Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 13
MÖÍIGUNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGUR 6. JULI 1990 13 Landsvirkjun á tímamótum eftir Birgi ísleif Gunnarsson 1. júlí sl. varð Landsvirkjun 25 ára og þann dag var lagður horn- steinn að Blönduvirkjun sem taka á til starfa á næsta ári. Landsvirkj- un var upphaflega sameignarfyrir- tæki ríkis og Reykjavíkurborgar og átti hvor aðili helming. Reykjavík hafði á sínum tíma byggt Elliðaárvirkjun og síðan fyrstu virkjunina við Sogið. Við áframhald Sogsvirkjana kom ríkið inn í þá mynd og þegar Sogið var fullvirkjað voru virkjanir þar í sameign borgar og ríkis. Heppilegt fyrirkomulag Þetta fyrirkomulag um eigna- raðild og ákveðinn ásetningur í upphafí að fyrirtækið yrði sjálf- stætt og óháð duttlungum stjórn- málamanna hefur haft mikil áhrif til góðs á rekstur og skipulag Landsvirkjunar. Viðskiptaleg sjón- armið hafa verið mjög ríkjandi og fyrirhyggja í fjármálum einkennt stjórn á fyrirtækinu. Þetta hefur farið í taugarnar á mörgum ráð- herrum sem hafa viljað ráðskast með málefni Landsvirkjunar, eins og annarra ríkisfyrirtækja. Allt hefur þetta leitt til þess að raf- magnsverð á íslandi er nú með því lægsta í Evrópu og mun fyrir- sjáanlega lækka enn í næstu framtíð. I lögunum um Landsvirkj- un frá 1965 var ákvæði þess efnis að Akureyrarbæ væri heimilt að gerast eignaraðili að Landsvirkjun Stykkishólmur: Svartbakurinn í varpinu Stykkishólmi. ÞAÐ er þyngra en tárum taki, sagði eyjamaður við fréttaritara, að sjá hversu svartbakurinn tínir upp æðarungana um leið og þeir komast úr hreiðri og á sjóinn. Maður verður að horfa á æðarkollurn- ar einar eftir stutta stund, þótt þær fari með 3-4 unga til sjós. Þó að enginn svartbakur verpi í þessari eyju koma þeir alls staðar að til þessarar þokkalegu iðju. Ég hefi séð svartbak kyngja 3-4 ungum á skammri stund. Það er reynt eins og hægt er að útrýma þessum vargi, en það er eins og sjái ekki högg á vatni. Við erum gersamlega í vandræðum með hvað taka á til bragðs. Það verður að hefja sameig- inlegt stríð allra eyjabænda eigi að linna þessum ófögnuði. Þessi sami maður sagði fréttarit- ara að þótt hrafninn væri ekki góð- ur, væri svartbakurinn þúsund sinn- um verri. Þetta er ekkert grín, held- ur alvörumál. - Arni Þriðja leiðin er sú að gera Landsvirkjun að hlutafélagi og setja hlut Akureyringa á markað sem fyrsta skref í átt til þess að gefa almenn- ingi kost á því að eign- ast hlut í fyrirtækinu. Þetta kallaði auðvitað á ýmsar breytingar á lög- um um Landsvirkjun en það er skoðun mín að þennan kost eigi að at- huga mjög rækilega og stíga þar með mikil- vægt skref til að einka- væða opinber fyrirtæki. og þá ráð fyrir því gert að Laxár- virkjun gengi inn í Landsvirkjun. Akureyrarbær óskaði eftir því að nýta þetta ákvæði í byrjun níunda áratugarins og 1. júlí 1983 gekk Akureyrarbær inn í Landsvirkjun. Um þessa ráðstöfun voru skiptar skoðanir á sínum tíma, bæði sunn- anlands og norðan, en eftir að ákvörðum hafði verið tekin tókst heils hugar samstarf milli þessara aðila og fulltrúar Akureyringa hafa látið mjög gott af sér leiða í fyrirtækinu. Akureyri vill selja Nú hefur nýr meirihluti í bæjar- stjórn Akureyrar látið í ljos ósk um að Akureyri gangi að nýju út úr fyrirtækinu og selji hlut sinn. Það er auðvitað mál Akureyringa að taka slíkar ákvarðanir, eri óneitanlega mun það hafa áhrif á framtíð Landsvirkjunar ef af þessu verður. En hvaða leiðir eru helst færar í málinu? Þrjár leiðir virðast einkum koma til greina. í fyrsta lagi að ríkið kaupi eignarhlut Ak- ureyrar og eignist þar með meiri- hluta í fyrirtækinu. Fjármálaráð- herra hefur lýst áhuga á því. Það er afleitur kostur. JBæði hefur ríkið ekkert fjármagn til slíkra fjárfest- inga nú og fyrir Reykjavíkurborg yrði það óviðunandi að vera í slíku samstarfi þar sem ríkið hefði meirihluta. Ásælni ríkisins til áhrifa á Landsvirkjun hefur verið mjög mikil og með meirihlutaeign ríkisins myndi engin fyrirstaða verða lengur og því ríkið líklegt til að geta ráðskast með fyrirtæk- ið að vild. Reykjavíkurborg ætti því ekki annarra kosta völ en að ganga einnig út úr fyrirtækinu og reyna, t.d. með Nesjavallavirkjun, að ná tökum á eigin rafmagns- framleiðslu í sem ríkustum mæli. Hlutafélag? Annar kosturinn er að Reykjavíkurborg kaupi hlut Akur- eyrar og væri það auðvitað eðlileg- asti kosturinn ef halda á fyrirtæk- inu í eigu opinberra aðila. Þar með væri komið á það fyrirkomulag sem ríkti áður en Akureyri gekk Birgir ísleifur Gunnarsson inn. Báðir aðilar yrðu jafn réttháir og jafnvægið í eignaraðild yrði fyrirtækinu til styrktar. í raun væri það mjög óeðlilegt að hin stutta viðdvöl Akureyringa innan Landsvirkjunar yrði til þess að ríkið eignaðist meirihluta. Þriðja leiðin er sú að gera Landsvirkjun að hlutafélagi og setja hlut Akureyringa á markað sem fyrsta skref í átt til þess að gefa almenningi kost á því áð eign- ast hlut í fyrirtækinu. Þetta kall- aði auðvitað á ýmsar breytingar á lögum um Landsvirkjun en það er skoðun mín að þennan kost eigi að athuga mjög rækilega og stíga þar með mikilvægt skref til að einkavæða opinber fyrirtæki. Höfundur eralþingismaðurfyrir Sjálfstæðisílokkinn í Reykja víkurkjördæmi. 0 0 i_^oj \?m o (Ö Á SOLHEIMUM RIMSNESI I tilefni af 60 ára af mæli Sólheima verður heimilið opið öllum landsmönnum frá kl. 13-17 helgina 7.-8. júlí nk. Laugardagur 7. guli Kl. 14.00 Opnuð sýning á myndverkum eftir heimilisfólk og sýn- ing á Ijósmyndum frá fyrstu árunum í starfi heimilisins. Kl. 15.00 Leikfélag Sólheima sýnir ævintýrið Stígvélaði köttur- inn í leikgerð Alexóndru Kjuregej Argunova. Sunnudagur 8. júlí Kl. 14.00 Afhjúpuð höggmyndin Barnaheimili eftir Tove Ólafs- son, gjöf Reykjavíkurborgartil Sólheima. Kl. 15.00 Leikfélag Sólheima sýnir ævintýrið Stígvélaði köttur- inn í leikgerð Alexöndru Kjuregej Argunova. Miðapantanir á leiksýningu eru í síma 98-64431. Veitingasala verður á staðnum. Áætlunarferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 11.30 báða dagana. ' ^* Vcrlð vclkomin og njotio hclgarinnar a Solliciiiiuiii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.