gosdrykkjum eru flutt á ári til Siglufjarðar. hersla á að hjálpa unglingnum að sjá afleiðingar neyslu sinnar og glæða hjá honum skilning á því að hann sjálfur beri ábyrgð á árangri meðferðarinnar. Meðferðin byggir á hópvinnu og einstaklingsviðtölum og mun að jafnaði taka 6-10 vikur. Meðan unglingurinn er innritaður er fjölskyldu hans boðið upp á meðferð sem felst í fræðslu og stuðningi í fimm daga samfleytt. Einnig verður fjölskyldunni boðið upp á fyrirlestra og viðtöl eftir fjölskylduvikuna. Unglingurinn sækir síðan hópmeð- ferð og fyrirlestra 3-6 mánuðum eft- ir útskrift, og til að byrja með mun hann mæta daglega á meðferðar- heimilið, en síðan fer skiptunum fækkandi. Lokaöir fiallvegir 5. júlí 1990 AKvfSlRþsirsemfáerusýmtirerö eitmngiíoúmeraair vegít, htittgvegvrintt. tveggjs og þriggia tök vsgtrsvo og ijsfívsgirmsðf-númsriim. Vegagerð ríkisns og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Upplýsingarnar, sem miðast við stóðuna í dag, eru færðar inn á meðfylgjandi kort Morgunblaðsins. Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Morgunblaðið á villigötum leiðarahöfundur sést ekki fyrir eftir Bolla Héðinsson Við gerð kjarasamninganna í jan- úar kom ríkisstjórnin hreint fram og taldi upp í sérstöku fylgiskjali með kjarasamningunum þær hækk- anir, sem hún taldi að nokkrar ríkis- stofnanir yrðu að fá á árinu 1990. Áætluð verðáhrif þessara hækkana á árinu 1990 voru metin 0,40% í vísitölu framfærslukostnaðar. Við gerð kjarasamningsins tóku aðilar hans tillit til þessara hækkana og gerðu ráð fyrir þeim í spá um verð- lagsþróunina á samningstímanum. Því skýtur það óneitanlega skökktu við þegar leiðarhöfundur í Morgun- blaðinu rýkur upp í blaðinu sl. þriðju- dag og fárast yfir þessum hækkun- um sem hafa legið á borðinu allt frá áramótum. Ríkisstjórnin hefur sýnt, svo að ekki verður um villst, einlæg- an vilja sinn til að greiða fyrir samn- ingum og hafa samningsforsendur sem skýrastar m.a. með því að til- greina nákvæmlega hvaða stofnanir þyrftu hækkanir og hverjar ekki. Síðan hefur ríkisstjórnin sýnt mikla staðfestu við framkvæmd samnings- ins. Nægir að minna á þegar stjórn Áburðarverksmiðju ríksins ætlaði upp á sitt eindæmi að hækka áburð- arverð I vor, umfram það sem samn- ingurinn gerði ráð fyrir. Stóð þá ekki á ríkistjórninni að grípa til við- eigandi ráðstafana. Þannig hefur ríkisstjórnin ekki og mun ekki láta sitt eftir liggja til þess að tryggja framgang samningsins. Morgun- „Ástæða hefði verið til að ætla að Morgunblað- ið, ásamt öðrum ábyrg- um öflum í þjóðfélag- inu, beitti sér af alefli í baráttunni við verð- bólguna og stundaði ekki óábyrgan frétta- flutning né greinaskrif gegn betri vitund." blaðið reynir hins vegar, m.a. með leiðaranum sl. þriðjudag, að varpa rýrð á þá sátt og víðtæku samstöðu í baráttunni við verðbóguna sem náðst hefur meðal þjóðarinnar allrar. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu átt í óformlegum viðræðum við aðila vinnumarkaðarins um með hvaða hætti takast megi að sneiða hjá því að fara yfír „rauð strik" vísitölu framfærlukosnaðar í september. Hafa allir aðilar lýst vilja til að ná fram markmiðum kjarasamningsins í þeim efnum. Þar mun ekki standa á ríkisstjórninni. Hefur þegar verið ákveðið að draga verulega úr hækk- unum á gjaldskrá Póst og síma og frestað fyrirhugaðri hækkun bensínsgjalda.sem þó var hvort tveggja gert ráð fyrir í forsendum kjarasamninganna: Ráðstafanir ríki- stjórnarinnar einnar duga hins vegar skammt ef aðrir innlendir aðilar sem mestu ráða um þróun verðlags, leggja ekki sitt af mörkum til að halda aftur af verðhækkunum. Einn þáttur í aðlögun íslenska hagkerfis- ins að því sem tíðkast í helstu ná- granna- og viðskiptalöndum okkar, endurspeglast í því að fyrirtæki leið- rétti verð á vöru og þjónustu í sam- ræmi við breytingar á tilkostnaði og markaðsaðstæðum. Sú framkvæmd hefur smám saman verið að skila sér til íslenskra fyrirtækja þótt enn vanti nokkuð á og allt of mörg þeirra hækka ennþá verð án sýnilegra tengsla við markaðsaðstæður. Þessari ríkistjórn, ásamt þeirri sem mynduð var haustið 1988, hefur tekist að skapa þær forsendur og það jafnvægi í efnahagsmálum, sem gerði kjarasamningana í janúar mögulega. Þannig hefur tekist að ná fram víðtækari sátt ólíkra hags- munaðila í samfélaginu heldur en nokkru sinni fyrr. Arangurinn er að koma í ljós og á eftir að skila sér enn betur á komandi mánuðum. Um þýðingu þessa fyrir samfélagið allt ætti ekki að þurfa að fjölyrða. Ástæða hefði verið til að ætla að Morgunblaðið, ásamt öðrum ábyrg- um öflum í þjóðfélaginu, beitti sér af alefli í baráttunni við verðbólguna og stundaði ekki óábyrgan frétta- flutning né greinaskrif gegn betri vitund. Höfundur er efnahagsréðgjaR forsætisráðherra. »indola VenhAxía LOFTRÆSIVIFTUR CLUCCAVIFTUR - VECCVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUDURIANDSBRAUT 8 SÍMI84670 Bolli Héðinsson. Aths. ritstj.: Morgunblaðið hefur aldrei dregið í efa, að hækkun á afnotagjöldum útvarps, sem um var fjallað í for- ystugrein blaðsins sl. þriðjudag hafi verið ráðgerð og upplýst um þau áform, þegar kjarasamningar voru undirritaðir. Slíkum ákvörðunum er hins vegar hægt að breyta, ef nauðsyn krefur. Verðbólga er að hluta til sálrænt fyrirbæri. Margir hækka verð á vöru og þjónustu vegna þess, að þeir búast við hækkunum á næstu mánuðum en ekki vegna kostnaðar- hækkana, sem hafa orðið. Það er útbreidd skoðun meðal þeirra, sem stunda verzlun og viðskipti, að tölu- verðar verðhækkanir og launaskrið gangi yfir á næstu mánuðum. Eitt helzta verkefni ríkisstjórnar- innar nú er að sýna fram á það með sannfærandi hætti, að svo verði ekki. Afturköllun á hækkun afnota- gjalda RÚV nú mundi efla sannfær- ingu manna í verzlun og þjónustu fyrir því, að verðbólga aukist ekki á næstu mánuðum. Harðar ráðstaf- anir ríkisstjórnar til niðurskurðar á opinberum útgjöldum mundu hafa sömu áhrif. Þetta er kjarninn í þeim sjónar- miðum, sem Morgunblaðið hefur sett fram að undanförnu. Efna- hagsráðgjafi forsætisráðherra sak- ar Morgunblaðið um "óábyrgan fréttaflutning _(og) greinaskrif gegn betri vitund"! í hvaða fílabeinsturni situr þessi efnahagsráðgjafi?! Fjölmargir launþegar hafa fært miklar fórnir vegna síðustu kjara- samninga. Þeir ekki sízt eiga sið- ferðilega kröfu á hendur aðilum vinnumarkaðar og ríkisstjórninni sérstaklega um sterkt aðhald í verð- lagsmálum. Þar á ríkisvaldið að ganga á undan með góðu fordæmi í stað þess að veita öðrum afsökun fyrir verðhækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.