Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 KARATE Þorleifur tvöfald- ur IMorðurlanda- meistari í karate Morgunblaðið/Fríða Proppe Þorleifur Jónsson setur sig hér í stellingar um leið og hann sýnir verðlaunagripina sem hann hlaut á Norður- landameistaramótinu í Svíþjóð. Á minni myndinni er Þor- steinn Yngvi Bjamason sem hafnaði í 5. sæti í sama flokki. ÞORLEIFUR Jónsson, 15ára karatemaður úr Stjörnunni, varð tvöfaldur meistari í sínum aldursflokki á GOJU- KAI IMorðurlandamótinu íkar- ate sem fram fór í byrjun júní. Móti fór fram í Karlskoga í Svíþjóð, en þar fóru einnig fram hinar árlegu æfingabúð- ir GOJU þar sem 300 þátttak- endurfrá 18 þjóðum voru saman komnir. Þoleifur sigraði bæði í Kumite og Kata og fékk síðan sér- stök afreksverðlaun þar sem hann var eini keppandinn sem varð tvö- faldur Norður- landameistari á mótinu. Hann vann allar fimm glímur sínar í Kumite nokkuð örugglega og í úrslitum keppti hann við Norð- mann og vann, 5:4. Keppendur í Kumite voru 25, en í Kata tóku 40 keppendur þátt og hafði Þor- ValurB Jonatansson skrifar leifur þar mikla yfirburði. Þorleifur býr í Hafnarfirði en æfir með karatedeild Stjörnunnar í Garðabæ þrisvar til fimm sinnum í viku. „Eg byrjaði að æfa ellefu ára gamall og var þá í handboltan- um með Haukum en hætti og ákvað að snú mér eingöngu að karate," sagði Þorleifur. Hann varð einnig Islandsmeistari ungl- inga í Kata á síðasta íslandsmóti og lenti í öðru sæti í Kumite, sann- arlega góður árangu hjá þessum unga íþróttamanni. Þorleifur sagði að honum þætti skemmtilegast að keppa og að uppáhaldsgreinin væri Kata, sem eru stílfærðar einstaklingsæfing- ar. Þorleifur er með 5 KYU, sem er fimmta styrkleikagráða karte- manna af 10. llann hældi þjálfara sínum, Shihan Ingo de Jong frá Svíþjóð, mjög og §agði að hann væri besti karateþjálfari í Evrópu. De Jong hefur starfað hér á landi síðustu fjögur árin. Karate krefst mikils aga. Þor- leifur sagði að strákarnir í skólan- um væru stundum að reyna að fá sig til að slástv„Ég reyni að forðast öll slagsmál. Karate er fyrst og fremst sjálfsvarnaríþrótt. Ef það myndi fréttast að ég hafi verið að slást og notað þau brögð sem ég hef lært yrði ég örugglega settur í keppnisbann og jafnvel rekinn úr karatefélaginu," sagði hann. Auk Þorleifs tóku tveir aðrir karate- menn þátt í Norður- landamótinu, Sölvi Rafnsson, Baldri, sem keppti í opnum flokki og Þorsteinn Yngvi Bjarnason sem hafnaði í 5. sæti í sama flokki og Þorleifur í Kata. Eftir Norðurlanda- mótið í Karlskoga dvöldu þeir félagar í þijár vikur við æf- inar í rétt fyrir utan Stokkhlólm. 1 TENNIS / WIMBLEDON Garríson í úrslití fyrstasinn Zina Garrison frá Bandaríkjunum kom mjög á óvart í gær er hún sigraði Steffi Graf, meistara tvö und- anfarin ár, í undanúrslitunum á Wimbledon. Garrison, sem er 27 ára gömul, hefur aldrei náð í úrslit á einu ^_af fjóru stóru mótunum en Graf hef- ur sigrað í þeim öllum. En í gær átti Graf ekkert svar við kraftmiklum og öruggum leik Garrison sem sigraði 6:3 3:6 6:4. Hún mætirMartinu Navr- atilovu í úrslitum sem sigraði Gabri- elu Sabatini, 6:3 6:4.’ „Mér hefur gengið vel og náð að halda jöfnum leikjum. Nú vona ég bara að ég nái einum góðum leik í viðbót," sagði Garrison, en hún hafði áður lagt að velli Moniku Seles. Hún sótti stíft að netinu en átti í vandræð- um með kraftmiklar uppgjafir Graf. í þriðju hrinu í úrslitalotunni tókst Garrison að sigra með frábærri bak- hönd og eftir það var sem Graf gæf- ist upp. Síðasta stigið fékk Garrison með frábærri uppgjöf, nokkuð sem jáfc-riestir áttu von frá Steffi Graf. „Ég hef oft leikið gegn henni og var nálægt sigri í tveimur síðustu leikjum. En nú var ég ekki hrædd við kraftinn og það skipti mestu máli,“ sagði Garrison. Þess má geta að Graf, sem hefur tekið þáttí 42 mótum, hefur aðeins þrívegis tapað svo snemma. Martina Navratilovu átti ekki í vandræðum með Sabatini og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í ellefta sinn. Hún stefnir að meti og nær því, tak- ist henni að sigra á morgun, en það yrði níundi sigur hennar. Navratilova sagði að sigur Garri- sqn hefði komið sér mjög á óvart: „Ég hafði ekki tíma til að hugsa um það meðan á leiknum stóð og ég held að það skipti ekki öllu máli. Sú sem leikur betur vinnur. Svo einfalt er það,“ sagði Navratilova. Hún hefur leikið á Wimbledon síðan 1973 og sigri hún á morgun hefur hún unnið sér inn rúmar sextán milljónir dollara á ferlinum. Opinber studningsaðili HM 1990 Philips sérum iýsinguna íkvöld í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 16-liða úrslituin Bikarkeppni KSI. Valur og Fram mætast á Laugardalsvelli kl. 20 og FH og Stjarnan á Kaplakrikan- um á sama Líma. Einn leikur er í 1. deild kvenna: KR og Þór leika á KR velli kl. 20. Fjórir leikir eru í 4. deild. Ernir—Reynir, Lcttir—Skallagrímur, Stokkseyri— Árvakur og SM—HSÞ b. ■ MIKIL ólæti brutust út í Lon- don í fyrrakvöld eftir að Englend- ingar höfðu tapað fyrir Vestur- Þjóðverjum. Olátaseggir gengu um götur borgarinnar í hundraða tali og fengu útrás fyrir reiði sína með því að beija á þýskum bifreið- um! I Brighton átti hópur þýskra námsmanna fótum sínum fjör að launa er ólátabelgir eltu þá um götur borgarinnar og í Southamp- ton tóku óánægðir bargestir sig til og lögðu barinn bókstaflega í rúst eftir að Englendingar höfðu mis- notað tvær vítaspyrnur í röð. ■ EN ÞAÐ voru ekki allir Eng- lendingar sem grétu tapið og nokkrir þeirra skáluðu í kampavíni eftir tapið. Rumbelows, ensk versl- un með heimilistæki, hafði heitið því að endurgréiða milljónir gunda ef Englendingar kæmu frá ítaliu með bikarinn, enda ekki útlit fyrir slíkt. En góður árangur Englend- inga er líða tók á keppnina hélt eigendum verslunarinnar andvaka nótt eftir nótt. Loks eftir spennandi vítaspyrnukeppni gegn Vestur- Þjóðveijum gátu eigendurnir an- dað léttar. Tiyggingin sem þeir tóku fyrir tjóninu dugði nefnilega aðeins fyrir litlum hluta og hefðu Englendingar unnið hefðu versl- unareigendurnir þurft að endur- greiða sem svarar 720 milljónum íslenskra króna. ■ BODO Illgner, markvörður Vestur-Þjóðverja, sagðist vilja til- einka Pierre Littbarski vítaspyrn- una sem hann varði. „Hann hefur leikið mjög vel en gat því miður ekki verið með í kvöld,“ sagði Illgn- er eftir leikinn. Littbarski leikur með Illgner hjá Köln og sagðist ekki minnast þess að hann hefði varið vítaspyrnu: „Ætli hann hafi ekki gert það síðast í yngri flokkun- um,“ sagði Littbarski. ■ ENSK blöð hafa verið dugleg við að gagnrýna enska landsliðið. Að mati blaðann var undirbúnings- tímabilið misheppnað, leikmenn þreytulegir og léku gamaldags knattspyrnu og áttu engu mögu- leika f keppninni. En eftir leikinn gegn Þjóðverjum var komið annað hljóð í strokkinn. Öll sem eitt lofuðu blöðin leik enska liðsins, leikmenn og þjálfara, og máttu vart vatni halda yfír glæsilegra framgöngu liðsins. The Surt, sem lagði til að enska landsliðið yrði sent heim eft- ir jafntefli gegn írum endu ættu allir skynsamir Englendingar að skammast sín fyrir liðið, sagði í gærmorgun að enska liðið hefði leikið vel og djarflega og allir gætu verið stoltir af þessu frábæra liði sem hefði verið þjóðinni til sóma! M EDGARDO Codesal, læknir frá Mexíkó, dæmir úrslitaleik Vest- ur-Þýskalands og Argentínu. Línuverðir hans verða Michal Listkiewicz frá Póllandi og Ar- mando Perez frá Kólumbíu. Leik- inn um 3. sætið dæmir Frakkinn Joel Quinio. Bikarkeppnin 1 6 li<5a úrsjjt Kcaplakrikavöllur ■ kvöld kl. 20.00. ^ FH— Stjarnan ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.