Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 6. JULÍ 1990 31 Dómur Sakadóms Reykjavíkur í Hafskips- og Utvegsbankamáli Morgunblaðið birtir hér í heild niðurstöður sakadóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn 17 fyrrum starfsmönnum og forsvars- mönnum h/f Hafskips og Útvegsbanka ís- lands. Niðurstöður Ákærðu hafa allir staðfastlega neitað þeim sökum, sem þeir eru bornir í máli þessu og hafa verjendur þeirra allra krafist sýknu fyr- ir þá og að allur sakarkostnaður verði greidd- ur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun þeim til handa. Verður nú gerð grein fyrir afstöðu dóms- ins til sakargiftanna. I. kaíli Ákærðu Björgólfur, Ragnar, Páll Bragi og Helgi, hafa allir eins og áður greinir staðfast- lega neitað sakargiftum þeim, sem þessi kafli ákærunnar fjallar um. Kannast enginn þeirra við, að þeir hafi staðið að því, sem ákært er fyrir í þessum kafla. Ákærðu er gefið að sök að hafa staðið í sameiningu að rangfærslu reikningsskila yfir rekstur- og efnahag Hafskips h.f. og dóttur- félaga þess fyrstu átta mánuði ársins 1984, með því að útbúa efnislega röng bókhalds- gögn, með frestun gjaldfærslna ög með því að gæta ekki viðurkenndra reikningsskila- aðferða í þeim níu liðum, sem raktir eru sérs- taklega. Á þetta að hafa verið gert í því skyni að viíla um fyrir stjórn félagsins í skýrslum og yfirlýsingum til hennar og til að tryggja félaginu áfram lánstraust og fyrir- greiðslu hjá Utvegsbanka íslands og loks fyrir að fá bankastjórnina til þess að veita félaginu fjárhagslega fyrirgreiðslu, þ.á.m. tvö tilgreind lán og ábyrgð. Er ákærðu gefið að sök að valda með þessu bankanum fjártjóni eða verulegri hættu á slíku tjóni með því að vekja eða styrkja rangar hugmyndir banka- stjórnarinnar um raunverulegan efnahag fé- lagsins og rekstrarhorfur á grundvelli hinna röngu bókhaldsgagna. Verður nú hver hinna níu liða reifaður sérstaklega og þá í hverju tilviki fyrst vikið að niðurstöðum í skýrslu endurskoðendanna Atla og Stefáns. 1. I skýrslunni segir, að það sé almennt viðurkennd regla í reikningsskilum að færa beri tekjur, þegar þeirra er aflað, en hér á landi hafi þessi regla ekki verið nánar skil- greind, hvorki í lögum né í gögnum frá félags- skap löggiltra endurskoðenda. Talsvert hafi verið ritað um þetta erlendis og komi til greina að taka mið af slíkum skrifum. Bent er á, að í álitsgerð frá bandarísku reiknings- skilanefndinni sé um þetta fjallað, en í Há- skóla íslands hafi um árabil verið notað bandarískt kennsluefni. í umræddri álitsgerð segi, að til þess að fyrirtæki megi færa tekj- ur, þurfi að fullnægja tveim skilyrðum, annað að viðskipti hafi komist á þannig að krafa hafi myndast á þann, sem keypti vöru eða naut þjónustu, en hitt sé að verkefnum selj- anda vöru eða þjónustu verði að vera lokið eða svo gott sem. Byggi regla þessi á því sjónarmiði, sem miklu ráði við gerð reiknings- skila, að betra sé að sýna varkárni í mati á afkomu en hið gagnstæða. Þá er bent á, að í sumum atvinnugreinum hafi myndast sér- reglur, sem þyki betur til þess fallnar að skýra frá gangi mála hjá viðkomandi fyrir- tækjum en almennu reglurnar. Hjá skipafé- lögum hafi sú regla t.d. fengið viðurkenningu að færa tekjur af skipaferðum á meðan á þeim stendur. Samkvæmt þessu eigi skipafé- lög kost á tveim aðferðum, önnur sé sú, að færa tekjur þá fyrst, þegar þjónusta hafi verið innt af hendi að fullu, en hin byggist á hlutföllun tekna og gjalda af skipaferðum, þegar svo hátti til, að ferð skips spanni tvö uppgjörstímabil. Bent er á, að Alþjóðlega reikningsskila- nefndin heimili áfangainnlausn tekna með staðli nr. 18, sem hafi tekið gildi frá og með ' 1. janúar 1984. Félagsskapur löggiltra endur- skoðenda hér á landi eigi aðild að þessari nefnd og hafi samkvæmt því skuldbundið sig til þess að vinna að framgangi staðla nefnd- arinnar eftir því sem unnt er. I þessum staðli segi, að tekjur í þjónustugreinum megi færa, annað hvort þegar þjónustan er að öllu eðá verulegu leyti innt af hendi eða eftir því, sem henni miði áfram. Megi deila um það, hvort hlutföllun tekna hafi verið í sam- ræmi við viðurkenndar venjur fyrir 1983, en ljóst sé, að hún sé í samræmi við viðurkennd- ar venjur eftir þann tíma. Sagt er, að hjá Hafskipi h.f. hafi sú aðferð verið notuð að jafnaði að leysa tekjur inn að fullu á því reikningstímabili, sem ferð hófst. Telja endurskoðendurnir þessa aðferð ganga þvert á áðurgreind varkárnissjónar- mið. Einnig stríði þetta á móti þeirri megin- reglu að jafna skuli saman gjöldum á móti tekjum á því tímabili, sem til þeirra sé unnið. Fái þessi regla því ekki staðist. Vafa- laust sé þó rétt, að hjá skipafélagi, sem stundi reglubundna flutninga, skipti litlu máli, þegar til lengdar lætur, hvaða aðferð sé viðhöfð við innlausn tekna í rekstrarreikn- ingi, aðalatriðið sé, að sömu aðferðum sé beitt í upphafi og lok tímabils. Á hinn bóginn geti skipt töluverðu máli, að því er varðar efnisinnihald efnahagsreiknings, hvaða að- ferð sé beitt. Eigi þetta einkum við, ef eiginfj- árstaða fyrirtækis sé bágborin, en þá sé áhrif- ameira að innleysa tekjur strax við upphaf ferðar en síðar á tekjuferlinum. Vegna mjög ótraustrar stöðu fyrirtækisins telja endur- skoðendurnir, að félagið hafi ekki notað nógu varkára aðferð við tekjufærslu og standist hún ekki kröfur góðrar reikningsskilavenju. Þá kemur fram í skýrslunni, að nánast enginn kostnaður af ferðunum, sem stóðu á milli tímabila hafi verið færður til gjalda í rekstrarreikninginn 1.1.-31.8.1984. Eru þetta talin alvarleg mistök og fallast þeir á skoðun Valdimars Guðnasonar, að beinn kostnaður af ferðunum, annar en olíukostn- aður og gámakostnaður sé um 25% af tekj- um, og sé þá stuðst við reynslutölur frá fyrstu 8 mánuðum ársins 1984. Verði að leið- rétta vantaldar skuldir fyrir áhrifum þessa á eigið bókfært fé 31.8.1984, annars sé gjöld- um ekki jafnað á móti tekjum á eðlilegan hátt. Ákærði Helgi var ekki sammála þeim nið- urstöðum Atla og Stefáns, að sú aðferð að færa tekjur af ferðum strax í upphafí ferðar, stæðist ekki kröfur góðrar reiknings skilavenju. Hann taldi, að þeir tækju ekki tillit til þess, að tekjuferlið við flutninga af þessu tagi, væri mun lengra en einvörðungu á milli hafna. Það tæki fleiri daga að safna vörunni saman, áður en flutningur með skipi hefst, sem hafi í för með sér kostnað, sem leiði til tekjumyndunar. í útreikningum sínum tækju endurskoðendurnir dagafjölda og deildu honum á tímabil. Það taldi ákærði að stæðist ekki og gæti tekjuferlið verið miklu lengra. Ákærði sagði, að Stefán hafi fullyrt fyrir dóminum, að aðferð Hafskips h.f. hafi verið óvanaleg og ekki tíðkuð á íslandi, en síðan hafi komið fram í málinu, að sama aðferð væri notuð hjá Ríkisskip. Þannig að umrædd aðferð væri ekki sérstök, ekki einu sinni hér á landi og fengju staðhæfingar þeirra ekki staðist. Lotunarreglur hjá Félagi löggiltra endurskoðenda hafí ekki verið mjög skýrar. Það væri því erfitt að fullyrða að þetta hafi ekki verið í samræmi við viður- kenndar reikningsskilavenjur, en greinilegt væri, að þeir hafí ekki rannsakað sjálfstætt, hvernig þetta var gert hér á landi. Ákærði Helgi tök fram varðandi færslu á beinum köstnaði við þær ferðir, sem stóðu fram yfir 31. ágúst 1984, að þessi 25% af tekjum væri alveg ósannað og órannsakað mál. Þarna væri slegið fram einhverri pró- sentu, sem hann taldi mjög varhugavert. Hins vegar hafi allur beinn kostnaður átt að vera með og var ákærða til efs, að svo hafi ekki verið. Hann hafi engar sannanir fyrir því, að þennan kostnað vanti en hann hafi auðvitað átt að vera með. ítrekaði ákærði, að hann teldi þessa prósentureglu alveg út í hött. Þegar ákærði Björgólfur kom að félaginu árið 1977 var að hans sögn sú aðferð viðhöfð við lotun tekna og gjalda vegna ferða, sem stóðu fram yfir uppgjörsdag að færa hvort tveggja í upphafi ferðar, hvort sem ferð hófst í höfn eða þar sem náð var í vöruna inn í landi. Hafði aðferðin verið notuð mörg undanfarin ár og meðan ákærði starfaði hjá félaginu var sama aðferð viðhöfð. Ákærði Ragnar kom til félagsins í lok júní 1978 og varð í stórum dráttum strax Ijóst sama ár eða árið eftir við hvaða aðferð var stuðst við lotun tekna og gjalda hjá félaginu vegna ferða, sem stóðu fram yfir uppgjörs- dag. Hafi þetta fyrirkomulag verið við lýði hjá félaginu löngu áður en hann kom til starfa. Sömu aðferðir voru notaðar við lotun flutn- ingstekna og gjalda alla tíð, sem ákærði Páll Bragi var hjá fyrirtækinu, að hans sögn, og vöknuðu aldrei í huga hans spurn- ingar um, að þetta væri ekki algjörlega eðlilegt. 2. I skýrslu endurskoðendanna er komist að þeirrí niðurstöðu, að tekjurnar af ferð m.s. Skaftár, sem stóð að öllu leyti yfir í september, séu að öllu leyti oftaldar tekjur í milliuppgjörinu 31. ágúst 1984 og sé tekju- færslan ekki í samræmi við viðurkenndar reglur um reikningsskil. Eigið fé sé oftalið um sömu fjárhæð. Skýring ákærða Helga var sú, að þetta tengist því, að hann hafi reynt að leggja mat á það, hvað hann taldi sanngjarnt að færa til tekna á einstökum tímabilum og þá hafi hann lagt mat á þá uppsöfnun, sem átt hafði sér stað. Auðvitað hafi komiðjjl greina önnur aðferð við að ná þessari niðurstöðu, sem var að eignfæra kostnað í stað þess að tekjufæra hann. Ákærði taldi það ekki skipta máli, því að niðurstaðan hefði oi-ðið sú sama, bæði fyrir rekstrarreikninginn og efnahags- reikninginn. Kvaðst ákærði hafa tekið þetta með í heilum ferðum af hagkvæmnisástæðum í stað þess að fara út í flókna útreikninga. Aðalatriðið hafí verið að reyna að halda sam- svörun á milli einstakra tímabila, sem hann taldi sig hafa gert og meta það svo, að þarna vantaði tímabil. Hann hafi þó alveg eins getað fært þetta sem fyrirfram greiddan kostnað og talið þar með þessa ferð m.s. Skaftár með septembertekjum, en það hefði engu breytt um heildarniðurstöðuna. Þarna væri aðeins um smekksatriði að ræða og þegar unnin væru bráðabirgðauppgjör sé ekki verið að leggja út í mjög flókna eða mikla vinnu. Menn séu fyrst og fremst að hugsa um, að innihaldið sé rétt, en hvernig þetta sé gert nákvæmlega skipti ekki öllu máli. Ákærði kannaðist við að hafa sagt rann- sóknarlögreglu, að í þessu efni hafi hann gert mistök, en hann hafi haft ákaflega litla möguleika til að átta sig á því, sem borið var á borð fyrir hann þar. Hafi hann sagt eitt- hvað á þá leið, að eins og þetta væri lagt fyrir hann, virkaði þetta sem mistök. Við nánari skoðun skýrðist þetta á annan veg, svo sem ákærði rakti. Ákærði Björgólfur taldi, að sú aðferð að færa tekjur vegna ferðar m.s. Skaftár í sept- ember 1984 til tekna á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1984 gæti samræmst þeirri reglu, sem ákærði Björgólfur nefndi sjálfur hér í næsta lið að framan. Hins vegar væri þetta spurning um upphaf ferða og hvort um flutning á kísilgúr eða öðru væri að ræða. Ákærði Ragnar kvað sér ekki hafa verið ljóst þegar milliuppgjörið var gert af hverju tekjur af rn.s. Skaftá í september voru færð- ar sem tekjur í milliuppgjörinu fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. Af hans hálfu hefur því verið haldið fram að á þessa útflutningsfrakt hafi fallið ýmis kostnaður í ágúst, en hér hafi verið um CIF flutninga að ræða, þ.e. farmsamningur hafi verið kominn á á milli aðila í ágúst og fraktin greidd. Þannig hafí Hafskip h.f. flutt tugi þúsunda tonna af kísilgúr til útlanda fyrir John Man- ville, Kísiliðjuna. Flutningurinn hafi hafist á Húsavík, þaðan til Reykjavíkur, og þar í vöru- hús. Þar var lestað í skip til útflutnings. Þótt viðkomandi skip færi ekki frá Reykjavík fyrr en eftir mánaðamót tilheyrði verulegur hluti teknanna í raun mánuðinum á undan. Ef gætt hefði verið ítrustu nákvæmni við gerð hins óendurskoðaða milliuppgjörs hefði átt að færa beinan kostnað á móti tekjufærsl unni. Þá hefði einnig borið að biðreiknings- færa allan kostnað t.d. við kísilgúrflutninga frá Húsavík, losunar- og geymslukostnað í Reykjavík o.fl. Birgðasöfnun kísilgúrs í vöru- afgreiðslu í Reykjavíkurhöfn hafi þess vegna á hverjum tíma getað numið 500-1.500 tonn- um. Einnig gat komið til álita að færa áunn- ar flutningstekjur að hluta til tekna á móti þegar gjaldfærðum kostnaði. Að sama skapi hefði staðist að færa allar flutningstekjur vegna birgða kísilgúrs en áætla fyrir óáfölln- um kostnaði. Þessar forsendur hafi endur- skoðandi félagsins þekkt og beitt nokkurs konar samjöfnun í uppgjörum sem leiddu af sér svipuð heildaráhrif og "reglustikuaðferð" hefði verið beitt. Ákærði Páll Bragi kvaðst hafa séð þá tölu, sem fram kemur í þessum lið fyrst hjá rannsóknarlögreglunni og hafði ekkert um hana að segja. 3. í skýrslunni er talið að lækka þurfi bókfært eigið fé félagsins um þá fjárhæð, sem fram kemur í þessum lið, en fjárhæð þessi er $ 56.172, ísl. kr. 1.801.998. Þar segir að hér virðist um að ræða afstemmingu á viðskiptareikningi Hafskips USA pr. 31.8. 1984, en samkvæmt þessari afstemmingu er skuld Hafskips USA í bókum Hafskips h.f. í Reykjavík talin umræddri fjárhæð hærri en inneign Hafskips h.f. í Reykjavík. Ákærði Sigurþór Charles bar að hérna væri um að ræða afstemmingu á viðskipta- reikningi Hafskips USA. Komið hafi upp skekkja árinu áður og taldi ákærði nauðsyn- legt að gjaldfæra hana í bókum Hafskips USA með varkárnissjónarmið í huga. Hann kvaðst hafa ætlast til þess, að þetta yrði fært í tengslum við uppgjörsvinnuna. Hann sagði, að neðst á blaði því, sem hann útbjó 3. okt. 1984 hafi verið skilaboð frá sér til ákærða Helga að færa umrædda tölu á lestun/losun í milliuppgjöri. Ekki kannaðist ákærði Helgi sérstaklega við blað ákærða Sigurþórs Charlesar með umræddri fjárhæð og færslubeiðni en verið gæti að hann hafi fengið það í hendur, þótt hann gæti ekki fullyrt það. Taldi ákærði, að um væri að ræða afstemmingu á viðskipta- reikningi að því er virtist við dótturskrifstof- una í New York. Sagði ákærði, að hann hefði ekki fært það í uppgjörið, ef hann hefði fengið blaðið í hendur fyrir gerð upp- gjörsins og ekki verið viss um, að það væri í Íagi. Akærðu Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi höfðu ekki hugmynd um, hvers vegna sú fjár- hæð, sem frá greinir í þessum lið var ekki' tekin með í milliuppgjörinu. Þá vissi ákærði Björgólfur ekki, hvenær eða hvort sú leiðrétt- ing, sem hér átti að færa barst. Leitað var aðstoðar tæknideildar RLR og Kriminalpolitisentralen í Osló við skoðun á reikningsjöfnuði ákærða Helga pr. 31. ágúst 1984. Reikningsjöfnuður þessi kom í ljós við húsleit í- skrifstofu ákærða í peningaskáp hans, en ekki í sérstakri vinnupappíramöppu vegna þessa uppgjörs. Kom fram í rannsókn- um þessara aðiía, að umrædd fjárhæð virtist hafa verið komin inn í millifærsludálk á reikn- ingsjöfnuðinum, en síðan verið strokuð út aftur. 4. Við uppgjörið lá fyrir, að tilteknar flutn- ingstekjur voru tvífærðar í bókhaldi fyrstu átta mánuði ársins. Á leiðréttingarskjal að hafa legið í vinnugögnum aðalbókara varð- t andi þetta uppgjör. Er litið svo á, að tekjur og eigið fé í Íok tímabilsins hafi átt að lækka um þá fjárhæð, sem kemur fram í þessum lið. Ákærði Helgi skýrði þetta svo, að svo hljóti að vera að þessi skekkja hafi ekki verið fyrir hendi. Sagði ákærði, að enginn vafi væri á því, að hann hefði fært þetta, ef þetta hefði legið fyrir og verið óumdeilt, þegar hann var að vinna að uppgjörinu. Akærði Björgólfur gat ekíri svarað því, hvers vegna tvíbókaðar flutningstekjur á tímabilinu janúar til ágúst 1984 höfðu ekki verið bakfærðar og ákærða Ragnari var ekki kunnugt um, hvers vegna þessi liður var ekki tekinn með í milliuppgjörinu. Þá gat ákærði Páll Bragi heldur ekki gefið skýringu á þessum lið og var ekki um þessa tvíbókun kunnugt. Ákærði Sigurþór Charles bar, að hann minnti, að hér væri á ferðinni leiðréttingar- færsla, sem átti að fara inn í viðkomandi milliuppgjör og taldi hann sig hafa komið þeim skilaboðum 'til ákærða Helga, að það hefði verið ófært í uppgjörinu. í niðurstöðum rannsóknar tæknideildar RLR og Kriminalpolitisentralen í Osló við skoðun á reikningsjöfnuði ákærða Helga Magnússonar pr. 31. ágúst 1984 segir, að niðurstöður hafi gefið til kynna, að umrædd fjárhæð kr. 2.453.202 hafi í reynd verið kom- in inn í millifærsludálk í reikningsjöfnuð inum, en verið strokuð út aftur. '¦ 5.1 skýrslunni kemur fram, að þegar geng- ið hafi verið frá milliuppgjörinu muni hafa legið fyrir óendurskoðað uppgjör frá Hafskip Holdings Inc. fyrir sama tímabil, og sam- kvæmt því hafi tapið verið $ 296.750, en í uppgjöri Hafskips var gert ráð fyrir að tapið væri $ 183.319 eða $ 113.431 lægri fjár- hæð. Telja endurskoðendurnir að þar sem uppgjörið frá Hafskip Holdings Inc. hafí leg- ið fyrir, hafi verið eðlilegt að færa þá tapfjár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.