Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐFQS.TUDAGUR 6. JÚLÍ 1990, um það frá skipamiðlurum á árinu 1985. Þessar upplýsingar hafí hins vegar verið þess eðlis að mjög erfitt hafí verið að átta sig á því hvað í rauninni var að gerast og menn hafi ekki verið sammála um hvaða verð var á skipunum á hverjum tíma, ekki einu sinni eftir á að hyggja. Ákærði Ólafur bar að ákærði Axel hafi átt að fylgjast með tryggingum, er Hafskip h.f. setti bankanum. Gaf hann bankastjórn- inni reglulega skýrslu um stöðu þeirra mála. Ákærði Ólafur kvaðst ekki hafa fylgst með því, hvernig ákærði Axel vann sitt verk en hann hafí átt að fylgjast með tryggingunum eins og honum var unnt og á þann hátt, sem hann taldi eðlilegast og réttast. Ef ákærði Axel hafí talið, að hættuástand væri að myndast í sambandi við verðmæti trygging- anna, hafi hann átt að láta bankastjórnina vita. Ákærði Axel sagði, að í ársbyrjun 1978 %afi vitnið Jónas G. Rafnar, þáverandi banka- stjóri, falið sér að vera tengiliður bankastjórn- ar og framkvæmdastjórnar Hafskips h.f. Ekkert hafi verið bókað um þennan fund. Þetta hafi þýtt vikulega fundi með fram- kvæmdastjórninni og að halda uppi tengslum við hana. Þá hafi ákærði einnig verið sá aðili, sem forráðamenn Hafskips h.f. gátu leitað til og þannig komist í samband við yfirstjórn bankans. Ákærði kvað sér ekki hafa verið falið að hafa eftirlit með viðskipt- um Hafskips h.f. við Útvegsbankann. Ákærði kvaðst hafa tekið við starfi tengi- liðar við Hafskip h.f. af Stefáni Sturlu Stef- ánssyni, aðstoðarbankastjóra, og hafi sér verið kunnugt, að Stefán Sturla átti ekki að hafa eftirlit með viðskiptum bankans við Hafskip h.f. Ákærði sagði, að sér hafi borist mörg gögn frá Hafskipi h.f. og hafi hann komið þeim strax til bankastjórnar og hagdeildar bankans. Ákærði kvaðst ekki vera bókhalds- fróður maður og sér hafi aldrei verið falið að fara ofan í ársreikninga, milliuppgjör og rekstrar- og greiðsluáætlanir frá félaginu. Vitnið Jónas Rafnar hafi sagt sér, að þetta myndi hagdeild bankans gera. Hann hafi tekið fram, að ákærða væri ekki ætlað að gera þetta. Ákærði mundi ekki sérstaklega eftir gögnum varðandi Atlantshafssiglingar félagsins, enda kvaðst hann ekki hafa verið bær um að meta þau. Ákærði neitaði að hafa stuðst eingöngu við gögn og upplýsingar, sem starfsmenn Hafskips létu honum í té. Hann hafi sjálfur aflað upplýsinga og reynt að staðreyna þær varðandi raunverulegt verðmæti eigna, sem veðsettar voru bankanum. Hafí þetta verið hluti af starfi hans sem forstöðumaður lög- fræðingadeildar bankans og síðar sem aðstoðarbankastjóri. Varðandi b-liðinn í 2. þætti þessa kafla ákærunnar, kvaðst ákærði hafa verið að til- greina þær fjárhæðir, sem veðskrá bankans hafði að geyma og hafí alls ekki verið um verðmætismat á skipunum að ræða. Ákærði kannaðist við að 1. mars 1981 hafi tryggingagildi skipa Hafskips h.f. verið hækkað úr 70% í 85% af áætluðu markaðs- -verði og gaf hann skýzingar á þeirri ákvörð- un, sem hafí verið gerð að beiðni forráða- manna Hafskips h.f. Ákærði taldi þetta óhætt og kvað þetta gert með vitund og sam- þykki bankastjórnarinnar. Hafa tveir af fyrr- verandi bankastjórunum staðfest þetta, en hinn þriðji mundi ekki eftir því. Varðandi d-liðinn kvað ákærði þar vera um að ræða upplýsingar úr veðskrá bank- ans, sem hann hafí tekið saman til að nota á fundum bankastjórnar, en henni hafi verið kunnugt hvaðan þær voru komnar. Ákærði hafi ekki lagt mat á verðmæti hinna veðsettu eigna. Ákærði kyað það rétt, að við gerð yfirli- tanna samkvæmt e-lið frá 18. apríl og 3. júní 1985, hafi Útvegsbankinn aðeins verið búinn að fá afhentan hluta af þeim skulda- 'bréfum, sem út voru gefin vegna hlutafjár- aukningar í Hafskipi h.f. Á endanum hafi bankinn fengið í hendur langmestan hluta umræddra skuldabréfa. Þrátt fyrir það hafi þessa verið getið á áðurgreindum yfirlitum, og taldi ákærði, að bankastjórninni hafi ætíð verið kunnugt um, hversu mikið af bréfunum voru komin inn. Það er ljóst, að Bankaeftirlit Seðlabankans gerði ýmsar athugasemdir við viðskipti bank- ans og Hafskíps h.f. á árunum 1977 og 1979 og í framhaldi af fyrri athuguninni var ákærði Axel gerður að tengilið milli banka- stjórnarinnar og forráðamanna Hafskips h.f. vegna viðskipta þessara aðila. Hins vegar hefur ákærði Axel ekki viljað kannast við, að honum hafi verið falið svo víðtækt eftirlit eins og ákært er fyrir. Um það er ekki ágreiningur, að ákærði Axel var tengiliður milli bankans og Haf- skips h.f. og að hann samdi þau yfirlit, sem gerð voru á framangreindum árum fram að gjaldþroti féiagsins. Verður fyrst tekin af- staða til þess, hvort ákærði Axel hafi verið í því eftirlitshlutverki, sem honum er gefið að sök að hafa vanrækt. Af því sem að framan hefur verið rakið, er talið, þrátt fyrir neitun ákærða Axels, að honum hafi verið falið af hálfu Útvegsbank- ans að fylgjast með rekstri Hafskips h.f. og hafa eftirlit með því, að ætíð væru nægar tryggingar fyrir skuldbindingum félagsins gagnvart bankanum. Hins vegar verður ekki talið, að það hlutverk, sem hann í 2. lið þessa kafla ákærunnar er talinn hafa van- rækt, sé svo víðtækt sem ráða má af því, sem þar er rakíð. Ákærði studdist í þessu starfi sínu við gögn og upplýsingar, sem starfsmenn Haf- skips h.f. létu honum i té og hafði hann enga ástæðu á þessum tíma til að tortryggja þau. Hefur hann upplýst, að hann hafi sjálfur aflað sér mata skipamiðlara um markaðsverð skipa og er ekki ástæða til að vefengja, að það sé rétt. Telja verður vafasama þá ákvörðun ákærða Axels að tilgreina verðmæti trygg- inga í skipum Hafskips h.f. að verulegu leyti sem nafnverð tryggingarréttinda án tillits til markaðsverðs skipanna og þar með þess verð- falls á kaupskipum, sem varð á alþjóðlegum markaði á þessum tíma. Ákærði mátti hins vegar eiga von á því, að markaðsverð skip- anna hækkaði samkvæmt þeim lögmálum, sem giltu um sveiflur í verði skipa, eins og nánar var rakið í III. kafla hér að framan. Hefur því ekki verið sýnt fram á, að ákærða hafi borið að lækka tímabundið verðmæti trygginganna. Sú ákvörðun ákærða að hækka trygginga- gildi skipa Hafskips h.f. úr 70% í 85% af áætluðu markaðsverði þeirra var gerð í tíð fyrri bankastjórnar og með vitneskju tveggja úr henni, en sá þriðji mundi ekki eftir þessu. Framburður ákærða um réttmæti þessarar ákvörðunar hefur ekki verið hrakinn. Þá er ákærða Axel gefið að sök að hafa talið meðal trygginga fyrir skuldbindingum bankans vegna Hafskips h.f. ýmis veðandlög, sem hafi verið verðlaus eða lítils virði. Talað er um ýmis veðandlög, en í ákærunni er aðeins getið ódagsetts víxils, veðs í fasteign- inni Tívolí og almenns veðs í tækjum. Verður því einungis tekin afstaða til þeirra, enda óljóst, hver hin eigi að vera eins og orðalagi ákæru er varið. Ekki var tekið veð í þessum eignuin vegna nýrra Iána. Verður ekki með neinu móti séð, að sú háttsemi sé aðfinnslu- verð að telja þessi veðandlög meðal trygginga Þvert á móti verður að telja, að ákærði hafí með veðtökum þessum fremur reynt að bæta tryggingastöðu bankans en veikja hana, enda þótt deila megi um verðmæti þessara veðand- laga. Þá hefur ekki verið sýnt fram á, að hinn ódagsetti tryggingavíxill hafi verið verð- laus cða lítils virði. Óvarlegt verður að telja af hálfu ákærða Axels að telja meðal trygginga bankans skuldabréf, sem bankinn hafði ekki fengið afhent, en þó ber til þess að líta, að Hafskip h.f. hafði skuldbundið sig til þess að afhenda bankanum öll bréfin, jafnskjótt og þau voru gefin út. Að því er tekur til óhlýðni bankastjóranna við bankaráðið lítur dómurinn svo á, að í máli þessu hafi ekki verið sýnt fram á nein þau atriði, sem bankaráðið hafi gefið banka- stjórninni bein fyrirmæli um, hvorki í almenn- um né sérstökum erindisbréfum þeirra eða á annan hátt. Þá kannast bankaráðsmennirnir ekki við að hinir ákærðu bankastjórar hafi sýnt af sér óhlýðni við þá. Af því sem rakið hefur verið um störf ákærða Axels, þykir ekki hafa verið sýnt fram á, að hann hafi óhlýðnast bankastjórninni. Þegar allt er virt sem rakið var ber að sýkna ákærðu Halldór Ágúst, Lárus, Ólaf og Axel af því sem þeim er gefið að sök í þessum kafla. IX. kafli Samkvæmt þessum kafla ákærunnar og ákærunni frá 23. nóvember 1988, er ákærðu, Valdimar, Arnbirni, Garðari, Krist- manni og Jóhanni Sigurði, gefið að sök að hafa sem bankaráðsmenn sýnt af sér sak- næma vanrækslu við yfirstjórn Útvegsbank- ans og við eftirlit með starfsemi hans og þannig látið hjá líða að fylgjast með skuld- bíndíngum og tryggíngum vegna víðskipta bankans við Hafskip h.f., á þeim tímabilum, sem þeir voru bankaráðsmenn. í ákærunum er háttsemi ákærðu m.a. tal- in varða við 141. gr. almennra hegningar- laga, sem er I XIV. kafla þeirra, er fjallar um brot í opinberu starfi. Kemur því fyrst til úriausnar hvort ákærðu teljast opinberir starfsmenn í skilningi þessa kafla almennra hegningarlaga. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 12, 1961 um Útvegsbanka Islands, var bankinn eign ríkis- ins. Samkvæmt 8. og 9. gr. sömu íaga var yfirstjórn hans í höndum ráðherra, er fór með bankamál, og fimm manna bankaráðs, er kosið var af Alþingi til fjögurra ára í senn. Stjórn bankans var að öðru leyti í hönd- um 3 manna bankastjórnar, sem fór með æðstu stjórn allrar daglegrar starfsemi, sbr. 14. gr. laganna. Verkefni ráðsins voru nánar skilgreind í IV. kafla laganna. Það hafði yfir- umsjón með starfsemi bankans, gerði tillögu um reglugerð hans, sem ráðherra setti, einn- ig réði það bankastjóra, aðstoðarbankastjóra, aðalféhirði, aðalbókara svo og stjórnendur útibúa utan Reykjavíkur. Laun bankastjóra og annarra starfsmanna bankans og eftirlaun þeirra voru ákveðin af ráðinu. Verkefni þess voru nánar tíunduð í 35. gr. reglugerðar nr. 31, 1962 fyrir Útvegsbanka íslands. Af tilvitnuðum lögum og reglugerð er ljóst, að bankaráðinu var, ætlað að hafa á hendi yfirstjórn bankans, sem var að óilu leyti í eigu ríkisins og það bar ábyrgð á sbr. 2. gr. laga nr. 12, 1961. Af þessu leiddi, að ákærðu voru, sem bankaráðsmenn, opinberir starfsmenn í skilningi XIV. kafla almennra hegningarlaga, enda sýnist sá skilningur eðli- legur þegar störf þeirra við stjórn bankans eru virt. Skiptir ekki máli í þessu sambandi, að þeir voru kosnir til starfans af Alþingi en ekki skipaðir af ráðherra. Ákærðu höfðu setið mislengi í bankaráðinu og er tími hvers þeirra þar rétt tilgreindur í ákærunum. Ákærði, Garðar, hefur borið, að hann hafi verið í veikindafríi frá því á miðju ári 1984 og fram í febrúar 1985. Bankaráðið hélt að jafnaði tvo fundi í mánuði og oftar ef þurfti. Fundahlé var yfír sumarmánuðina. Á fundunum var almennt fjallað um þau mál, sem efst voru á baugi hverju sinni í bankanum og auk þess var þar dreift mánaðarlegum yfirlitum um stöðu inn og útlána. Bankastjórarnir, sem sátu fund: ina, skiptust á um að útskýra þessi yfirlit. í þeim voru viðskiptin við Hafskip h.f. ekki sérgreind heldur fjallað um þau undir liðnum samgöngur. Ákærðu bar saman um að ráðið hafi engin afskipti haft af útlánum bankans. Bankaráðið hélt fundagerðabók þar sem bókaðir voru fundir ráðsins, hverjir sátu þá og helstu mál, er þar voru rædd. Af gögnum málsins má ráða, að ekki hefur verið bókað að rætt hafi verið um málefni Hafskips h.f. í ráðinu á starfstíma ákærðu fyrr en 1. mars 1985. Ákærðu hafa þó allir borið, að málefni félagsins hafí verið tíl umræðu fyrr, þótt ekki hafí það verið bókað. Fram er komið í málinu, að á fundum bankaráðsins hafí verið rætt almennt um málefni Hafskips h.f., en ekki hafi verið rætt um einstök reikningsskil, hins vegar hafí borið á góma lánastöðvunin í október 1984 og hlutafjáraukningin í febrúar 1985. Þegar bankanum bárust áætlanir frá félaginu um Atlantshafssiglingarnar voru þær enn- fremur ræddar í ráðinu. Bankaráðið lagði áherslu á það við bankastjórnina, að öll lán væru nægjanlega tryggð og í því sambandi tekin öll fáanleg veð. Utlánareglur voru hins vegar ekki settar fyrr en í kjölfar setningar nýrra laga um viðskiptabanka nr. 86, 1985. Gögn málsins bera með sér, að frá því í mars 1980 og fram í júní 1985 hafði Banka- eftirlit Seðlabankans engin afskipti af starf- semi Útvegsbanka íslands, ef frá því er skil- in athugun á starfsemi útibús bankans á Siglufirði í mars 1983. Á þessum tíma voru í gildi lög nr. 10, 1961 um Seðlabanka ís- lands, en samkvæmt 10. gr. þeirra laga, hafði Seðlabankinn eftirlit með starfsemi banka og annarra innlánsstofnana. Það var hlutverk bankaeftirlits Seðlabankans að fylgjast með því að innlánsstofnanir fylgdu lögum og reglum um starfsemi þeirra. Einn- ig var því heimilt að gera athugasemdir, ef það taldi hag eða rekstur innlánsstofnana óheilbrigðan, og skyldu slíkar athugasemdir tilkynntar ráðherra þegar í stað. Þá var innl- ánsstofnunum skylt að láta bankaeftirlitinu í té reikninga sína og aðrar upplýsingar svo oft, sem óskað var. Einnig var bankaeftirlit- inu heimilt að rannsaka bókhald og eignir innlánsstofnana, hvenær sem ástæða þótti til. Ekkert er komið fram í málinu, sem bend- ir til þess, að forráðamenn bankans hafi látið hjá líða að láta bankaeftirlitinu í té þessi gögn. Þá ber að hafa í huga það bankakerfi, sem var við lýði hér á landi á þessum árum og þau lögmál, er þar giltu, en Útvegsbankinn var ríkísbankí. Þegar framanritað er virt verður ekki ta- lið, að bankaráðið hafi vanrækt að fjalla um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips h.f. á þann hátt, sem ætlast var til af því miðað við lagaskyldur þess og starfshætti, en það hafði ekki afskipti af daglegum rekstri bank- ans. Þá ber einnig að hafa í huga, að bank- aráðið hafði ekki tilefni til að ætía, að við- skiptin við Hafskip h.f. væru bankanum áhættusamari nú heldur en þau höfðu alla tíð verið. Þá komu hinir þingkjörnu endur- skoðendur bankans á fundi bankaráðsins þegar ástæða þótti til. Ekki verður séð, að athugasemdir þeirra hafi gefið bankaráðinu tilefni til að ætla að viðskipti bankans við Hafskip h.f. hafi stefnt hagsmunum hans í þá hættu að ástæða hafi verið til frekari aðgerða af hálfu ráðsins, en bankaráðið vissi um hlutafjáraukninguna og lagði áherslu á, að tekin yrðu öll fáanleg veð í eigum Haf- skips h.f. Þá er einnig til þess að líta að bankaeftirlitið gerði á þessum árum engar athugasemdir varðandi rekstur bankans. Ósannað er gegn neitun ákærðu, að þeir hafi ekki fjallað um málefni Hafskips h.f., fyrr en 1. mars 1985. Með hliðsjón af öilu framansögðu er ósann- að, að ákærðu hafi gerst sekir um það, sem þeir eru ákærðír fyrir. Ber því að sýkna þá. X. kafli í þessum kafla ákærunnar er ákærða Inga Randveri gefið að sök að láta undir höfuð leggjast að rækja eftirlitsskyldu sína, en þess að engu getið, hver þau atriði séu, sem van- rækt hafi verið, þegar frá er skilið, að vikið er sérstaklega að tryggingum vegna skuld- bindinga bankans gagnvart Hafskipi h.f. Eins og þessu víðtæka orðalagi ákæru er varið verður aðeins þetta eina atriði tekið til úr- lausnar vegna þessara sakargifta. Hitt ákæruatriði þessa kafla er enn óljósar orðað, en þar er talað um, að ákærði hafi ekki komið á framfæri við stjórnendur bank- ans aðfinnslum og ábendingum um þær mis- fellur sem honum hafi verið kunnugt um í viðskiptum bankans í þessum viðskiptum. Hvergi er þess getið í ákærunni, hverjar þessar misfellur hafí verið, senfmonum hafi verið kunnar. Eins og síðara ákæruatriðinu er háttað verður að líta svo á að ekki hafi verið sýnt fram á tilteknar misfellur, sem ákærða hafi borið að koma á framfæri Samkvæmt 4. mgr. 15. gr. laga nr. 12, 1961 um Utvegsbanka íslands, sbr. 1. gr. laga nr. 37, 1983 skyldu reikningar bankans endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum, sem Alþingi kaus. í reglugerð nr. 31, 1962 fyrir Útvegsbanka íslands var hlutverk end- urskoðendanna nánar skilgreint. Samkvæmt 43. gr. reglugerðarinnar skyldu þeir hafa stöðugt eftirlit með rekstri bankans, rannsaka reikninga hans og bera saman við bækurnar og við sjóð bankans ogeignir. í 43. gr. reglugerðarinnar er endurskoð- endunum boðið að rannsaka fyrirvaralaust, hvort eignir bankans séu fyrir hendi og auk þess a.m.k. einu sinni í mánuði, hvort það fé sé í sjóði hjá þeim starfsmönnum bank- ans, sem fé hafa undir höndum og á að vera í þeirra vörslum. Á sama hátt skulu útibúin rannsökuð. Þá er endurskoðendunum boðið að gera bankastjórn og bankaráði viðvart, verði þeir varir við vanrækslu eða telji, að nauðsynlegar endurbætur þurfi að gera. Samkvæmt 45. gr. skyldu endurskoðend- urnir gefa skýrslu um störf sín til bankaráðs og ráðherra, er fylgja skyldi ársreikningi bankans, svo og endranær, þegar þeim þótti ástæða til. Samkvæmt lögum um viðskiptabanka nr. 86, 1985, sem tóku gildi 1. janúar 1986 voru lagðar ríkari skyldur á endurskoðendur banka, sbr. VII. kafla þeirra. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 67, 1976 hafa löggiltir endurskoðendur réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Ákærði taldi, að á árinu 1982, hafí að sínu mati vantað nokkuð á að nægar tryggingar væru fyrir útlánum til Hafskips h.f. og hafi hann gert athugasemdir við þetta á fundi með bankastjórn í júní 1982, þar sem til umræðu var milliuppgjör bankans pr. 30.4.1982. Þá hafi hann seint á árinu 1984 kannað sérstaklega skuldabréf og allar skuld bindingar Hafskips h.f. við bankann. Taldi hann þá að nokkuð vantaði upp á, að trygg- ingar væru nægar fyrir útlánum, sem þá höfðu verið veitt. Komið hafi fram á vinnu- fundum með ákærðu Ólafi og Halldóri Agústi, öðru hvoru megin við áramótin 1984-1985, að verið væri að huga að frekari tryggingatökum og að bankinn hafi krafist frekari hlutafjáraukningar í félaginu. Eins og áður er getið, var ríkari skylda lögð á hendur endurskoðendum viðskipta- banka ¦ með hinum nýju lögum frá_ árinu 1985. í eldri lögum um Útvegsbanka íslands og reglugerð, sem sett var með stoð í þeim, er þess hvergi getið, að endurskoðendur banka skuli gefa álit á reikningum og hvergi er þar minnst á greiðslutrygginar. Sam- kvæmt þessu fólst endurskoðunin samkvæmt eldri lögunum aðallega í innra eftirliti. Gegn neitun ákærða Inga Randvers er ekki komið fram, að hann hafi á umræddum tíma látið undir höfuð leggjast, sem kjörinn- og löggiltur endurskoðandi Útvegsbankans að rækja framangreinda eftirlitsskyldu sína vegna viðskipta bankans við Hafskip h.f. Leitt er í ljós, að ákærði yfirfór gögn bank- ans við endurskoðun sína, þ.á.m. milliuppgjör og ársreikninga frá Hafskipi h.f., sem höfðu verið endurskoðaðir af löggiltum endurskoð- anda. Mátti ákærði byggja á því að þeir væru réttir og sýndu rétta mynd af fjárhag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.