Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 55

Morgunblaðið - 06.07.1990, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1990' 55 Þijú mörk síðustu fjórar mínútumar Ótrúleg spenna er Selfyssingar sigruðu ÍR eftirvíta- spyrnukeppni — staðan 3:3 eftir venjulegan leiktíma JÖFNUNARM ARK á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma tryggði Selfyssingum framlengingu íviðureigninni við IR í 16-liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ á Selfossi í gærkvöldi. Staðan var þá 3:3 eftir fjörugan leik. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og þurfti því vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Selfyss- ingar nýttu allar sínar, en markvörður Selfyssinga varði eina spyrnu ÍR-inga, og þvf eru það Selfyssingar sem fara áfram í átta liða úrslit. Reykvíkingarnir byijuðu vel og skoruðu tvö mörk á upp- hafsmínútunum. Fyrra markið var reyndar sjálfsmark þarsem boltinn hrökk í varnarmann Sigurður Selfoss eftir horn- Jónsson spyrnu og þaðan í skrifar markið. Annað markið gerði Tryggvi Gunnarsson með skoti af stuttu færi eftir varnarmistök Sel- fyssinga. Á 20. mínútu minnkaði Izudin Dervic muninn fyrir Selfoss þegar hann lék í gegnum vörn ÍR og skoraði með hnitmiðuðu skoti í markhornið án þess að Þorsteinn Magnússon markvörður kæmi vöm- um við. Sókn Selfyssinga þyngdist nokk- uð í síðari hálfleik, en þeim tókst þó ekki að skora fyrr en aðeins íjór- ar mínútur vom til leiksloka. Þá jafnaði Ingólfur Jónsson fyrir Sel- foss með þrumuskoti utan vítateigs neðst í markhomið. ÍR-ingar voru ekki af baki dottnir, hófu sókn og úr henni gerði Jón G. Bjarnason þriðja mark ÍR. Nú héldu fiestir að Selfyssingar væru á leið útúr bikar- keppninni og sigur ÍR-inga tryggð- ur. Svo var þó ekki, á síðustu sek- úndu leiksins jafnaði Björn Axels- son fyrir heimamenn með skoti af stuttu færi. Svo naumt var það að ÍR gafst ekki tími til þess að hefja leikinn aftur eftir markið. Ótrúlegur endir á fjörugri 90 mínútna baráttu. Spennandi vítaspyrnukeppni Það þui-fti því að grípa til fram- lengingar, en þrátt fyrir fjörugan leik og ágæt marktækifæri beggja liða var hún markalaus. Víta- spyrnukeppni var því örþrifaráðið til þess að knýja fram úrslit. Hiynur Eiríksson skoraði úr fyrstu víta- spyrnunni fyrir ÍR. Sveinn Jónsson jafnaði fyrir heimamenn, 1:1. Bragi Björnsson tók síðan næstu spyrnu fyrir ÍR en Anton Hartmannsson markvörður Selfyssinga gerði sér lítið fyrir og varði. Júgóslavinn Dervic kom heimamönnum yfir, 2:1. Njáll Eiðsson jafnaði fyrir gestina, 2:2. Hinn Júgóslavinn í liði Selfoss, Saleh, kom heimamönnum aftur yfir, 3:2. Kristján Halldórsson jafn- aði, 3:3. Páll Guðmundsson kom Selfyssingum aftur yfir, 4:3 og Jón Þór Eyjólfsson skoraði úr síðustu spyrnu ÍR-inga og jafnaði, 4:4. Þá áttu heimamenn eina spyrnu eftir og hana tók Björn Axelsson. Hann var öryggið uppmálað og sendi knöttinn í netið og ÍR út úr bikar- keppninni, 5:4. Björn Axelsson korn mikið við sögu; jafnaði 3:3 á síðustu rnínútu og skoraði svo úr síðasta víti Selfyssinga. Bikarkeppni KSÍ 16-liða úrslit: UBK-Þór.........................1:0 VVillum Þór Þórsson (15.) Sclfoss — lR....................3:3 Izudin Dervic (20.), Ingólfur Jónsson (86.), Bjöm Axelsson (90.) — sjálfsmark (4.), Tiyggvi Gunnareson (8.), Jón G. Bjamason (88.) ■Selfoss sigi'ði eftir vítaspyrnukeppni, 8:7. Fyrir Selfoss skomðu: Sveinn Jónsson, Dervic, Saleh, Páll Guðmundsson og Bjöm Axeisson. Fyrir ÍR: Hlynur Elísson, Njáll Eiðsson, Kristján Halldói'sson, Jón Þór Ey- jólfsson. ÍBK-ÍBV..........................1:1 Ingvar Guðmundsson (63.) - Tómas Ingi Tómasson (40.) ■ Keflavík sigraði eftir vítaspyrnukeppni, 5:3. Fyrir ÍBK skoruðu: Óli Þór Magnús- son, Ingvar Guðmundsson, Marco Tanasic og Siguijón Sveinsson. Fyrir iBV: Sindri Grétarsson og Hlynur Stefánsson. Sindri-KR.........................0:2 Bjöm Rafnsson (70.), Pétur Pétui-sson (72. vsp.) ÍA - KA.............................2:0 Sigursteinn Gíslason (5.), Alexander Högnason (78.) Víkingur — KS........................4:1 Gunnar Gylfason (27.), Trausti Ómarsson (50. og 52.), Björn Bjartrnarz (89.) — Haf- þór Kolbeinsson (79.) ÞRJÚ lið úr 2. deild, Breiðablik, Selfoss og ÍBK, tryggðu sér í gær sæti í 8 liða úrslitum mjólkurbikarkeppninnar eins og sjá má hér á stðunum og fimm lið úr 1. deild fylgja þeim þangað. KR, ÍA og Víkingur eru örugg og í kvöld fæst úr því skorið hver bætast í hópinn. í Hafnar- firði mætast FH og Stjarnan og á Vals- velli Valur og Fram. Báðir leikirnir hefj- ast kl. 20. Tvö lið úr 1. deild bætast því í kvöld í hóp þeirra þriggja sem slegin voru út i gær. „Besti leikur okkar í sumar“ - sagði Garðar Jónsson, þjálfari 4. deildarliðs Sindra, eftir 2:0 fap gegn KR á Höfn iiÉG ER stoltur af mínum mönn um,“ sagði Garðar Jónsson, Þjálfari Sindra, eftir 2:0 tap gegn KR á Heppuvelli á Höfn í Hornafirði ígærkvöldi. „Þetta er besti leikur okkar í sumar, sem gefur okkur meðbyr og ýtir undir fólkið á staðnum." Lúðraveitin Svanur gaf tóninn með góðri upphitun fyrir leik, trommuleikarar heimamanna héldu taktinum gangandi utan vallar, þar sem áhorfendamet Steinþór var sett, meðan á Guöbjartsson viðureigninni stóð skrifar og lejþmenn Sindra sýndu að oft er erf- itt að greina hvort lið leika í 1. deild eða þeirri ijórðu. KR-ingar réðu gangi leiksins og voru mun meira með boltann, en þrátt fyrir ágætis færi var þeim fyrirmunað að skora í 70 mínútur Þá fyrst braut Björn Rafnsson ísinn skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Hilmari Björnssyni. Tveimur mínútum síðar fór boltinn í hönd Haraldar „snarpa“ Jónssonar innan teigs eftir skot Péturs Péturssonar og dæmd vítaspyrna, sem Pétur skoraði örugglega úr. „Mínir menn gerðu það sem fyrir þá var lagt — að sigra,“ sagði Ian Ross, þjálfari KR. „Þeir léku fag- mannlega og hefðu auðveldlega getað gert fleiri mörk, en lið Sindra i barðist vel og féll úr keppni með sæmd.“ Heimamenn báru enga virðingu i fyrir gestunum, voru sterkir og ákveðnir í vörninni og beittu skyndi- sóknum, sem sumar hvetjar voru ( hættulegar. Gunnar þjálfari var ógnandi frammi, miðjumennirnir gáfu mótheijunum aldrei frið, Gunnar Ingi Valgeirsson og Harald- ur „snarpi“ sinntu varnarhlutverk- : inu með sóma og Sævar Þór Gylfa- son var öruggur í markmu.___________ ... Morgunblaðið/KGA Garðar Jonsson, þjálfari og leikmaður með Sindra, þrumar að marki KR. Atli Eðvaldsson og Þormóður Egilsson eru til varnar — knötturinn sést á leiðinni framhjá Þormóði. En Ólafur Gottskálksson KR-markvörður var á réttum stað. I baksýn er Rúnar Kristinsson og einnig má greina hluta þess mikla fjölda áhorfenda sem la'gði leið sína á völlinn, en 500 manns fylgdust með leiknum — þriðjungur íbúa staðarins — og er það aðsóknarmet á Höfn. „Vonum framar“ „Þetta gekk vonum framar og ég er mjög ánægður,“ sagði Þrándur Sigurðsson, fyrirliði Sindra, við Morgunblaðið eftir viðureignina við KR í gær- kvöldi. „Það hefði verið gaman að skora, en við vorum nálægt því að sleppa 1:0 — vítið kom á vérsta tíma.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.