Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 42
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JULÍ 1990 Hafnarfjörður — blaðberar Blaðbera vantar í Suðurbæ til sumarafleysinga. Upplýsingar í síma 652880. Afgreiðsla - bækur Bókaverslun í miðborginni óskar eftir að ráða fólk til afgreiðslustarfa. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 14. júlí nk. merktar: „Bækur - 9244". Gröfumaður Óskum að ráða mann vanan vinnu á traktors- grófu. Helst með meirapróf. Upplýsingar í síma 622700. ÍSTAK Starfsfólk vantar nú þegar við heimilishjálp í Bessa- staðahreppi. Upplýsingar á skrifstofu Bessastaðahrepps í síma 653130. Umbpðsmaður -Ólafsvík Óskum eftir umboðsmanni til að sjá um dreif- ingu blaðsins í Ólafsvík. Einnig kæmi til greina að blaðberi sæi um starfið. Upplýsingar í síma 691201 frá kl. 9.00-17.00 virka daga. Kennarar Við Grunnskólann í Ólafsvík eru lausar eftir- taldar stöður: Staða sérkennara við sérkennsludeild, íþróttakennara og í almenna kennslu. Upplýsingargefa skólastjóri ísíma 93-61293, yfirkennari í síma 93-61251 og formaður skólanefndar í síma 93-61364. Lausstaða Staða forstöðumanns rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1990. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneyt- inu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. landbúnaðarráðuneytið, 4.JÚIÍ1990. Dyraverðir Veitingahús í Reykjavík óskar eftir að ráða dyraverði eldri en 20 ára. Allar nánari upplýsingar í síma 23333. Islenskukennara vantar íslenskukennara vantar að Menntaskólanum á ísafirði, (pósthólf 97, 400 ísafirði). Um er að ræða rúmlega fullt starf. Húsnæðisfyrirgreiðsla í boði. Upplýsingar í símum 94-3599 og 94-4119. Skólameistari. W^N**^ Suðurbæjarlaug - baðverðir Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsókn- ar tvær stöður baðvarða í Suðurbæjarlaug, þ.e. baðvarsla kvenna og baðvarsla karla. Um dag-, helgar- og kvöldvinnu er að ræða. Ráðið er í störfin frá og með 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Suðurbæjarlaugar frá kl. 8.00 til 12.00 alla virka daga. Umsóknir, þar sem m.a. er upplýst um menntun og fyrri störf, berist eigi síðar en 13. júlí nk. á bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 200 Hafnarfirði. Forstöðumaður. R AÐ A UGL Y' HUSNÆÐIOSKAST Húsnæði óskast Fimm manna fjölskylda utan af landi óskar eftir 3-5 herbergja íbúð í Reykjavík, helst í Breiðholti, Árbæjarhverfi eða Grafarvogi, annars kemur allt til greina. Reglusemi, góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. "> Upplýsingar í síma 96-61927. TILKYNNINGAR . Hafnarfjörður JlL Nýtt deiliskipulag - svæði hestamanna við Kaldárselsveg Samkvæmt ákvörðun skipulagsstjórnar ríkis- ins með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi í Hafnarfirði á svæðum hestamanna við Kaldársel. í deili- skipulaginu er gert ráð fyrir hesthúsum til viðbótar við þau sem eru fyrir á svæðinu. Ennfremur nýju félagsheimili, keppnissvæði, reiðstígum og möguleika á fleiri hesthúsum. Þó er gerður fyrirvari um samþykki bæjaryfir- valda fyrir reiðveg innan lógsagnarumdæmis Garðabæjar. Tillagan liggur frammi á afgreiðslu bæjar- verkfræðings frá 13. júlí til 24. ágúst á Strandgötu 6. Athugasemdum við tillöguna skal skila skrif- lega til bæjarstjóra fyrir 7. september 1990. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði, 5. júlí 1990. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, skipulagsstjóri ríkisins. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Breyting á deiliskipu- lagi við Hverf isgötu 20 Breytingartillaga á staðfestu deiliskipulagi staðgreinireits 1.171.0, sem markast af Hverfisgötu, Smiðjustíg, Laugavegi og Trað- arkotssundi, er hér rheð auglýst samkvæmt 17. og 18. gr. laga nr. 19/1964. Uppdrættir og greinargerð verða til sýnis frá mánudeginum 2. júlí til mánudagsins 13. ágúst 1990 alla virka daga frá kl. 8.20-16.15 hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, 105 Reykjavík. Athugasemdum við breytingartillöguna, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 27. ágúst 1990. Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Mosfellsumdæmis, Mosfells Apótek, er auglýst laust til umsóknar. Eigendum er heimilað að neyta ákvæða 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varð- andi húsnæði lyfjabúðarinnar, Þverholti 3, Mosfellsbæ. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðar- innar 1. september 1990. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa borist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu fyrir 4. ágúst nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 4. júlí 1990. Hafnarfjörður Nýtt deiliskipulag íbúðasvæðis Fjárhúsholt norður-öxl (þéttbyggð) í samræmi við gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð 818/1985 er lýst eftir athugasemdum við til- lögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í Hafnar- firði á norður-öxl Fjárhúsholts. í samræmi við staðfest aðalskipulag er gert ráð fyrir þéttri byggð fjölbýlis-, einbýlis- og raðhúsa, alls 103 íbúðir. Tillagan er til sýnis á afgreiðslu bæjarverk- fræðings á Strandgötu 6 frá 13. júlí til 10. ágúst 1990. Athugasemdum við tillöguna skal skila til bæjarstjóra fyrir 10. ágúst 1990 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera at- hugasemdir innan tiltekins frests, teljast samþykkir henni. Hafnarfirði, 5. júlí 1990. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, skipulagsstjóri rfkisins. TILBOÐ - UTBOÐ Útboð Fyrir hönd húsfélaganna Fossheiði 54 og 56 óskar Verkfræðistofa Suðurlands hf. eftir til- boðum í hreinsun og viðgerð steyptra veggja utan húss. Útboðsgögn fást afhent hjá Verkfræðistofu Suðurlands hf., Eyrarvegi 27, Selfossi, sími 98-21776, faxnúmer 98-22711. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudag- inn 17. júlí nk., kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.