Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 25 Landsmót skáta á Úlfljótsvatni: Þegnskyldan fliéttuð inn í skemmtilegan leik Um 100 þúsund trjáplöntur gróður- settar á landsmótinu Seftossi. „VIÐ fléttum þegnskylduna inn í skemmtilegan leik og gefum krökkunum tækifæri til að eignast persónulega hlutdeild í skóg- ræktinni," sagði Benjamín Axel Árnason, einn þeirra sem hefur umsjón með skógræktarstörfum og grðursetningu á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Gert er ráð fyrir að gróðursettar verði um 100 þúsund plöntur á mótinu. Heildarþemað í kringum skóg- ræktina er að hinir ungu skátar fái væntumþykju fyrir landinu og innsýn í viðgang þess í framtíðinni eftir að trén hafa vaxið sem þau vinna við að gróðursetja. I Skógheimum í Hagavík gróð- ursettu skátar tré 1956. Þar er nú myndarlegur skógur sem not- aður er á landsmótinu til þess að kynna fyrir krökkunum notagildi skógarins og lífið sem þrífst í og við hann. Þetta er gert með ýmsum verkefhum, svo sem að mæla hæð trjánna, saga sér viðarbút og búa til merki, þekkja fuglahljóð og fugla í skóginum. Einnig eru þau frædd um söguna að baki skógar- ins. í fjallinu fyrir ofan Úlfljótsvatn á sér stað landnám. Þar afmarka yngstu krakkarnir sér svæði sem þau gróðursetja í. Svæðið merkja þau með skilti og geta síðan vitjað svæðisins síðar og fylgst með við- gangi plantnanna. I svonefndum Undralundi vinna krakkarnir við að gróðursetja aspir og að loknu því verki hengja þau tréplatta með nafni flokksins á þar til gerðan stand. Mjög mikill áhugi er fyrir gróð- ursetningarverkefnunum og vel mætt í þau. Það eru Skógarskátar sem annast þennan þátt lands- mótsins, en Skógræktarfélag skáta hefur á undanförnum fjórum árum plantað tíu þúsund plöntum á ári á Úlfljótsvatni. Á morgun, laugardag, er syo Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, væntanleg. Hún fær þá sinn lund til að gróðursetja í. Innsýn í erfiðar aðstæður í svonefndu Þrauta- og meta- landi eru verkefni af ýmsu tagi. Mörg hver gefa þátttakendum inn- sýn í aðstæður sem geta blasað við björgunarsveitarmönnum, svo sem að draga fólk yfir gljúfur í kláf eða að síga niður þverhníptan klettavegg. Yfir öllum þess vaka umsjónarmenn ásamt því að gefa góð ráð. Þátttaka í öllum verkefn- unum gefur ákveðna reynslu og áræðni. 2.000 skátar væntanlegir Á laugardag er búist við að verulega fjölgi á landsmótinu. Þá Katrín, Þyrí, Karolína, Fjóla og Helga í Mýslum í Garðbúum frá Reykjavík nýbúnar að hengja upp sinn platta til merkis um gróður- setningu. Úlfljótsvatn: Gilwell-skát- ar hittast Selfossi. GILWELL-mót verður haldið í dag, 6.júlí, Hengslum við Lands- mót skáta á Úlfljótsvatni og hefst klukkan 20. A slíku Gilwell-móti gefst skátum kostur á að hitta gamla félaga og erlenda Gilwell-skáta sem staddir eru á mótinu. Gilwell-mótið stendur fram á sunnudag. Laugardaginn 7. júlí er heim- sóknardagur á landsmótinu og hát- íðarvarðeldur þá um kvöldið. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður JL. Hvað komast margir inn í síma- klefe? eru væntanlegir um 2.000 skátar af yngri kynslóðinni. Þeir koma í dagsferð. Einnig er búist við for- eldrum skáta í heimsókn og verður því margt um manninn á LJlfljóts- vatni um helgina. — Sig. Jóns. MERKI UM GOÐAN UTBUNAÐ. NIÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst f nœstu sportvöruverslun. PLANNJA ÞAKSTÁL STÁLMEÐSTÍL VERÐIÐOKKAR HITTIRÍMARK! ÍSVÖR HR. Smiöjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 ¦ •:¦ i II.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.