Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 15 ar standi undir sér. En þetta er útúrdúr. Leikhúsreynsla — bíóreynsla? Og nú er mál að fjalla um tillög- ur byggingamefndar og hvaða af- leiðingar þær muni hafa. Því það tekur margt breytingum við það að batni „öll aðstaða leikhúsgesta til þess að njóta leiksýninga" — eins og nefndin lætur nægja að rök- styðja tillögu sína. Fyrst og fremst veldur aukinn gólfhalli breytingu á sjónarhorni áhorfenda; þeir verða ekki lengur varir hvers annars, en sjá leiksýn- inguna á sviðinu á svipaðan hátt og kvikmynd í bíó. Upplifunin af leiksýningunni verður þeim ekki lengur sameiginleg á sama hátt og áður, heldur færist í þá átt að verða bíóreynsla, sem er að öllu leyti and- stæð leikhúsreynslu áhorfandans, eins og ég hef skýrt hér að ofan. Aukinn halli áhorfendasvæðis gerbreytir auk þess forsendum leik- stjóra, leikmyndateiknara og ljósa- hönnuða (svo ekki sé minnst á leik- ara) til að móta svip hverrar sýning- ar — og einkum þó dýpt hennar. Til glöggvunar má líkja Þjóðleik- húsinu við ljósmyndavél sem stillt er á þröngt ljósop og djúpt skerpu- svið, það er að segja, áhorfandinn sér um fremur þröngt sviðsop, en getur horft langt inn eftir sviði. Ef gólfhalli er aukinn, glatast þessi beina sjónlína inn í sviðsbotn. Áhorfandinn verður að lyfta sjónum til að sjá þangað inn og þar með hefur hið sjálfkrafa skerpusvið hans breyst til hins grynnra. Því má líkja við ijósmyndavél sem stillt er á vítt ljósop og grunnt skerpusvið. En slíkt skerpusvið heyrir til leikhúsum með breitt sviðsop og breitt áhorf- endasvæði en hæfir alls ekki grund- vallararkitektúr Þjóðleikhússins. Ég hef gerst margorður um upp- lifun áhorfandans og eðli þeirrar leikhúsgerðar sem einkennir Þjóð- leikhús íslendinga. Það á sér að sjálfsögðu ákveðnar ástæður, og brýnasta ástæðan sú að ákveðið hefur verið að leggja í eðlisbreyting- ar á Þjóðleikhúsinu. Vinnubrögð byggingarneftidar Nú verður auðvitað að sjá tii þess að Þjóðieikhúsið — einsog önn- ur hús — fullnægi skilyrðum laga um brunavarnir, öryggi og reglum um aðbúnað á vinnustöðum o.s.frv. Slíkar kröfur breytast og þar með hús. Ég tel því enga goðgá að breyta umbúnaði við sviðsop svo brunatjald sinni tilgangi sínum né heldur að starfsfólki sé búin sæmi- leg aðstaða. Og hvað húsfriðunar- sjónarmið varðar þykir mér vand- séður tilgangurinn að geyma heilt hús til heiðurs arkitekti, hver eru takmörk slíkrar varðveislustefnu? En það er full ástæða að spyrja, hvernig á því stendur að horft hef- ur verið framhjá veigamiklum grundvallaratriðum þegar um ræðir að leggja í breytingar á Þjóðleikhús- inu? Það er því að mínu viti rétt að nokkuð sé fjallað um byggingar- nefnd sjálfa og vinnubrögð hennar. í byggingarnefnd situr enginn sérfróður maður um leikhús rneð áherslu á seinni lið þess orðs. Ég efa ekki, að nefndin hefur viljað vinna verk sitt af alúð og ein- lægni, og vafalaust jjess vegna, sem hún réð sér ráðgjafa. Sá heitir Mikl- os Ölverczky, sem hefur um langt árabil starfað í Svíþjóð. Enginn þar frýr honum vits á þeirri hlið er snýr að fyrirkomulagi ljósabúnaðar og sviðstækni allri, þótt nokkrum, sem ég hef rætt við, þyki nóg um þá áráttu hans að fela allt slíkt dót í ljósarám sem aka fram í myrkri og á bak við hlera á vegg. Én allir, sem ég hef rætt við, eru á einu máli um að þótt góður sé, hafi Mikl- os Ölverczky ekki til að bera nauð- synlega þekkingu á leikhússögu né byggingarsögu leikhúsa til að geta talist áreiðanlegur ráðgjafi um þau mál. Fræðilegar forsendur Mér hefur þótt einkennilegt að greina þess hvergi merki í skýrslum byggingarnefndar að menn vildu ganga vísindalega og nákvæmlega til verks þegar um ræðir breytingar á áhorfendasvæði hússins. Enginn leikhúsfræðingur hefur fjallað um þær útfrá sjónarmiðum þeirrar fræðigreinar. Óg hefði þó verið eðli- legt að byggingarnefnd Þjóðleik- húss leitaði slíkrar ráðgjafar; það er mikið í húfi að vel takist til um breytingar á Þjóðleikhúsinu, sem er merkileg bygging og að mörgu leyti ágætlega gerð. Og eina leik- húsbyggingin á íslandi sem lýtur leikhúsfræðilegum lögmálum end- urreisnarleikhússins. En það er ljóst, miðað við þær upplýsingar sem ég hef aflað mér, að byggingar- nefnd hefur skotist skemmstu leið milli bæja við lausn á verkefni sínu: Að marka stefnu fyrir framtíðar- skipulag og útlit Þjóðleikhúss. Og þar með hefur nefndin, sjálfsagt af tómu athugunarleysi, hvatt til breytinga á fyrirkomulagi áhorf- endasvæðis án þess að lægju fyrir fræðilega réttar forsendur slíkrar breytingar. Það er að- finnsluvert, svo ekki sé fastar að orði komist, því hvernig í ósköpun- um má búast við því, að viturlega sé ákveðið um breytingar á húsi ef enginn veit hvers eðlis húsið er útfrá leikhússögulegum forsendum eða hvaða lögmálum starfsemi inn- an veggja þess lýtur, eins og reynt hefur verið að skýra í þessari grein. En afleiðingarnar eru þær að íslenskir leikstjórar, leikarar, leik- myndateiknarare og ljósahönnuðir missa þá einu leikhúsbyggingu sem gefur færi á að vinna með dýptar- skyn í beinni sjónlínu úr sal. Og þegar að er gáð er missir þeirra listamanna sem í Þjóðleikhúsinu starfa einnig missir áhorfenda. Höfundur er búsettur í Stokkhólmi og hefur lokið prófí í leikhús- og kvikmyndafræðum frá Stokkhólmsháskóla. Hann er leikstjóri og starfar við dagskrárgerð fyrir hljóðvarp á íslandi ogíSvíþjóð. Atvinnumál skólafólks: Tæplega 100 enn á skrá í Reykjavík HJÁ Atvinnumiðlun námsmanna eru nú tæplega 100 námsmenn á skrá af rúmlega 1100 sem þar hafa skráð sig í sumar. Að sögn Elsu Valsdóttur hjá atvinnumiðluninni hefúr gengið vel að útvega náms- mönnum störf upp á síðkastið, og sagðist hún vona að það tækist að útvega þeim sem enn eru á skrá störf áður en atvinnumiðlunin lokar í lok næstu viku. Hjá Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar eru 25 námsmenn skráðir atvinnulausir. Alls sóttu um tvö þúsund námsmenn 16 ára og eldri um störf hjá borginni í sumar, og þar starfa nú um þijú þúsund náms- menn að meðtöldum unglingum í vinnuskóla borgarinnar. Nú eru alls 794 skráðir atvinnu- lausir hjá Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar og er það svip- aður fjöldi og í fyrra, en þá voru 780 skráðir atvinnulausir. Tökum ofan fyrir íslensku ostameisturunum MUNDU EFTIR 0ST1NUM Hann ber meistara sínum hollan vitnisburð sos-izpei visoinv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.