Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Alþjóða hvalveiðiráðið: Tillögu íslensku nefhdarinnar um hreftiuveiðikvóta vísað frá Ohjákvæmilegt annað en draga lagalegan grundvöll hval- veiðibannsins í efa, ségir Guðmundur Eiríksson Noordwijk. Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ALÞJÓÐA^ hvalveiðiráðið hafnaði því með atkvæðagreiðslu í gær að tillaga íslendinga um tvöhundruð dýra veiðikvóta á hreftiu yrði tekinn á dagskrá. Aður hafði formaður ráðsins, Sturé Irberger, frá Svíþjóð, úrskurðað að tiiiagan skyldi borin undir atkvæði. Guðmundur Eiríksson, varafor- maður íslensku sendinefndarinnar, sagði þetta þýða að ráðið væri ekki tilbúið að taka ákvarðanir, byggðar á samþykktum sínum frá árinu 1982, þegar hvalveiðibannið var ákveðið. Hann sagði einnig, að ef ákvarð- anir ráðsins byggðust á atkvæða- greiðslum um áfrýjun á ákvörðun um atkvæðagreiðslu um veiðikvóta, væri óhjákvæmilegt annað -vn að draga í efa lagalegan grundvöll ákvörðunar ráðsins frá 1982 og raunar annarra ákvarðana þess. VEÐUR „íslenska ríkisstjórnin mun taka sínar ákvarðanir í því ljósi," sagði Guðmundur. Hann sagði íslendinga hafa sam- þykkt hvalveiðibannið, á þeirri for- sendu að það ætti að vara í fímm ár, og bíða heildarmats á helstu hvalastofnum. Hann sagði að ráðið yrði að gæta þess að túlka ekki ákvörðunina frá 1982 þannig að ótakmarkað bann við veiðum væri í gildi. Og tillaga íslendinga um kvóta úr stofni, sem lokið væri heildarmati á, væri í samræmi við samþykktir ráðsins frá 1982. Sú grein í samþykktum ráðsins, grein 10E, sem fjallar um hvalveiði- bann, er eftirfarandi, í lauslegri og endursagðri þýðingu: Þrátt fyrir aðrar málsgreinar 10. greinar skulu kvótar fyrir hvalveiðar í atvinnu- skyni úr öllum stofnum fyrir árið 1986 og þar á eftir, vera núll. Þessi fyrirmæli eiga að vera í endurskoð- un, byggðri á bestu vísindalegu ráðgjöf, og árið 1990 í síðasta lagi, muni Ráðið takast á hendur heildar- mat á áhrifum þessarar ákvörðunar á hvalastofna og íhuga breytingar á þessari ákvörðun og setningu annarra veiðikvóta. Ýmsar þjóðir í ráðinu töldu að tillagan um veiðikvóta ætti ekki við, þar sem ekki hefði verið enn fjallað um endurskoðun veiðibanns- ÍDAGkl. 12,00 Haimlkj: Veouretofa Uiantte iByoot 8 veourspá tó 16.15 í gaw) VEÐURHORFUR / DAG, 6. JULl YFIRLIT f GÆR: HæÖarhryggur á Græniandshafi bokast austur, en 995 mb lægð urn 600 km norðaustur af Langanesi hreyfist norður. Vfðátturnikil 988 mb lægð milíi Nýfundnalands og Suður- Grænlands hreyfist hægt norðaustur. SPÁ: Norðlæg átt, gola eða kaidi. Vföa léttskýjað sunnan- og vest- anlands í kviHd, en skýjað á Norðausturlandi og suður með Aust- fjöröum. I nótt og f fyrramáltð er gert ráð fyrir breytilegri átt, yfir- leitt golu og björtu veðri nokkuð víða. Síðdegis á morgun þykknar heidur upp sunnanlands með austan- og suðaustan golu eða kalda. Veður fer lítið eitt hlýnandi á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustan- og austanátt. Skýjað og rign- ing um sunnan- og vestanvert landið, en víða þurrt norðanlands. Hitt 10 til 18 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg breytileg átt og skúrir á við og dreif um mest atlt land. Hfti 10 til 18 stig. TÁKN: 'Cj- Heiðskírt a Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10 Hftastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El *£k Háffskýjað Askýia° 1 I§Alsk!'iað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma = Þoka = Þokumóða ', ' SúW OO Mistur j- Skafrenningur [7 Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl, 12:00 ígær að ísl. tíma hití ve&ur Akurcyri 8 rigning og siild Reykjavtk_______12 téttskýjað Bergen 16 Helsinki 20 Kaupmannahöfn 17 Narssarssuaq Nuuk OgIó Stokkhólmur Pórshöfn 7 S 16 19 S rigmng léttskýjað rign. á síð. klst. skýjað léttskýjað skýjað skýjað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlln Chicago Peneyjar Frankfurt Glasgow Hamhorg LasPalmas London , LosAngeles LUxemborg Madríd Mallorca Montreal NewYork Ortendo Poris Róm Vin Washington Winnipeg 25 16 25 21 21 m, 15 18 16 28 18 30 25 26 23 12 heiðskirt skúr á Bið. klst. alskýjað rigning léttskýjað riénlflfl skýjað rigning vaotar skúrasið.klst. varttar vantar vantar mistur helðskírt skýjað mistur vantar hsttskýjað skýjaft vantar alskýjað ins í heild. Formaður ráðsins úr- skurðaði samt að greidd skyldu at- kvæði um tillöguna. Bill Evans, formaður bandarísku sendinefndar- innar, áfrýjaði þessum úrskurði til ráðsins og sagði tilganginn vera að tryggja réttan framgang málsins. Bandaríkin teldu, samkvæmt grein 10E, ekki mögulegt að veita ein- staka veiðikvóta áður en núll-kvót- inn í heild hefði verið endurskoðað- ur. Leitt er að því líkum, að Banda- ríkjamenn hafi talið að með því að taka þátt í atkvæðagreiðlu um veiðikvóta, væru þeir um leið að viðurkenna að núll-kvótar giltu ekki sjálfkrafa áfram. í atkvæðagreiðslu um áfrýjunina greiddu átta þjóðir atkvæði með úrskurði formannsins; Danmörk og Þýskaland bættust í hóp þeirra þjóða sem áður höfðu stutt tillögur Islendinga. Tíu þjóðir greiddu at- kvæði gegn úrskurðinum en 10 sátu hjá. Irberger sagði við Morgunblaðið að hann hefði gefið úrskurð sam- kvæmt sinni túlkun á samþykktum ráðsins. Þegar hann var spurður hvort ráðið hefði þá ekki farið eftir samþykktunum með atkvæða- greiðslunni, sagði hann að ráðið túlkaði sjálft lög sín og samþykktir. Áður en kvótatillagan kom til umræðu hafði ísland lagt fram til- lögu um endurflokkun hrefnu- stofnsins við ísland en sú tillaga var felld í atkvæðagreiðslu með 19 atkvæðum gegn 6 og 3 sátu hjá. Tillögur Norðmanna og Japana um endurflokkun sinna stofna fengu álíka niðurstöðu, utan að Sovét- menn sátu þar hjá í stað þess að greiða þeim atkvæði. Tillaga íslendinga um endur- flokkun hrefnustofnins í Mið-Atl- antshafí var felld með 20 atkvæðum gegn 6 í tækninefnd Alþjóða hval- veiðiráðsins í fyrradag. Með tillög- unni greiddu atkvæði, auk íslands, Sovétríkin, Japan, Noregur, St. Lucia, St. Vincent and the Grenadi- Hrefnukjöt unnið á Svalbarðs- strönd fyrir sex árum. nes. Kína, Norður-Kórea og Mexíkó sátu hjá. Konráð Eggertsson formaður fé- lags hrefnuveiðimanna sagði við Morgunblaðið eftir atkvæðagreiðsl- una í fyrradag, að hrefnuveiðimenn hefðu orðið fyrir miklum vonbrigð- um á fundi hvalveiðiráðsins. „Og íslenska þjóðin hlýtur að vera sama sinnis. Þarna sést hvernig farið er með smáþjóðir eins og okkur út um allan heim; það er bara rúllað yfir þær," sagði Konráð. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf- fræðingur sagði við Morgunblaðið eftir fund vísindanefndarinnar fyrir tveimur vikum, að nefndin hefði samþykkt að byggja úttekt á hrefnustofninum á áðurnefndu reiknilíkani að ákveðnum forsend- um gefnum. Út frá því hefði verið unnið stig af stigi og nefndin að lokum verið sammála um niður- stöðu, sem væri mjög óvenjulegt. Halidór Ásgrímsson sagði að vísindanefndin hefði skilað eins góðri niðurstöðu um hrefnustofninn og mögulegt væri að fá, samt hefði ráðið ekki tekið tillit til þess. „Að vissu leyti var gott að fá þessa nið- urstöðu í ráðinu. í reynd hafa vinnu- brögðin þar lengi verði með þessum hætti. En við höfum aldrei haft jafn skýrt dæmi um að vilji vísinda- nefndarinnar hafi ekki verið virtur. Við þurfum á því að halda að geta vitnað til ákveðinna atburða hér í ráðinu fyrir framhaldið, meðal ann- ars til þess að menn geti tekið skýra afstöðu til þess hvort reynt verði að starfa þar áfram. En ákvörðun um það munum við ekki taka ein- ir," sagði Halldór. Island, Noregur og Japan: Sjómenn hvetja til úr- sagnar úr Hvalveiðiráðinu Hugmyndir um N-Atlantshafsráð innaii Alþjóða hafrannsóknastomunarinnar Nordwijk. Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. FULLTRUAR sjómannasambanda íslands, Noregs og Japans, á árs- fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins, hafa gefið út sameiginlega yfiríýsingu þar sem lýst er vantrausti á ráðið og stjórnvöld viðkomandi landa hvött til að ganga úr því. „Við teljum að það sem gerst hefur hér á ársfundi ráðsins, sýni að þrátt fyrir yfirlýsingar vísinda- manna er ekki vilji þjóða fyrir því að hvalur sé veiddur. Það hefur kveðið svo rammt við, að það er meíra að segja gengið gegn tillögu formanns hvalveiðiráðsins, geti hún stefnt hagsmunum þessara þjóða í hættu. Ég fæ því ekki annað séð en þetta ráð sé ekki lengur hval- veiðiráð heldur einhverskonar hval- verndunarráð," sagði Óskar Jak- obsson, formaður Sjómannasam- bands Islands. Hann er í sendinefnd íslands á ársfundi hvalveiðiráðsins. Óskar sagðist vera þeirrar skoð- unar að þjóðirnar í Norður-Atlants- hafi geti stofnað eigin hvalveiðiráð en sennilega væri ekki almennur pólitískur vilji til þess. Dagfinn Stenseth, fulltrúi Norð- manna í hvalveiðiráðinu, sagði í umræðunni í gær að ráðið hefði brugðist hlutverki sínu þegar það hafnaði endurflokkun á hrefnu- stofninum við ísland og neitaði að greiða atkvæði um hrefnukvótann. Það kallaði á leit að öðrum vett- vangi til að ræða um raunhæfar aðferðir við skynsamlega nýtingu á náttúruauðlindum hafsins. Stenseth sagðist síðan vilja upp- lýsa ráðið um, að í Tromsö í apríl á þessu ári, hefðu fulltrúar ríkis- stjórna Noregs, íslands, Grænlands og Færeyja skrífað undir minnis- blað um samvinnu Norður-Atlants- hafsríkja við rannsóknir, verndun og nýtingu sjávarspendýra, Kanada og Sovétríkjunum hefði einnig verið boðið að skrifa undir skjalið. Lönd- in hefðu samþykkt að stofna nefnd, sem hefði þegar tekið upp samband við Alþjóða hafrannsóknaráðið, IC- ES. Þessi nefnd átti sinn fyrsta fund hér í Nordwijk á miðvikudagskvöld, og sátu Halldór Ásgrímsson, Kjart- an Júlíusson og Jóhann Sigurjóns- son fundinn fyrir íslands hönd. Þar var lagt fram bréf frá fram- kvæmdastjóra ICES þar sem sagði, að ICES væri rétti alþjóðlegi vett- vangurinn til að samræma nauðsyn- legar rannsóknir og gefa vísinda- lega ráðgjöf og upplýsingar, sem grundvöll fyrir verndun og nýtingu sjávarspendýra á þessu svæði í vist- fræðilegu samræmi. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.