Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 41 félagsins, enda þurfti ákærði ekki að kanna sérstaklega verk annars löggilts endurskoð- anda án sérstaks tilefnis, sbr. og það sem rakið hefur verið um starfsskyldur hans. Með hliðsjón af því, sem hér var rakið, ber að sýkna ákærða Inga Randver. Sakaferill ákærðu, sem sakfelldir eru Ákærði Helgi hefur samkvæmt vottorði frá sakaskrá ekki áður hlotið refsingu, en ákærðu Björgólfur og Páll Bragi hafa nokkr- um sinnum hlotið refsingu fyrir umferðar- lagabrot, sem ekki skiptir máli við refsiákvörðun. Refsingar Eins og þegar er fram komið eru 14 af hinum ákærðu sýknaðir. Refsingar ákærðu, sem sakfelldir eru verða ákveðnar með hliðsjón.af 77. gr. almennra hegningarlaga, sakaferli þeirra og því, að ákærði Björgólfur stóð fljótlega skil á and- virði víxla þeirra, sem hann er sakfelldur fyrir að hafa dregið sér. Refsing ákærða Björgólfs Guðmundssonar þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 5 mánuði og ákærða Páls Braga fangelsi í 2 mánuði, en þar sem hvorugur hefur áður brotið gegn hegningarlögum, þykir mega ákveða að fresta skuli fullnustu refsinga þeirra, og nið- ur skulu þær falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi þeir hvor um sig halda almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22,1955. Refsing ákærða Helga þykir hæfilega ákveðin 100.000 króna sekt til ríkissjóðs og vararefsing hennar 20 daga varðhald sem ákærði telst með hliðsjón af 76. gr. al- mennra hegningarlaga hafa afplánað með 20 daga gæsluvarðhaldi sínu, sem frá grein- ir hér á eftir. Gæsluvarðhald Sex hinna ákærðu sátu í gæsluvarðhaldi á árinu 1986 sem hér segir: Ákærði Björgólfur frá 21. maí kl. 17.47 til 18. júní kl. 14.07 eða í 28 daga. Ákærði Ragnar frá 21. maí kl. 18.37 til 18. júní kl. 14.07 eða í 28 daga. Ákærði Páll Bragi frá 21. maí kl. 17.15 til 7. júní kl. 15.10 eða í 17 daga. Ákærði Helgi frá 21. maí kl. 18.55 til 9. júní kl. 21.00 eða í 20 daga. Ákærði Sigurþór Charles frá 21. maí kl. 16.45 til 26. maí kl. 19..30 eða í 6 daga. Akærði Þórður Hafsteinn frá 21. maí k\. 18.18 til 28. maí kl. 19.00 eða í 8 daga. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningar- laga skal framangreint gæsluvarðhald ákærðu Björgólfs og Páls Braga koma refs- ingum þeirra til frádráttar, komi þær til fram- kvæmda, 28 dagar hjá hinum fyrrnefnda, en 17 dagar hjá hinum síðarnefnda. Krafa um sviptingu réttinda löggilts endurskoðanda Þess er krafist í málinu, að ákærði Helgi verði með dóminum sviptur réttindum lögg- ilts endurskoðanda samkvæmt 1. mgr. 15. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 67, 1976 um löggilta endurskoðendur, sbr. 68. gr. almennra hegningarlaga. 68. gr. almennra hegningarlaga hefur að geyma skilyrði þess, að maður verði sviptur heimild, sem hann hefur öðlast tii að stunda starfsemi, sem opinbert leyfi, löggildingu, skipun eða próf þarf til að gegna. Skilyrðin eru þau, að veruleg hætta sé á því að sakborn- ingur muni fremja brot í stöðu sinni eða starf semi. Þá má svipta menn þessum rétti, þeg- ar brot er stórfellt og maður telst ekki fram- ar verður að rækja starfann eða njóta réttindanna. Það er mat dómsins, að brot ákærða Helga séu ekki stórfelld og er hann því sýkn- aður af kröfu ákæruvaldsins að þessu leyti. Sakarkostnaður Sakarkostnaður verður ákveðínn með hlið- sjón af 140. gr., 141. gr. og 142. gr. laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Gerðar hafa verið kröfur um málsvarnar- laun fyrir lögmennina Berg Guðnason héraðs- dómslögmann og Hjört Torfason, fyrrverandi hæstaréttarlögmann, sem gegndu i fyrstu verjendastörfum fyrir ákærðu Árna og Jó- hann Sigurð, en létu af störfum undir rekstri málsins. Verður þóknun þeirra ákveð- in ásamt öðrum sakarkostnaði. Málsvarnarlaun ákveðast, sem hér segir: Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Björgólfs, Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hæstaréttarlögmanns, ákveðast 3.000.000 krónur og skulu greiðast að 1/20 hluta af ákærða en 19/20 hlutum af ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Páls Braga, Jónasar A. Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns, ákveðast 1.700.000 krónur og skulu greiðast að 1/40 hluta af ákærða en 39/40 hlutum af ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Helga Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæsta- réttarlögmanns, ákveðast 2.100.000 krónur og skulu greiðast að 1/40 hluta af ákærða, en 39/40 hlutum af ríkissjóði. Önnur málsvarnarlaun skulu greiðast úr ríkissjóði og ákveðast, sem hér segir: Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, 2.800.000 krónur vegna ákærðu Ragnars og Árna. Bergur Guðnason, héraðsdómslögmaður, 200.000 krónur vegna ákærða Árna. Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur vegna ákærða Sigurþórs Charlesar. Skúli Pálsson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur- vegna ákærða Þórðar Hafsteins. Helgi V. Jónsson, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Halldórs Ágústs. Andri Árnason, héraðsdómslögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Lárusar. Hákon Árnason, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Olafs. Þorsteinn Júlíusson, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Axels. Brynjóifur Kjartansson, hæstaréttarlög- maður, 650.000 krónur vegna ákærða Inga Randvers. Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærðu Valdimars, Garðars, Kristmanns og Jóhanns Sigurðar. Hjörtur Torfason, fyrrverandi hæstaréttar- lögmaður, 200.000 krónur vegna ákærða Jóhanns Sigurðar. Örn Höskuldsson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur vegna ákærða Arnbjörns. Ákærðu Björgólfur, Páll Bragi og Helgi skulu greiða óskipt í saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 300.000 krónur. . Ákærði Björgólfur skal greiða annan sak- arkostnað að 1/20 hluta og ákærðu Páll Bragi og Helgi að 1/40 hluta hvor. Að öðru leyti skal annar sakarkostnaður greiðast úr ríkissjóði. Dómsorð sæti Ákærði, Björgólfur Guðmundsson, fangelsi í 5 mánuði. Akærði, Páll Bragi Kristjónsson, sæti fang- elsi í 2 mánuði. Fresta skal fullnustu refsinga ákærðu, Björgólfs og Páls Braga, og niður skulu þær falla að 2 árum liðnum frá uppkvaðningu dómsins að telja, haldi ákærðu hvor um sig almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga. Komi refsing ákærðu Björgóifs og Páls Braga til framkvæmda, skal koma til frá- dráttar gæsluvarðhald þeirra, hins fyrrnefnda 28 dagar, en hins síðarnefnda 17 dagar. Ákærði, Helgi Magnússon, greiði 100.000 króna sekt til ríkissjóðs, sem telst afplánuð með 20 daga gæsluvarðhaldi ákærða. Ákærðu, Ragnar Kjartansson, Árni Árna- son, Sigurþór Charles Guðmundsson, Þórður Hafsteinn Hilmarsson, Halldór Ágúst Guð- bjarnason, Lárus Jónsson, Ólafur Helgason, Axel Kristjánsson, Ingi Randver Jóhannsson, Valdimar Indriðason, Arnbjörn Kristinsson, Garðar Sigurðsson, Kristmann Karlsson og Jóhann Sigurður Einvarðsson, eru allir sýkn- aðir af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Ákærði Helgi Magnússon, er sýknaður af kröfu um sviptingu réttinda löggilts endurskoðanda. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Björgólfs, Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hæstaréttarlögmanns, ákveðast 3.000.000 krónur og skulu greiðast að 1/20 hluta af ákærða en 19/20 hlutum af ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Páls Braga, Jónasar A. Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns, ákveðast 1.700.000 krónur og skulu greiðast að 1/40 hluta af ákærða en 39/40 hlutum af ríkissjóði. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Helga, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæsta- réttarlögmanns, ákveðast 2.100.000 krónur og skulu greiðast að 1/40 hluta af ákærða, en 39/40 hlutum af ríkissjóði. Önnur málsvarnarlaun skulu greiðast úr ríkissjóði og ákveðast, sem hér segir: Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður, 2.800.000 krónur vegna ákærðu Ragnars, og Árna. Bergur Guðnason, héraðsdómslögmaður, 200.000 krónur vegna ákærða Árna. Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur vegna ákærða Sigurþórs Charlesar. Skúli Pálsson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur vegna ákærða Þórðar Hafsteins. Helgi V. Jónsson, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Halldórs Ágústs. Andri Árnason, héraðsdómslögmaður, 1.000.000 kt'ónur vegna ákærða Lárusar. Hákon Árnason, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Ólafs. Þorsteinn Júlíusson, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærða Axels. Brynjólfur Kjartansson, hæstaréttarlög- maður, 650.000 krónur vegna ákærða Inga Randvers. Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður, 1.000.000 krónur vegna ákærðu Valdimars, Garðars, Kristmanns og Jóhanns Sigurðar. Hjörtur Torfason, fyrrverandi hæstaréttar- lögmaður, 200.000 krónur vegna ákærða Jóhanns Sigurðar. Örn Höskuldsson, hæstaréttarlögmaður, 650.000 krónur vegna ákærða Arnbjörns. Ákærðu Björgólfur, Páll Bragi og Helgi skulu greiða óskipt í saksóknarlaun, er renni í ríkissjóð, 300.000 krónur. Ákærði Björgólfur skal greiða annan sak- arkostnað að 1/20 hluta og ákærðu Páll Bragi og Helgi að 1/40 hluta hvor. Að öðru leyti skal annar sakarkostnaður greiðast úr ríkissjóði. Sverrir Einarsson, Arngrímur ísberg, Ingibjörg Benediktsdóttir. Annáll Hafskipsmálsins frá 1985-1990 1985 18. nóvember (: J Hafskipi hf. er veitt greiðslustöðvun. 6. desember Wmm 6. maí 7. mai Hafskip tekið til gfaldþrotaskipta. Skiptaráðandi sendir ríkissaksoknara skýrslu um meint brot tengd gjaldþrotina. Ríkissaksóknari feltir RLRopínbera rannsokn. 20. maí Sex forráðamanna handteknir og færðir til yfirheyrstu 21.maí II Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðliald 26. mai Fyrsti maðurínn látinnlaus 29. mai Hæstiréttur styttir varðhald Hafskips- mannatil 11. júní. 12. iúní Varðhald forstjóra og stjómarformanns framlengt í sakadómi. 18. iúní 1.ÍÚIÍ forstjðrl skulu látnir lausir. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreplustjári skipaður ríkis- saksóknari. 24. september Rannsókn RLR lokið og máliö sent til ríkissaksóknara. H.november Rannsóknarnefnd skilar víðskíptaráðherra skýrslu um þátt Utvegsbankans. 1987 7. apríl Utvegsbanki Islands hf. stofnaður 9. april %J Ríkissaksóknari gefur út ákæru á hendur forráðaitionmim Hafskips og sjö hankastjórum Útvegsbankans. vegna vanhæfis Hallvarðs. 24. júlí Hæstiréttur vísar ákærum á hendur forráðamönnum Hafskips frá. 6. ágúst Jónatan Þórmundsson skipaður sérstakur ríkissaksóknari. 16. oktober Sérstakur ríkissaksóknari biður RLR um rannsókn. 1988 11. nóvember Sérstakur rikissak- sóknari gefur út ákæru á liendur 16 monnum, forráöa- mönnum og trúnað- armö'nntim Hafskips og Utvegsbankans. 11. november Ákæra gefin út á hendur Jóhanni Einvarðssyni alþingismanni að fengnu samþykki Alþingís. 30. mai Akærur þingfestar í sakadómi. Verjendur 11 sakborninga krefjast frávísunar. Hæstiréttur hafnar frávísunarkröfum. 29. júní Úthlutunargerð í þrota- búi Hafskips. Tap Ulvegsbankans nemur 292 milijðnum krðna, aukvaxta. Almennir kröfiihafar fá um helming Itöfuðstóls greiddan. 10. október Hæstiréttur staðfestir neitun sakadóms um að skýrsla Ragnars Kjartanssonar fyrrum stjórnarformanns um rannsóknar- og ákæru- meðferð verði lögð fram. 25. októberv Frávísunarkröfu verjenda hafnað í sakadómi. Krafan er reíst á þeim rðkum að Hallvarður Einvarðsson hafi rannsakað málið að stærstum hluta. 14. november Munnlegur máltlutningur fyrir Hæstarétti um trávísunarkröfu verjenda. 17. november Frávisun hafnað í Hæstarétti. 4. desember Yfirheyrslur hefjast í sakadomi. IViálflutningur sérstaks ríkissaksóknara hetst í sakadómi. 4. mai Málflutníngí saksóknara lýkur og varnarræður hefjast. 24. mai fVláiið dómtekiö. 5. júlí & Dómur kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur. Dóminn skipa Sveinn Einarsson dómsforseti, ingibjörg Benedíktsdóttir og Arngrímur Isbergsson. Morgunblaðið/BS/PG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.