Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUE 6. JULI 1990 Trausti Sigurlaugs- son — Minning Fæddur 19. júlí 1934 Dáinn 30. júní 1990 Óneitanlega verður manni hverft við þegar fregn berst um fráfall fólks langt um aldur fram. Þannig hygg ég að hafi orðið um alla er þeim barst vitneskja um óvænt lát vinar ókkar, Trausta Sigurlaugsson- ar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar. Hann sem var allra manna hressastur og svo uppörv- andi að hitta og spjalla við hvenær sem var. Fyrir u.þ.b. 20 árum kynntist ég Trausta í tengslum við upphafið að íþróttastarfi fatlaðra hérá landi. Mér hafði verið falið af ÍSÍ að hafa á hendi forystu í því viðfangsefni og eitt af því fyrsta sem við gerðum var að leita samstarfs hjá Sjálfs- björgu - landssambandi fatlaðra og Öryrkjabandalagi íslands. Fram- kvæmdastjórar þessara heildarsam- taka voru þá Trausti Sigurlaugsson fyrir Sjálfsbjörgu og Guðmundur Löve fyrir Óryrkjabandalagið, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Þessir tveir öðlingsmenn og ósér- hlífnu dugnaðarforkar unnu síðan með mér í nefnd um nokkurra ára bil, við að koma íþróttastarfsemi fatlaðra í framkvæmd. Það braut- ryðjendastarf verður ekki rakið hér, en við sem þekkjum til bæði metum mikils og þökkum þeirra frábæra samstarf, sem vissulega á sinn stóra þátt í, að íþróttastarfsemi fatlaðra hér á landi er það sem alþjóð er kunnugt í dag og allir gleðjast yfir. Fljótlega kom að því að fyrsta íþróttafélag fyrir fatlaða var stofn- að, en það var íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík árið 1974 (ÍFR). Stofn- inn í því félagi var að mestu leyti einstaklingar sem jafnframt voru félagar í Sjálfsbjörgu. Það kom einnig strax í upphafi að því, að leita þurfti til Sjálfsbjargar með marga hluti, ekki síst húsnæðisað- stöðu bæði til æfinga og hvers kyns fundarhalda. Sjálfsbjargarhúsið í Hátúni 12 var þá nýlega tekið til starfa, en Trausti Sigurlaugsson var einn aðal umsjónarmaður með byggingu þess myndarlega og mikilvæga húss fyr- ir fatlaða. Forráðamenn Sjálfsbjarg- ar tóku frá upphafi vel í óskir ÍFR um ýmsa aðstoð og ekki lá Trausti Sigurlaugsson þar á liði sínu, enda gerði hann sér glögga grein fyrir þýðingu íþróttaiðkunar fyrir fatlað fólk, bæði félagslega og líkamlega. Hann hafði einnig kynnst því náið með starfi sínu í undirbúningsnefnd- inni á vegum ÍSÍ. Á 15 ára starfsferli ÍFR hefur Trausti reynst félaginu hinn mikil- vægasti stuðningsmaður, sem alltaf var hægt að leita til, enda bjó hann yfir langri félagslegri reynslu og þekkingu á mönnum og málefnum á vettvangi fatlaðra. Þeirri reynslu miðlaði hann óspart hinu nýja íþróttafélagi og kappkostaði að greiða götu þess í hvívetna. Trausti var fundarstjóri á nær öllum aðal- fundum félagsins og hann starfaði um árabil í fyrstu byggingarnefnd íþróttahúss fatlaðra, sem nú er risið á lóð Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Við ýmis tækifæri og á tyllidögum þeg- ar ÍFR efndi til mannfagnaðar var Trausti gjarnan fenginn til að halda í taumana. Honum var það einkar lagið að láta léttleika og skemmti- legheit svífa yfir vötnum og átti auðvelt með að koma auga á hinar spaugilegu hliðar hyers máls. ÍFR félagar eiga því margs góðs að minnast og hafa mikið að þakka þegar vinur okkar hverfur nú á annað tilverustig. Ég vil persónulega þakka Trausta Sigurlaugssyni sérstaklega gott og jákvætt samstarf um margra ára bil. Það er eitt af því sem ekki gleymist svo auðveldlega. Við vottum Helgu og einkadóttur- inni, Ester Ósk, ásamt aldraðri móður, okkar innilegustu samúð. Missir þeirra og harmur er mikill og tíminn einn með aðstoð hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar nær að græða hin viðkvæmu sár. fþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og Sigurður Magnússon. Með skyndilegum hætti er geng- inn drengur góður. Trausti Sigur- laugsson hefur kvatt þennan heim. Hann hafði gengið í gegnum þungbæra reynslu sjúkdóma um ævina, fyrst er hann sem ungur drengur fékk lömunarveikina og síðan er hann fékk hjartaáfall og gekkst undir skurðaðgerð í London, þá fulltíða maður. Allt stóð Trausti af sér, kom úr hverri raun, staðráðinn í að sigrast á erfíðleikunum. Hann hafði til að bera sterkan og hlýjan persónuleika og var jafnan í forystu þar sem hann fór. Vegna eigin reynslu, hafði hann djúpan skilning á erfiðleikum og þjáningum annarra og var því oft leitað til hans um aðstoð og ráð. Hann var svo sannarlega vinur vina sinna. Ógleymanlegar verða ferðir í Aðalvík í hópi ættingja og vina. Þar, sem og við fleiri slík tækifæri, var Trausti hrókur alls fagnaðar og ósjaldan þandi hann „nikkuna", við- stöddum til óblandinnar ánægju. Tengdaforeldrum sínum hefur hann sýnt ómælda hlýju, svo og tengdafólki öllu. „Manni þykir svo vænt um hann Trausta og hann er svo skemmtilegur," sagði eitt af börnunum í fjölskyldunni um Trausta Sigurlaugsson. Þau orð segja mikið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Þau hafa staðið þétt saman í gegnum tíðina, Trausti og eiginkona hans, Helga Hermannsdóttir. Hugur okkar allra er hjá Helgu og sólar- geislanum þeirra, henni Ester Ósk. Megi góður Guð veita þeim styrk á erfiðum stundum. Móður Trausta, Karítas Rósinkarsdóttur, systkinum og ástvinum öllum, sendum við ein- lægar samúðarkveðjur. Við kveðjum Trausta Sigurlaugs- son með þökk í huga og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum. Minningin um góðan dreng mun lifa. Fyrir hönd tengdafólks, Auður og Snorri. Heimurinn er hverfull og lífið óútreiknanlegt. Hann Trausti er dáinn, það er svo ótrúlegt að hann skuli vera horfinn yfir móðuna miklu, hann sem virtist vera svo eldhress, sem þingforseti á lands- sambandsþingi Sjálfsbjargar, sem haldið var dagana 21,—23. júní sl. Trausti fékk hjartaáfall árið 1981 og var þá skorinn upp. Aðgerðin tókst mjög vel og hann var svo ákveðinn í að láta sér batna eftir það áfall. Allt gerði hann til að bæta heilsuna, gekk upp á hvern dag og fór 'í sund, enda hvarflaði varla að manni annað en að hann væri kominn yfir þetta, en aldrei skildi maður segja aldrei því enginn ræður sínum næturstað. Trausti Sigurlaugsson fæddist á ísafirði 19. júlí 1934 og því tæplega 56 ára þegar hann deyr. Hann var einn af stofnendum Sjálfsbjargar á ísafirði er var stofn- að 1958 og fyrsti formaður þess. Hann flytur til Reykjavíkur árið 1960 ásamt unnustu sinni Helgu Hermannsdóttur, sem er fædd og ættuð úr Aðalvík þar fyrir vestan. Trausti kemur til starfa hjá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, 1. nóvember 1960 á skrifstofu þess á Bræðraborgarstíg. Þar vann ég undir hans stjórn í sumarafleysing- um. Hann var ákaflega góður yfir- maður og mér hjálplegur, sem var fákunnandi og byrjandi í skrifstofu- störfum. Einnig vann ég undir hans stjórn á skrifstofu landssambands- ins er þá var til húsa í Búnaðar- bankahúsinu við Hlemm. Það var gott að leita til Trausta, hann var vel inni í málum Sjálfs- bjargarfélagana um landið, enda varð það hans ævistarf að annast málefni Sjálfsbjargar á ýmsum vígstöðvum. Hann var kallaður til ýmissa trúnaðarstarfa á vegum Sjálfsbjargar, landssambandsins og Sjálfsbjargar í Reykjavík og ná- grenni. Trausti var í byggingarnefnd Sjálfsbjargarhússins frá upphafi. Uppbygging Sjálfsbjargarhússins hefur að miklum hluta verið í hönd- um Trausta alveg fram á hans dán- ardægur, eða í 24 ár, því bygging hússins hófst 1966. Þá var hann formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík og nágrenni frá 1983-1989. Eg starfaði með hon- um í stjórn félagsins í nokkur ár. Á ég margar góðar minningar frá þessum árum og af mörgu að taka. Við vorum ekki alltaf sammála í öllum málum, en samt varð sam- starfið við hann ákaflega gefandi því hann tók þannig á málum að flestir gátu vel við unað. Trausti var ekki einn af þeim sem hvarf í fjöldann, hann var atkvæða- mikill og ræðuskörungur hinn mesti og hrókur alls fagnaðar á öllum samverustundum Sjálfsbjargarfé- laga. Hann lét mörg mál til sín taka á meðan hann var formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík. . Eitt af hans áhugamálum var að koma á fót vernduðum vinnustað fyrir fatlaða í Reykjavík á vegum Sjálfsbjargar, en því miður entist honum ekki aldur til að sjá þann draum að fullu, verða að veruleika. Ég vissi að hann lagði mikla vinnu í að koma á fót þessum vinnustað því þetta var honum mikið hjartans mál. Hann hafði mikið yndi af ferða- lögum og fór í mörg ferðalög með Sjálfsbjörgu í Reykjavík og ná- grenni og einnig á sumarmót Sjálfs- bjargarfélaganna, sem haldin voru á fyrri árum víðsvegar um landið. Trausti var formaður ferðanefnd- ar hjá Sjálfsbjörgu í Reykjavík og var nýbúinn að skipuleggja ferð, sem farin verður 13. júlí nk. að Görðum á Snæfellsnesi. Að leiðarlokum þökkum við hon- um fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Einnig þakka ég honum persónulega samstarfið í gegnum árin. Það er mikill missir fyrir félag- ið og samtökin að missa hann á miðjum starfsdegi. Hans verður sárt saknað. Hvíli hann í friði og Guð blessi minningu hans. En sárastur er þó missir eigin- konu hans og dóttur, Helgu Her- mannsdóttur og Esterar Osk. Ég bið góðan Guð að styðja þær og styrkja um ókomin ár. Fyrir hönd stjórnar Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli í Sjálfsbjárgarhópnum um þessar mundir. Nú hefur Trausti Sigurlaugsson, einn af fulltrúum á stofnþingi Sjálfsbjargar og mikil- virkur baráttu- og félagsmálamað- ur, verið kallaður á brott fyrirvara- laust úr miðri eldlínu baráttunnar. Trausti Sigurlaugsson fæddist á ísafírði 19. júlí 1934, sonur hjón- anna Karítasar Ingibjargar Rósin- karsdóttur og Sigurlaugs Þorleifs Sigurlaugssonar. Strax í upphafi var Trausti í eldlínu baráttu Sjálfsbjargarfélag- anna. Hann var fyrsti formaður Sjálfsbjargar á ísafirði árið 1958 og einn af stofnendum þess félags. Sala ríkisfyrirtækja með þjóðargjöf eftir Guðjón Viðar Valdimarsson Ríkið gæti selt ríkisfyrirtæki meö því að gefa öllum lögráða eir.stakl- ingum eitt hlutabréf í viðkomandi ríkisfyrirtæki. Þetta hlutabréf væri með skráð gengi á verðbréfaþingi og ávinningur ríkisins væri sölu- hagnaður bréfanna. Markmið þess- arar aðgerðar væri að losa ríkissjóð við rekstur sem ætti ekki erindi á fjárlögum, styrkja hlutabréfamark- aðinn og gera stjórnendur ríkisfyr- irtækja beint ábyrga gagnvart þeim sem njóta þjónustu þeirra. Útgáfa hlutabréfa til þjóðarinnar Framgangsmáti gæti verið með þeim hætti að valið sé eitthvað til- tekið ríkisfyrirtæki eða fyrirtæki í eigu ríkisins sem pólitískur vilji væri til að selja, t.d. hlut ríkisins í Flugleiðum, Landsvirkjun, Pósti og síma, Landsbankanum, Búnaðar- bankanum svo eitthvað sé nefnt. Næsta skref væri að formlega breyta ríkisfyrirtækinu í hlutafélag með jafnmörgum hlutabréfum og „Ef ríkið gefur einstakl- ingi hlutabréf á 0 krón- ur sem síðar selur hlutabréfið á almennum markaði fyrir 1000 krónur, fær ríkið veru- legan hluta þess sölu- hagnaðar í sinn hlut." væntanlegir móttakendur væru og þá hlutabréf á nafnvirði sem næst raunvirði. Síðasta skref væri að senda öllum lögráða einstaklingum hlutabréf sitt að gjöf. Skráning geng-is á hlutabréftinum á verðbréfaþingi Hlutabréf þessi væru skráð á verðbréfaþingi og því gætu allir sem vildu selt bréf sín strax við mót- töku. Það mætti því telja sennilegt að fljótlega myndu mikið af bréfum skipta um eigendur en vegna hins mikla fjölda og þyí hversu stór þessi fyrirtæki eru er sennilegt að meiri- hlutaeign myndi ekki safnast á fárra hendur. Mikill ávinningur ríkisins Mönnum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að ríkið geti haft ávinning af því að gefa fyrir- tæki sín en sú er nú raunin. Ríkis- fyrirtæki hafa skattalega sérstöðu að mörgu leyti sem myndi breytast ef fyrirtækin yrðu gerð að almenn- ingshlutafélögum. Þó er einn þáttur sem ræður meira en aðrir í þessu sambandi en það er söluhagnaður hlutabréfanna. Ef ríkið gefur ein- staklingi hlutabréf á 0 krónur sem síðar selur hlutabréfið á almennum markaði fyrir 1000 krónur, fær ríkið verulegan hluta þess sölu- hagnaðar í sinn hlut. Nákvæmlega hver sá hlutur væri mætti ákveða við útsendingu bréfanna. Þessi sölu- hagnaður er heldur ekki einskorð- aður við fyrsta árið heldur framveg- is þegar bréfin skipta um eigendur. Stjórnendur ríkisfyrirtækja ábyrgir gagnvart hluthöfum Þegar ríkisfyrirtæki fer fram úr fjárlögum verður lítið um svör um ábyrgð. Þegar stjórnendur hlutafé- laga skila ekki fullnægjandi árangri kemur það fram í lækkandi gengi hlutabréfanna og endanlega framtíðarhorfum viðkomand WKm, Guðjón Viðar Valdimarsson stjórnenda. Það aðhald og hvatning sem hluthafar geta veitt stjórnend- um er verulega frábrugðin því sem ríkið veitir þeim. Má benda á að fyrst Alþingi og stjórnvöld nota góðar stöður hjá ríkisfyrirtækjum sem graslendur aldraðra stjórn-' málamanna, er það kannski eins gott. Neytendur, sem hluthafar stórra ríkisfyrirtækja, gætu haft bein áhrif á mótun stefnu annars vegar á hlutahafafundum og hins vegar sem fjárfestingaraðilar sem krefjast ávöxtunar á hlutafé sínu. Styrking hlutabréfamarkaðar Stjórnmálamenn hafa til skamms tíma unnið ötullega að því að renna styrkum stpðum undir hlutabréfa- markað á íslandi með breytingum á skattalögum. Þeir hafa séð hve mikilvægt það er að skapa íslensk- um fyrirtækjum valkost við láns- fjármögnun og að gefa almenningi kost á að taka beinan þátt í upp- byggingu atvinnulífsins. Einnig getur sterkur hlutabréfamarkaður losað ríkið við þær skyldur að sjá einstökum atvinnugreinum fyrir stofnfjársjóðum sem og áhættunni sem fylgir slíkum sjóðum. Útboð hluthafa af því tagi sem hér er lýst hefði verulega jákvæð áhrif enda umfangið slíkt að veltan á hluta- bréfamarkaðnum gæti eftir atvik- um, tvöfaldast sem aftur þýddi meiri tekjur fyrir ríkissjóð. Niðurlag Flest allir stjórnmálaflokkar hafa rætt eða komið með tillögur um sölu ríkisfyrirtækja en ekki getað framkvæmt þá stefnu. Ástæðurnar eru eflaust margvíslegar en mér kemur þrennt til hugar. í fyrsta lagi skortur á pólitískum vilja til að losa um vald ríkisvaldsins á at- vinnulífi og verðlagsmálum. I öðru lagi að kaupendur geta ekki ráðið við fjármögnun af þeirri stærðar- gráðu sem um ræðir og í þriðja lagi, kaupendur eru ekki þeir „réttu" til að taka við rekstrinum miðað við pólitískar væntingar selj- enda. Ofangreind aðferð er leið til að selja ríkisfyrirtæki þar sem fjár- mögnun er ekki vandamál og eign- arhald er mjög dreift þannig að væntanlega væri hægt að ná pólitískri samstöðu um þessa leið. Höfiindur er viðskiptairæðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.