Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1990, Blaðsíða 16
16 ............ / • f ; MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 Theodóra Mathiesen og Faxi frá Hnjúki Morgunbiaðið/Ami Sæberg Tvímælalaust hápunktur- inn á hestamennskunni - segir Theódóra Mathiesen 15 ára knapi á landsmóti Vindheimamelum. Frá Ásdísi Hnraldsdótt MEÐAL keppenda á landsniól- inu eru um 100 unglingar. í þeim hópi er Theódóra Mathi- esen, 15 ára gömul stúlka úr Mosfellsbæ, sem keppti á hest- inum Faxa frá Hnjúki fyrir Hestamannafélagið Hörð. Þetta er í annað skiptið sem Theód- óra keppir á landsmóti. „Þetta er tvímælalaust há- punkturinn í hestamennskunni og maður hefur fyrst og fremst verið að æfa fyrir þetta mót,“ sagði Theódóra þegar blaðamaður hitti hana að máli eftir að hún hafði lokið keppni í gær. „Eg held að ég hafi lent í 6. sæti sem þýðir að ég kemst inn í úrslitakeppnina. Þá verður mað- ur að leggja sig allan fram.“ Thódóra var með tvo hesta í úrtökunni fyrir landsmótið. Henni fannst Faxi koma betur út svo hún valdi að keppa á honum. Hún fékk hann rétt fyrir úrtökuna hjá Herði í byrjun júní og sagðist vera búin að þjálfa hann sam- viskusamlega á hveijum degi. Atta böm og unglingar keppa fyrir Hestamannafélagið Hörð í Mosfellsbæ á mótinu og sagði Theódóra að mjög góður andi væri í hópnum og héldu krakkam- ir mikið saman. Aðspurð sagði hún að svolítillar taugaspennu gætti hjá krökkunum sem keppa — flestir væra svolítið stressaðir. „Annars er mjög gott fyrir krakka að taka þátt í svona móti og þroskandi fyrir þá sem reið- menn,“ sagði Theódóra að lokum. Egill Ágústsson, Reykjavík, Hólm- geir Valdimarsson, Akureyri, og Jón Sigurðsson, sem gjarnan er kenndur við Skipanes, sammála um sigurvegara. Töldu þeir allir ísak frá Litla-Dal öruggan með fyrsta sætið, en þegar kom að ísak í for- keppninni, var tilkynnt að klárinn hefði slasast á fæti og væri fallinn úr keppninni. Það gátu viðmælend- ur okkar auðvitað ekki séð fyrir ! Egill og Hólmgeir spáðu því að Kjami frá Egilsstöðum gengi næst ísak og Dimma frá Gunnarsholti þarnæst, en úrslit forkeppninnar urðu á hinn veginn, þvi Dimma varð fyrir ofan Kjarna og vann B - flokkinn, en Kjarni varð annar. Jón hafði sett Dimmu í annað sæt- ið og Kjarna í fjórða með Kraka frá Helgastöðum á milli sín. Kraki náði þó ekki að komast þangað í for- keppninni, en varð þriðji og þar með í því sæti, sem Hólmgeir hafði spáð honum. Egill vildi hins vegar í sinni spá hafa Pjakk frá Torfa- nesi næstan á eftir Kjarna og Dimmu, en ekki Kraka. Pjakkur kom hins vegar næstur Kraka í úrslitunum. Þannig vora spámenn B - flokksins, eins og konurnar í A - flokkinum, með sterkustu hestana í huga. Og eins og enn einn brekku- dómarinn sagði með mátulegum hátíðleik.,, Þar sem okkur og keppn- ina greinir á, skera úrslitin úr.“ Jón Sigurðsson er þrautreyndur gæðingadómari og hann var spurð- ur, hvort væri betra að vera brekku- dómari eða alvörudómari. Hann sagði erfiðara og skemmtilegra að vera alvörudómari, en óneitanlega væri gaman að færa sig til í brek- kunni og heyra hvað fólk vissi ótrú- lega lítið um hvernig dæma skal í gæðingakeppni. Hann bætti þó við að, oft heyrðust skemmtilegar at- hugasemdir í brekkunni. Aðspurðir um hestakost í B- flokki sögðust þeir Hólmgeir og Egill hafa séð nokkra hesta sem þeir töldu að ekki ættu erindi inn á landsmót. Hólmgeir taldi þó að aldrei fyrr hefðu verið jafn góðir hestar í B-flokki á landsmóti. Egill Ágústsson og Hildur Einarsdóttir i brekkunni með synina Jón Sigurðsson Andra og Darra. Elsa Magnúsdóttir Brekkudómarar og spá- menn landsmótsins Landsmót hestamanna: Geri allt til að halda 1. sætinu - segir Steinar Sigurbjörnsson sem er efstur í yngri flokki unglinga Lisbet Sæmundsson teknir tali. Keppnin var hálfnuð þegar rætt var við þá svo þeir höfðu þegar fengið einhveijar vísbending- ar. Eins og konurnar voru karlarnir, „ÉG ÁTTI alls ekki von á að lenda í fyrsta sæti, gerði mér meira að segja litlar vonir um að komast í úrslit,“ sagði Stein- ar Sigurbjörnsson sem stóð efst- ur í yngri flokki unglinga að lokinni forkeppni. Steinar hefur lifað og hrærst innan um hesta, enda sonur þeirra Fríðu Steinarsdóttur og Sigur- björns Bárðarsonar sem er einn af þekktustu knöpum landsins. Samt segist hann ekkert hafa haft sérstakan áhuga á hestamennsku. „Ég veit ekki hvers vegna ég fékk allt í einu áhuga. Ég prófaði Glæsi af tilviljun snemma síðast- liðinn vetur og leist vel á hann. Svo bað ég pabba um að selja mér hann og þjálfaði hann svo sjálfur með keppni á landsmóti í huga. Glæsir er 7 vetra, mjög skemmtilegur héstur, en við- kvæmur í reið. Samt er ekkert erfitt að ráða við hann. Toppurinn á tilverunni í dag er að keppa á landsmóti og ég geri allt sem ég get til að halda 1. sætinu í úrslitunum," sagði Stein- ar að lokum. A en ekki B í frétt á blaðsíðu 2 í Morgunblað- inu í gær frá Landsmóti hesta- manna, misritaðist flokkurinn sem keppt var í, sagt var að þar væri um brflokk að ræða, en á fimmtu- dag var keppt í a-flokki á lands- móti hestamanna eins og greinilega kom fram í frásögn fréttamanna blaðsins á Vindheimamelum sem bijtist á blaðsíðu 10 í Morgunblað- inu í gær. ÁHORFENDUR taka þátt í þessu landsmóti sem öðrum af lífi og sál og í brekkunni er spáð í knapa og keppnishross af miklum móð. Blaðamenn Morgunblaðsins tóku nokkra áhorfendur tali meðan for- keppni fór fram í A og B flokki. Forkeppni í A-flokki gæðinga fór fram á fimmtudaginn og þá voru kvaddar til þijár konur að spá um úrslitin. Allar voru þær Alfa Jó- hannsdóttir, Elsa Magnúsdóttir og Lisbet Sæmundsson á ein u máli um að spá Gími frá Vindheimum í Skagafirði sigri í keppninni. Þrátt fyrir þennan óskabyr hjá konunum endaði Gímir í þriðja sæti, þegar alvara lífsins blasti við. Alfð. setti Muna frá Ketilsstöðum í annað sæti og þar hafnaði hann í forkeppninni. Elsa taldi hins vegar Feng frá Lýsudal til 2. sætis, en Lisbet Svart frá Högnastöðum. Svo fór að Svartur stóð efstur eftir for- keppnina og Fengur fjórði. Þessa fjóra hesta sátu tveir knapar í for- keppninni, þeir Sigurbjöm Bárðar- son, sem sat Svart og Feng, og Hólmgeir Valdimarsson Trausti Þór Guðmundsson, sem sat Muna. Alfa setti Svart í þriðja sætið, Hugmynd frá Ketilsstöðum í fjórða og Feng í fimmta. Elsa vildi hafa Svart í þriðja sæti og Hugmynd í fjórða, en Lisbet setti Hugmynd í þriðja sætið og Muna í það fjórða. Hugmynd varð í sjö-tta sæti og eins Alfa Jóhannsdóttir og konurnar voru á einu máli með fyrsta sætið yfirsást þeim öllum hesturinn, sem vann fimmta sætið, Þorri frá Höskuldsstöðum. En auð- vitað ganga ekki allar brekkuspár eftir frekar en aðrar spár. Þegar forkeppni í B-flokki fór fram á miðvikudaginn voru þrír kunnir brekkudómarar í hópi karla Steinar Sigurbjörnsson og Glæsir mui gunuiauiu/ v aiuuuai z\riÞun»hun . x. ,. '• '•*" > ' / { gjg/ f ■ :Æ * 4 áS# ■ . y’f % ’ , ’l' ' f jíP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.