Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Endurreisn Þjóðleikhúss - án grundvallarþekkingar? Byggingarneíhd hefiir horft framhjá undirstöðuatriðum við skipulagningu endurreisnar Þjóðleikhússins eftirJakob S. Jónsson í vetur var ég í stuttri ferð á íslandi, meðal annars í þeim erind- um að taka saman frétt fyrir sænska ríkisútvarpið um endur- byggingu Þjóðleikhúss íslendinga. Ég ræddi við nokkra þá, sem áhrif hafa haft á gang mála og spurði m.a. hvort Þjóðleikhúsbyggingin hefði verið skilgreind í leikhússögu- legu samhengi og kannað hvaða áhrif væntanlegar breytingar — einkum sú að fjarlægja efri svalir úr sal og auka halla áhorfendsvæð- is — myndu hafa á eðli leikhússins. Eða, með öðrum orðum sagt: Hefur það leikhús, sem Guðjón Samúels- son teiknaði, verið skilgreint og borið við það leikhús sem verður eftir breytingu. Mér var vísað á tvær skýrslur byggingarnefndar og fullyrt að þar væri allt slíkt um málið að fmna. Ég las þær tvær skýrslur sem byggingarnefnd hefur látið frá sér fara: Sú fyrri er miki]] doðrantur, eflaust yfir 400 bls. (blaðsíðutaí vantar), með grænni kápu: „Endur- reisn Þjóðleikhússins. Nýtingar- áætlun. Áfangaskýrsla" og hefur ¦ að geyma úttekt á hluta Þjóðleik- hússins ásamt teikningum af húsinu og tillögum tii breytinga á því, en sú seinni er fjórtán blaðsíðna sam- antekt: „Tillaga byggingarnefndar. 1. áfangi" og hefur að geyma á 6(!) textasíðum forsendur og lýs- ingu á breytingartillögum bygging- arnefndar á Þjóðleikhúsinu. Að loknum lestrinum var ein niður- staða ljós: Byggingarnefnd hefur vanrækt að skilgreina Þjóðleikhús- bygginguna í Ieikhússögulegu sam- hengi og gerir sér enga grein fyrir því, hvers konar leikhús Þjóðleik- húsið er. Og liggja þó þessar skýrsl- ur, einkum sú síðarnefnda, til grundvallar veigamiklum breyting- um á salnum. Leikhúsfræðileg viðhorf Ég hef undanfarin ár verið við nám í leikhús- og kvikmyndafræð- um við Stokkhólmsháskóla og loka- ritgerð mín í leikhúsfræðum fjallaði um leikstíl á elísabetanska sviðinu. Þar fjalla ég um tilraun, sem gerð var af hópi leikara og leikstjóra hjá Borgarleikhúsinu í Stokkhólmi, þar sem skoðað var eðli hinnar elísabet- önsku leiksviðsgerðar og hver áhrif hún hefði á leik leikaranna og upp- lifun áhorfandans. Ég fullyrði að þetta viðfangsefni mitt hefur verið mér ákjósanlegur undirbúningur við að setja mig inn í sérfræðilega list- ræna þætti endurbyggingar Þjóð- leikhússins og vil ég þvi leggja orð í belg — þó ekki væri nema til að einhvers staðar komi fram leikhús- fræðileg viðhorf til fyrirhugaðra breytinga á sal leikhússins. Græna skýrslan í grænu skýrslunni er ekki mikið fjallað um listræn sjónarmið. En þegar kemur að sal hússins hljóta þau þó að vega þungt. En nánast ekkert er minnst á hina listrænu þýðingu salarins heldur aðeins „stemmningu", rétt eins og tilfinn- ing leikhúsgesta til útlits salarins fyrir sýningu og eftir skipti meira máli en upplifunin af sýningunni sjálfri. Það er viðurkennd staðreynd innan leikhúsfræðinnar, að leiksýn- ing öðlast þá fyrst líf er hún kemst í snertingu við áhorfendur, en hvers eðlis sú snerting er fer að sjálf- sögðu eftir því m.a. hvernig viðkom- andi Ieikhús er hannað. Eðlilegt hefði verið að byggingarnefnd tæki mið af því. í grænu skýrslunni er talsvert rætt um afleitar sjónlínur salarins og nauðsyn þess að lagfæra þær, en hvergi eru þessar vondu sjónlín- ur skilgreindar eða skýrðar og ætti þó að vera tiltölulega einfalt mál. Það er sem sagt slegið fram órök- studdri fullyrðingu um að bæta þurfi sjónlínur, en slík fullyrðing er ekki marktæk nema lögð séu fram rök henni til stuðnings. Þá er ekki gerð sómasamleg grein fyrir salnum í leikhússögulegu samhengi nema hvað sagt er í upp- hafi, að Þjóðleikhúsið hafi verið „hannað sem barrok leikhús" og í niðurlagi að salurinn sé „byggður upp með eins konar barrok fyrir- komulagi". En það er beinlínis rangt að taka svona til orða. Þjóð- leikhúsið er endurreisnarleikhús að grundvallarformi og að hugsun, en útfærslan er eins langt frá prjáli leikhúsa barrok-tímans og hugsast getur hvað sem byggingarnefnd Þjóðleikhúss segir. I grænu skýrslunni kemur fram það viðhorf, að varlega skuli fara í allar meiri háttar breytingar á sal Þjóðleikhússins (þótt ástæðurnar séu einkum af húsfriðunartagi). En þegar kemur að tillögugerð bygg- ingarnefndar (14-blaðsíðnasaman- tektinni) ber svo við að meira að segja húsfriðunarstaglið er horfið veg allrar veraldar. Nú skal breyta salnum, fjarlægja svalir og auka samspilið (eða tjáskiptin) miili sviðs og salar sem ávallt verður með ein- um eða öðrum hætti á leiksýning- um. Ég leyfi mér að vera all ítarleg- ur, þar sem þetta er hvergi rætt í skýrslum byggingarnefndar og ég hef ekki orðið var við að það hafi komið fram heldur í hinni opinberu umræðu. Og til að lesendur átti sig betur á röksemdafærslu minni þeg- ar aftar dregur vil ég til glöggvun- ar bera saman nokkra ólíka áhorf- endahópa: að kvikmyndasýningu, að íþróttaleik og að atviki úti á götu. Öll þessi fyrirbæri grundvall- ast á sambærilegri skiptingu í „áhorfendur" og „leikara", eða „sal" og „svið't, og staðsetning áhorfandans varðar miklu um heild- arupplifun hans. 1) I kvikmyndahúsi eru sam- skipti „sviðs" og „salar" aðeins á annan veginn. Ahorfandinn hefur ekki áhrif á leikarann, heldur verð- ur fyrir áhrifum af því sem gerist á tjaldinu. Það skiptir því í raun litlu, hvort bíógestur situr einsam- all eða með öðrum áhorfendum í kvikmyndahúsinu. Enda hafa bíó- salir þróast í þá átt að áhorfandinn situr í þægilegum hægindastólum og horfír á sitt bíó, salirnir sjálfir verða æ minni og þess einatt gætt að hafa gólfhalla svo mikinn að í s M Æf /,/ // Jakob S. Jónsson „ Afleiðingarnar eru þær að íslenskir leik- stjórar, leikarar, Ieik- myndateiknarar og ljósahönnuðir missa þá einu leikhúsbyggingu sem gefur færi á að vinna með dýptarskyn í beinni sjónlínu úr sal." Séð yfir áhorfendasal Þjóðleikhússins af sviðinu. gólfhalla og rökin þessi: Miðað er við „að bæta aðstöðu eða möguleika til íeiklistarflutnings". „Forsendur (...) eru lög og reglugerðir um Þjóðleikhúsið" og með breytingum skal bæta alla aðstöðu leikhúsgesta „til að njóta leiksýninga". Svo mörg eru þau orð. Pjörutíu ára reynsla Skýrslur byggingarnefndar eru reyndar þannig skrifaðar, að látið er að liggja að hönnun leikhússins hafi verið góð og gild á sínum tíma, en að nú verði að lagfæra í takt við tímann („alþjóðlegar viðmiðan- ir"?!). En svo einfalt er málið ekki og söguleg þróun leikhúsa fylgir ekki þeirri beinu línu sem bygging- arnefnd vill vera láta. Vitaskuld má greina merki þess að Þjóðleik- húsið er að hönnun og útfærslu barn síns tíma. Það eru engu að síður m)ög ákveðnar ástæður fyrir því, af hverju Þjóðleikhúsið var teiknað og hannað sem raun ber vitni en ekki á einhvern annan hátt. En um það gildir að mikilvægast er að skilgreina það hús, sem stend- ur nú, í stað þess að spá í það sem hefði kannski orðið við aðrar kring- umstæður. Þó ekki væri nema af því að í þessu húsi býr fjörutíu ára reynsla af leiklistarstarfi, sem hefur mótast af því meðal annars hvernig húsið er hannað og hver skilyrði það býr listamönnum tii leiksýninga og áhorfenda að upplifa þær. Það er ábyrgðarhluti að rjúfa slíka hefð. Samspil sviðs og salar Ég vil fjalla ofurlítið nánar um enginn sá er framar situr spilli sýn þess sem aftar er. Og til að allir sjái sem best, er kvikmyndatjaldið haft hátt fyrir ofan gólf og sætin snúa beint að tjaldinu. 2) Á knattspyrnuleik er þessu með öðrum hætti farið. Þar skiptir heild áhorfenda meira máli og er beinlínis ætlast til að áhorfendur hvetji sitt lið. Hönnun íþróttaleik- vangs samsvarar þeirri kröfu og erfitt að ímynda sér að það geti með öðru móti verið. Áhorfendur sjá ekki einasta leikinn sem slíkan, á ákaflega breiðu „sviði", heldur einnig áhorfendurna á móti. 011 skilyrði innlifunar í keppnina eru þar með til staðar: liðið, sem hvetja skal í miðju, áhorfendurnir sem hvetja andstæðingana á móti hand- an vallar. Áhorfendasvæðið er bratt svo menn sjái vel yfir og með óþægi- legum sætum, svo menn þurfa stöð- ugt að vera á hreyfingu og þar með sjálfkrafa í beinum tengslum við félagana sínu megin vallar — ekki síst vegna þess að að allir sitja á sama bekk í þess orðs fyllstu merk- ingu. 3) Um atvik úti á götu gildir að ekkert fyrirfram ákveðið skipulag tryggir vissa afstöðu eða sjónlínu til þess sem á er horft. Allt slíkl verður áhorfandinn að „leiknum" á götunni að ákveða með sér sjálfur og beita sér samkvæmt því; þrengja sér í gegnum skarann til að sjá sem best, tylla sér á tá, færa sig til eft- ir eigin óskum. í slíku tilviki býr áhorfandinn til leikhúsformið um leið og „sýningin" fer fram. (Suð- Morgunblaðið/Árni Sæberg urameríski leikhúsmaðurinn Aug- usto Boal hefur fært sér þetta „leik- hús" í nyt á ákaflega athyglisverðan hátt, þar sem áhorfandinn veit ekki, að atvikið sem hann horfir á er ekki tilviljanakennt atvik heldur þaulæft leikrit.) Það er sem sagt engin tiiviljun hver viðbrögð okkar verða við því sem við horfum á, heldur fara þau að verulegu leyti eftir því hvers konar „leikhús" við sækjum: íþróttaleikvang, götu eða kvik- myndahús. í leikhúsinu er það að sjálfsögðu á sambærilegan hátt grunnsnið hússins, hlutfall sviðs og salar, og sjónarhorn áhorfenda, sem ákvarðar forsendur upplifunar leik- húsgesta. Endurreisnarleikhús Hvaða leikhúsfræðileg sjónarmið ber þá að miða við, ef Þjóðleikhúsið er skoðað með hliðsjón af ofan- sögðu? Þjóðleikhúsið ér, sem fyrr gat, byggt samkvæmt meginreglum sem þróuðust á endurreisnartíma um dýpt. Segja má að einkum fernt einkenni endurreísnarleikhús af því tagi: 1) skýr afmörkun er milli sviðs og salar, m.a. vegna hæðar sviðs frá salargólfi og sviðsopið er þrengra en salurinn, 2) salurinn er jafnbreiður frá sviði og út í enda, 3) frá sviðsbrún er jafnlangt inn í sviðsbotn og út í salarenda, og 4) salurinn er með lítt eða ekki hallandi gólfi til að hver áhorf- andi hafi beina sjónlínu inn • í sviðsbotn. Út frá faglegu sjónarmiði leik- húsmanns er spurningin hvers kon- ar leiklist má iðka og þróa í slíku endurreisnarleikhúsi. Hin skýra afmörkun milli sviðs og salar gerir að verkum að áhorf- andinn þarf ekki að fara í grafgöt- ur með að hann horfír á Ieikhús í hefðbundnum skilningi þess orðs. Það er leikaranum meira átak í endurreisnarleikhúsi en nútíma- byggingu að fara út fyrir sviðsopið, þ.e. leika „á salinn" eins og það er nefnt, og leikstjórinn þarf að öðru jöfnu að halda sýningu sinni innan ákaflega skýrs markaðs ramma. Þó hafa nokkrir leikstjórar brotið sig út úr þeim ramma og má minna á sýningu Brynju Benediktsdóttur á Sólarferð eftir Guðmund Steins- son; slík „brot" á hefð endurreisnar- formsins-geta haft sérstæð áhrif á áhorfanda í formföstu leikhúsi — og er reyndar grundvallaratriði í kenningum austur-þýska leikhús- mannsins Bertolts Brechts — en virkar tæplega á sama hátt í arki- tektúr nútímaleikhúsa, sem ein: kennist af fjölbreytni í formi. í slíkum arkitektúr búa engar reglur til að brjóta. Hin jafna breidd endurreisnarsal- arins ásamt litlum halla gólfflatar gerir áhorfendaskarann að einni heild, frábrugðinni heild áhorfenda í öðruvísi hönnuðum leikhúsum. Augu áhorfenda beinast að sviðinu án þess að þeir missi sjónar hver á öðrum eða samband hver við ann- an. Þetta geta leikstjóri, leikarar og leikmyndateiknari fært sér í nyt til að vekja ákveðin viðbrögð í áhorfendahópnum. Sviðsdýptin En það sem öðru fremur sker úr um sérstöðu endurreisnarleik- hússins er að sviðið er jafndjúpt og salurinn er langur. Það skapar slíkar forsendur upplifunar, sem ekki einasta gera endurreisnarleik- húsið einstakt, heldur einnig hverja þá sýningu sem þar fer fram og sem samin er með lögmál hússins í huga. Lykilhugtakið er auðvitað sviðs- dýptin, en með bröttu áhorfenda- svæði er ekki unnt að vinna á sama hátt með sviðsdýpt og skapa með „dýpt sýningar" sérstaka upplifun með áhorfendum. Nokkrar leiksýningar Þjóðleik- hússins úr seinni tíð mætti nefna, þar sem leikstjórar hafa unnið með dýpt sviðsins: Sýning Stefáns Bald- urssonar á Sumargestum eftir Gorki bar vott um fyrirmyndar- skilning á lögmálum endurreisnar- sviðsins, sem og sýning hans á Stundarfriði eftir Guðmund Steins- son. En þó ég nefni hér nokkrar sýningar eftir Brynju Benedikts- dóttur og Stefán Baldursson eru þau ekki einu leikstjórarnir, sem spila á eiginíeika hússins, og þau hafa heldur ekki gert það í öllum sýningum sínum; þessi dæmi eru nefnd hér einfaldlega í þeim til- gangi að sá lesandi, sem við þessar sýningar kannast, geti betur glöggvað sig á röksemdafærslu minni, sem tekur beinlínis mið af því starfi sem unnið er innan veggja leikhússins. En þess eru að vísu fleiri dæmi að leikstjórar nýti sér ekki þessa kosti hússins við uppsetningar — þeim leikstjórum hentar augljóslega betur að vinna með grynnra svið og breiðara, sem segir auðvitað sitt um þörfina á húsi af borgarleikhúss tagi. Athugull lesandi_ spyr hér hvað gildi þá um svalir. I Þjóðleikhúsinu eru tvennar svalir, þær neðri með ívið meiri halla en salurinn, og þær efri með mestum halla. Það er sam- ræmi í þessu eins og sjá má á prófílteikningu af Þjóðleikhúsinu og salur hússins ein heild; en almennt gildir að rjáfursvalir eru settar í leikhús af efnahagslegum ástæð- um. Efri svalir skera því ekki úr um eðli Þjóðleikhússins sem endur- reisnarleikhúss, en mér seg/a fróðir menn að þær séu forsenda fyrir dýrar óperusýningar, gestaleiki og ballettsýningar — en með því að fækka sætum sem nemur efri svöl- um, sé vonlítið um að slíkar sýning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.