Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JULI 1990 23 Morgunblaðið/GG Það er aðeins farið að bera á eldisfiski. Sá sem þarna liggur fyr- ir ofan glæstan 12 punda hæng, með skemmdan eyrugga, étinn sporð og klesst trýni, veiddist í EUiðaánum. Há meðalvigt í Miðfirðinum „Ég segi nú engar stórveiði- sögur, en þetta gengur svona hægt og sígandi. Laxarnir mættu vera fleiri, en það bætii úr skák að þeir eru geysilega vænir. Þannig er hollið sem nú er í ánni með 14,5 punda meðal- vigt og þar á meðal eru 19 og 17 punda fiskar, en stærsti lax sumarsins vó 20 pund og kom úr Teigahúshyl. Alls eru komnir um 170 laxar úr ánni sem er lélegra en í fyrra, en meðalvigtin er mun hærri," sagði Böðvar Sigvaldason á Barði í samtali við Morgunblaðið. Böðvar sagði lax- inn dreifðan um alla á, helst að hann vantaði í Núpsá sem er afar vatnslítil eftir úrkomuleysið. Þó er laxinn að reyna, í fyrradag veiddist til dæmis^? punda fisk- ur í Grenshyl, neðarlega í ánni. Lítið hefur sést af smálaxi enn sem komið er, en veiðimenn á silungasvæðinu fyrir neðan brú sáu slíka fiska stökkvandi síðustu daga, bæði í ánni og í sjónum fyrir utan ósinn. Tekur illa í Elliðaánum. Alls munu komnir um 110 laxar úr Elliðaánum og er mikill lax víða í ánum, einkum þó fyrir neðan Foss og á Breiðunni, eins á svæðinu frá Árbæjarstíflu og niður öll grjótin. Margt af þess- um fiski er mjög smátt, 2-4 pund, en hann tekur illa, enda hraðm- innkandi vatn og endalaust bjart- viðri auk þess sem álagið er óv- íða meira á fáum veiðistöðum. Stöku vakt hefur farið niður í einn og tvo fiska, en síðan kom- ið þetta 10 til 15 á vakt inn á milli. Mest er veitt á maðk, en einstaka reynir flugu með góðum árangri. Líkast til færi laxinn að taka betur ef fleiri væru með fluguna, því hann þolir maðkinn illa orðið, laxinn sem legið hefur eitthvað að ráði, og hóparnir sundrast er þeim slímuga er slak- að að þeim. Hérogþar Opnunin í Hrútafjarðará var daufari en menn vonuðust til, aðeins tveir laxar veiddust og lítið sást. Lítið hefur batnað í Grímsá þar sem aðeins milli 50 og 60 laxar hafa veiðst. Einnig er lítið um að vera í Leirvogsá þar sem nokkrir fiskar veiddust fyrsta daginn, en lítið síðan. TIL AFGREIÐSLU STRAX Verð aldrei hagstæðara Fjölbreytt úrval af Massey-Ferguson hjólagröfum - mest seldu vinnuvélum hér á landi, með hæsta endursölugildi. ATHUGIÐ að vélarnar eru til á lager. Þetta er því rétti tíminn til að huga að kaupum. Hagkvæm greiðslukjör. Greiðslutími allt að 5 ár. Vinnuvélaeigendur - yerktakar! Gangið frá kaupum NÚ! MÖFOA&AKKA9 112RÍVKJAVÍK SÍMI 91670000 Nýjung! BONDABRIE lítill ostur með sterk áhrif MUNDU EFTIR OSTINUM \J0 4 ,r l' %Æ#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.