Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 152. tbl. 78.árg.____________________________________LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins George Bush Bandaríkjaforseti eftir leiðtogafundinn: Ný friðarstefiia NATO lögð fram við söguleg þáttaskil Tillögunum vel tekið af ráðamönnum í Moskvu NATO hefur mótað nýja friðarstefiiu, sagði George Bush, forseti Banda- ríkjanna, í London i gær að loknum tveggja daga leiðtogafundi At- lantshafsbandalagsins (NATO). „Við lítum á niðurstöðu fundarins sem söguleg þáttaskil," sagði forsetinn og vísaði þar til ályktunar leiðtog- anna, sem ber yfirskriftina: Lundúnayfirlýsingin um breytt Atlantshafs- bandalag. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, taldi að niðurstaða fundarins auðveldaði honum viðræður við Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, í Moskvu eftir viku um réttmæti þess að sameinað Þýskaland verði þátttakandi í Atlantshafsbandalaginú. Daginn áður en Kohl fer til Moskvu verður Manfi-ed Wörner, framkvæmdastjóri NATO, þar til að skýra frá niðurstöðum fundarins. Fiskveiðar EB: Búnir með helftina af árskvótum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins (EB) áætlar að þeg- ar sé búið að veiða tæplega þrjár milljónir tonna af þeim 3,7 millj- ónum sem heildaraflamörk þessa árs gera ráð fyrir. Manuel Marin sem fer með fiskimál innan fram- kvæmdastjórnarinnar hefur boð- að tillögur um róttækar breyt- ingar á fiskveiðistefiiunni fyrir árið 1993. í áætlun framkvæmdastjórnar- innar er ekki tekið tillit til þess að algengt er að veiði umfram heimild- ir innan EB sé á bilinu 30,-50% en samkvæmt því væri búið að veiða upp alla kvóta þessa árs og gott betur. Ljóst er að a.m.k. löghlýðn- ari hluti EB-flotans verður að ein- hverju leyti bundinn við bryggju seinni hluta ársins. Innan EB hefur hugmyndum um að taka upp al- menna úthlutun veiðileyfa verið hafnað og sömuleiðis hafa tillögur um gerfihnattaeftirlit með fiski- skipum mætt mikilli andstöðu. í til- lögufn sem framkvæmdastjórnin samþykkti á miðvikudag og sendar verða ráðherraráðinu er gert ráð fyrir því að veiðileyfum verði úthlut- að í Miðjarðarhafinu. Sérstakar aðstæður þar hafa gert úthlutun kvóta óframkvæmanlega. Fiskiskip við Miðjarðarhafið eru bæði smá og mörg og afli þeirra mjög sundur- leitur. Skip eru því ekki gerð út á einstakar tegundir. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar sagði að fiskveiðistefnunni yrði að breyta, annars blasti við hrun nánast allra fiskstofna innan lögsögu EB-ríkj- anna, stefnan væri óframkvæman- leg eins og nú stæði. Hann sagði að unnið yrði að tillögum um gagn- gerar breytingar á stefnunni en hana á að taka til endurskoðunar á árinu 1993. Ingvar Cárlsson: Enn hætta á Evrópustríði Stokkliólmi. Frá Claes von Hofstcn, frétta- ritara Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, segir í grein, sem birtist nýlega í dagblaðinu Dagens Nyheter, að þótt ástæða sé til bjartsýni vegna lýðræðis- þróunar í A-Evrópu sé enn hætta á stríði í Evrópu. Því telur Carls- son þörf á að standa vörð uin varnarstefhu Svía. „Hernaðarstyrkur grannans mikla í austri verður áfram gífur- legur hvort sem hann heitir Sov- étríkin eða Rússland. Þar eru nú að verða efnahagslegar og póli- tískar breytingar sem eiga sér ekki fordæmi í yfir 70 ár. Samtímis er þar háð frelsisbarátta, einkum í þeim hluta sem er næstur okkur. Því væri það ábyrgðarleysi að skapa óvissu um grundvöll öryggisstefnu okkar,“ segir ráðherrann. Framkvæmdastjóri NATO hefur aldrei fyrr farið í embættisnafni til Sovétríkjanna og því síður efnt þar til sérstakra funda með ráðamönn- um til að skýra þeim frá niðurstöðum leiðtogafundar NATO-ríkjanna. Fyr- irhuguð Moskvuför Wörners er talin enn ein sönnun þess, hve aðildarríkj- um NATO er mikið í mun að efla traust Sovétmanna og annarra þjóða í Austur-Evrópu í sinn garð. Á blaða- mannafundi eftir leiðtogafundinn í gær sagði Bush: „Við segjum við Gorbatsjov forseta: „Komdu til NATO.“ Við segjum við alla aðila Varsjárbandalagsins: „Komið til NATO“ og stofnið til almenns stjórn- málasambands við bandalagið." For- setinn sagðist einnig vona að Gorb- atsjov og samstárfsmenn hans mætu að verðleikum þær ákvarðanir sem teknar hefðu verið á fundinum. „Ég vona, að þeir sjái,“ sagði forsetinn, „þær breytingar sem hafa orðið á bandalaginu og segi: „Hafi NATO ógnað okkur, ógnar það okkur ekki lengur.“ fíeutere-fréttastofan sagði að Gorbatsjov hefði í viðtaii við banda- rísku ABC-sjónvarpsstöðina lýst yfir því að hann væri „ávallt reiðubúinn" að fara á fund með leiðtogum NATO. Sovéski utanríkisráðherrann, Edú- ard Shevardnadze, fagnaði einnig yfirlýsingu Lundúnafundarins og Gennadíj Gerasímov, talsmaður sov- éska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að NATO-fundurinn hefði styrkt stöðu Gorbatsjovs í deilum hans við harðlínumenn innan sov- éska hersins. Lundúnayfirlýsingin er í 23 grein- um og er kjarni hennar sá að vegna breyttra aðstæðna í Evrópu eigi bandalagið að draga úr hernaðar- mætti sínum og laga varnarstefnu sína að nýjum staðreyndum. Byggist ályktunin á tillögum sem Banda- ríkjastjórn lagði fyrir fundinn um rninni áherslu á kjarnorkuvopn í varnarstefnunni og fækkun skamm- drægra kjarnavopna í Evrópu geri Sovétmenn slíkt hið sama ásamt fækkun hefðbundinna vopna og her- manna. Einnig er ítrekuð sú stefna að bandalagið muni áfram ráða yfir kjarnorkuvopnum og skuli gripið til þeirra ef á það yrði ráðist; að fyrra bragði ef nauðsyn krefði. I yfirlýs- ingunni eru einnig fyrirheit um opn- ara og nánara samstarf við Sovétrík- in og ríkin í Austur-Evrópu og er þeim boðið að skrifa undir sameigin- lega griðayftrlýsingu með NATO- ríkjunum. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í samtali við Tirana. dpa. TALIÐ er að um 10.000 manns hafi safnast saman á mótniæla- fiindi í Tirana, höfuðborg Al- baníu, í gærkvöldi er Ramiz Alia forseti flutti ræðu á miðstjórnar- fundi kommúnista sem var sjón- varpað. Að sögn austurrísku fréttastofunnar APA kom til átaka milli lögreglu og andófs- manna; hinir fyrrnefndu virtust taugaóstyrkir og brugðust iiarkalega við minnstu ögrun. Morgunblaðið í gær að íslenska sendinefndin hefði náð árangri í baráttu sinni fyrir því að teknar yrðu upp viðræður um afvopnun á höfunum; í yfirlýsingunni væri rætt um útvíkkun umboðs til vígbúnaðar- eftirlits og traustvekjandi aðgerða og gæti orðalagið aðeins vísað til hafanna. En í skeyti Reuters-frétta- stofunnar segir hins vegar: „Tillaga frá Islendingum um að hefja viðræð- ur unt fækkun í herflotum, en um það meginsvið er ekki enn rætt í tengslum við takmörkun vígbúnað- ar, var látin niður falla eftir að Bandaríkjamenn sögðu að hún gæti spillt fyrir liðsaukafiutningum þeirra til Evrópu yfir Atlantshaf.“ Sjá viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson á bls. 2 og Lund- únayfirlýsinguna á bls. 19. Júgóslavneska fréttastofan Tanj- ug sagði að til mótmæla hefði einn- ig komið í fleiri borgum, þ. á m. Shkodra og Kavaja. Á þriðja þúsund stjórnarandstæðinga hafa leitað hælis í erlendum sendiráðum í Tir- ana. V-þýska stjórnin hefur vísað á bug orðrómi um að kommúnista- stjórnin vilji veita fólkinu brottfar- arleyfi frá landinu. Sjá ennfremur frétt á bls. 18. Mótmælafimdir í Albaníu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.