Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 6. JULÍ 1990 Davíð Oddsson, borgarstjóri: Borgin vill ekki selja eða leigja Alþingi Hótel Borg FORSETAR Alþingis hafa rætt við Davíð Oddsson, borgarstjóra, um möguleika á að þingið kaupi eða leigi Hótel Borg af Reykjavík- urborg. Borgarstjóri segir að borgaryfirvöíd séu ekki reiðubúin til slíkra samninga en vilji leita annarra leiða til að iausn megi finnast á húsnæðisvanda Alþingis. Borginni ber að fara varlega í aðábyrgjast lán fyrirtækja - segir borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri segist telja, að almennt beri borgaryfirvöldum að fara var- lega í að ábyrgjast lán einkafyrir- tækja og heimildir sveitarfélaga til þess hafi verið takmarkaðar. Þetta kom fram i umræðum í borgarstjórn í gær, þar sem beiðni Stöðvar tvö um ábyrgð borgarinnar vegna 200 milljóna króna láns fyrirtækisins kom til umræðu. Á fundi borgarráðs 26. júní var afgreiðslu á beiðni Stöðvar tvö frestað. Er gert ráð fyrir að hún verði að nýju tekin fyrir á borgar- ráðsfundi næstkomandi þriðjudag. Við umræður í borgarstjórn í gær sagði Bjarni P. Magnússon, Nýjum vettvangi, að hann teldi borgina ekki geta gengið í ábyrgð fyrir fyr- irtækið með þessum hætti. Hins vegar kæmi til álita, að sínu mati, að koma til móts við það með því að kaupa hlutabréf fyrir allt að 200 milljónir króna. Við umræðurnar sagði Davíð Oddsson að hann ætlaði ekki á þessu stigi að ræða beiðnina efnis- íega. Hins vegar væri hann almennt þeirrar skoðunar, að borginni bæri að fara afar varlega í að veita ábyrgðir af þessu tagi. Einnig bæri á það að líta, að heimildir sveitarfé- laga til að veita fyrirtækjum ábyrgð vegna lána væru nú takmarkaðri en áður. Hann sagði að hins vegar væri ekki veruleg áhætta fyrir borgina að veita ábyrgð í þessu tilviki. Stöð tvö þyrfti að verða gjaldþrota áður en gengið yrði að borginni, auk þess sem hér væri ekki um að ræða háa upphæð hlutfallslega miðað við þær ábyrgðir sem ýmis sveitarfélög hefðu veitt fyrirtækjum. Árni Gunnarsson, forseti neðri deildar Alþingis, segir að miklir erf- iðleikar séu fyrirsjáanlegir í hús- næðismálum þingsins og mat þing- forseta hafi verið, að Hótel Borg væri það húsnæði í nágrenni Alþing- ishússins, sem best hentaði undir starfsemi þess. Þegar Reykjavíkur- borg hafi fest kaup á hótelinu í vor hafi forsetarnir farið að kánna möguleika á kaupum á öðrum húsum í nágrenninu en ekki fundið neitt sem hentaði. Árni segir að þegar það hafi legið fyrir, hafi forsetar Alþingis rætt yið borgarstjóra og kannað hvort til greina kæmi af hálfu borgaryfír- valda að selja þinginu húsið, eða leigja það með því skilyrði að áfram verði veitingarekstur á neðstu hæð- inni. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði borgarstjóri, að borgaryfirvöld væru ekki reiðubúin til að selja eða leigja Alþingi Hótel Borg, enda vildu þau tryggja að áfram yrði hótel- rekstur í húsinu. Hins vegar væri fullur vilji fyrir því hjá borginni, að leita annarra leiða til að fínna lausn á húsnæðisvanda þingsins. Á landsmóti hestamanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tveir hestar yfír 9 í forkeppni B-flokks Vindheimanielum, Skagafirði. Frá Valdimar Kritinssyni. TVEIR hestar hlutu hærri einkunn en 9 í forkeppni B-flokksins á landsmóti hestamanna í gær. Svartur frá Högnastöðum, sem Sigurbjörn Bárðarson sat fékk 9,27 í einkunn og Muni frá Ketilsstöðum, sem Trausti Þór Guðmundsson sat, fékk 9,26. Trausti Þór sat einnig hestinn, sem varð í þriðja sæti, Gími frá Vindheimum, en hann fékk 8,99 í einkunn. í forkeppni í úrvalstölti urðu úrslitin þessi: 1. Sævar Haraldsson, Fáki, á Kjarna frá Egilsstöðum, 106,13 stig. 2. Rúna Einarsdóttir, Geysi, á Dimmu frá Gunnarsholti, 100,80 stig. 3. Unn Kroghen, Fáki, á Kraka frá Helgustöðum, 99,97 stig. 4. Hinrik Braga- son, Fáki, á Darra frá Stóru-Gröf með 96 stig. 5. Örn Karlsson, Andvara, á Golu frá Gerðum , 94,93 stig. Sjá frásögn bls. 10. Verðjöfhunarsjóður sjávarútvegsins; Eækjuframleiðendur fa greidd- ar 5% verðbætur í júní og júlí Verð á rækju hefur lækkað um 8% frá því í maí STJÓRN Verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið að framleiðendur skuli fá greiddar verðbætur á rækju í júní og júlí, sem nema 5% af fob-verðmæti hennar, að sögn Ólafs Klemens- sonar framkvæmdastjóra sjóðs- ins. „Stjórnin hefur ekki séð til- efhi til verðjöfnunar á öðrum tegundum. Hún kemur hins veg- ar aftur saman fyrir 20. þessa mánaðar til að ganga frá tillög- um til sjávarútvegsráðherra um verðjöfnun í ágúst og þá er að sjá hvað verðhækkanir í júní og júlí hafa að segja í því máli," sagði Ólafur Klemensson í sam- tali við Morgunblaðið. Ólafur Klemensson sagði að það væri nokkuð víst að verðjöfnun á öllum botnfiskafurðum væri farin að nálgast mjög og einungis væri spurning um einn eða tvo mánuði hvenær hún skylli á. Lárus Jónsson, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, sagði að framleiðend- ur hefðu fengið greiddar 8% verð- bætur á rækju í maí síðastliðnum en síðan hefði rækjuverðið lækkað um 8% í erlendri mynt, aðallega vegna aukins framboðs frá Noregi. „Hins vegar bendir ýmislegt til að ekki ætti að vera tilefni tilfrekari verðlækkana á næstunni. Ég held að kaupendur séu ekki með miklar birgðir og Norðmenn séu búnir að stöðva sínar veiðar í 3-5 vikur til að minnka sínar birgðir," sagði Lárus Jónsson. um Ólafur Klemensson sagði að nýjum Iögum og reglugerð Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins, sem tók við af Verðjöfnunarsjóði fískiðnaðarins, væri ekki tekið tillit til afkomu sjávarútvegsfyrirtækja varðandi verðjöfnunina. Hins vegar væri tekið tillit til verulegs afla- brests í lögunum. Einnig væri heim- ilt að fella niður verðjöfnun þegar innistæða í sjóðnum væri orðin meiri en 30% af ársframleiðslu við- komandi greinaj og innistæða í humardeildinni væri nú komin yfir það mark, eða um 300 milljónir króna. Þegar Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins var lagður niður, 1. júní síðastliðinn, var heildarinnistæða í sjóðnum um 500 milljónir króna, þar af 260 milljónir í humardeild og 170 milljónir í rækjudeild, að sögn Ólafs Klemenssonar. „Þessar 500 milljónir fóru inn á svokallaðan óskiptan reikning hverrar deildar fyrir sig í nýja sjóðnum í sömu hlut- föllum og deildaskiptingin var í gamla sjóðnum," sagði Olafur. Hafharfjörður: Skuldin við hafhar- sjóð greidd að hluta Bæjarstjóra og bæjarráðsmanni falin meðferð málsins Kjaradeila BHMR og ríkisins: Hafrannsóknaskip in leggja úr höm BÆJARRAÐ Hafiiarfjarðar fól í gær bæjarstjóra og fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að ákveða málsmeðferð vegna vangoldinnar skuldar lögfræð- ings við hafharsjóð. Hann tók að sér innheimtu á síðasta ári, en greiðsla barst ekki í réttar hendur. I gær gerði lögfræðingurinn skil á höfuð- stól skuldarinnar, en ekki á dráttarvöxtum. Bandarískt kaupskip sigJdi á bryggjuna í Hafnarfjarðarhöfn á síðasta ári og olli skemmdum. Krafa var gerð um greiðslu 1,3 milljóna króna í skaðabætur og lögfræðingur í bænum tók að sér innheimtuna. Hann mun hafa fengið innheimtu- launin greidd fyrirfram. Tryggingar- ; félag útgerðarinhar. viðurkenndi kröfuna umyrðalaust. Stóð það skil á greiðslu við lögfræðinginn um síðustu áramót. Hann gerði ekki skil á fénu til réttra yfirvalda. Þegar gengið var eftir skuldinni undir vorið mun hann hafa lagt fram innistæðu- lausa ávísun. Á fundi bæjarráðs síðastliðinn laugardag var samþykkt að fela þæjarlögfræðingi að kæra lögfræð- inginn ti! Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Tveir bæjarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt en fulltrúar Alþýðu- flokksins, þrír að tölu, sátu hjá. í gær barst greiðsla til bæjarsjóðs á höfuðstóli skuldarinnar. Bæjarráð kom saman til fundar síðdegis og tók ákvörðun um að fela Guðmundi Arna Stefánssyni bæjarstjóra og Jóhanni G. Bergþórssyni bæjarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að annast frek- ari meðferð málsins. Samþykkt bæj- arráðs frá því á laugardag stendur óhögguð, en viðmælendur blaðsins Háskólamenntaðir starfs- menn á Hafrannsóknastofnun ákváðu á fundi sínum í gær að rannsóknaleiðangrar á hafrann- sóknaskipunum Dröfn og Bjarna Sæmundssyni yrðu farn- ir strax og skipin væru tilbúin til brottfarar. Rannsóknaleiðöngrum skipana var frestað á þriðjudag. Starfs- menn komu þá saman til fundar um framkvæmd kjarasamninga Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Þá var sú ákvörðun tekin að fresta rann- sóknaleiðöngrum skipanna. Dröfn átti að leggja úr höfn á þriðjudag til þorskrannsókna og Bjarni Sæ- mundsson á miðvikudag til úthafs- rækjurannsókna. Þá hefur Félagsdómi borist stefna á fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna deilunnar. Það er Félag íslenskra náttúru- fræðinga sem er stefnandi. Málið verður þingfest þriðjudaginn 10. um fyrir Félagsdómi ber að flýta eins og kostur er og má gera ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir innan nokkurra vikna. sögðu að bæjarlögmaður.hefði^enn__Íúlí_og^stefodagefihn frestur til ekkert aðhafst í málinu. ao Téggja fram greinargérð." Mál- Símasambands- laust við lögreglu BILUN varð í sjálfvirku símstöð- inni í Landsímahúsinu um kl. 14 í gær þannig að ekki var unnt að hringja í númer sem hefjast á 61 og 62. Gert var við bilunina um kl. 16. Erfitt reyndist meðal annars að ná sambandi við lög- reglu og slökkvilið. I gærkvöldi fór síðan í sundur símstrengur með 600 línum á milli Múlastöðvar á Suðurlandsbraut og Miðbæjarstöðvar þegar unnið var við jarðvegsframkvæmdir. Erfitt reyndist af þeim sökum að hringja frá miðbænum í númer sem hefjast á 1 og 3 í hverfunum við Múlastöð. . Vonast var til að viðgerð á strengnum til Múlastöðvar lyki:í " riðtí." ~ ......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.