Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 46

Morgunblaðið - 06.07.1990, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 6. JÚLÍ 1990 fclk í fréttum SKEMMTANIR Kynþokkafullur Miðnætur- blús á Hótel Islandi Hin landsþekkta hljómsveit Finns Eydals leikur í kvöld og annað kvöld frá kl. 21.30-03.00. Dansstuðið eríÁrtúni Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. lauk fyrr en undir níu. En þegar hann var kominn á borðið bragðaðist hann mjög ljúflega og var til þess tekið hversu snögglega gekk að reiða hann fram. Þegar kvöldi tók að halla birtust vösk ungmenni á svið- inu og fluttu atriði sem þau nefna Miðnæturblús. Gerðist leikurinn á veitingastað, greinilega fyrir stríð. Leikin var angurvær tónlist og söng Valgeir Skagfjörð í gervi veitingamannsins og lék á píanó og skilaði því með mikl- um sóma. Honum til halds og trausts var Bryndís Ein- arsdóttir í hlutverki gengil- beinu. Gestirnir voru þau Baltasar Kormákur, Ástrós Gunnarsdóttir sem jafnframt er leikstjóri og danshöfund- ur, Nadia Banine og Stefán Jónsson. Atriðið er með því kynþokkafyllra sem sést hef- ur á íslensku sviði þar sem Ástrós og Nadia gerðu sér leik að því að draga karl- mennina á tálar með æsileg- um tilburðum. Baltasar reyndist ekki heldur allur þar sem hann er séður auk þess sem hann sýndi að hann er efnilegur dansari. Að öilu samanlögðu býður Hótel ísland nú upp á skemmtilegan kost fyrir þá sem vilja njóta kvöldverðar, kabaretts og dansleiks fyrir 2.900 krónur. PÞ Valgeir SkagQörð í hlutverki veitingamannsins. Ástrós og Baltasar í innilegum dansi. Gömlu Jansareir í Artóni í kvöld frá kl. 21.30 - 03.00 Nadia Banine tælir Stefán Jónsson. Um síðustu helgi bryddaði Hótel íslandi upp á nýj- um lið í næturlífi borgarinn- ar. Á föstudags- og laugar- dagskvöldum gefst fólki kostur á að snæða kvöldverð, sjá kabarett sem nefnist Mið- næturblús og taka svo þátt í almennum dansleik. Fólk í fréttum brá undir sig betri fætinum um síðustu helgi til að kynnast því_ hvað felst í tilboði Hótels íslands. Mál- tíðin var þríréttuð; ijómalög- uð kalkúnsúpa, glóðarsteikt iambafillet með kóngasvepp- asósu og vanilluís með ávaxt- asósu. Reyndar var maturinn nokkuð seint fram borinn vegna heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem ekki Stúlkurnar í sýningunni. Frá vinstri: Nadia Banine, Ástrós Gunnarsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. Gestaplötusnúóurinn Georgio Schillaci, náfrændi Salvatore Schillaci, kemur frá Sikiley. SÖNGLIST Pavarotti í næstefsta sæti á vinsældalistum Lag úr óperunni Turandot eftii' Puccini sungið af ítalska tenórnum Pavaratti var um síðustu helgi í næ- stefsta sæti á brezka vin- sældalistanum yfir mest seldu plötúr aðra vikuna í röð. Þegar heimsmeistara- keppm’n í knattspyrnu hófst ákvað BBC-sjónvarpið að nota lagið Nessun Dorma í túlkun Pavarottis í kynningu allra útsendinga frá keppn- inni á Ítalíu. Lagið var talið minna áhorfendur á, að keppnin væri á Ítalíu. Valið heppnaðist svo vel, að tugir þúsunda sjónvarpsáhorf- enda, sem aldrei höfðu sýnt óperutónlist áhuga, fóru í hljómplötuverzlanir og spurðu um heimsmeistara- lagið. í síðustu viku hafði platar. selzt í 400 þúsund eintökum og 30 þúsund eintök hurfu úr hljómplötuverzlunum dag- lega. Síðasta sunnudag var lagið í næstefsta sæti brezka hljómplötulistans aðra vik- una í röð. Puecini samdi lagið árið 1924, það er í síðustu óperu hans, Turandot. Það er mikið meistarastykki og er án efa bezta lag, sem hefur, jafn- framt náð því að verða í hópi vinsælustu laga. Brezki knattspyrnumaður- inn, Bobby Charlton afhenti Pavarottí í síðustu viku platínuskífu sem viðurkenn- ingu fyrir að plata hans hefði Pavarotti með Sofíu Loren, leikkonunni frægu. selzt í 400-þúsund eintökum. Pavarotti sagði það vera sér- stakan heiður að fá viður- kenningu frá öðrum eins knattspyrnumanni og Bobby Charlton. Pavarotti sagðist vona, að Ítalía og England mættust í úrslitaleiknum og hann vonaði, að England ynni. Svo bætti hann við: „Og nú lýg ég, eins og ég er lang- ur til.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.