Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 39 Ákærðu er öllum fjórum gefið að sök að hafa í störfum sínum hjá Útvegsbanka íslands gerst sekir um brot í opinberu starfi, þrír þeir fyrstnefndu með því að hafa óhlýðn nast fyrirmælum bankaráðs bankans og ákærði Axel með því að óhlýðnast fyrir- mælum bankastjórnarinnar, þ.e. hinna þriggja ákærðu. Ollum er þeim gefið að sök, að þeir hafi sýnt af sér stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi að því er tók til við- skipta bankans við Hafskip h.f. M.a. er nefnd langvarandi vanræksla um öflun fullnægj- andi trygginga fyrir lánum og annarri fjár- hagslegri fyrirgreiðslu til félagsins og van- ræksla á eftirliti með því, að verðmæti trygg- inganna héldist og ennfremur með því að vanrækja athugun þeirra gagna, sem tengd- ust fyrirgreiðslu bankans við Hafskip h.f. eins óg nánar verði rakið í þrem næstu lið- um. Þessi háttsemi ákærðu er talin hafa leitt af sér stórfellt tjón fyrir bankann, sem þegar hafi verið orðið 422 milljónir sam- kvæmt ársreikningi bankans 1985. Starfstími hvers hinna ákærðu er rétt til- greindur í ákærunni. Fyrst verður tekin afstaða til þess, hvort ákærðu hafi verið opinberir starfsmenn í störfum sínum. Samkvæmt l. gr. laga nr. 12, 1961 um Útvegsbanka íslands var bankinn sjálfstæð stofnun, sem var í eigu ríkisins og samkvæmt 2. gr. sömu laga bar ríkissjóður ábyrgð á öllum skuldbindingum bankans. Með vísan til þessa, og eðli málsins samkvæmt töldust ákærðu því hafa verið opinberir starfsmenn í skilningi hegningarlaganna. 1. Útvegsbankanum bárust margvísleg gögn frá Hafskipi h.f. í tengslum við beiðnir um fyrirgreiðslu, m.a. ársreikningar fyrir- tækisins, milliuppgjör, rekstrar- og greiðslu áætlanir, gögn um tryggingar o.fl., svo sem rakið hefur verið í I.-III. kafla hér að fram- an. Er bankastjórunum gefið að sök að hafa vanrækt athugun þessara gagna, með því að gera ekki sjálfstæðar athuganir á raunver- ulegri afkomu félagsins og forsendum þeirra áætlana, sem fyrirtækið lagði fyrir bankann, m.a. um Atlantshafssiglingar félagsins og gæta ekki að áhrifum mismunandi reiknings- skilaaðferða, sérstaklega varðandi reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreyt inga. Ákærðu Halldór Ágúst og Lárus eru báðir viðskiptafræðingar. Þá hafði ákærði Halldór Lárus bæði unnið í bankaeftirlitinu og verið bankaútibússtjóri í Vestmannaeyjum, svo og verið eftirlitsmaður útibúa, áður en hann varð bankastjóri. Loks hafði ákærði Ólafur unnið í áratugi við bankastörf. Ákærði Ingi Randver taldi, að ákærðu Halldór Ágúst, Lárus og Ólafur hafi vegna menntunar og reynslu, verið betur til þess fallnir en hagdeild bankans að meta rekstur og stöðu Hafskips h.f. af þeim gögnum, sem félagið sendi bankanum á árunum 1983-1985. Af gögnum málsins er ljóst, að hagdeildin vann á árinu 1981 og á árinu 1985 að athug- un á stöðu Hafskips h.f. á grundvelli gagna frá fyrirtækinu. Síðara árið var sérstaklega gerð könnun á áreiðanleika rekstraráætlana félagsins. Verður ekki séð að á þessum árum hafi hagdeildin haft frekari afskipti af athug- un gagna vai'ðandi rekstur Hafskips h.f., enda hefur komið fram í málinu, að ákærðu höfðu þetta sjálfir með höndum. Ákærðu vissu, að félagið var rekið með hagnaði á áiunum 1982 og 1983. Um mitt sumar 1984 fengu þeir vitneskju um 6 millj- ón króna tap og í október s.á. var þeim ljóst, að skuldbindingar bankans vegna fé- lagsins voru orðnar meiri en sem námu trygg- ingum bankans eða 17,3 milljónir. Þá þegar gripu þeir til ráðstafana og stöðvuðu alla afgreiðslu nýrra lána, að því undanskildu, að tvö lán voru veitt snemma árs 1985 vegna hlutafjáraukningarinnar. Þá er ljóst af því, sem rakið hefur verið í I.-III. kafla ákærunnar, að gögn þau, sem þar er fjallað um voru ekki, svo að sannað sé, röng nema að óverulegu leyti. Milliuppgjörið pr. 31. ágúst 1984 og árs- reikningurinn fyrir árið 1984 voru árituð af endurskoðanda félagsins og önnur reiknings- skil félagsins unnin af honum. Höfðu ákærðu enga ástæðu til þess að tortryggja þau gögn, sem þeim bárust frá félaginu og ekki verður séð að þeir hafi haft tilefni til að kanna sérstaklega reikningsskilaaðferðir sem notaðar voru eða athuga sjálfstætt raunveru- lega afkomu félagsins og þær áætlanir, sem þeim bárust. Gegn neitun ákærðu Halldórs Ágústs, Lárusar, Ólafs og Axels, verða ekki færðar sönnur á það, að þeir hafi vanrækt athugun þeirra gagna, sem þeim bárust í sambandi við beiðnir um fjárhagslega fyrirgreiðslu bankans. Er ósannað, að ákærðu hafi ekki athugað sjálfstætt raunverulega afkomu fé- lagsins og forsendur þeirra áætlana, sem félagið lagði fyrir bankann, m.a. um Atlants- hafssiglingar félagsins. Þá er ósannað, að ákærðu hafi ekki gætt að áhrifum mismun- andi reikningsskilaaðferða sérstaklega varð- andi reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga. Það er mat dómsins, að ákærðu hafi ekki af ásettu ráði látið farast fyrir að skoða gögnin og þaðan af síður er sannað, að um hafi verið að ræða af hálfu ákærðu stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi _að þessu leyti. 2. Ákærðu Halldóri Ágústi, Lárusi og Ól- afi, er gefið að sök í 4. lið þessa kafla ákæru að hafa á starfstíma sínum sem banka- stjórar vanrækt eftirlit með því, að trygging- ar þær, sem Útvegsbankinn hafði fyrir skuld- bindingum sínum vegna Hafskips h.f. héldu verðgildi sínu eða hefðu yfirleitt það verð- gildi, sem þær voru skráðar fyrir, og að gerð- ar væru fullnægjandi ráðstafanir til þess, að ávallt væru fullnægjandi tryggingar fyrir þessum skuldbindingum. Er ákærðu í fram- haldi af þessu gefið að sök að hafa tekið góð og gild ýmis veðandlög án þess að fyrir lægi fullnægjandi athugun á verðmæti trygging- anna og að hafa byggt að stórum hluta á nafnverði tryggingarréttindanna án tillits til verðmætis þeirra. Er í því efni vísað til a, b, d og e liða í VIII.2 kafla ákæru. Þá er þessum ákærðu gefið að sök að hafa til viðbótar því að leggja nafnverð trygg- ingaréttindanna eitt til grundvallar, veitt Hafskipi h.f. fjárhagslega fyrirgreiðslu eftir að komið var fram yfirlit um skuldbindingar og tryggingar vegna Hafskips h.f. hinn 10. október 1984, er sýndi að skuldbindingarnar voru kr. 17.326.000 hærri en tryggingunum nam. Er ákærðu gefið að sök að hafa haldið áfram að veita félaginu fjárhagslega fyrir greiðslu, þrátt fyrir síversnandi stöðu trygg- inga samkvæmt þrem tilgreindum yfirlitum á árinu 1985. Er ákærðu gefið að sök að hafa með þessum hætti vísvitandi látið far- ast fyrir að hlýða fyrirmælum bankaráðsins samkvæmt erindisbréfum fyrir bankastjór ana. Það er ljóst, að allt frá stofnun Hafskips h.f. 1958 og fram til gjaldþrots félagsins átti félagið oft í verulegum fjárhagserfiðleik- um. Ekki er annað vitað en að yfírleitt hafi í upphafi hverrar fyrirgreiðslu verið tekin næg veð fyrir þeim skuldbindingum, sem verið var að stofna til. Hitt er ljóst, að veð- hæfni ýmissa veðandlaga rýrnaði eftir að fyrirgreiðsla var veitt og má þar til nefna verðmæti skipa félagsins. Hins vegar verður ekki séð, að ákærðu gætu neinu breytt þar um eða knúið félagið til þess að veita viðbót- arveð vegna verðfalls skipanna, enda hafði bankinn, áður en yfir lauk, tekið veð í velflest- um eignum fyrirtækisins. Þá hefur því verið slegið föstu, að ekki hafi verið sýnt fram á í málinu, að ákærðu hafi vanrækt að athuga gögn sem bárust bankanum vegna fyrirgreiðslu bankans við félagið. Að því er tekur til hinna þriggja ákærðu bankastjóra er til þess að líta, að þegar þeir komu til starfa í bankanum, stóðu þeir frammi fyrir erfiðri fjárhagsstöðu Hafskips h.f., sem til var komin fyrst og fremst vegna þeirrar fyrirgreiðslu, sem bankinn hafði þeg- ar veitt félaginu í tíð fyrri bankastjóra. Verð- ur ekki séð, að sú fyrirgreiðsla, sem banka- stjórarnir veittu eftir að þeir komu til starfa hafi verið umfram það, sem nauðsynlegt mátti teljast til þess að halda félaginu gang- andi og að ekki kæmi til greiðslustöðvunar. Sú fyrirgreiðsla sem hinir ákærðu bankastjór- ar stóðu að, var fyrst og fremst í formi skuld- breytingalána og veitingu ábyrgða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins, en slíkt var forsenda þess, að það gæti staðið við skuldbindingar sínat'. Ymis ytri áföll komu til á síðasta árinu fyrir gjaldþrotið. Hinir ákærðu bankastjórar stóðu frammi fyrir vandamálum vegna vanskila Hafskips h.f., sem til voru komin m.a. vegna missis herflutninga, verkfalls, taxtahruns, gengis- fellingar og taps af T.A. siglingum. Versnaði staða félagsins af þessum sökum að mun án þess, að hinir ákærðu bankastjórar gætu rönd við reist. Þykir fyrirgreiðsla bankans á síðustu mánuðum starfsemi félagsins hafa fyrst og fremst beinst að því að reyna að tryggja áframhaldandi rekstur þess yfir sérs- takt erfiðleikatímabil í þeirri von, að hagur þess vænkaðist og það gæti staðið við skuld- bindingar sínar við bankann. Hinn kosturinn var að stöðva þegar frekari fyrirgreiðslu við félagið, en það hefði fyrirsjáanlega leitt til stöðvunar á rekstri þess og þá með þeim afleiðingum, að fyrirtækið hefði orðið gjald- þrota. Við þær aðstæður stóðu bankastjórarn- ir frammi fyrir því, að bankinn yrði fyrir verulegu fjárhagstjóni. Vissulega var aukin áhætta fólgin í því að veita félaginu áfram fyrirgreiðslu, en mat bankastjórnarinnar var það, að það gæti orð- ið til þess að ná því upp úr öldudalnum. Verður ekki á það fallist með ákæruvaldinu, að sú fyrirgreiðsla, sem bankinn veitti Haf- skipi h.f., verði af hálfu bankastjóranna talin til stórfelldrar og ítrekaðrar vanræsklu og hirðuleysis. Samkvæmt 22. gr. reglugerðar nr. 31, 1962, fyrir Útvegsbanka íslands, var það mat bankastjórnarinnar sem réði því, hvaða tryggingar teldust fullnægjandi hverju sinni. Rangt mat í þessu efni þarf hins vegar ekki að leiða til þess, að það teljist refsivert. Dómurinn telur að horfa verði til þess, að í huga bankastjóranna miðaði fyrirgreiðsla þeirra einungis að því að ná félaginu yfír tímabundinn fjárhagsvanda, svo að það gæti með betri tíð staðið við skuldbindingar sínar við bankann. Það er ljóst, að Hafskip h.f. fékk fyrir- greiðslu í bankanum, enda þótt trygginga- staða fyrirtækisins færi versnandi. Hefur áður verið gerð grein fyrir þeirri stöðu, sem bankastjórarnir voru í vegna erfiðleika f élagsins, sem gátu leitt til rekstursstöðvunar þess. Stóðu þeir andspænis þeim vanda að stöðva fyrirgreiðslu eða halda félaginu gang- andi, þótt tæpt stæði með tryggingar, þ.á.m. í skipum. Hinir ákærðu bankastjórar vissu vel, að félagið var á barmi gjaldþrots. Það er mat dómsins, að aðgerðir þeirra, sem ákært er fyrir í máli þessu hafi verið björgunaraðgerð- ir sem voru ekki síður í þágu bankans en félagsins. Þá var fyrri fyrirgreiðsla félagsins að mestu leyti veitt af annarri bankastjórn. Má því segja, að hin ákærða bankastjórn hafi að vissu leyti staðið frammi fyrir gerðum hlut í viðskiptunum við Hafskip h.f. Tekin var áhætta með aukinni fyrirgreiðslu, sem ekki nægði og leiddi til mikils taps fyrir ban- kann. Þetta aukna tap verður ekki að mati dómsins skrifað á reikning bankastjóranna sem stórfelld eða ítrekuð vanræksla eða hirð- uleysi. Þá er enn óupplýst, hvert endan legt tap bankans verður. Dóminum þykir einsýnt, að þegar lánað hefur verið út á tiltekin veð geti þeir, sem veittu lánið engu ráðið um það, hvort frekari trygging verði sett, ef veðið rýrnar áður en lánið er veitt. Verði um vanskil að ræða stendur lánveitandi frammi fyrir því að ganga að viðkomandi veði eða að skuld- breyta, en getur ekki knúið ógjaldfæran skuldara til þess að setja frekari tryggingar en fyrir hendi eru. Verður því ekki séð, að hinir ákærðu bankastjórar hafi vanrækt eftir- lit með því að tryggingar héldu verðgildi sínu eða hefðu yfirleitt það verðgildi, sem þær voru skráðai' fyrir. 3. Ákærða Axel er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að rækja starfs- skyldur sínar samkvæmt þeim fyrirmælum, sem þáverandi bankastjórn gaf honum í árs- byrjun 1978 um það að fylgjast með rekstri Hafskips h.f. og að hafa eftirlit með því, að nægar tryggingar væru ætíð fyrir skuldbind- ingum félagsins gagnvart bankanum. Er í þessu efni í ákærunni vísað til fimm atriða í liðum a-e. Haustið 1977 vann bankaeftirlitið ítarlega úttekt á stöðu viðskipta Hafskips h.f. við Útvegsbankann. Þar er m.a. að finna ábend- ingar um nokkur höfuðatriði, sem eftirlitið telur að ráða verði vinnubrögðum bankans. M.a. er bent á að fela þurfi ákveðnum starfs- manni bankans að fylgjast með, eftir því sem kostur er á, helstu atriðum, sem áhrif hafi á fjárhagsstöðu og rekstrarskilyrði fyrirtæk- isins. Þetta verði að vera algert forgangsverk- efni starfsmannsins. Framkvæmdastjórinn, sem verið sé að ráða að Hafskipi h.f. (ákærði Björgólfur) verði að starfa í sem nán-astri samvinnu við bankann og að allar meiri háttar ákvarðanir, er varði fjárhag og rekstur félagsins, verði háðar samþykki bankans. í bréfi ákærða Björgólfs frá nóvember 1977 til þáverandi bankastjóra Útvegsbank- ans, vitnisins Jónasar Rafnar, kemur fram, að hann hafi í samtölum við bankastjóra bankans getið nokkurra atriða, sem hann telji að bæta mættu hag félagsins. Þá segir \ bréfinu, að gert sé ráð fyrir að fulltrúi Útvegsbankans fylgist með störfum fram- kvæmdastjórnar félagsins og sé uppiýsinga- streymi og gagnkvæmt traust á milli stjórnar félagsins og Útvegsbankans mikilvæg for- senda þess að takast megi að rétta við hag félagsins. I bréfi bankastjórnar Útvegsbankans frá desember 1977 til ákærða Björgólfs, segir með vísan til framangreinds bréfs, að banka- stjórnin hafi ákveðið að tilnefna ákærða Axel í þetta starf. Lögð er áhersla á að skip- an fulltrúa bankastjórnarinnar í þetta starf sé í og með gerð til þess að koma á nánari samvinnu milli bankans og Hafskips h.f. í þeim tilgangi, að bankinn hafi ætíð sem gleggstar upplýsingar úm afkomu og rekstur félagsins. Með tilhögun þessari sé hvorki bankastjórnin né hinn tilnefndi fulltrúi henn- ar að taka á sig þá ábyrgð, sem stjórn félags- ins og forstjóri beri lögum samkvæmt. Leggi stjórn bankans áherslu á, að mikilvægt sé að nú þegai' verði hafist handa við þær að- gerðir, sem nauðsynlegar séu til að tryggja afkomu félagsins og létta á skuldabyrði þess með aukningu hlutafjár og sölu eins eða fleiri skipa þess, svo og með auknum flutningum. I gögnum málsins liggur ekkert annað fyrir um eðli og umfang þessa starfs, sem ákærða Axel var falið. Vitnin Ármann Jakobsson, Bjarni Guð- björnsson og Jónas Gunnar Jónasson Rafn-' ar, báru hjá rannsóknarlögreglu, að ákærði Axel hafi átt að fylgjast með tryggingum, sem bankinn hafði í eignum Hafskips h.f. og fylgjast með hvort taka þyrfti viðbótar- tryggingar. Vitnið Jónas Gunnar bar einnig, að ákærði Axel hafi raunverulega verið eftir- Htsmaður bankastjórnarinnar með eignastöðu fyrirtækisins gagnvart bankanum. Ástæðan fyrir því að ákærða Axel hafi verið falið þetta eftirlitshlutverk, sem áður var í höndum hagdeildarinnar, hafi verið sú, að banka- stjórnin vildi tryggja betur eftirlit með því, að nægar tryggingar væru fyrir hendi fyrir skuldum félagsins við bankann, þ.á.m. í skip.T unum. Hafi ákærði Axel átt að veita henni upplýsingar um framangreint. Framangreind vitni staðfestu framburð sinn við meðferð málsins. í framburði vitnisins Ármanns kom enn- fremur fram fyrir dóminum, að ákærði Axel hafi lagt reglulega fyrir bankastjórnina tryggingayfirlit og yfirlit yfir eignir og skuld- ir Hafskips h.f. I þeim yfirlitum hafi falist mat ákærða Axels á eignunum, nema hvað bankastjórninni var ljóst, að ákærði Axel hafði upplýsingar um verðmæti skipanna frá Hafskipi h.f., sem félagið hafði aflað sér frá skipamiðlurum. Þá kom fram hjá vitninu Bjarna, að ákærði Axel átti að fylgjast með verðmæti allra eigna Hafskips h.f., sem voru veðsettar bankanum. Eftir því sem vitnið vissi besf hafði ákærði Axel fengið upplýsingar um verðmæti skipanna frá fyrirtækinu. Ákærði Halldór sagði, að ákærði Axel hafi verið tengiliður bankans við félagið og forráðamenn þess liafi snúið sér til hans varðandi einstök atriði í samskiptum við bankann. Ákærði hélt að flestar tryggingar, sem bankinn hafði hjá Hafskipi h.f. hafi verið til- komnar áður en hann kom í bankann. Hann minntist þess ekki að tryggingar hafi verið teknar nema einu sinni eftir að hann kom í bankann og var það vegna óska bankans. Ákærði vissi ekki, hvort ákærði Axel kann- aði sjálfstætt verðmæti trygginganna eða hvort, eingöngu var byggt á upplýsingum frá starfsmönnum Hafskips h.f., en í sambandi við þetta eina mál, sem ákærði greindi frá, lá fyrir að óskað var eftir upplýsingum frá starfsmönnum Hafskips h.f. og minntist ákærði þess að hafa séð lista yfir tiltekna hluti ásamt verði nýrra slíkra hluta, og hvað þessir tilteknu hlutir væru orðnir gamlir. Ákærða var kunnugt um að ákærði Axel óskaði eftir upplýsingum, sem komu frá er- lendum skipafélögum, um verðmæti ski- panna. Þá vissi hann, að ákærði Axel fékk þessar upplýsingar frá fyrirtækinu, en verk- fræðingar þess öfluðu þeirra. Ákærði Axel eða lögfræðingadeildin hafi haft með trygg- ingamálin að gera, og hvorki ákærði né kol*. legar hans hafi skipt sér af því eða forvitnast um, hvernig hann vann hlutina. Ákærði Lárus kvaðst ekki hafa vitað hvernig staðið var _að eftirliti með veðum og tryggingum, sem Útvegsbankinn hafði fyrir skuldúm Hafskips h.f. Það hafi verið í verka- hring ákærða Axels, og jafnframt hafi hann átt að hafa eftirlit með því að taka trygging- ar eins og þær voru teknar á hverjum tíma. Ákærði Axel hafi aflað allra upplýsinga um verðmæti þeirra trygginga sem bankinn hafði á hveijum tíma vegna skulda Hafskips h.f., þó bankastjórarnir hafi einnig haft hlið- sjón af öðrum gögnum svo sem reikningum. Hann vissi hins vegar ekki hvort ákærði Axel kannaði sjálfstætt tryggingar af hálfu Hafskips h.f. Hann hafi hins vegar fengið í hendur yfirlit um tryggingar og skuldbinding-- ar, en aflað hafi verið upplýsinga um verð- mæti veða, þegar tryggingar voru teknar. Síðan hafi yfirleitt ekki verið talin ástæða til að fylgjast með verðmæti þeirra, nema í einstökum tilfellum. Fyrst og fremst var fylgst með verðmæti skipanna. Þeir banka- stjórarnir hafi því haft upplýsingar um verð- mæti skipanna frá ákærða Axel og úr árs- reikningum Hafskips h.f. á hveijum tíma. Bankastjórnin hafi enga sjálfstæða könnun gert í þessu sambandi. Á árinu 1985 hafi verið rætt um það við ákærða Axel að kanna verðmæti skipanna. Honum hafi verið kunn- ugt að talsverðar sviptingar voru á markaðn- um á verði svipaðra skipa og Hafskip h.f átti á þeim tíma sem hann var bankastjóri, Skip Hafskips h.f. hafi verið sérstök. Þeirn hafi verið vel við haldið og þau hafi haft ákveðið vei'ðgildi hér á landi af því að þau voru það gömul að menn gátu ekki keypt slík skip erlendis. Hann hafi fylgst með þess- ari þróun í blöðum, stundum frá Hafskipi h.f. og ákærði Axel hafi aflað upplýsinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.