Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 25

Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990 Landsmót skáta á Ulfljótsvatni: Úlfljótsvatn: Gilwell-skát- ar hittast Selfossi. GILWELL-mót verður haldið í dag, 6. júlí, í tengslum við Lands- mót skáta á Ulfljótsvatni og liefst klukkan 20. Á slíku Gilwell-móti gefst skátum kostur á að hitta gamla félaga og erlenda Gilwell-skáta sem staddir eru á mótinu. Gilwell-mótið stendur fram á sunnudag. Laugardaginn 7. júlí er heim- j sóknardagur á landsmótinu og hát- íðarvarðeldur þá um kvöldið. i — Sig. Jóns. ; Heildarþemað í kringum skóg- ræktina er að hinir ungu skátar fái væntumþykju fyrir landinu og innsýn í viðgang þess í framtíðinni eftir að trén hafa vaxið sem þau vinna við að gróðursetja. I Skógheimum í Hagavík gróð- ursettu skátar tré 1956. Þar er nú myndarlegur skógur sem not- aður er á landsmótinu til þess að kynna fyrir krökkunum notagildi skógarins og lífið sem þrífst í og við hann. Þetta er gert með ýmsum verkefnum, svo sem að mæla hæð tijánna, saga sér viðarbút og búa til merki, þekkja fuglahljóð og fugla í skóginum. Einnig eru þau frædd um söguna að baki skógar- ins; í fjallinu fyrir ofan Úlfljótsvatn á sér stað landnám. Þar afmarka yngstu krakkarnir sér svæði sem þau gróðursetja í. Svæðið merkja þau með skilti og geta síðan vitjað svæðisins síðar og fýlgst með við- gangi plantnanna. I svonefndum Undralundi vinna krakkarnir við að gróðursetja aspir og að loknu því verki hengja þau tréplatta með nafni flokksins á þar til gerðan stand. Mjög mikill áhugi er fýrir gróð- ursetningarverkefnunum og vel mætt í þau. Það eru Skógarskátar sem annast þennan þátt lands- mótsins, en Skógræktarfélag skáta hefur á undanförnum ijórum árum plantað tíu þúsund plöntum á ári á Úlfljótsvatni. Á morgun, laugardag, er svo Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, væntanleg. Hún fær þá sinn lund til að gróðursetja í. Innsýn í erfiðar aðstæður í svonefndu Þrauta- og meta- landi eru verkefni af ýmsu tagi. Mörg hver gefa þátttakendum inn- sýn í aðstæður sem geta blasað við björgunarsveitarmönnum, svo sem að draga fólk yfir gljúfur í kláf eða að síga niður þverhníptan klettavegg. Yfir öllum þess vaka umsjónarmenn ásamt því að gefa góð ráð. Þátttaka í öllum verkefn- unum gefur ákveðna reynslu og áræðni. 2.000 skátar væntanlegir Á laugardag er búist við að verulega fjölgi á landsmótinu. Þá PLANNJA ÞAKSTÁL STÁLMEÐSTÍL VERDW OKKAR HITTIR í fl/IARKl ÍSVÖR HF. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435,202 Kópavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 Þegnskyldan fléttuð inn í skemmtilegan leik Um 100 þúsund trjáplöntur gróður- settar á landsmótinu Seffossi. „VIÐ fléttum þegnskylduna inn í skemmtilegan leik og gefum krökkunum tækifæri til að eignast persónulega hlutdeild í skóg- ræktinni," sagði Benjamín Axel Árnason, einn þeirra sem hefur umsjón með skógræktarstörfum og grðursetningu á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Gert er ráð fyrir að gróðursettar verði um 100 þúsund plöntur á mótinu. Katrín, Þyrí, Karolína, Fjóla og Helga í Mýslum í Garðbúum frá Reykjavík nýbúnar að hengja upp sinn platta til merkis um gróður- setningu. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. Morgunblaðið/Sigurður JL. Hvað komast margir inn í síma- klefa? eru væntanlegir um 2.000 skátar af yngri kynslóðinni. Þeir koma í dagsferð. Einnig er búist við for- eldrum skáta í heimsókn og verður < því margt um manninn á Úlfljóts- o vatni um helgina. — Sig. Jóns. 25% VERÐLÆKKUN FJALLAHJÓL DRENGJA 9-12 ÁRA (24 TOMMA). ÚTSÖLUVERÐ FRÁ KR. 23.100 10 GÍRA HJÓL. ÚTSÖLUVERÐ FRÁ KR. 21.900 3 GÍRA KVENHJÓL MEÐ FÓTBREMSU. ÚTSÖLUVERÐ FRÁ KR. 24.200 JÖFUR HF ÞEGAR ÞÚ KAUPIR HJÓL NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 vtsa 4 mánaða raðgreiðslur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.