Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 27 Bergur Atlason, Seyðisfírði — Minning Fæddur 21. febrúar 1972 Dáinn 1. júlí 1990 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Við viljum minnast í fáum orðum vinar okkar og bekkjarfélaga Bergs Atlasonar sem skyndilega hefur horfið úr lífi okkar allra. Fregnin um lát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og tilhugsunin um að við eigum aldrei eftir að sjá hann framar vekur okkur til um- hugsunar um hvers virði lífið er. Þau voru ekki mörg árin sem við fengum að njóta samvista við Berg en eru þó eftirminnileg. Minningar hrannast upp, góðar minningar sem sefa sorgina. Fyrstu kynni okkar af Bergi voru þegar hann flutti hingað til Seyðis- fjarðar árið 1984. Hann var auð- veldur í umgengni og gekk vel í skóla. Hann hóf nám í menntaskól- anum á Egilsstöðum haustið 1988 eftir að hafa lokið námi í grunn- skóla. Þijú síðustu sumur stundaði hann sjómennsku með föður sínum og beindust aðaláhugamál hans að sjónum. Hann átti sina eigin skútu sem var gjöf frá foreldrum hans og það sást oft til hans á henni í firðinum. Útivist og ferðalög voru einnig stór þáttur í lífi- hans, sem dæmi um það gekk hann ásamt félögum sínum frá Seyðisfirði til Loðmundarfjarðar sumarið 1988. Þetta er mikill missir og stórt skarð sem hefur myndast í vinahóp okkar sem ekki verður hægt að fylla. Á litlúm stað eins og Seyðis- firði lamast allt líf þegar svona ungur og glaðlegur drengur í blóma lífsins er tekinn frá okkur allt of snemma. Að lokum viljum við þakka fyrir þau ár sem við fengum að njóta samvistar við Berg og sendum um leið samúðarkveðjur tii Atla, Krist- jönu, Rósu, Ásgeirs, Trausta og allra ættingja og vina í von um að þessi fátæklegu orð hjálpi ykkur að takast á við sorgina og erfiðleik- ana sem framundan eru. Hrafnliildur, Begga, Jói, Smári, íris Brynja, Villi, Iris Björg, Hulda, Svavar, Valgeir, Hafþór, Vigfús, Svenni og Þröstur. Bergur okkar var alveg sérstak- ur. Honum fylgdi svo mikil ró og friður að við fundum ávallt fyrir nærveru hans eins og við munum alltaf gera. Hann hafði þann eigin- leika að þegar við komum í hús þar sem hann var mátti finna fyrir nærveru hans á andrúmsloftinu. Allt fylltist ró og hlýju og maður gleymdi í einni svipan áltyggjum og amstri dagsins. Hann var góður, viðkvæmur og svo fallegur að mað- ur gat gleymt sér við það eilt að horfa á ltann. Á Bestó þar sem fundum okkar bar oftast santan, sást oft glitta í fallega brúnar stjörnur þar sem hann hvarf næstum því á bak við háa stafla af brauði með rúllupylsu en það var hans uppáhald og var alltaf passað vel að eiga nægar birgðir þegar von var á Bergi. Þær voru líka ófáar poppskálarnar sem amma bar upp til okkar og hafðj Bergur alltaf betur í slagnum um hver fengi mest enda annálaður poppunnandi. Bet'gur var grúskari í eðli sínu. Er minnisstæðust efnafræðitiiraun sem við gerðum saman og kveiktum næstum því í nýju eldhúsgardínun- um hennar ömmu. Gat hann einnig legið tímunum saman við maura- þúfu og fylgst með. Söknuðurinn er sár og hvert sem við föruttt munu tvær fallegar brún- ar stjörnur lýsa veginn okkar. Arndís Bergsdóttir, Gerða Friðriksdóttir og Ama Friðriksdóttir Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 UM RUTLAND UU þéttiefni Á ÞÖK - VEGGI - GÚLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 SJALFSTÆÐISFLOKKURINN F F I. A G S S T A R F Gróðursetning Hin árlega, geisivinsæla gróðursetning sjálfstæðismanna í Kópavogi fer fram laugardaginn 7. júlí kl. 15.00 (neðan við Kiwanishúsið í Kópavogi). Dagskrá. 1. Kl. 15.00-17.00: Gróðursetning. 2. Frá kl. 17.00 hefst grillveisla að hætti koníaksdeildar Týs. Grill- meistari verður doktor Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs. Skenkjari: Helgi Helgason, formaður Týs. 3. Halldór Jónsson, formaður fulltrúaráðsins og Guðni Stefánsson, forseti bæjarstjórnar spila á nikkur fram eftir kvöldi. Sjáumst hress. Sjálfstæöisfélögin i Kópavogi. Sumarferð Varðar laugardaginn 14. júlí Landmannalaugar Þjórsárdalur/Landmannalaugar/Dómadalur/Galtalækjarskógur. Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 14. júlí nk. Feröin er dagsferð. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 08.00 og áætlað að koma aftur til Reykjavíkur um kl. 20.00. Áningarstaðir: Árnes í Þjórsárdal Ávarp: Davið Oddsson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Aðaláningarstaður: Landmannalaugar (ekið.íil baka um Dómadal ef færö leyfir). Ávarp: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Galtalækjarskógur Aðalfararstjóri: Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Miðaverð: Fullorðnir kr. 1.800, börn (5-14 ára) 700 kr. Ætlast er til að ferðalangar taki með sér .allt nesti. Miðasala fer fram í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9-16 daglega. Allar upplýsingar og miðapantanir í síma 82900. Tryggið ykkur miða tímanlega. Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg mánudag- inn 9. júlí kl. 20.30. Áríðandi er að nýskipaðir nefndarmenn og vara- menn í nefndum mæti. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksis. Wélagslíf FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagsferðir 8. júlí 1. Kl. 8.00: Þórsmörk, eins- dagsferð. Kynnist Mörkinni í sumarskrúða. Verð 2.000,- kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Stans- að 3-4 klst. 2. Kl. 10.30: Hengill — IMesjavellir. Góð fjallganga á Skeggja yfir í Grafning. Verð 1000,- kr. 3. Kl. 13.00: Marardalur- Línuvegurinn Gengið um fal- legan hamradal vestan Hengils yfir á Línuveginn á Nesjavelli. Ekið heim um Linuveginn (nýja Nesjavallaveginn). Verð 1000,- kr. Frítt fyrir börn m/fullorðnum. Miðvikudagsferðir í Þórsmörk kl. 8.00. Dagsferð og fyrir sum- ardvöl. Tröllafoss á miðviku- dagskvöldiö kl. 20.00. Brottför frá Umferöarmiöstöðinni, aust- anmegin. Verið velkomin. Feröafélag islands. H ÚTIVIST GRÓFINNI1 • REYKIAVÍK • UMIAÍUtViíi iaíki Sunnudagur 8. júlí Kl. 8.00 Básar Dagsferð í Þórsmörk. i tilefni af 15 ára afmæli félagsins, sérstakt afsláttarverö: Kr. 1.500.-. Brott- för frá BSÍ - bensínsölu. Stans- að við Árbæjarsafn. Kl. 9.30 Þórsmerkurgangan Breiðabakkavað - Oddi - Berg- vað. 12. áfangi Þórsmerkurgöngunn- ar. Gengin verður gamla þjóð- leiðin úr Bjóluhverfi austur fyrir Odda. Byrjað verður á því að ferja yfir Ytri Rangá á Breiða- bakkavaöi, ofan viö Hrauntófta- ey. Sfðan verður gengið niður að Kambhóli og þaðan að Odda. Frá Odda verður haldið að Eystri Rangá og ferja yfir ána á Berg- vaði. Björgunarsveitin Dagrenn- ing á Hvolsvelli aðstoðar við ferj- un yfir báðar árnar. Staðfróðir Rangæingar verða með í för. Brottför frá BSI’ - bensínsölu kl. 9.30. Stansaö við Árbæjarsafn. Brottför frá Fossnesti á Selfossi kl. 10.30. og frá grillskálanum á Hellu kl. 11.15. Verð kr. 1.200,-, frá Hellu og Selfossi kr. 600,- Kl. 13.30 Hjólreiðaferð Hjólaður Hafravatnshringur. Frekar létt leið um skemmtilegt svæði fjarri þjóðvegi. Brottför frá Árbæjarsafni. Verð kr. 200,-. Sjáumst. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar fram- undan: Sunnudagur safnaðarsamkoma kl. 11.00. Ræðumaður Haraldur Guðjónsson. Barnagæsla. Al- menn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Warren Flattery. Fórn tekin vegna starfsins á ísafirði. Barnagæsla. Miðvikudagur biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur æskulýðssamkoma kl. 20.30. Laugardagur bænasamkoma kl. 20.30. ÚTIVIST GRÓFINN11 - REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Sumarleyfisferðir Ferðist um ísland í sumarleyf- inu i góðum félagsskap. Hornstrandir eru engu líkar! 11-20/7 Hornvík - Reykjafjörð- ur. Gengið á fjórum dögum um Hornbjarg, Barðsvík og Furu- fjörð til Reykjafjarðar þar sem dvalið verður í góðu yfirlæti tvo síðustu dagana. Heit laug. Far- arstjóri Gisli Hjartarson. 18-24/7 Hesteyri. Gróskumikill, litríkur gróður. Tjaldbækistöð. Ferð fyrir þá sem vilja kynnast Hornströndum en treysta sér ekki I bakpokaferð. Fararstjóri Þráinn V. Þórisson. 13-20/7 Strandir - Reykjafjörð- ur. Tjaldbækistöð í Reykjafirði. Heit laug. Fariö í skemmtilegar dagsferðir um nágrennið. Ferð fyrir þá sem vilja kynnast Horn- ströndum en treysta sér ekki i bakpokaferð. Fararstjóri Reynir Sigurðsson. Þrjár góðar bakpokaferðir 11-15/7 Þjórsárdalur - Gljúfur- leit. Gengið upp með Þjórsá inn í Gljúfurleit. Farið um ósnortið svæði, stórkostleg fjallasýn, fossar og gjár. Fararstjóri Krist- inn Kristjánsson. 15-20/7 Eldgjá - Þórsmörk. Ein áhugaverðasta gönguleiðin af Torfajökulssvæðinu til Þórs- merkur. Göngutjöld. Fararstjóri Trausti Sigurðsson. 24/7-29/7 Austfirðir. Bakpoka- ferð á nýjar og fáfarnar slóðir. Viðfjörður - Sandvík - Gerpir - Vaðlavfk. Austfirðir bjóða upp á mikla náttúrufegurð, friðsæld og veöurblíðu. Þetta verður því ör- ugglega bakpokaferð sumars- ins. Fararstjóri Óli Þór Hilmars- son. Hjólreiðaferðir eru ódýr og holl- urferðamáti. 7-11/7 Hlöðuvellir - Haukadalur. Hjólaður Eyfirð- ingavegur um Hlöðuvelli, niöur við Gullfoss. Göngutjöld. Farar- stjóri Egill Pétursson. Verð kr. 2.500,- Þrjár stjörnuferðir 21/7-26/7 Norðurland: Nátt- faravík - Grfmsey. Norður Kjöl. Heimsóttir áhugaverðir og sögu- frægir staöir á Norðurlandi, gengið í Náttfaravík, sem er fög- ur eyðibyggð við Skjálfandaflóa. Hápunktur ferðarinnar verður sigling í Grímsey. Svefnpoka- gisting. Fararstjóri Kristinn Kristjánsson. 25/7-1/8 Norðausturland: Langanes - Hólmatungur - Vesturdalir. Farið um fagurt svæði, Ásbyrgi, Hólmatungur, Jokulsárgljúfur, Dettifoss og Ald- eyjarfoss skoðaðir. Norður um Kjöl, suður um Sprengisand. Tjöld og hús. Fararstjóri Þorleif- ur Guðmundsson. 4/8-11/8 Kynnist töfrum há- lendisins: Góður hálendis- hringur: Trölladyngja - Snæfell - Lagarfljótsgljúfur. Norður um Sprengisand í Gæsavötn, til baka um Suðurfirði. Hús og tjöld. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Austurrísku Alparnir Það er ólýsanleg upplifun að ganga um Alpana. í samvinnu við samstarfsaðila í Austurríki er verið að skipuleggja tveggja vikna bakpokaferð síðari hluta ágúst um austurrisku og svissn- esku Alpana. Hagstætt verð. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðn- ir að hafa samband við skrif- stofu. Pantið tímanlega í sumarleyfis- ferðirnar! Vinnuferð Helgina 13.-15. júli verður farið í vinnuferð að Skógum. Þátttak- endur skrái sig fyrir miðviku- dagskvöld 11. júlí. Allir velkomn- ir. Nánari upplýsingar og skráning er i síma 40270 á kvöldin og í síma 27855 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.