Morgunblaðið - 07.07.1990, Page 21

Morgunblaðið - 07.07.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JULI 1990 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Leikendum Leikfélags Sólheima var vel fagnað að sýningu lokinni. Sólheimar í Grímsnesi: Opið hús í tilefiii 60 ára afinælis Selfossi. LEIKFÉLAG Sólheima frum- sýndi Stígvélaða köttinn í leik- gerð Kjuregej Alexöndru Arg- únovu á sérstakri hátíðadagskrá á 60 ára afinælisdegi Sólheima 5. júlí. Fjöldi gesta var við sýn- inguna, þeirra á meðal herra Olafur Skúlason biskup og Oli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra. Alls taka 36 leikarar þátt í leikrit- inu, heimilismenn á Sólheimum og nokkur börn starfsmanna. Frum- sýningin tókst mjög vel og leikurun- um var vel fagnað. Sýningin var liður í afmælisdagskrá á Sólheimum í tilefni afmælisins. í dag og á morgun verður opið hús á Sólheim- um. Þá verður leikritið sýnt aftur, opnuð verður ljósmyndasýning og sýning á myndverkum heimilisfólks auk þess sem boðið verður upp á veitingar. — Sig. Jóns. Atlantshafsbandalag í nýjum búningi Atlantshafsbandalagið var stofnað 1949 með þeim yfir- lýsta vilja aðildarríkjanna að lifa í frlði við allar þjóðir og allar ríkis- stjórnir. Sáttmáli bandalagsins er rammasamningur um hemaðar- legt bandalag í þeim tilgangi að koma í veg fyrir átök eða binda endi á þau, séu þau þegar hafin. Þá er í sáttmálanum gert ráð fyr- ir stöðugri samvinnu og samráði á sviði stjórnmála, efnahagsmála og í öðrum efnum, er ekki taka til hernaðar. Gildistíma Atlants- hafssáttmálans eru engin tak- mörk sett. Bandalagið hefur með réttu verið kallað öflugasta friðar- hreyfingin í sögu mannkyns. Aðild íslands að bandalaginu hefur löngum verið umdeild og gerðu kommúnistar árás á Alþing- ishúsið 30. mars 1949, þegar þingmenn samþykktu að íslend- ingar yrðu í hópi stofnaðila. Hin síðari ár hefur hins vegar ríkt víðtækari samstaða hér um þátt- töku í bandalaginu en nokkru sinni fyrr og þær varúðarrástafan- ir sem gerðar hafa verið á gmnd- velli aðildarinnar svo sem með varnarsamningnum við Banda- ríkin frá 1951. Er þessi þróun hér í samræmi við það sem gerst hef- ur í öðrum aðildarlöndum. Al- menningi er ljóst að bandalagið starfar í þágu friðar og stefna þess í hernaðarmálum byggist á því að verjast árás en ekki hefja. Jafnframt hefur bandalagið orðið sá vettvangur þar sem best varð- staða er um lýðræðislega stjómar- hætti og þau gildi sem rekja má til kristinnar iífsskoðunar. Leiðtogar aðildarríkja Atlants- hafsbandlagsins luku einum sögu- legasta fundi þess í London í gær. Þeir gáfu út Lundúnayfirlýs- inguna um breytt Atlantshafs- bandalag. í þeirri ályktun kemur enn fram sá einstæði styrkur bandalagsins sem felst í því að sextán sjálfstæð ríki geta samein- ast um skjót viðbrögð við breytt- um aðstæðum, hvort heldur í heimsstjórnmálum eða hemaðar- legum efnum. Þegar sagan verður skráð eiga menn meðal annars eftir að staðnæmast við staðfest- una sem bandalagið sýndi á árinu 1979 með ákvörðuninni um að setja upp meðaldrægar, banda- rískar eldflaugar í Evrópu og við framkvæmd hennar gegn mót- mælum svonefndra friðarhreyf- inga. Hvaða áhrif hafði það á alla þróun innan Sovétríkjanna síðar, að Kremlverjar fengu ekki að ein- oka Evrópu með meðaldrægum kj arnorkuvopnum? Á árinu 1979 var brugðist rétt við hernaðarlegri hótun að austan. Nú eru tímarnir aðrir; sovéska heimsveldið er í upplausn, Var- sjárbandalagið ekki lengur annað en nafnið tómt og í tilefni leiðtoga- fundar Atlantshafsbandalagsins ritar Mikhaíl Gorbatsjov bréf til Margaret Thatchers, forsætisráð- herra Breta, og fer fram á vest- ræna fjárhagsaðstoð við þrotabú kommúnismans. Enn bregðast ríki Atlantshafsbandalagsins skjótt ,við. Um leið og haldið er fast í þá stefnu að sameinað Þýskaland verði í bandalaginu eru teknar stefnumótandi ákvarðanir um vin- áttusamband við Sovétríkin og þjóðirnar í Austur-Evrópu. Atl- antshafsbandalagið lítur ekki lengur á ríkin sem andstæðinga heldur vill stofna til samvinnu við þau. Leiðtogum þeirra er meira að segja boðið að taka þátt í fund- um á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins. Þessi stórpólitíska stefnumótun er í fullu samræmi við hinn víðsýna sáttmála bandalagsins sem samin var 1949. Hún er í samræmi við breytingarnar sem orðið hafa í Evrópu og leiða til þess að hin gamla spenna milli austurs og vesturs er úr sögunni. Á leiðtogafundinum í London voru einnig samþykktar breytingar á framkvæmd varnarstefnu banda- lagsins í samræmi við breytta tíma. Áfram er treyst á fælingar- mátt kjarnorkuvopna en því lýst yfir, að ekki verði gripið til slíkra vopna fyrr en fokið hefur í önnur skjól. Hvatt er til fækkunar á hefðbundnum vopnum og að samningar náist um það í Vínar- viðræðunum. Vilji bandalagsins stendur eindregið til þess að draga saman seglin á hernaðarsviðinu enda verði alls staðar um gagn- kvæm skref austurs og vesturs að ræða. Að frumkvæði Bandaríkja- stjórnar voru skýrar línur lagðar á leiðtogafundinum í London. Atl- antshafsbandalagið hefur styrkt stöðu sína við nýjar aðstæður. Á næstu vikum og mánuðum kemur í ljós, hvemig úr málinu verður unnið. Sérhver þjóð lítur í eigin barm og kannar hvaða áhrif þetta allt hefur fyrir hana. Nágrannar okkar og vinir, Norðmenn, hafa áhyggjur af því að Sovétmenn eru að auka vígbúnað á Kólaskaga. Mikilvægi flutningaleiðanna yfir Atlantshaf, á sjó og í lofti, ættu að aukast eftir því sem varnir Evrópu byggjast meira á hefð- bundnum herafla í Norður- Ameríku. Fyrir öryggi íslands skiptir miklu að góð samvinna sé milli þjóðanna beggja vegna Atl- antshafs. Áfram er þörf fyrir víðsýnt og öflugt varnarbandalag lýðræðis- þjóðanna og trúverðugar sameig- inlegar varnaráætlanir. Það sýnir styrk þessa bandalags og djúpar pólitískar rætur, hve fljótt Átl- antshafsbandalagið er að bregðast við nýjum aðstæðum í Evrópu og taka frumkvæði með þeim hætti sem gert var í London. A Menntamálaráðuneytið og Islenska Unesco-neftidin: Barist gegn ólæsi og fyrir auknum lestri Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Sturlaugur Þorsteinsson ný- ráðinn bæjarstjóri á Höfn. Menntamálaráðuneytið og Unesco-nefndin hafa ákveðið að hrinda úr vör átaki gegn ólæsi og jafnframt að stuðla að auknum lestri almennings. Þetta er í sam- ræmi við ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá 1987 um að árið 1990 skuli tileinkað baráttunni gegn ólæsi. 8. september næst- komandi verður alþjóðlegur dag- ur læsis og í undirbúningi er fjöl- þætt dagskrá í fjölmiðlum og víðar í tilefni dagsins. Að sögn menntamálaráðherra eru einnig hugmyndir um að tengja átakið þeim degi er virðisaukaskattur á bókum verði felldur niður, sem sé að öllum líkindum um miðjan nóvember. Á blaðamannafundi Menntamála- ráðuneytisins og íslensku Unesco- nefndarinnar kom fram að um 10% íslenskra skólahema eiga í lestrar- erfiðleikum auk þess vitað er til dulins ólæsins meðal fullorðinna. Þá sé átt við einstaklinga sem hafi Iært að lesa en þó ekki nógu vel til að halda þeirri kunnáttu við. Með átak- inu sé ætlunin að ná til þessara hópa. Skipuð hefur verið 14 manna sam- ráðsnefnd, sem skipuð er fulltrúum ólíkra þjóðfélagshópa; m.a. kennara, vinnuveitenda, rithöfundum ofl. Mun nefndin koma með tillögur að því hvað gera skuli og hefur hún þegar fundað einu sinni. Meðal þess sem nefnt hefur verið er að koma á fót leshringjum, halda ýmis konar lestr- arnámskeið; í að lesa þunga texta og smáa letrið svokallaða, og að hvetja fólk til að lesa meira, bæði fyrir sjálft sig og börn sín. Þá vænt- ir nefndin góðrar samvinnu við kenn- ara og fjölmiðla, hvað varðar kynn- ingu á átakinu og gildi lesturs. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð vegna baráttunnar gegn ólæsi og er Ingibjörg Frímannsdóttir verkefnisstjóri. Auk hennar eiga sæti: Tryggvi Þórhallsson, deildars- érfræðingur Menntamálaráðurneyt- inu, Erna Árnadóttir og Guðni 01- geirsson, námsstjórar Menntamála- ráðuneytinu. I . Viðskiptaráðherra ætlar að ræða við smjörlíkisframleiðendur; Verndartollur á smjörlikisinn- flutning sem fari stiglækkandi JÓN Sigurðsson, viðskiptaráðherra, ætlar að kalla smjörlíkisfram- leiðendur á sinn fund og ræða við þá um hugsanlega möguleika á að hafa aðlögunartíma að innflutningsfrelsi á smjörlíki. Hann sagði koma til greina að selja til að byrja með verndartoll á innflutning- inn sem færi síðan stiglækkandi. Fyrir nokkrum misserum var veitt leyfí fyrir takmörkuðum inp- flutningi á smjörlíki og olli það nokkrum deilum. Jón sagði málið alls ekki úr sögunni. Hann hefði rætt það við land- búnaðar- og heilbrigðisráðherra á sínum tíma, en ekki orðið niður- staða af þeim viðræðum. Aðspurður sagði hann að beiðn- ir um innflutningsleyfi á smjörlíki hefðu ekki borist ráðuneytinu að undanförnu og sennilega ekki síðan á síðasta ári. „Ég tel að það geti vel verið nauðsynlegt að veita innlendum framleiðendum aðhald og fólki valmöguleika í þessu efni eins og öðrum,“ sagði Jón. Hann sagði aðspurður að það væri mjög sér- kennilegt að ýmis annars konar feiti, matarolíur og annað, væri flutt inn án takmarkana á sama tíma og höft væru á smjörlíkisinn- flutningi. „ Það er kannski ekki síst hin málefnalega ástæða til að halda málinu vakandi að það sé þarna ástæðulaus mismunun á milli vörutegunda.“ ■ MAL VERKASYNING Guð- bjargar Hjartardóttur í FÍM- salnum, Garðastræti 6, er opin daglega klukkan 14-18. Sýningunni lýkur nk. þriðjudag 10. júlí. Oskaplega feginn að þetta skuli yfirstaðið Ingvin Gunnlaugsson og Jóhanna Þorleifsdóttir í Vogabúum ásamt nokkrum félögum. Nicolan Newton, Englandi, Ian Grant, Skotl- andi, og Nicola Royle, Englandi. Landsmót skáta á Ulfljótsvatni: Veðrið auðveldar alla fram- Merki alþjóðlegs árs læsis, sem var valið úr hópi 300 hug- mynda. Það hannaði japanski grafíklistamaðurinn Kohichi Imakita. Morgunblaðið/Emilía Verkefnisstjóri átaks gegn ólæsi, Ingibjörg Frímannsdótt- ir og Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, með veggspjald sem íslenska Unesco-nefndin íét prenta og verður sent öllum grunnskólakennurum og fóstr- um. - segir Halldór Guðbjarnason, fyrr- verandi bankastjóri um niðurstöðu Hafskips- og Útvegsbankamálsins „Ég er óskaplega feginn að þetta skuli yfírstaðið. Vonandi Afiiotagjöld RÚV; Hagræðing kemur til greina í stað hækkunar - segir flármálaráðherra „ÞAÐ kemur fyllilega til greina að meta í haust hvort hagræða megi rekstri Ríkisútvarpsins þannig að ekki komi til hækkunar afnotagjalda þá,“ segir Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Hann bætir við að þó sé mikil spurning hvort ríkið eigi að taka á sig vanda sem stafí af hækkunum hjá fyrirtækjum á frjálsum markaði. Þegar íjármálaráðherra er spurð- ur hvers vegna ríkisstjórnin geri ekki þá kröfu til RÚV að það dragi saman eða hagræði rekstri í stað þess að hækka afnotagjöld, segir hann að slíkar kröfur haft verið gerð- ar. Aðhaldsaðgerðir séu meginá- stæða þess að Útvarpið hafi ekki safnað skuldum í fyn'a og á þessu ári. „Á fyrri árum hefur Ríkisútvarp- ið fengið hækkanir oft á ári, svo er ekki í ár. Hækkanir afnotagjaldanna nú eru í samræmi við verðlagsáætl- anir sem ASÍ og VSÍ lögðu til grund- vallar við gerð kjarasamninga í vet- ur. Ríkisstjórnin hefur ekki talið ástæðu til að víkja frá verðlagsfor- sendum kjarasamninganna, enda var fyrsta verkefnið að Útvarpið hætti skuldasöfnun. Það markmið hefur náðst og þess verður að gæta áfram. En í framhaldinu kemur fylli- lega til greina að skoða hvort beita megi aðhaldi til þess að komast hjá hækkun. Þó verður að athuga að það eru fyrirtæki á frjálsum mark- aði sem valda nú hættunni á að far- ið verði fram yfir rauðu strikin. Það er mikil spurning hvort ríkið eigi að taka á sig vanda sem þau hafa skap- að.“ er málið búið og saksóknari sér ekki ástæðu til að skjóta því til Hæstaréttar. Ég held að allir séu því fegnastir að þessari martröð sé lokið og menn velti sér ekki frekar upp úr þessu,“ sagði Hall- dór Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Útvegsbankans um niðurstöðu Sakadóms í Hafskips- og Útvegsbankamálinu. Hann sagði að um tvo ólík mál væri að ræða þó tengdust. Heildar- niðurstaðan sé sýkna af öllum atrið- um sem snerti Hafskipsmálið. „Ég held það sé góð áminning til þeirra manna sem hófu þetta mál að gaumgæfa hlutina betur áður en farið er út í svona málarekstur. Ég held að menn eigi eftir að draga mikinn lærdóm af þessu máli. Spurningin í því tiliti er hvort þetta mál sé búið, en það er alls ekki þar með sagt. Þeir aðilar sem áttu upp- tök að þessu máli og bjuggu það til og hafa valdið aðilum þessa máls öllum þessum óþægindum og hugarangri geta ekki bara staðið álengdar og yppt öxlum eins og ekkert hafi í skorist. Við vorum ákærðir fyrir mistök í starfi, að hafa ekki sýnt næga aðgætni og rækt okkar skyldur. Það er kannski komið að því núna að þeir aðilar sem hafa staðið að þessu máli hitti sjálfa sig fyrir. Þeir hafa ekki stað- ið sig í sínu starfi og hafa kannski sýnt af sér vítavert gáleysi og vald- ið þannig öðrum bæði skaða og hugarangri allan þennan tíma,“ sagði Halldór. Nýr bæjar- stjóri á Höfii Höfn. FYRSTI starfsdagur Sturlaugs Þorsteinssonar nýs bæjarstjóra á Höfn var mánudaginn 2. júlí. Sturlaugur er fráfarandi forseti bæjarstjórnar á Höfii, en tekur nú við starfí bæjarstjóra af Hall- grími Guðmundssyni, sem ekki gaf kost á sér áfram til starfans. Sturlaugur er verkfræðingur að mennt og að auki útvegstæknir. Hann hefur búið hér frá 1983 og veitti útibúi Fjarhitunar hf. lengst af forstöðu. Eiginkona Sturlaugs er Helga Pálsdóttir og eiga þau þijú börn. Meirihluta í bæjarstjórn skipa nú sjálfstæðismenn af D-lista með tvo fulltrúa og óháðir af H-lista sem fengu þijá menn kjörna. í minni- hluta eru tveir fulltrúar framsókn- armanna. - JGG kvæmd og bætir matarlystina Selfossi. „VIÐ ákváðum sjálf að fara hingað á þetta mót. Okkur finnst þetta góð aðferð til að kynnast fólki,“ sögðu nokkrir hressir sænskir skátar frá Gautaborg sem eru á Lands- mótinu á Ulfljótsvatni. Alls eru um 360 erlendir skátar á mót- inu. Þeir erlendu skátar sem rætt var við tóku í sama streng og Svíarnir. „Það er ótrúlegt hvað landslagið er margbreytilegt og svo er fólkið hérna mjög hlýlegt í viðmóti og dregur sig ekki í hlé þegar yrt er á það,“ sagði Nicola Royle. „Maður átti von á snjó og kulda en ekki svona góðu veðri,“ sagði Ian Grant frá Skotlandi. Nicolan Newton var eins og aðrir mjög ánægð með mótið og sagði alla sína félaga ánægða með það sem boðið væri upp á. „Landsmót hvers lands draga fram sérkennin og heimsókn á þau er góð leið til að kýnnast fólkinu,“ sagði Simon Magrizo frá Hollandi sem er starfsmaður á mótinu, í tæknilandi, og sér um refaveiðarnar. Veðrið gerir gæfiimuninn „Þetta er fyrsta mótið sem enginn kvartar," sagði Boggi reddari sem var að mála merk- ingu á sínar höfuðstöðvar, „það gerir góða veðrið." Undir þetta tók Eiríkur Ámason gæslustjóri sem sat rétt hjá á skrifstofunni í ruggustól með 77-módelið af kamri sem skemil. „Það eru eng- in vandamál." Boggi vildi láta erlendu skátana fá bjartsýnis- verðlaun fyrir að fara upp á fjall í fyrrakvöld og taka myndir af svæðinu með flassi. Tíu þúsund pylsur ekki nóg Fólk í önnum þarf mikið að’ borða. Þetta^ sannast á Lands- móti skáta. Á hverjum degi eru reiddir fram 1.000 lítrar af mjólk. 1.600 lítrar af óblönduðum djús, ómælt te og kakó. í aðalmáltíðina á kvöldin fara ofan í mannskapinn um 400 kíló af kjöti í hvert mál, 300 lítrar af sósu, 100 dósir af grænum baunum og 200 kíló af kartöflum. Fyrir mótið voru pant- aðar 10.000 pylsur sem dugði ekki og panta þurfti viðbót. Á hveijum morgni koma bryt- arnir frá hveijum hóp sem eru frá tveimur upp í 82, alls 60 hóp- ar. Auk þeirra eru um 170 starfs- Eiríkur gæslustjóri gat tek- ið það rólega á mótinu með módel 77 sem skemil. menn í fæði. „Góða veðrið hefur úrslitaþýðingu fyrir það hvað vel gengur með þetta allt sarnan," sagði Magnús Ingi Magnússon kokkur sem sagðist hafa allt und- ir kontról í matarmálunum. Skátastarfið gengur fyrir „Þetta er okkar áhugamál og það kemst ekkert annað að í frítímanum," sögðu hjónin Ingvin Gunnlaugsson og Jóhanna Þor- leifsdóttir í Vogabúum í Morgunblaðið/Siguröur Jónsson Svíarnir hreyktu sér fyrir myndatökuna og buðu alla vel- komna á alþjóðlegt skátamót í Svíþjóð 1992. Reykjavík. Þau eru á landsmótinu með dætrum sínum og halda utan um hóp skáta úr Grafarvoginum, eru reyndar stofnendur félagsins frá því fyrir tveimur árum. Þau kynntust á skátamóti 1970 og segja skátastarfið gefa mikla lífsfyllingu. „Það hefur gengið vel að byggja upp skátastarfið í Grafar- voginum og reyndar allt fé- lagslíf," sagði Ingvin en skátafé- lagið var stofnað fljótlega eftir að ungmennafélagið komst á legg í Voginum. „Svona mót skilur mikið eftir og krakkarnir eiga eftir að lifa lengi á öllu því sem hér er boðið upp á,“ sagði Jó- hanna. í dag er heimsóknardagur á landsmótinu og von á miklum fjölda fólks. Opinber móttaka hefst klukkan 14.00 með helgi- stund við krossinn. Meðal gesta þar verður Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. - Sig. Jóns. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjprn Guðmundsson, Björn Jöhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.