Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 37 í þrem liðum. í 1. lið sagði, að kjörin væru núverandi laun samkvæmt launabók- haldi félagsins og 60% þar á eins og verið hafi gegnum opinn reikning í vörslum fram- kvæmdastjóranna og mæti að hluta kostn- aði. Þá var í 4. lið þessarar bókunar hlutdeild i hagnaði félagsins hækkuð í 3% með sama útreikningi og í fyrra samkomulagi. Sam- kvæmt 5. lið þessa samkomulags skyldi fyrra samkomulag gilda til ársloka 1979 og þá tæki þetta við. Enn var launakjörunum breytt 15. desem- ber 1983 og var prósentan á þóknun vegna ágóða lækkuð um þriðjung vegna ársins 1984. Mikill ágreiningur hefur verið í máli þessu um túlkun ofangreindrar 60% heimildar. Því er haldið fram af ákærðu Björgólfi og Ragn- ari, að hún sé launauppbót til viðbótar föstum launum og ágóðaþóknun. Er því haldið fram af hálfu ákærðu, að orðin “og mæti að hluta kostnaði" þýði, að ákærðu hafi átt rétt á allt að 60% ofan á föst laun, sem væri að hluta laun og að hluta til greiðslu á svonefnd- um jarðarkostnaði. Þeir stjórnarmenn, sem sömdu um þessi starfskjör af hálfu stjórnarinnar, staðfestu þá skoðun ákærðu, að þarna hafí verið um launauppbót að ræða að hluta. Oreiða var hjá félaginu á bókhaldi yfir stöðu launakjara þeirra, samkvæmt ágóða- þóknun og svonefndri 60% reglu og lét endur- skoðandi félagsins, ákærði Helgi, undir höfuð leggjast að gera upp þessa reikninga eins og honum bar. Að sögn ákærða Helga létu ákærðu Björ- gólfur og Ragnar honum í té yfirlit yfir greiðslur af þessum tékkareikningum og færði hann lokagreiðslur í bókhaldi fyrir- tækisins samkvæmt þeim. Auk þess kvaðst hann hafa sent skattyfirvöldum launamiða í samræmi við þær launagreiðslur, sem greidd- ar voru af reikningunum. Fylgiskjölin voru hins vegar í vörslum ákærðu Björgólfs og Ragnars. Ekki þykir einsýnt, að ákærðu hafi verið ljóst, hvernig staða launakjara þeirra var, hvort þeir áttu inni eða væru í skuld við félag- ið, þegar þeir inntu af hendi þær greiðslur, sem um ræðir í liðum 1-4. Fullyrðing ákærðu, að þeim hafi verið heimilt að ávísa út af reikningunum til per- sónulegra nota, er stáðfest af stjórnarmönn- um þeim, sem sömdu við þá. Samkvæmt þessu gátu greiðslur út af þessum reikningum verið að hluta til persónulegra þarfa þeirra og ekki í þágu félagsins. Verður samkvæmt þessu öllu ekki tekin sérstaklega afstaða til liða 1-4 í þessum kafla ákærunnar, en þær fjárráðstafanir sem þar eru tilgreindar þykja falla undir framangreinda heimild ákærðu. Samkvæmt framansögðu verður heldur ekki tekin afstaða til þess, hvort ákærðu áttu inni ágóða hjá félaginu eða ekki. Samkvæmt 6. lið er ákærða Björgólfi gef- inn að sök fjárdráttur með notkun þargreinds tékka, sem hann lét ákærða Pál Braga greiða sér af reikningi hans, en andvirði tékk- ans greiddi ákærði Björgólfur tilteknum aðila sem ferðastyrk. Þá er ákærðu Björgólfi og Páli Braga gefinn að sök fjárdráttur samkvæmt 5. og 7. lið með notkun þargreindra tékka og ákærða Ragnari ásamt þeim samkvæmt 7. liðnum, en alla framangreinda tékka gaf ákærði Páll Bragi út af reikningi þeim, sem hann hafði sérstaklega undir höndum. Loks er ákærðu Björgólfi og Páli Braga gefinn að sök fjárdráttur vegna tékka þess, sem félagið fékk frá H.f. Eimskipafélagi íslands sem var endurgreiðsla á helmingi fjárhæðar tékkans, sem ákærði Páll Bragi gaf út sam- kvæmt 7. lið. Rétt þykir að taka afstöðu til þessara þriggja liða hvers um sig. Að því er snertir tékkann í 5. lið þykir ekki vera komin fram, gegn neitun ákærðu sönnun þess að fjárhæð tékkans hafi verið notuð í öðru skyni, en þeir hafa borið. Varðandi tékkann í 6. lið, er ósannað, að greiðsla þessi hafi, svo að óyggjandi sé, verið félaginu óviðkomandi, enda hefur við- takandinn borið að greiðslan hafi verið vegna vinnu í þágu félagsins. Það athugast, að hér hefur ekki verið ákært fyrir skjaiafals. Fram er komið, að ákærðu Björgólfur og Ragnar höfðu samkvæmt stöðu sinni rúma heimild stjórnarinnar til þess að gi-eiða styrki til ýmissa aðila, m.a. að aðstoða aðila, sem áttu í fjárhagslegum vandræðum, en þessi fyrirgreiðsla var háð mati ákærðu á hverjum tíma. Með hliðsjón af því, sem að framan hefur verið rakið um heimildir ákærðu Björgólfs og Ragnars til styrkveitinga, þykir ákærðu hafa verið heimilt að standa að þeirri styrk veitingu, sem lá að baki tékkans, sem ákærði Páll Bragi gaf út samkvæmt 7. lið ákærunnar. Styrkþegi ákærðu kannaðist ekki við að hafa tekið við nema kr. 100.000 af andvirði umrædds tékka. Er óupplýst, hvern- ig á þessu misræmi stendur og verður ekki fullyrt, hvað af mismuninum varð. Engin gögn liggja fyrir um, hvað varð af andvirði þess tékka að fjárhæð kr. 60.000, sem Hafskip h.f. fékk frá Eimskipafélaginu, en tékkann framseldi ákærði Páll Bragi og seldi í banka. Engin færsla er í bókhaldi Hafskips h.f. um þessa endurgreiðslu. Kvaðst ákærði Páll Bragi hafa afhent ákærða Björgólfi andvirði tékkans og hefur hann viðurkennt að hafa veitt því viðtöku. Hafi það verið notað til ýmissa styrkveitinga á vegum félagsins í tilefni jóla._ Oupplýst er, hver eða hverjir fengu þetta fé. Ákærði Björg- ólfur kvaðst hafa litið svo á, að færslan á kr. 120.000 dygði og þótti óþarfi að færa fjárhæðina á ný inn og út úr bókhaldinu, þar sem hann hafði þegar skrifað upp á heimild fyrir kr. 120.000, sem skyldi færast sem gjafir og styrkir. Enda þótt engin færsla sé finnanleg í bók- haldi félagsins vegna tékkans að fjárhæð kr. 60.000 þykir óvarlegt, gegn neitun ákærðu, að slá því föstu að ákærðu Björgólfur og Páll Bragi hafi, annar eða báðir, dregið sér þetta fé. Samkvæmt 8. lið þessa kafla ákærunnar er ákærðu Björgólfi, Páli Braga og Ragnari gefið að sök að hafa sýnt af sér stórfellda óreglusemi í bókhaldi með því að vanrækja skil á fylgiskjölum, styðja færslur við ófull- nægjandi eða villandi fylgiskjöl, færa til gjalda ýmis persónuleg útgjöld ákærðu sjálfra og annarra starfsmanna Hafskips h.f. og sjá ekki til þess, að lokafærslur í bókhaldi Hafskips h.f. væru í samræmi við raunverulegar greiðslur af þessum reikningum. Ákærðu mótmæla því að hafa brotið af sér með þessum hætti. Ákærðu, Björgólfur, Páll Bragi og Ragnar héldu ekki sérstakt bókhald yfir þá reikn- inga, sem þeir höfðu í vörslum sínum. Upp- gjör reikninganna var ekki í þeirra höndum, heldur varsla fylgiskjala. Verður ekki á það fallist, að ákærðu hafi vanrækt skil fylgi- skjala, en þau voru á skrifstofum ákærðu í húsakynnum félagsins og ákærða Helga þar tiltæk. Verður ekki 'séð, að ákærðu hafi bo- rið að eiga frumkvæði að því að flytja fylgi- skjölin sérstaklega í hendur ákærða Helga á skrifstofu hans, enda eðlilegasti vörslustað ur fylgiskjalanna á skrifstofu félagsins, þar sem önnur fylgiskjöl þess voru varðveitt. Ljóst þykir, að ákærðu hafi ekki gætt þess að hafa reiður á þeim fylgiskjölum, sem fylgja áttu reikningunum, sem voru í þeirra vörslum. Hins vegar ber til þess að líta, að til þess að talið sé að brot sé framið gegn lagaákvæði því, sem framangreind háttsemi ákærðu er talin varða við, þarf að vera um stórfellda óreiðu að ræða og er ekki komin fram sönnun þess, að svo hafi verið. I máli þessu hafa ekki verið tilgreind þau skjöl, sem talin eru ófullnægjandi og vill- andi, svo sem nauðsyn hefði borið til. Áður hefur verið fjallað um persónuleg útgjöld ákærðu og annarra. Þá liggur fyrir í málinu, sbr. umfjöllun í III. kafla að ákærði Helgi átti að annast lokafærslur í bókhaldi Haf- skips h.f. og sjá um að þær væru í samræmi við raunverulegar greiðslur af reikningunum. Samkvæmt framansögðu ber að sýkna ákærðu Björgólf, Ragnar og Pál Braga af því, sem þeim er gefið að sök í liðum 1-8 hér að framan. Þar sem ákærðu Björgólfur, Ragnar og Páll Bragi eru sýknaðir af því, sem þeim er gefið að sök í 1.-7. lið hér að framan, ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna ákærða Helga af hilmingu á þeirri háttsemi, sem þar greinir og lýst er í 9. lið. V. kafli Ákærði Páll Bragi, hélt því fram, að ákær- ulýsingin í þessum kafla væri röng og hafi hann hvorki útbúið þau skjöl, sem um ræðir í þessum kafla né sagt til um efni þeirra og ekki vitað á umræddum tíma, að þau gætu verið efnislega röng. Ákærði kvaðst ekki hafa haft blekkingar í huga. Fyrirtækið hafi skuldað viðkomandi aðilum greindar fjárhæð- ir í öllum tiivikunum og ekki hafi verið eðlis- munur á færslumáta þessara fjárhæða í rekstraruppgjöri Hafskips h.f. Kvaðst ákærði hafa fengið alla reikningana fullbúna í hend- ur. Þá hefur hann staðfest að hafa gefið út þá tékka, sem notaðir voru til að greiða reikn- ingana með. Ákærði staðfesti, að vitnið Jón Sævar hafi átt inni hjá fyrirtækinu þær fjárhæðir, sem voru á reikningunum fjórum í a-lið, en þeir hljóða upp á viðhald og viðgerðir á gámum að fjárhæð samtals kr. 28.320 og viðhald á Faxaskála 2 að fjárhæð kr. 15.000. Sjálfur kvaðst ákærði hafa átt inni þá fjárhæð, sem var á reikningnum í b-lið, en hann hljóðaði upp á viðgerð á sex gámum samkvæmt til- boði að fjárhæð kr. 60.000. Vitnið Þórunn átti inni þá fjárhæð, sem var á reikningnum í c-lið, sem var fyrir 240 rúmmetra af grús. Vitnið Jón Sævar kannaðist við að hafa látið ákærða hafa reikningseyðublöðin, sem reikningarnir í a og b-lið eru gerðir á, en mundi ekki eftir að hafa útbúið þá. Kvaðst vitnið hafa látið ákærða hafa eyðublaðið, sem reikningurinn í b-lið er á, gegn því að fá að setja inn reikningana í a-lið. Var ætlunin með þessu að komast hjá að gefa launin upp til skatts. Ákærði staðfesti, að vitnið Jón Sævar hafi afhent honum reikningana fjóra og hafi ákærði notað þá til gjaldfærslu í bókhaldi félagsins. Þá notaði ákærði reikninginn í b-lið í bókhaldinu og greiddi vitninu Þórunni fyrir kandídatsritgerðina gegn afhendingu reikningsins í c-lið. Ljóst er, að reikningarnir sex eru allir fylgi- skjöl með greiðslum, sem voru fyrir annað en það, sem á þá var skráð. Stóð ákærði að því að skjöl þessi, sem voru röng, voru notuð í bókhaldi Hafskips h.f. Skiptir þá eigi máli, hvort þau voru notuð þar sem aðalgögn eða undirgögn. Með hliðsjón af framansögðu er sannað, að ákærði Páll Bragi hafi gerst sekur um það, sem honum er gefið að sök í þessum 'kafla ákærunnar og þar er rétt fært til refsiákvæðis. VI. kafli Samkvæmt þessum kafla ákærunnar er ákærða Björgólfi gefinn að sök fjárdráttur, en til vara umboðssvik að því er tvo síðustu liðina varðar, en þessum sökum neitar ákærði alfarið. Ákærði heldur því fram, að greiðslurnar sjö hafi ekki verið félaginu óviðkomandi og að um gæti verið að ræða, að 60% heimildin ætti við, en hún hafi einnig átt við greiðslur af þessum reikningi. Verður nú tekin afstaða til þessara liða hvers um sig um sig. 1. Hér er ákærða Björgólfi gefið að sök að hafa dregið sér andvirði þeirra 7 tékka, sem gerð er grein fyrir í þessum lið og ákærði fékk alla afhenta eða lét greiða vegna þess, sem lýst er, að því er hvern þeirra varðar. Ákærði hefur gefíð skýringar á hvem greiðslu fyrir sig. a-b) Ákærði kvað þessar greiðslur viðskipt- atengdar og hafi hann jafnvel ætlað sér að ráða viðtakandann til vinnu. Ákærði kvað þessar greiðslur geta átt undir 60% heimildina. Vitnið Jón Samsonarson Alexandersson kvaðst hjá rannsóknarlögreglu hafa tjáð ákærða Björgólfi í byrjun árs 1983 að það ætlaði í viðskiptaerindum til Kaupmanna- hafnar. Það hafi ekki átt fyrir ferðinni. Sagði vitnið ákærða Björgólfi frá þessu og innti hann eftir, hvort það gæti fengið far með einhveiju skipa Hafskips h.f., en vitnið þekkti ákærða Björgólf vegna fyrri viðskipta við hann. Tjáði ákærði vitninu, að það gæti farið á tiltekna ferðaskrifstofu og sótt þang- að farseðil, sem ákærði pantaði og greiddi. Kvaðst vitnið aldrei hafa greitt ferðaskrif stofunni þennan farseðil. Að öllum líkindum hafi það einnig fengið fyrir farareyri tékkann í b-lið, sem það framseldi og seldi í Lands- bankanum. Kvaðst vitnið ekki hafa farið þessa ferð á vegum Hafskips h.f., enda hafi það ekkert átt inni hjá félaginu. Hér hafi verið um persónulegan greiða ákærða Björ- gólfs við vitnið að ræða. Vitnið staðfesti skýrslu þessa fyrir dómi, en kvaðst hafa verið hálfruglað og hrætt við skýrslugjöfina hjá rannsóknarlögreglu. Það vildi hins vegar bæta því við, að þessi persón- ulegi greiði hafi sjálfsagt verið frá Hafskipi h.f., en það hafi borið á annan veg hjá rann- sóknarlögreglu, þar sem það vildi ekki tengj- ast þessu máli á þessum tíma. Það hafi stað- ið til, að vitnið færi að vinna fyrir Hafskip h.f. í Danmörku 1983. c) Ákærði taldi sig hafa verið að kaupa bretti með þessari gi-eiðslu og hafi fylgiskjöl vegna þeirra kaupa verið á skrifstofu sinni, en um það er áritað á kvittunina. Sagði ákærði, að það hafi komið fyrir, að hann framseldi handhafatékka, sem hann afhenti öðrum og hafi svo verið gert hér. Sá tékki, sem um ræðir í þessum lið var greiddur út í Útvegsbankanum. Fyrst bar ákærði hjá rannsóknarlögreglu, að tékki þessi hafi farið til Evrópuviðskipta h.f., en það reyndist ekki vera rétt. Kvittun ákærða fyrir þessari greiðslu fylgdu engin undir- gögn, aðeins stóð á kvittuninni, að greitt væri vegna kaupa á brettum. Ákærði taldi eignfærsluna á þessu í bókhaldinu stafa af því, að hann hafi hringt í bókhaldið og fengið viðkomandi færslunúmer, en það hafi verið mistök að færa þetta sem eignfærslu á brettum og hafi honum verið gefið upp rangt bókhaldsnúmer. Hann taldi að fylgi- skjalið með kvittuninni ætti að vera á skrif- stofu sinni. Það fannst ekki. Síðar bar ákærði hjá rannsóknarlögreglu, að umræddur tékki væri greiðsla til vitnisins Kristins Sófusar, sem bað um þóknun eða greiðslu á þessum tíma vegna kostnaðar við undirbúning á sölu á fiski í gámum til Dan- merkur og bauðst ákærði til að styrkja verk- efnið, ef ekki gengi eins vel og til stóð. Kvaðst ákærði hafa viljað ná út brettum fyr- ir Hafskip h.f. fyrir þá upphæð sem vitnið Kristinn Sófus bað um, en það hafí einnig verið að kanna tilboð í bretti fyrir félagið á þessum tíma. Ákærði fékk ekki loforð fyríg** brettum frá vitninu. Af framangreindum ástæðum kvaðst ákærði hafa látið færa þetta á brettakaup, en hann hafi viljað hafa fylgi- skjölin hjá sér. Kvaðst ákærði hafa staðið í þrasi við vitnið um þetta mál, en brettin hafi aldrei komið og ákærði ætlað að breyta fylgiskjalinu í umboðslaun. Af því hafi þó ekki orðið. Skýring ákærða á framsali sínu á tékkanum var sú, að vitnið hafi verið í Danmörku og beðið um að láta greiða eitt- hvað fyrir sig hér heima, en ekki mundi ákærði, hvað eða hver átti hlut að því rnáli. Vitnið Kristinn Sófus bar, að það hafi leit- að tilboða í vörubretti fyrir Hafskip ásamt reyndar fleiru, en af brettakaupum hafi ekki orðið og ekki mundi vitnið eftir þessari greiðslu. Vitnið taldi, að greiðslan væri ekki tengd verkefnum varðandi útflutn- ing á ferskum gámafiski, sem það fékk þókn- un fyrir hjá Hafskipi h.f. d-g) Ákærði sagði að hann hafi fengið alla tékkana í þessum liðum aflienta og væru þeir dæmigert uppgjör á smáreikningum, sem hann hafí lagt út fyrir og heft við nótuafritið. I vörslum hans hafi verið tugir slíkra reikninga, sem gátu verið veitingahús- anótur, símareikningar o.ft. Taldi ákærði, að á starfstíma sínum hafi uppgjör með þessum hætti verið nokkur hundruð. Lagt hefur ver- ið fram í málinu sýnishorn af slíkum reikningum. Aður hefur verið gerð grein fyrir því, i^r> ákærðu Björgólfur og Ragnar höfðu mjög víðtækar heimildir til ráðstöfunar á fé fyrir- tækisins. Hefur því verið slegið föstu, að þeir hafi haft heimild tii ráðstöfunar á því fé, sem var greitt út af hinum sérstöku tékka- reikningum, sem öðru nafni nefndust jaðarreikningar. Að því er várðar þær greiðslur, sem hér um ræðir, voi'u þær greiddar út af aðalbanka- reikningi fyrirtækisins, sem ákærði hafði stöðu sinni samkvæmt fulla heimild til a.m.k. svo lengi, sem um var að ræða greiðslur vegna fyrirtækisins. í ákærunni er því haldir^ fram, að allar greiðslurnar sjö hafi verið í eigin þágu ákærða eða annarra og væru fé- iaginu óviðkomandi. Gegn neitun ákærða og vegna skýringa hans þykir, vegna víðtækrar heimildar hans sem framkvæmdastjóra ekki komin fram sönnun fyrir því, að hann hafi með þessum fjárráðstöfunum gerst sekur um fjárdrátt og verður hann því sýknaður. Þá þykir með sömu rökum og vegna dómsframburðar vitn- isins Jóns Samsonarsonar einnig bera að sýkna ákærða af liðum a-b. Að því er varðar c-liðinn, er sannað, að engin brettakaup lágu að baki greiðslunni. Þykja skýringar ákærða, sem hefur orðið margsaga, ekki marktækar varðandi þessa greiðslu. Hann hefur sjálfur framselt ték- kann, en ekki getað upplýst í hvað peningarij— ir fóru og greiðslunni fylgdi aðeins fylgiskjai útbúið af ákærða. Þá kannaðist vitnið Krist- inn Sófus ekki við greiðsluna. Þykir meðferð ákærða á þessari greiðslu á þann veg, að sannað er, að hann hafi dregið sér þessa greiðslu og er það brot á 247. gr. almennra hegningar-laga. 2. Ákærði Björgólfur keypti bifreiðina R- 4679 af Jöfri h.f. samkvæmt kaupnptu dag- settri 1. desember 1983. Frá kaupverðinu var dregið andvirði eldri bifreiðar ákærða, sem Jöfur h.f. tók upp í kaupverð hinnar nýju bifreiðar fyrir kr. 200.000. Eftirstöðvar kaupverðsins kr. 302.386, voru skuldfærðar á Hafskip h.f. Á árinu 1984 var skuldin vegna bifreiðar- innar færð af viðskiptareikningi Hafskips h.f. hjá Jöfri h.f. yfir á ákærða Björgólf por- - sónulega, en kom hins vegar ekki fram á skattframtali ákærða árið 1985. Á árinu 1985 vcru eftirstöðvarnar ógreidd- ar, en 19. september þ.á. gaf Hafskip h.f. út kreditnótu til Jöfurs h.f. að fjárhæð kr. 587.959. Á nótunni kom fram, að um væri að ræða gengismun, taxtamun og bakfærða dr&tarvexti vegna áranna 1983 til 1985. Vitnið Eyjólfur Brynjólfsson, framkvæmd- astjóri Jöfurs h.f., skýrði nótuna þannig, að það hafi krafið Hafskip h.f. um samtals kr. 964.285, vegna gengismunar, vaxta, dráttar- vaxta og framangreindrar skuldar ákærða Björgólfs. Ákærði hafi þá rætt um að skulda-^ jafna milli fyrirtækjanna þannig að Hafsklp" h.f. gæfi út kreditnótu til Jöfurs h.f. og eftir- stöðvarnar af andvirði bifreiðarinnar yrðu greiddar með þeim hætti. Vitnið fékk síðan umrædda kreditnótu frá Hafskipi h.f. og leit svo á, að rnálið væri uppgert, þó að ijárhæð- in væri mun lægri en hann hafði farið fram á í upphafi. Vitnið mundi ekki til þess, að nokkuð hafifi^ verið gert til þess, að senda Hafskipi h.f. eða ákærða Björgólfi gögn til staðfestingar því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.